Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Page 30
42
xs
LAUGARPAGUBilO. OKTÓBER 1992'.
Úrslit í ljósmyndasamkeppni DV og Hans Petersen:
Skemmtilegasta
sumarmyndin
- heitir Mjólk er góð, eftir Bergljótu Frímann
Mjólk er góö heitir skemmtilegasta
sumarmyndin í ljósmyndasam-
keppni DV og Hans Petersen hf. Sú
sem tók myndina heitir Bergljót Frí-
mann, til heimihs aö Vesturgötu 56
í Reykjavík. Hún hlýtur að launum
fullkomna Canon EOS 1000 Kit N
myndavél frá Hans Petersen að verö-
mæti 38.900 krónur.
Dómnefnd, skipuð þeim Gunnari
V. Andréssyni og Brynjari Gauta
Sveinssyni, ljósmyndurum á DV, og
Gunnari Finnbjömssyni frá Hans
Petersen, áttu úr vöndu aö ráð þegar
velja átti skemmtilegustu sumar-
myndina 1992 en margar góöar
myndir komu til álita. En dómnefnd-
in var sammála um aö setja þessa
afar sérstöku mynd, Mjólk er góð, í
fyrsta sæti sumarmyndasamkeppn-
innar. Það sem réð niðurstöðunni
öðm fremur er móðurástin sem fram
kemur í myndinni, ljúfur blær sem
leikur um bam og móður á góðri
stund.
í öðru sæti varð myndin Lith heim-
spekingurinn, eftir Hjálmar Aðal-
steinsson frá félagsmiðstöðinni
Þróttheimum í Reykjavík. Hér hefur
ljósmyndarinn einangrað þennan
litla snáða í sínum skemmtilegu lit-
um þar sem hann spáir í umhverfið.
Þótti dómnefndinni um mjög góða
andlitsmynd að ræða. 2. verðlaun em
Canon Prima Twin myndavél að
verðmæti 15.300 krónur.
í beijamó, eftir Bryndísi Magnús-
dóttur, Akureyri, varð í þriðja sæti.
Barnið opnar munninn fuht eftir-
væntingar eftir beijabragði frá
mömmu. Myndin þykir tekin á hár-
nákvæmu augnabliki og segir meira
en mörg orð um þær ánægjustundir
sem böm og foreldrar geta átt sam-
an. 3. verðlaun eru Canon AD
myndavél að verðmæti 10.990 krón-
ur.
Náin kynni, eftir Davíð Diego, varð
í fjórða sæti. Hún sýnir traust það
sem skapast getur milh bama og
dýra.
Söngæfing Berglindar H. Helga-
dóttur, Akureyri, varð í fimmta sæti.
Þessi mynd er fuh af kímni en hún
er af afa htiha veiðimanna á bryggj-
unni á Akureyri þar sem hann tekur
lagið með marhnútnum.
Jónsmessa í Fljótum 1992, eftir
Margréti Jónsdóttur, Akranesi, er
afar sérstök mynd og um leið söguleg
heimild um sérkennilegt sumarveð-
ur á Jónsmessu í sumar. Þá fennti
og fulhaufguð tré svignuðu undan
snjóþunga. Fram hjá þessari sögu-
legu heimildarmynd þótt dómnefnd-
inni ekki hægt að ganga.
4.-6. verðlaun eru sjónaukar af
gerðinni Viewlux að verðmæti 5.800
krónur hver. Öll verðlaunin eru frá
Hans Petersen hf.
Þúsundir mynda
Mörg þúsund myndir bámst í ljós-
myndasamkeppnina og höfðu dóm-
nefndarmenn því ærinn starfa við
að flokka myndirnar í sumar. DV
vih þakka lesendum fyrir þessa góðu
þátttökuna og vonar að þeir verði
jafn vel með á nótunum þegar sum-
armyndakeppninni verður ýtt úr vör
næsta sumar.
Myndirnar sem bárust í keppnina
verða endursendar.
Verðlaun fyrir skemmtilegustu
sumarmyndirnar verða afhent á rit-
sjórn DV, Þverholti 11, þriðjudaginn
13. október klukkan 11. Vinningshaf-
ar eða fulltrúar þeirra eru vinsam-
lega beðnir um að mæta þá og taka
við verðlaununum.
-hlh
2. verölaun: Litli spekingurinn, eftir Hjálmar Aðalsteins-
son frá félagsmiðstöðinni Þróttheimum í Reykjavík.
3. verðlaun: I berjamó, eftir Bryndísi Magnúsdóttur,
Suðurbyggð 7, Akureyri.
5. verðlaun: Söngæfing, eftir Berglindi H. Helgadóttur,
Múlasfðu 20, Akureyri.
6. verðlaun: Jónsmessa í Fljótum 1992, eftir Margréti
Jónsdóttur, Melteigi 4, Akranesi.
Skemmtilegasta sumarmyndin 1992: Mjólk er góð, eftir Bergljótu Frímann,
Vesturgötu 56, Reykjavík.
4. verðlaun: Náin kynni, eftir Davið Diego, Frostafold 20, Reykjavik.
, , > ti '
MfHE y mbíi ú ■ ■
__________________