Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 26
38 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Fréttir Strandasýsla: Á fjórða þúsund líf lömb seld Guðfinnur Pinnbogason, DV, Hólmavík; Síðustu daga hafa bændur frá svæðum þar sem sauðfé hefur verið skorið niður vegná riðuveiki verið í fjárkaupum í Strandasýslu. Flestir hafa þeir komið frá Austurlandi, nokkrir úr Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslum, færri annars staðar frá. Samfelld sala líflamba hefur verið úr sýslvmni frá 1986 til staða vítt og breitt um landið og mest hin síðustu haust. Seld hafa verið lítlömb úr öll- um hreppum sýslunnar nema Kald- rames- og Bæjarhreppum. í haust voru seld um 1600 lömb úr Broddaneshreppi sem er um helm- ingur þess sem selt er úr sýslunni. Að þessu sinni er allt flutt á bílum og þrátt fyrir langar leiðir hafa flutn- ingar gengið vel enda veðurfar afar hagstætt um þessar mundir. Seljend- ur lambanna segja þau heldur léttari en undanfarin haust og kenna um júníhreti og köldu síðsumri með hrakviðrum. Austfirðingar í fjárkaupum í Strandasýslu. Frá vinstri Friðrik Ingólfsson, faöir hans Ingólfur Gunnarsson frá Valþjófsstað, og Sigurður Aðalsteinsson á Vaðbrekku. DV-mynd Guðfinnur & ÚTILJÓS - MEÐ VAKANDI AUGA - Steinel útiljós skynja með innrauðum nema alla hreyfingu fólks og kveikja Ijós, þetta er mjög ánægjulegt þegar komið er heim í myrkri og til hagsbóta fyrir t.d. blaðburðarfólk. Einnig fælir útiljós- iö burtu óboðna gesti. MJÖG HAGSTÆTT VERÐ HEILDSÖLUDREIFING OG SALA Skeifunni 11 d - sími 686466 AÐRIR ÚTSÖLUSTAÐIR HÚSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 -Skútuvogi 16 Menning Atriði úr byrjun myndarinnar þegar Jack Ryan (Harrison Ford) heffur lent óviljandi í átökum við hryðjuverka- menn. Háskólabíó - Háskaleikir: ★★★ Til bjargar krúnunni Harrison Ford hefur tekið við af Alec Baldwin og leikur söguhetju metsöluhöfundarins Tom Clancy, Jack Ryan í Háskaleikjum (Patriot Games), en Baldw- in lék hann í hinni ágætu spennumynd The Hunt For Red October. Háskaleikir er ekki síðri mynd og passar Ford mun betur inn í persónuna og verður Ryan trú- veröugri í meðförum hans. Eins og oftast í bókum Clancy eru það stjómmál sem eru undirstaöa spennufrásagnarinnar. í þessu tilfelli er það írski lýðveldisherinn sem spjótunum er beint að. Þegar myndin hefst er Jack Ryan í fríi í London ásamt konu og dóttur. Hann verður vitni þegar aðfór er gerö að konungbomum írlandsmálaráðherra bresku krúnunnar. Meðfæddur skilningur hans á at- burðum sem þessum og reynsla hans á vettvangi þeg- ar hann starfaði fyrir CIA gerir það að verkum að hann bjargar lífi ráðherrans og drepur einn hryðju- verkamanninn, en særist sjálfur í leiðinni. Forsprakki hópsins næst en þaö var bróöir hans sem Ryan drap. Sá leggur þegar mikið hatur á Ryan og þegar vinum hans tekst að bjarga honum í blóðugri aðgerð er það hans eina takmark að útrýma Ryan og fjölskyldu hans. Litlu munar að þessi áform hans tak- ist í fyrstu tilraun en Ryan og eiginkonan sleppa meö lítil meiðsh en dóttir særist mikið. Ryan, sem hafði hætt hjá CIA, býður sig til starfa og byrjar leit að hryðjuverkamönnunum. Háskaleikir er ekki aðeins geysispennandi kvikmynd heldur er hún sérlega vel gerð og það sem gerir hana kannski meira viröi en margar aðrar álíka myndir er að þrátt fyrir skáldskapinn er raunsæi í atburða- rásinni. Auðvitað eru einstaka atriði ýkt, til að mynda báta- senan í lokin, en írski lýöveldisherinn er til og hann nýtur aðstoðar araba við þjálfun og fleira mætti til taka sem gerir myndina sannfærandi. Aftur á móti er vafasamt hvort persónulegt hatur eins skæruhða geti orðið til þess að málstaðnum er fómað. Háskaleikir er fyrst og fremst góð skemmtun. Leikur er allur til fyrirmyndar. Það er ekki aðeins Harrison Kvikmyndir Hilmar Karlsson Ford sem stendur sig með prýði. Patrick Bergin og Sean Bean eru báðir sannfærandi í hlutverkum for- sprakka hryðjuverkamannanna. Þá hefur myndin mannlegt yfirbragð þegar högum Ryan íjölskyldunnar er lýst, en þaö er óvanalegt í spennumyndum þar sem mikið er lagt í hasarinn. Þessi mannlega kennd hlýtur að skrifast á hinn ágæta ástralska leikstjóra Phiíip Noyce sem hefur hæði reynslu í gerð spennumynda (Dead Calm) og drama- tískra mynda (Newsfront og Heatwave). HÁSKALEIKIR (PATRIOT GAMES) Leikstjóri: Philip Noyce. Handrit: W. Peter lliff og Donald Stewart eftir skáldsögu Tom Clancy. Kvikmyndun: Donald M. McAlpine. Tónlist: James Horner. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Anne Archer, Patrick Bergin, James Fox, James Earl Jones og Riqhard Harris. Popp Sophie B. Hawkins - Tongues and Tails Frambærilegt en ósamstætt Sophie B. Hawkins er bandarísk söngkona sem vak- ið hefur á sér athygh að undanfómu með lögunum Damn I Wish I Was Your Lover og Caiifornia Here I Come; bæði mjög svo frambærileg, grípandi rokklög, hæfilega óhefluö en um leið vönduð og vel flutt. Þessi lög er bæði að finna á plötunni Tongues and Tails ásamt níu öðrum en þau gefa hins vegar ekki fyllilega rétta mynd af plötunni því önnur lög hennar eru flest mun þyngri tónsmíðar sem þurfa meiri aðlögun en þessi tvö lög. Að sumu leyti virðist Sophie B. Hawkins sækja fyrir- mynd sina til Madonnu og hennar líka en einnig virð- ist hún 6ækja áhrif til psychadelískrar tónlistar, eins og heyra má í nokkrum lögum, þar á meðal í magn- aðri útsetningu á gamla Bob Dylan laginu I Want You. Annars eru lögin á plötunni úr ýmsum áttum hvað varðar stfl og stefnu og ljóst að Sophie á eftir að finna sína hillu; hún virkar mjög leitandi á þessari plötu. Áöumefnt Dylan-lag er eina lag plötunnar sem ekki er eftir Sophie sjálfa og Sophie B. Hawkins skipar sér þar með í þann flokk bandarískra tónlistarkvenna sem semja sína tónlist sjálfar og texta líka og með þessari plötu hlýtur hún að komast í úrvalsflokk því auk þess að sanna sig sem frambærilegan laga- og textasmiö Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson er hún líka flmagóð söngkona með fjölbreytilega túlk- un og kraftmikla rödd. Af framansögðu má ráða að Tongues and Tails er nokkuð athyghsverð plata en hún liður þó fyrir mis- jafnar lagasmíðar og skort á heildarsvip.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.