Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1992, Page 32
Skattrannsóknarstj óri:
Óskar eftir bók
haldi Iþrotta-
sambandsins
Fulltrúar frá skattrannsóknar-
stjóra óskuöu í gær eftir að fá allt
bókhald íþróttasambands íslands
til skoðunar. Eftir því sem næst
veröur komist er þetta gert í hefö-
bundnu eftirliti en ekki að gefnu
tilefni.
„Ég get ekki tjáð mig um það,“
sagði Ragnar Gunnarsson, deildar-
stjóri hjá skattrannsóknarstjóra, :
: þegar hann var spurður hvort þetta
væri einstakt tilfelli eða hvort ætl-
unin væri að skoða bókhald fleiri
aðila innan íþróttahreyfmgarhm-
ar. Þegar Ragnar var spurður hvort
þeir hefðu þegar kannað bókhald
einhverra annarra samtaka - sam-
bærilegra við ÍSÍ - sagðist hann
ekki viija ræða það mál.
„Mér finnst frekar ólíklegt að öU
íþróttafélögin muni standast kröf-
ur skattsins - það er mín fyrsta
hugsun," sagði EUas Hergeirsson,
gjaldkeri Knattspyrnusambands
Islands, þegar hann var spurður
hvort hann teldi hin ýmsu félög
standast kröfur skattsins um bók-
hald og fleira.
„Auðvitað er misjafnt hveraig
félögin ganga frá þessum málum.
Ég þykist vita aö menn hafi leitað
leiöa til að gera eitt og annað. Við
hjá KSÍ tókum upp þá stefnu fyrir
nokkrum árum að gera þetta aht
sem réttast og sem best, eftir því
sem okkur fannst eðlhegt. Við ger-
um samninga við þjálfara og fleira
en þeir eru aUir verktakar."
„Ef skatturinn fer út í rannsókn
og verður mjög nákvæmur og
grimmur þá er efiaust að finna
veika punkta hjá öllum íþróttafé-
lögum og samböndum. það er ef
fariö verður mjög nákvæmlega i
máhð, og þó að svo veröi ekki
myndu eigi að síður ekki ahir
standast hana,'1 sagði Ehas Her-
geirsson.
-sme
Skuldir okkar
álíka og Fær-
eyinga 1985
- og þeir fóru á höfuðið
Erlendar skuldir okkar íslendinga
á hvert mannsbam eru mjög svipað-
ar og erlendar skuldir voru á hvert
mannsbarn í Færeyjum árið 1985,
fyrir 7 árum. Ef skuldasöfnun okkar
héldi áfram eins og verið hefur með
Færeyinga yrðum við komin á höf-
uðið eftir 7 ár.
Eins og sést á grafi á blaðsíðu 2 í
DV í dag voru erlendar skuldir Fær-
eyinga um 8500 mihjónir danskra
króna, um 85000 milljónir íslenskra
króna, árið 1990. Það samsvarar um
1,8 mihjón íslenskra króna á hvern
Færeying. Þetta var meira en helm-
ingi minna árið 1985 og samsvaraði
þá um 800 þúsund íslenskum krón-
um á hvera Færeying. Skuldir Fær-
eyinga hafa enn vaxið síðan 1990 og
skuldahlutfalhð farið yfir milljón ís-
lenskar krónur á mannsbam.
Skuldahlutfah okkar er nú um
700-800 þúsund krónur á hvern
mann, miðað við að erlendar skuldir
séu rétt innan við 200 mihjarðar
króna í heildina. Skuldahlutfall okk-
ar stefnir í að verða á næsta ári 52
prósentaflandsframleiðslunni. -HH
Um 140vöru-
brettum stolið
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992.
Sogn:
Launahækkun
samþykkt
Laun gæslufólks á Sogni hækka
um tvo launaflokka eftir 3 mánaða
reynslutíma. Samkomulag um
launahækkunina náðist um hálf-
þrjúleytið í nótt mhh Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana og fjármálaráðu-
neytisins. Fuhtrúi heilbrigðisráðu-
neytis undirritaði einnig samkomu-
lagiö.
„Ég tók það fram að ég skrifaði
undir í trausti þess að ekki yrði um
nein eftirmál að ræða og undir það
tók starfsmaður heilbrigðisráðu-
neytisins. Ég vona að hún hafi haft
umboð til þess að ganga að þessu
samkomulagi," sagði Sigríður Krist-
insdóttir, formaður Starfsmannafé-
lags ríkisstofnana, í morgun. „Ég fer
ekki leynt meö það að ég ht hótanir
heilbrigðisráðherra um uppsagnir
mjög alvarlegum augum," bætti Sig-
ríðurvið. -IBS
Einn fékk högg
en annar kúst-
skaft í höf uðið
Fjórir menn réðust til inngöngu í
hús á Kársnesbraut á miðvikudag th
að jafna þar sakir við mann sem þeir
töldu hafa svikist um að sprauta bíl.
Bílasprautunarmaðurinn tók bíla-
varahluti upp í verkið. Þegar verkið
Var ekki innt af hendi fóru fjórmenn-
ingarnir til hans til að ná í varahlut-
ina.
Til stympinga kom á Kársnes-
brautinni þegar verið var að „útkljá
máhn“. Heimamaður sagðist hafa
orðið fyrir höggi en einn fjórmenn-
inganna bar að hann hefði fengið
kústskaft í höfuðið. Lögreglan tók
fjórmenningana til yfirheyrslu og er
máhðíathugun. -OTT
Ítalía á Laugavegi:
Unglingur
grunaður um
íkveikju
Unghngspiltur er grunaður um að
hafa kveikt í við kjallara veitinga-
hússins Ítalíu á Laugavegi 11 í gær-
kvöldi. Talsverður reykur barst um
húsið en starfsmönnum tqkst að
kæfa eld í papparusli í kjaharanum
áður en hann breiddist út.
Starfsmaðurinn kom augí á ungl-
inginn við kjallarann, kallaði á hann
en þá kom styggð að hinum meinta
brennuvargi og lagði hann á flótta.
Engar skemmdir urðu á Ítalíu en
lögreglanrannsakarmáhð. -ÓTT
Stórtækir þjófar voru á ferðinni í
Kópavogi í fyrrinótt og nóttina þar á
undan. I fyrrinótt var 102 vörubrett-
um stoliö frá niöursuðuverksmiðj-
unni Ora við Vesturvör. Brettin
stóðu utanhúss. Nóttina áður hurfu
einnig vörubretti sem stóðu við
Sultugerðina Búbót við Skemmuveg.
-ÓTT
Sjónvarpístereo
Sjónvarpið undirbýr þessa dagana
útsendingar í stereo, svoköhuðu
nýkram-stereo. Ekki er ljóst hvenær
útsendingamar heíjast en tilrauna-
útsendingar hafa verið síðustu daga.
-Ari
Líkkomivörpu
við Reykjanesið
Norræna Kumho-rallið hófst við Perluna í morgun. Markús Örn Antonsson borgarstjóri setti keppnina og i kjölfar-
ið þeystu ökuþórarnir suður á Reykjanes. Sá kunni rallökumaður Ásgeir G. Sigurðsson kitlaði pinnann fyrir keppni
og ætla má að borgarstjóri hafi brýnt fyrir honum aö aka varlega innan borgarmarkanna. Áhugasömum má benda
á aö klukkan 17.40 verður ekin stutt áhorfendaleiö við Fífuhvammsveg í Kópavogi. DV-mynd GVA
Lík kom í vörpu rækjubátsins Haf-
borgar KE 12 er báturinn var við
veiðar út af Reykjanesi í gærkvöldi.
Komiö var með líkið th Sándgeröis
undir miðnætti. Líkið fannst á þeim
slóðum sem rækjubáturinn Sveinn
Guðmundsson fórst í september.
-ÓTT
T T A S KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifmg: Si
LOKI
Það verður ekki amalegt
aðfá Þingsjána í stereo!
Veðriðámorgun:
Svaltá
Vesturlandi
Á hádegi á morgun verður vest-
an- og norövestanátt með hlýind-
um og björtu veðri austan- og
suðaustanlands. Einnig verður
léttskýjað inn til landsins norö-
anlands og í uppsveitum á Suður-
landi. Svalara verður vestan-
lands og súld eða rigning út við
sjóinn.
Veðrið 1 dag er á bls. 36
QFenner
Reimar og reimskífur
Poiifxpn
SuAurlandsbraut 10. S. 680499.