Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Qupperneq 4
4 FÖSTUÐAGUR 9. OKTÓBER 1992,- Fréttir í nær 2 ára f angelsi - ráðuneyti áminnti hann í sumar fyrir mikinn seinagang Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari, sem kvað upþ dóm í saka- máli á hendur íjórum ungum mönn- um sem stóðu að því að nauðga 14 ára stúlku í desember 1990, fékk al- varlega áminningu fyrir embættis- færslur sínar eftir könnun dóms- málaráðuneytisins í sumar. Hann var þá sakaður um vanrækslu í starfi með töfum á meðferð og afgreiðslu mála. Ráðuneytið fór þá fram á að dómstjórinn við héraðsdóm Reykja- ness áminnti Guðmund. Dómurinn yfir framangreindum fjórmenningum, sem fengu fjögurra, fimm, sex og átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir brot sin hefur vakið mjög hörð viðbrögð almenn- ings. Honum hefur ekki verið áfrýjaö af hálfu ákæruvaldsins enda hefur það embætti ekki fengiö endurrit af honum í hendur ennþá þrátt fyrir aö mánuður sé nú liðinn frá dóms- uppkvaðningu. Peningamál mun verra en kynferðisofbeldi? Sé dómur Guðmundar í nauðgun- armálinu borinn saman við dóm hans yfir karlmanni vegna auðgun- arbrota í desember 1986 og janúar 1987 kemur ýmislegt í ljós. Guðmundur dæmdi þá mann, sem aldrei hafði hlotiö refsidóm áður, í 22 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir greiðslukortasvik upp á rúm- lega 200 þúsund krónur. Þar var um að ræða auðgunarbrot eins manns en í nýdæmdu kynferðisafbrotamáli voru fjórir saman að verki, fimm því einn var aldrei ákærður. Fyrir auðgunarbrotið dæmdi Guð- mundur sakbominginn í nær 2 ára óskilorðsbundið fangelsi en skilorðs- batt 4-8 mánaða refsingar íjórmenn- inganna. Þess ber þó að geta að í síð- ara málinu beitti Guðmundur ildarákvæði í hegningarlögunum þar sem segir að færa megi lágmarks- refsingu niður ef um ungan aldur sakborninga er að ræða. Ríkissaksóknara ofbauð í auðgunarmáiinu ofbauð ríkissak- sóknara svo dómurinn að hann áfrýj- aði honum til Hæstaréttar og fór fram á refsilækkun. Slíkt er mjög óvenjulegt í refsimálum. Viðbrögð Guömundar voru þá að senda Hæsta- rétti bréf þar sem hann fór hörðum og „óviðurkvæmilegum" oröum um verk ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði bréf dómarans óþarft og gjör- breytti refsingunni - færði hana nið- ur í 6 mánuði þar af 4 skilorðsbundið. Áminning og mjög mjkill seinagangur Áminningin frá ráðuneytinu sem Guðmundur fékk í sumar sneri aðal- lega að miklum seiriagangi við af- greiðslu mála. Mörg ár hafa liðiö frá Guðmundur L. Jóhannesson, hér- aðsdómari i Hafnarfirði. því að Guömundi hefur borist ákæra þangað til dómar hafa gengið hjá honum. Fyrir þetta hefur Hæstirétt- ur reyndar einnig vítt dómarann. í ágúst 1972 var gefin út ákæra í máli þar sem tveir fuilorðnir menn voru sakaðir um kynferðisbrot gagn- vart barni. Guðmundur felldi dóm yfir mönnunum 3. mars 1976, tæpum 4 árum síðar. Mennimir voru dæmd- ir sekir. Hæstiréttur sýknaði þá aftur á móti í maí 1978. Þá voru sex ár lið- in frá því er ákæra var gefin út. Ákæra á hendur einstakhngum í erfðaskrármáU lá einnig hjá Guð- mundi í 4 ár áður en málflutningur fór fram. í SvefneyjamáUnu svokaUaða, þar sem par var dæmt fyrir kynferðis-. brot gagnvart börnum, Uðu um 18 mánuðir frá því ákæran var gefin út og þar til dæmt var í máUnu. SvefneyjamáUð vakti mikla athygU á sínum tíma og þaövoru margir sem biðu dóms i máUnu. í öðru sakamáli, sem var áfrýjað, sagði Hæstiréttur að meðferð þess hjá Guðmundi hefði tekið tvö ár og átta mánuði eftir útgáfu ákæru. „Hefur sá dráttur, sem varð á rekstri málsins, ekki verið réttlættur og er hann vítaverður," segir meðal ann- ars í dómi Hæstaréttar. DV hafði samband við Ara Edwald, aöstoðarmann dómsmálaráðherra, vegna þessara mála. Hann sagði að ráðuneytið hefði áminnt Guðmund í sumar og faUð dómstjóranum aö annast eftirUt meö störfum hans hvað seinaganginn snerti. Hins vegar væri það hlutverk Hæstaréttar aö meta efnislegar úrlausnir héraðs- dómara á áfrýjunarstigi. -ÓTT Erlendur gestur á vegum Listahatiðar 1990: Lét listahátíð qreiða fyrir sig þjðrfé - þáði ekki laun en hafði rýmri úttektarheimildir á hóteh Endurskoðandi Ustahátíðar hefur. svarað athugasemdum Ríkisendur- skoðunar vegna risnukostnaðar og fleira vegna Listahátíðar 1990. Ríkis- endurskoðun gerði athugasemdir við að Ustahátíð hefði greitt reUminga án þess að formskilyrðum hefði verið fuUnægt, að Ustamenn og aðrir hefðu farið út fyrir ásættanleg mörk í við- skiptum viö hótel og veitingastaði á kostnað Ustahátíðar. Listahátíð keypti, eins og DV hefur áður skýrt frá, mat, drykk og tóbak á hótelum og veitingastöðum fyrir tæpar tvær mUljónir króna, þar af áfengi og tóbak fyrir 410 þúsund krónur. I svari endurskoðandans, Þor- steinn Haraldssonar, segir varðandi formskUyrðin að mestu skipti aö eitt veitingahús hafi fengið greidda reUminga, þó svo skUyrðum um virð- isaukaskatt hafi ekki verið fuUnægt. Eins greiddi Ustahátíö út verðlaun með ávísunum án þess að verðlauna- hafar kvittuðu fyrir móttöku. Eins skorti að fullnægjandi uppáskriftir og áritanir á fimmta hlut risnureikn- inga, samkvæmt því sem segir í svari endurskoðandans. „TUefiú athugasemda ríkisendur- skoðenda eru hótelviðskipti gests sem ekki þáði laun fyrir framlag sitt tíl Listahátíðar en hafði fyrir vikið rýmri úttektrarheimUdir og gaf starfsfóUd hótels þjórfé (AU Uving expenses)“. Þetta segir í bréfi endur- skoðandans vegna tilmæla Ríkisend- urskoðunar um að erlendum Usta- mönnum verði settar leiðbeinandi reglur um viðskipti á hótelum og veitingastöðum. Endurskoðandi Ustahátíðar telur tilmæUn byggð á misskUningi. „Listahátíð er risnutUefni. Erfitt er að sjá fyrir sér vínlaus gestaboð, eða Ustahátíð án slíkra boða,“ segir einn- ig í svari endurskoöandans. í bréfum endurskoðandans kemur fram að framkvæmdastjómarfundir Ustahátíðar hafi verið haldnir í fund- arherbergjum veitingastaða á Bem- höftstorfu en fram kemur að hús- næði Ustahátíðar á Bemhöftstorfu er innan við 20 fermetrar. Þá segir aö formaður framkvæmdastjómar hafi átt fundi með Ustamönnum, menningarfiUltrúum og styrktaraö- ilum. Sumir þessara funda voru á veitingastöðum - á kostnað Ustahá- tíðar. Þá má geta þess aö fyrir kom að persónulegir reikningar lentu saman við reikninga Ustahátíðar. Starfs- menn endurgreiddu reikningana. Ríkisendurskoðun sagöi kaup á áfengi og tóbaki ekki eðUlegan hluta af útgjöldum Ustahátíðar. Þorsteinn Haraldsson endurskoðandi segist vera ósammála þessari fuUyrðingu. „Ekki var unnið sérstakt uppgjör vegna útlagðs kostnaðar formanns , Listahátíðar eða Listhátíðar vegna formanns. Þessum reikningum var einfaldlega jafnað saman og mis- munurinn, sem var skuld Listahátíð- ar, var greiddur með ávísun,“ segir í lok svars Þorsteins Haraldssonar. -sme Það er gott að hvila lúin bein á bekk við ráðhúsiö við Reykjavíkurtjörn í fögru haustveðri. DV-mynd GVA mjölsverk- smiðjunni Júlía ímsland, DV, Höfn; Eldur kom upp í Fiskimjöls- verksmiðjunrú á Höfn í gærmorg- un, fimmtudag. Verið var að bræða þegar eldur kviknaði í sílói. Starfsmönnum bræðslunn- ar tókst á skömmum tíma að ráöa niðurlögum eldsins og höfðu slökkt þegar slökkviliðið kom á vettvang. Þess raá geta aö nýlega samdi bæjarfélagið við Slysavarnafélag Islands um að aimast útköll fyrir Slökkviliö Homatjarðar og var þetta fyrsta útkallið sem Slysa- varnafélagið annaöíst. Gekk það bæði fljótt og vel. Hagkvæmn- iskönnuná lagningu sæstrengsað Ijúka ítalska ráðgjafarfyrirtækið Pir- elli og Vattenfall, ráögjaíarfyrir- tæki sænsku landsvirkjunarinn- ar, eru nú að Ijúka tæknilegri hagkvæmniskönnun á lagningu sæstrengs frá íslandi. Að sögn Geirs Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Markaðsskrif- stofu Landsvirkjunar og iðnaðar- ráðuneytisins, er Pirelli einn stærsti kapalframleiöandi í heim- inum. Búast má við að niðmstöð ur könnunarinnar liggi fyrir eftir einn tútvo mánuði. Tveir erlénd- ir barikar em nú aö kanna fyrir Markaðsskrifstofuna hveijir gætu verið hugsanlegjr fjárfest- ingaraðilar í verkefninu. Þjóðverjar og Hollendingar hafa sýnt áhuga á að kaupa héðan orku og jafnvel taka þátt í lagn- ingu sæstrengs, að sögn Geirs. -IBS Kæravegna kynferðis- legrar áreitni Fyrsta kæran vegna kynferðis- legrar áreitni á vinnustað og upp- sagnar í kjölfarið er nú til um- fjöllunar hjá kæruneftid jafnrétt-; ismála. Að sögn Birnu Hreiðarsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttis- ráðs, hafa margar fyrirspurnir komiö til ráðsins um hvemig hægt sé að bregöast við kynferö- islegri áreitni á vinnustaö og hvað falli í raun undir það hug- -IBS . rannsi ■ látinnvið Eiðisvatn 61 árs íbúi á Þórshöfn lést er hann var við veiðar í Eiðisvatni á Langanesi í síöustu viku. Mað- urinn fór einsamall tíl veiða á fimmtudag en fariö var að sakna hans daginn eftir. Hann faimst síðan í vatninu á föstudagsmorg- Maðurinn hét Daniel Jónsson, ; 61 árs, busettur á Þórshöfii. Hann lætur eftir sig eiginkonu og upp- komin börn. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.