Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 12
12 LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. „Ég hef alltaf verið talinn vinnu- sjúkur maður af kunningjum mín- um og býst við að það sé alveg rétt hjá þeim. Ég hef kunnað því best aö vinna. Viðbrigðin hafa þess vegna verið gífurleg hjá mér aö komast vart úr húsi,“ segir tónlist- armaðurinn Ingimar Eydal, 55 ára, sem fyrir ári fékk staðfest að hann væri með krabbamein í nýra. Þrátt fyrir að þessi hressi tónlist- armaður hafi orðið fyrir miklu áfalh við þau ógnvænlegu tíöindi lætur hann ekkert aftra sér frá hljómborðinu. Ingimar hefur ferð- ast með hljómsveit sinni um landið þrátt fyrir að hann eigi erfitt með gang vegna sjúkdómsins. Gestir þeir sem sáu Ingimar, á afmælishátíð til heiðurs Siguröi Demetz í Þjóðleikhúsinu á þriðju- dagskvöldið, gátu ekki annað en dáðst að dugnaði hans er hann dreif fram á svið meðlimi MA- kórsins fyrr og síðar og lék undir með þeim eins og hann gerði hér á árum áður. „Sigurður Demetz Franzson starfaði á Akureyri á annan áratug og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa með honum og kómum sem hann stofnsetti í Menntaskól- anum á Akureyri. Sigurður var mjög heppinn með kórfélaga vegna mikils áhuga nemenda skólans," segir Ingimar og bætir við að á þeim árum hafi skapast ákaflega skemmtileg og merkileg stemning. „Ég hef bara aldrei tekið þátt í öðm eins,“ útskýrir hann. „Þá var létt verk að vakna á sunnudagsmorgn- um og fara á æfmgar." Ingimar er í veikindafríi frá kennslu en hann hefur hins vegar átt erfitt með að slíta sig frá tónlist- inni. Hann segist reyndar spila að læknisráði þar sem þjálfun sé hon- um nauðsynleg. „Ég þarf að halda mér við. Þessari lyfjameðferð sem ég hef verið í undanfama mánuði fylgir mikiU útlimadoði þannig að ég reyni að æfa mig talsvert," segir hann. Með flensu Áður en sjúkdómurinn uppgöt- vaðist í Ingimar taldi hann sig sí- fellt vera með flensu. „Þeir fundu síðan út læknamir á sjúkrahúsinu hér á Akureyri að þetta væri nýmakrabbamein og til allrar hamingju aðeins í öðm nýra. Ég var strax drifinn undir hnífinn og nýrað fjarlægt. Þar með hélt ég að ég væri laus. Því miður var það of mikil bjartsýni því ég þuifti að gangast undir annan uppskurð þar sem krabbameinið hafði breitt úr sér. Eftir síöari uppskurðinn var ég settur á sex mánaöa lyfjakúr og mun klára hann í þessum mánuði. Ég vona auðvitað að ég sé slopp- inn,“ segir Ingimar. „Hættan á að meinið taki sig upp aftur er þó allt- af fyrir hendi og þess vegna verður mjög vel fylgst með mér,“ heldur hann áfram. Þess má geta að bróð- ir Ingimars, Finnur, hefur einnig átt við veikindi að stríða, nýma- sjúkdóm, svo áfallið er mikið í f]öl- skyldunni. Lyfín stela þrekinu „Lyfjakúrinn hefur gert það að verkum að þrekið hefur nánast ekkert verið,og svo virðist sem allt gamalt taki sig upp,“ segir Ingimar. Fyrir átján árum lenti Ingimar í alvarlegu umferðarslysi. Hann hef- úr alla tíö síðan verið slæmur í öðrum fæti en það mein hefur versnað til muna undanfarið vegna lyfjanna. „Það er skýringin á hækj- unni sem ég geng með,“ útskýrir Ingimar. Hann hefur þrátt fyrir veikindin mætt á fundi í bæjamefndum sem hann á sæti í og einnig hefur hann tahð algjört sáluhjálparatriði að spila á dansleikjum. „Við spilum mikið í Reykjavík og það hefur ekki verið mikið mál fyrir mig að fljúga á milli. Hljómsveitarmeðlim- ir hafa verið mér einstaklega góðir og hjálplegir. Ég er kominn upp á lag með að láta þá vinna fyrir mig þangað til að spilamennskunni kemur. Það er annars mjög létt verk að spila á rafmagnshljóðfæri. Á milli dansleikja reyni ég síðan heilsu þá er það gjöf. Þó ég ráðleggi mönnum að vera bjartsýnum þá er ég sjálfur hóflega bjartsýnn. Mér þótti t.d. óskaplega erfltt að komast ekki í kennsluna í haust og vera dæmdur til að sitja heima og horfa á klukkuna. í fyrravetur reyndi ég að stunda kennsluna milli aðgerða. LæknaT töldu hins vegar ráðlagt að ég tæki það rólega, að minnsta kosti til áramóta. Ég vonast síðan til að komast aftur í skólann því til þess hlakka ég langmest." Lífsnautnamaður á mat Ingimar Eydal hefur alltaf verið þekktur fyrir að vera léttur og hress tónlistarmaður, sannkallað- ur skemmtikraftur. Sjálfur segist hann vera tvær persónur, sú á svið- inu og heimilismaðurinn sem hefur áhuga á efnahagsmálum og öðrum háalvarlegum pólitískum umræð- um. „Allir grínkarlar í sögunni verða aðrir menn heima hjá sér. Hins vegar er ég mikill lífsnautna- maður án þess að ég þurfi að nota til þess einhver vímuefni nema þá helst kafíi og góðan mat,“ segir Ingimar Eydal sem er ótrúlega hressilegur þrátt fyrir erfiða daga. -ELA þetta. Ég veit að þaö verður vel fylgst með mér og ætla því að nota tækifærið og færa þessum læknum bestu þakkir. Þetta hefði heldur aldrei gengið án hjálpar frá eigin- konu minni, Ástu Sigurðardóttur, og fjölskyldu." Ingimar segist lifa fyrir daginn í dag og gerir lítið að þvi að hugsa til framtíðar. „Ég hef stundum sagt að ég ætla að minnsta kosti að verða sextugur eða detta dauður niður ella,“ segir hann og vitnar til Jóhannesar Borg sem steig í pontu og sagðist ætla að verða 100 ára eða detta dauður niður ella. að æfa mig eins og nemandi í tón- hstarskóla. Ég fletti gömlum nótum og spila klassík því það er besta æfingin. Það þýðir ekkert að æfa sig á rokktónhst því hún æfir ein- ungis hægri höndina." Slæmu tíðindin Ingimar segir að það hafi verið sér mikið áfall þegar í ljós kom hvað amaöi að honum. „Það var skrítin tilfmning sem bærðist með mér þegar ég fór heim af sjúkra- húsinu tíl aö segja eiginkonunni að búa sig undir slæm tíðindi. Hins vegar er ég bara einn af fjölmörg- um öðrum sem er að beijast við þennan sjúkdóm. Mér skilst að einn af hveijum níu íslendingum fái einhvers konar krabbamein. Menn mega ekki gefast upp. Þeir eiga að halda hugarró sinni svo sem unnt er og varðveita bjartsýn- ina. Það er einmitt bjartsýnin sem hjálpar rnikið," segir Ingimar. Hann segist þó hafa orðið mjög svekktur þegar í ljós kom að ekki hafði tekist að komast í veg fyrir krabbann í fyrri uppskurðinum. „Ég var mjög þunglyndur og dapur þegar ég fór undir hnífinn öðru sinni," segir hann. „Maður verður bara að lifa í voninni um að lækn- unum hafi tekist að komist fyrir Tvö stór áföll Ingimar segir að hf sitt hafi tekið miklum breytingum á einu ári. „Ég þurfti að horfast í augu við það fyr- ir átján árum að þurfa að hætta að vinna. Það var mikið áfah á þeim tíma þar sem ég var með stóra fjöl- skyldu og hafði fyrir heimili að sjá. Það fór þó allt vel. Núna er ég bú- inn að mennta bömin mín og þau komin á legg þannig að ég sé að lífið heldur áfram hvort sem ég er hér eða ekki. Fyrir átján árum fannst mér að aht myndi stöðvast ef ég yrði 100% öryrki. Það eina sorglega við dauðann finnst mér þegar fólk á besta aldri deyr frá ungum bömum sínum,“ segir Ingi- mar. „Viðhorf th lífsins verður aldrei þaö sama eftir að maður hefur gengið í gegnum slíka reynslu. Hér „Ég varð þunglyndur og dapur þegar í Ijós kom að ég þurfti að gangast undir aðra aðgerð," segir Ingimar eftir mun ég fagna hveijum degi. Eydal tónlistarmaður sem reynir aö vera hress þrátt fyrir erfið veikindi. Ef manni hlotnast aö ná aftur góðri „Það er mér algjört sáluhjálpar- atriði að fá að spila á dansleikj- um,“ segir Ingimar sem flýgur til Reykjavíkur til að skemmta dans- húsgestum sem fæstir gera sér grein fyrir alvarlegum veikindum hans. DV-myndir Gunnar V. Andrésson Iifi fyrir einn dag í einu - segir Ingimar Eydal sem hefur barist yið krabbamein í heilt ár

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.