Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Qupperneq 19
LAUGARDAGUK 10. OKTÓBER 1992.
19
Fyrir þá sem vilja fá ókeypis ráðgjöf i sambandi
við hárleysi verður Appolo serfræðingur, Roy
Rismoen, til viðtals á Hársnyrtistofunni Greifanum,
Hringbraut 119, dagana 14. til 18. okt. S. 22077.
• RAKARA- 0G
9 HARGREIÐSLUSTOFAN
GREIFLW
HRINGBRAUT 119 • 22077
^STENVS
Helgar-tívolí
Opið allar helgar í sept. og okt.
Lengið sumarið með heimsókn í lystigarð Tívolísins.
Spennandi vélknúin leiktæki.
Besta fjölskylduskemmtunin.
Til okkar er styttra en þú heldur.
í Tívolí er alltaf gott veður.
Tívolí, Hveragerði
Bandarískur liðsforingi á Vellinum:
ummmsim
Appolo, 20 ár í gerð viðbótarhárs
LCDR Randall Nelson við olíumálverkin sem sýna m.a. lok kalda stríðsins, t.v.
Málar Bláa lónið
og fréttnæma at-
burði úr sjónvarpi
Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjum:
„Ég fæ hugmyndir þegar ég horfi
á sjónvarpið eða ferðast. Fékk t.d.
ágætis hugmyndir þegar var stadd-
ur í Bláa lóninu á dögunum. Þar
er hægt að fá nóg í eitt gott olíumál-
verk með gufuna og bláa himininn,
þokuna og margt fleira. Einnig
koma upp nokkrar hugmyndir af
atburðum sem hafa verið aö gerast
í heiminum undanfarið," segir
LCDR Randall Nelson, hinn nýi
yfirmaður verslunar Vamarliðs-
ins, í samtali við fréttaritara DV.
„Ég hef haldið mig við olíumál-
verkin enda líkar mér best við þau
en hef lítið sem ekkert málaö lands-
lagsmyndir ennþá hvað svo sem
síðar verður," segir hann.
„Ég hef alla tíð haft áhuga á
myndlist og byrjaði af alvöru að
mála þegar ég var í kringum 18
ára. Ég hef málað á annað hundrað
málverk og verið með sýningar þar
sem ég hef selt mín málverk á. Ég
er núna að vinna að næstu sýn-
ingu. í Bandaríkjunum á ég nokkur
málverk sem eru geymd í stóru
vöruhúsi. Einnig er ég með um tíu
málverk hér á landi og er að vinna
að fleiri. Þegar ég klára herinn eft-
ir u.þ.b. 3 ár ætla ég að halda sýn-
ingar heima og að láta stóran hluta
af andvirði þess sem ég get selt af
verkum mínum renna til fátækra
og nýta hæfileika mína til aö hjálpa
þeim sem minna mega sín.“
Olíumálverkin, sem Randall hef-
ur þegar málað, fara ekki fram hjá
mörgum þar sem þau eru mjög stór
um sig og glæsileg eða allt að einn
til tveir metrar á hæð. Hann hefur
einnig sett þau á slides-filmur og
hafa þær vakið mikla athygli eins
og málverkin.
Randy, eins og hann er kaliaður
af vinum sínrnn, kom hingað til
lands í júlílok til að taka við rekstri
verslunar Vamarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Hann fæddist í Chicago en þegar
hann var 11 ára flutti flölskyldan
til Kanada. Þegar Randy var á nílj-
ánda ári þurfti hann að fara til
Bandaríkjanna til að skrá sig í her-
inn þar sem herskylda var á þeim
árum og valdi hann sjóherinn.
„Ég hef veriö á tveimur skipum,
m.a. flugmóðurskipi. Lífið þar um
borð var skemmtilegt og stundum
^ruggur og stöougur ferðabíll
með aldrifi og læstum millikassa.
Fjallabíll á viðráðanlegu verði.
Verð frá: 739.000 m. vsk
593.574 án vsk
BIFREIÐAR 0G LANDBUNAÐARVELAR HF.
Ármúla 13 108 Reykja\iik Símar 681200 & 31236
LCDR Randall Nelson, nýr yfirmaður verslunar Vamarliðsins á Keflavík-
urflugvelli, að störfum.
sáum við ekki land í 65 daga og
vorum stundum allt að níu mánuði
úti á sjó.
Hann gat valið á milli nokkurra
staöa, þar á meðai Japans og nokk-
urra staða í Bandaríkjunum áður
en hann kom hingað til lands en
tók island fram yfir þessa staði.
„Ég var búinn aö ferðast um nær
allan heiminn nema til Norður-
landanna og var mjög spenntur á
að koma hingað til lands og jafnvel
get ég lokiö heimsreisu minni. Ég
hélt í fyrstu að hér væru miklu
fleiri íbúar. Ég vissi aðeins um ís-
land, m.a. um orkuna, fiskibátana
og ýmislegt fleira. Mér finnst ís-
lendingamir, sem ég hef kynnst,
mjög vhisamlegt og gott fólk og
mjög heiðarlegt. Þegar tími gefst
ætla ég að fara á nokkrar myndlist-
arsýningar og næsta sumar að
skoða landið vel en þá ætla móðir
mín og amma að koma í heimsókn.
Þær vildu koma núna í sumar en
ég taidi best að þær myndu koma
næsta sumar þar sem ég er búinn
að vera frekar upptekinn í vinn-
unni,“ segir hann.
Það er ekki gott að vita við fyrstu
sýn hverrar þjóðar Randall er.
Hann er ljóshærður og fellur mjög
vel inn í skarann hér á Fróni.
Áreiðanlega eiga margir eftir að
heilsa honum á íslensku þegar
hann ferðast hérlendis.
„Það væri gaman að læra nokkur
orð á íslensku þannig að maður
gæti gantast smávegis og haft gam-
an af. En Ijósa hárið mitt og útlitið
kemur m.a. frá afa mínum sem er
frá Svíþjóð en amma mín er frá
Bandaríkjunum. Móðir fóður míns
er frá Póllandi en faðir minn býr í
Kanada þar sem hann starfar sem
prófessor. Þegar ég klára tíma
minn í hemum mun ég snúa aftur
heim tii Bandaríkjanna og byggja
mér hús á búgarðinum okkar
ömmu. Viö keyptum fyrir nokkr-
um árum 16 hektara land og þar
býr systir mín núna og er m.a. að
rækta ávexti og ýmislegt fleira og
þar em líka 16 hross. Ég mun einn-
ig byggja upp góða aðstöðu fyrir
málverkin mín því að ég á eftir aö
mála mörg ár ennþá enda áhuginn
mikill," segir Randall.
Randall mun ljúka störfum hér á
landi í febrúar 1994 en þá hefur
hann dvalið hér á annað ár. Hann
átti fertugsafmæli á miðvikudag-
inn var, þann 7 okt. sl.