Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Side 29
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992. 41 Eric Clapton tekur úr sambandi Paul McCartney varð fyrstur til að taka úr sambandi. Síðan kom Mariah Carey og loks Eric Clapton. Öll hafa þau komið fram í þætti Unplugged MTV músíksjónvarpsins og síðan sent frá sér plötur sem heita Unpl- ugged. Og aÚar hafa þessar plötur slegið í gegn. Unplugged plata Eric Claptons er meðal fimm vinsælustu víða um heim um þessar mundir; í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, á íslandi og víðar. Og lagið Layla, sem er á plötunni, hefur slegið í gegn að nýju. Hér á landi er þetta rúmlega tveggja áratuga gamla lag mjög vinsælt þessa dagana og er ný- komið út á lítilli plötu í Bandaríkjim- um. Þar er Laylu spáð góðu gengi. Formúlan að baki Unplugged plöt- unum er afslappað andrúmsloft og lítiö af rafmögnuðum hljóðfærum. Listamennimir fá góða vini sína til að spila með sér ýmiss konar tónlist allt að því af fingrum fram. Á plötun- um er alls konar tóniist. Gömul uppáhaldslög listamannanna og nýrri lög í bland. Mariah Carey kom til dæmis gamla Jackson Five-laginu I’ll Be There í hæstu hæðir vinsælda- lista fyrir nokkrum vikum. Eric Clapton blandar saman gömlu og nýju á sinni Unplugged plötu. Nýju lögin eru til dæmis Signe og Lonely Stranger. Vafamál er hvort flokka á Tears In Heaven sem nýtt lag eða gamalt. AUtént hefur það komið áður út á plötu. En meðal gömlu laganna má nefna Laylu, Be- fore You Accuse Me, Running On Faith og Nobody Knows You When You’re Down And Out svo að nokkur séu nefnd. Clapton fékk nokkra gamla kunn- ingja og samstarfsmenn til margra ára til að spila með sér á Unplugged. Andy Fairweather Low er mættur með gítarinn, Nathan East leikur á bassa og syngur bakraddir, Ray Co- oper sér um áslátt og Steve Ferrone er við trommusettið. Chuck Leavell leikur á hljómborð, Katie Kissoon og Tessa Niles syngja bakraddir. AUt er þetta vel þekkt fólk sem ræður viö allar gerðir tónhstar, hvort sem það spilar með Rolling Stones á hljóm- leikaferð eða bara með Eric Clapton í rólegheitunum í sjónvarpsþætti. Eric Clapton, rólegur og úr sambandi aö þessu sinni. Eddie Kendricks, einn stofnenda Things You Do, Since I Lost My söngsveitarinnar Temptations, lést Baby og My Girl sem sló í gegn aö síöasta mánudag. Hann varö 52 nýju fyrir nokkru. ára. Banamein hans var krabba- Eddie Kendricks hætti í Tempt- mein. ations á áttunda áratugnum og Kendricks setti mikinn svip á reyndi eftir það fyrir sér einn síns Temptations.Hannvarsöngvarinn liös. Hann kom laginu Keep On með báu röddina. Sá sem segja má Truckin’ í fyrstasæti vinsældalista að hafigefið sveitimu aðaleihkenni í Bandaríkjunum og sömuleiðis sitt. Meðal þekktra laga Temptati- varð Boogie Down vinsælt. ons eru The Way You Do The % Helgarpopp Islandica: Starfsvettvangurinn er fyrst og fremst á erlendri grund. íslensk þjóðlagatónlist til Bretlands: íslandica með hljómleika í Barbican Center Þjóðlagahljómsveitin íslandica hefur þekkst boð um að halda hfjóm- leika í Barbican Center í London um miöjan næsta mánuð. Starfsvett- vangur hljómsveitarinnar er fyrst og fremst á erlendri grund. „Við vorum að spila á Scottice há- tíðinni í Glasgow sem borgaryfirvöld þar stóðu að í sumar ásamt Reykja- víkurborg. Þangað kom maður frá Barbican Center að áeggjan Jakobs Magnússonar menningarfvdltrúa. Eftir að hann hafði heyrt í okkur fengum við boð um að spila þama og þáðum það náttúrlega," segir Gísli Helgason. íslandica verður eina hljómsveitin Umsjón , Ásgeir Tómasson á dagskránni og heldur þar af leið- andi hljómleika í fullri lengd, mn hálfa aðra klukkustund. í hljóm- sveitinni eru auk Gísla Herdís Hall- varðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhanns- son og Guðmundur Benediktsson. Þegar þörf er á slagverksleikara slæst Ásgeir Óskarsson í hópinn. íslandica hefur starfað í um það bil sex ár. Hún hefur farið víða um lönd og haldiö hljómleika. íslensk þjóðlög eru fyrst og síðast á dag- skránni. Gísli Helgason segir að hljómsveitin haldi sig við gömlu út- setningamar, „en jafnframt spilum við tónlistina eins og við viljum hafa hana. Útkoman er því íslenskt þjóö- lagarokk.” Tvö ár em liðin síðan plata ís- landicu, Rammíslensk, kom út. Plat- an hefur selst í um átta þúsund ein-, tökum hér á landi. Hún hefur aö auki verið gefin út í Bretlandi og Þýskalandi og þessa dagana er verið að markaðssefja hana í Bandaríkjun- um. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína senda frá sér plötu: Vísnatónlist með djass- ogblúsívafi „Það em sennilega liðin tíu ár síðan ég fór að huga að minni eigin plötu,“ segir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og tónlistarmað- ur. „Ég var þá að spfia með Hálft í hvom og var kominn með nokkuð af aukaefhi sem ekki stóð til að nota á plötum hljómsveitarinnar. Síðan er ég margoft búinn að end- umýja þær birgðir og á endanum komst ekki nema eitt lag meö sem ég hafði upphaflega í huga.“ Aðalsteinn Ásberg og kona hans, Anna Pálína Ámadóttir, em þessa dagana að senda frá sér plötuna Á einu máli. Á henni em fjórtán lög, þar af fimm eftir Aðalstein. Textar em allir eftir hann, ýmist frums- amdir eða þýddir, nema textinn við Maístjömu Laxness. Maístjaman er ekki sungin að þessu sinni við það lag sem flestir þekkja heldur alþýðulag það sem skáldið hafði í huga er það orti Ijóðið. Lög plöt- unnar em að mestu leyti vísnatónl- ist en með djass- og blúsívafi. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pá- lína hafa sungið saman síðan árið 1984, sama ár og leiðir hans og fé- laga hans í Hálft í hvom skildi. Hann segir aö þau komi sjaldan fram. Illa gangi að finna góða staði til að syngja á. Prógrammið er fremur viðkvæmt, hálfgildings kammermúsík, og hentar ekki öl- stofum og slíkum stöðum. „Þar að auki höfum við ekki gefiö okkur góðan tíma til að skapa okk- ur starfsgrundvöll," segir hann. „Slíkt kostar mikla vinnu. Það þekki ég frá því í gamla daga. Viö vftjum frekar syngja sjaldnar opin- berlega en þá þannig að lögin sem viö flytjum njóti sín.“ Lögin á nýju plötunni em einmitt uppistaðan í prógrammi þeirra Aöalsteins og Önnu Pálínu síöustu tvö ár. Þau fóra alvarlega að hugsa sér til hreyfings með plötuupptöku á síðasta ári og snemmsumars í ár var hún tekin upp í Hljóðrita undir stjóm Þóris Baldurssonar. Auk hans spila á plötunni þeir Tómas R. Einarsson, Pétur Grétarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helga- son, Reynir Jónasson, Szymon Kuran, Sigurður Halldórsson og Eiríkur Öm Pálsson. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálfna. Þau (óru alvarlega aö huga að plötu- gerðinni I fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.