Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Síða 26
34
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992.
Afmæli
Sigríður Ingimundardóttir
Sigríður Ingimundardóttir húsmóð-
ir, Bústaðavegi 89, Reykjavík, verð-
ur 75 ára sunnudaginn 11. október.
Starfsferill
Sigríður fæddist á Ysta-Bæli,
Austur-Eyjafjöllum, Rangárvalla-
sýslu, og ólst þar upp.
Hún er húsmóðir en hefur unnið
ýmis störf utan heimilis, þar af lengst
verið starfsmaður á rannsóknastofu
Háskólans við Barónsstíg.
Sigríður hefur verið virk í Rangæ-
ingafélaginu frá því hún fluttist til
Reykjavíkur og var einn af stofn-
endum kvennadeildar félagsins.
Hún var ennfremur formaður deild-
arinnaríl2 ár.
Sigríður hefur einnig starfað með
Kvenfélagi Bústaðasóknar allt frá
stofnun þess.og hefur allt frá unga
aldri verið dyggur stuðningsmaður
Sjálfstæðisflokksins og innt af hendi
ýmis störf í hans þágu.
Fjölskylda
Sigríður giftist 29.10.1943 Jóni
Stefánssyni, f. 28.10.1919, bílaviö-
gerðarmanni, lengst af hjá Agli Vil-
hjálmssyni. Hann er sonur Stefáns
Bjarnasonar, b. í Stokkseyrarseli í
Stokkseyrarhreppi í Árnessýslu, og
Steinunnar Jónsdóttur, húsmóður
þar.
Börn þeirra eru: Stefán, f. 12.2.
1944, kvæntur Sigríði Sveinsdóttur,
þau búa í Reykjavík og eiga fjögur
börn; Ingiríður Karen, f. 18.10.1949,
gift Þresti Eyjólfssyni, þau búa í
Reykjavík og eiga þrjú börn; Bryn-
dís.f. 30.5.1951, gift Agústi Inga
Andréssyni, þau búa í Reykjavík og
eiga þrjú börn; og Steinunn, f. 7.12.
1957, gift Halli Ólafssyni, þau búa í
Reykjavík og eiga þrjú börn. Áður
átti Sigríður Erlu Öskarsdóttur, f.
19.5.1938, gift Daníel Hafliðasyni,
þau búa í Þykkvabæ í Rangárvalla-
sýslu og eiga þrjú börn.
Systkini Sigríðar eru: Elín, f. 16.9.
1914, d. 25.10.1987, fyrrv. húsmóðir,
var gift Sæmundi Óskarssyni, b. á
Eyri á Barðaströnd, og eignuðust
þau fimm börn; Ólafur, f. 22.7.1919,
kvæntur Magnúsínu Sveinsdóttur,
búsett í Reykjavík og eiga fimm
börn; Kristbjörg, f. 27.2.1925, gift
Ólafi Long, búsett í Reykjavík og
eiga þrjú börn; og Sveinbjörn, f. 1.9.
1926, kvæntur Eygló Markúsdóttur,
búsett á Ysta-Bæli, Austur-Eyjafjöll-
um, og eiga sjö börn.
Foreldrar Sigríðar voru Ingi-
mundur Brandsson, f. 9.8.1889, d.
16.7.1973, b. í Ysta-Bæli, Austur-
Eyjafiöllum, Rang., og Ingiríður
Eyjólfsdóttir, f. 19.6.1889, d. 25.8.
1968, húsmóðir.
Foreldrar Ingimundar voru
Brandur Ingimundarson frá Langa-
gerði í Hvolshreppi og Guðrún Jóns-
dóttir frá Kotvogi í Höfnum.
Foreldrar Ingiríðar voru Eyjólfur
Sveinsson frá Stóruborg og Sigríður
Helgadóttir frá Skálholti.
Sigríður tekur á móti gestum í
Sigríður Ingimundardóttir.
Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1 í
Kópavogi, 3. hæð, laugardaginn 10.
október á milli kl. 17 og 19.
85 ára
Helga Jóhannesdóttir,
Höfðavegi 39, Vestmannaeyjum.
Jóhanna Þorvaidsdóttir,
Nóatúni 26, Reykjavík.
80ára
Guðhjörg Gísladóttir,
HóIavangil6,Hellu.
Steinar verður að heiman á afmæl-
isdaginn,
Halldóra Ólafsdóttir,
Sjávargrund 15, Garöabæ.
Birna S. Kristjónsdóttir,
Stórhólsvegi 5, Dalvík.
Guðrún Steingrímsdóttir,
Bollastöðum, Bólstaðarhlíðar-
hreppi.
EirikurÞorkelsson,
Skeljagranda2, Reykjavík.
Eiríkur verður aö heiman á afmæl-
isdaginn.
75ára
Hörður Kristófersson,
Kópavogsbraut lb, Kópavogi.
Friðgerður Friðriksdóttir,
Bústaðavegi 77, Reykjavík.
70 ára
Brynjólfur Magnússon,
Bergþórugötu41,
Reykjavík.
Brynjólfurtek-
urámótigest-
umáheimili
dóttursinnar,
Svarthömrum
9,Grafarvogi,
eftirkl. 17ídag.
Jónasína Pétursdóttir,
Uppsalavegi 18, Húsavík.
Ása G. Norðdahl,
Langholtsvegi 172, Reykjavík.
Jón Már Richardsson,
Heiöargerði 8, Reykjavík.
Jón tekur á móti gestum í sal
Stangaveiðifélagsins í Austurveri á
milli kl. 19 og 21 á afmælisdaginn.
Guðmundur Davíðsson,
Lækjargötu8, Siglufirði.
Ilda Martins de Almeida,
Köldukinn 21, Hafnarfirði.
Sigrún Margrét Einarsdóttir,
Klettum, Gnúpverjahreppi.
Rannveig Pálsdóttir,
Fannarfelh 2, Reykjavik.
60ára
Garðar Þorgrímsson,
Selnesi 32, Breiðdalshreppi.
Helgi Kristján Vigfússon,
Höfðabrekku 10, Húsavík.
Steinar S. Waage,
Kríunesi 6, Garðabæ.
Líney Traustadóttir,
Svarfhóli, Stafholtstungnahreppi.
Lárus Sigmundsson,
Silungakvísl 17, Reykjavík.
Bertha Kristín Jónsdóttir,
. Fiskakvísl 14, Reykjavik.
Sigþrúður Sigurðardóttir,
Álakvlsl 55, Reykjavik.
Bjöm Sveinsson
Björn Sveinsson tamningamaður,
Varmalæk II, Varmahlíð, verður
fertugur á morgun, 10. október.
Starfsferill
Björn fæddist að Stóru-Ökrum í
Blönduhhð en fluttist ungur að
Varmalæk og ólst þar upp. Um tví-
tugt tók hann við búskapnum og
stundar þar nú aðallega hrossarækt.
Hann starfar sem tamningamaður
en hefur þó ennfremur réttindi sem
reiðkennari. Frá árinu 1974 hefur
Bjöm verið með ferðaþjónustu á
Varmalæk á sumrin sem aðallega
felst í hestaleigu og hestaferðum
yfirhálendið.
Fyrir nokkrum árum stofnaði
Björn fyrirtækið Hestasport ásamt
Magnúsi Sigmundssyni og felst
starfsemin aðallega í þessum hesta-
ferðum og sýningum á hrossum á
Vindheimamelum.
Björn hefur ennfremur sungið í
mörg ár með karlakórnum Heimi í
Skagafirði, þá bæði einsöng og með
kórnum.
Fjölskylda
Björn er í sambúð með Sólveigu
Sigríði Einarsdóttur, f. 4.5.1966, tón-
listarmanni. Hún er dóttir Einars
Höskuldssonar, f. 28.11.1939, og
Bryndísar Júlíusdóttur, f. 28.4.1945,
sem búa á Mosfelli í Húnavatns-
sýslu.
Bjöm og Sólveig eiga þrjá syni,
þeir eru: Einar Bjarni, f. 24.6.1989;
Höskuldur Sveinn, f. 14.5.1990, og
Gunnar Sigfús, f. 8.12.1991.
Systkini Björns era: Lovísa, f.
23.12.1950, húsmóðir á Varmalæk,
og á hún fjögur börn; Jóhann Pétur,
f. 18.9.1959, lögfræðingur í Reykja-
vík, kvæntur Jóninnu Hörpu Ing-
ólfsdóttur skrifstofumanni; Gísh, f.
27.12.1960,'smiður, með ferðaþjón-
ustu að Leirubakka, kvæntur Ástu
ÓMsdóttur húsmóður og eiga þau
tvær dætur; Sigríður, f. 27.12.1960,
nuddfræöingur, gift Smára Borgars-
syni, sláturhússtjóra Slátursamlags
Skagfirðinga á Sauðárkróki, og eiga
þau þrjú börn, og Ólafur Stefán, f.
7.3.1966, innkaupastjóri í Pennan-
Björn Sveinsson.
um, ókvæntur og barnlaus.
Faðir Björns var Sveinn Jóhanns-
son, f. 6.6.1929, d. 17.9.1987, b. á
Varmalæk, og móðir hans er Herdís
Björnsdóttir, f. 23.12.1925, verslun-
armaður á Varmalæk.
Björn verður erlendis á afmælis-
daginn.
Bjami Guðjónsson
Bjarni Guðjónsson eftirlitsmaður,
Laugarásvegi 65, Reykjavík, verður
sextugur á morgun, 10. október.
Starfsferill
Bjami fæddist í Reykjavík og ólst
upp í austurbænum. Hann varð vél-
virkjameistari árið 1960 og lauk síð-
an iðnkennaranámi 1965.
Frá 1965-74 starfaði Bjarni sem
eftirlitsmaður hjá Hitaveitu Reykja-
víkur en fór þá yfir til Iðntækni-
stofnunar íslands þar sem hann
vann bæði við eftirlits- og kennslu-
störf til ársins 1980. Frá árinu 1980
hefur hann verið eftirlitsmaður hjá
Landsvirkjun.
Fjölskylda
Bjarni kvæntist 31.10.1953 Ást-
hildi Guömundsdóttur, f. 1.3.1934,
húsmóður. Hún er dóttir Guðmund-
ar Þorkelssonar og Gyðu Briem.
Bjarni og Ásthildur eiga tvö börn,
þau eru: Guðmundur, f. 11.4.1953,
fiskverkandii Reykjavík, kvæntur
Maríu Clöru Alfreðsdóttur og eiga
þau tvær dætur, og Gyða, f. 29.3.
1960, læknir í Svíþjóð, gift Skúla Þ.
Ingimundarsyni og eiga þau tvo
syni.
Systkini Bjarna eru: Halldór, f.
27.4.1939, stærðfræðingur og dós-
ent, kvæntur Mary T. Guðjónsson
húsmóður og eiga þau tvö börn;
Guðrún, f. 12.2.1943, d. 1983, kenn-
ari og átti hún tvö börn; Þorbjörn,
f. 12.2.1943, hagfræðingur, kvæntur
Margréti Svavarsdóttur og eiga þau
tvo syni, og Jóna, f. 27.7.1949, hús-
móðir, gift Sigurði Haraldssyni og
eigaþautvöböm.
Bjami er sonur Guðjóns Guð-
mundssonar, f. 11.7.1910, bifreiða-
Bjarni Guðjónsson.
smiðs og Ólafar Bjamadóttur, f. 8.10.
1907, d. 15.4.1983, húsmóður.
Bjarni og Ásthildur verða erlendis
á afmælisdaginn.
Anna Guðrún Halldórsdóttir
Anna Guðrún Halldórsdóttir hús-
móðir, Aðalbraut 4, Drangsnesi,
verður sjötugþann 11. október
næstkomandi.
Fjölskylda
Anna Guðrún fæddist í Bæ I í
Kaldrananeshreppi og ólst upp á
sama stað. Hún lauk barnaskóla á
Drangsnesi. Árin 1939-40 var hún
við nám í húsmæðraskólanum á
Staðarfelli.
Hún gifitist 25.10.1942 Höskuldi
Bjamasyni, f. 11.5.1911, sjómanni
og verkamanni. Hann er sonur
Bjama Guðmundssonar og Jó-
hönnu Guðmundsdóttur, ábúenda á
Klúku í Bjamarfirði.
Anna Guðrún og Höskuldur eiga
sjö börn, þau em: Gunnhildur, f.
24.6.1941, gift Erling B. Ottóssyni frá
Borðeyri og eiga þau tvo syni; Jó-
hanna, f. 21.2.1943, gift John Larsen
frá Danmörku og eiga þau tvö börn;
Bjamveig, f. 5.8.1946, giftRagnari
Sigurbjömssyni frá Borgarfirði
eystra og eiga þau þrjár dætur; Frið-
geir, f. 31.7.1947, kvæntur Sigur-
björgu Halldórsdóttur frá Hrófbergi
og eiga þau tvö börnf Anna Guðrún,
f. 4.10.1949, gift Guðmundi Ingvars-
syni frá Ásum og eiga þau tvo syni;
Auður, f. 14.9.1952, gift Jóni A.
Magnússyni frá Innra-Ósi og eiga
þau fjögur börn, og Halldór, f. 30. Í0.
1958, kvæntur Sunnu Einarsdóttur
frá Hólmavík og eiga þau tvö böm.
Systkini Önnu Guðrúnar era:
Tómas Kristofer, kvæntur Jónu
Tryggvadóttur; Guðmundur,
kvæntur Rögnu Guðmundsdóttur;
Unnur, d. 1965; Jóhann Gunnar;
Ármann, kvæntur Evu Jónsdóttur,
og Guðlaug Ólafsdóttir (fóstursyst-
ir), gift Jóni Cleon Sigurðssyni.
Foreldrar Önnu Guðrúnar vom
Halldór Guðmundsson, f. 1.10.1897,
d. 13.2.1975, b. í Bæ I, Selströnd,
Kaldrananeshreppi, og Guðrún
Petrína Árnadóttir, f. 27.1.1894, d.
29.6.1974, húsmóðir.
í tilefni af 70 ára afmælinu og 50
ára brúðkaupsafmæli þann 25. okt-
óber verður tekið á móti gestum í
Samkomuhúsinu Baidri, Drangs-
nesi, laugardaginn 10. október frá
kl. 15til 19.
Anna Guðrún Halldórsdóttir.