Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1992, Blaðsíða 48
60
LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1992.
Sunnudagur 11. október
SJÓNVARPIÐ
^3.35 Rakarinn frá Sevilla (II barbieri
de Seviglia). Ópera eftir Gioacc-
hino Rossini og Cesare Sterbini í
uppfærslu Svissneska sjónvarps-
ins og Kammerhljómsveitar
Lausanne. i helstu hlutverkum eru
Rockwell Blake, Carlos Feller,
Vesselina ’ Kasarova, J. Patrick
Raftery, Kristinn Sigmundsson og
Jeannette Fischer. Leikstjóri er
Alain Marcel en Jesus Lopez Co-
bos stiórnar hljómsveitinni. Þýð-
andi: Oskar Ingimarsson.
16.15 Stiklur. Slysið mikla við Mýrar.
ómar Ragnarsson stiklaði um
Mýrar árið 1986 og ræddi við Ingi-
björgu Friðgeirsdóttur á Hofsstöð-
um um það sem gerðist í Straum-
firði á Mýrum fyrir 56 árum. Þá
fórst þar franska hafrannsóknar-
I skipið Pourquoi pas? og með því
38 menn, þeirra á meóal hinn
heimskunni vísindamaður, dr. Je-
an Charcot. Þessir atburðir snertu
íslensku þjóðina djúpt á sínum
tíma og nú hefur Kristín Jóhannes-
dóttir leikstjóri gert þeim skil í nýrri
kvikmynd sinni, Svo á jörðu sem
á himni. Áöur á dagskrá 16. sept-
ember 1986.
16.50 Mið-Evrópa. Annar þáttur.
(Europe centrale). Franskur heim-
ildamyndaflokkur í þremur þáttur
um sögu Mið-Evrópu frá aldamót-
um til okkar daga. j þessum þætti
er fjallað um tímabilið frá 1939 til
1953. Þýðandi og þulur: Gylfi
Pálsson.
17.50 Sunnudagshugvekja. Sigrún
Helgadóttir líffræðingur flytur.
18.00 Ævintýri úr konungsgarði
(15:22) (Kingdom Adventure). Banda-
rískur teiknirtiyndaflokkur. Þýð-
andi: Ásthildur Sveinsdóttir. Sögu-
menn: Eggert Kaaber, Harpa Arn-
ardóttir og Erling Jóhannesson.
18.30 Sjoppan (2:5) (Kiosken). Það
gerist margt að næturlagi þegar
mannabörnin sofa og leikfanga-
dýrin þeirra fara á stjá. Þýðandi:
Jóhanna Jóhannsdóttir. Lesari:
Edda Heiðrún Backman. (Nord-
vision - Sænska sjónvarpið).
18.40 Birtíngur (2:6) (Candide). Nor-
ræn klippimyndaröð, byggð á sí-
gildri ádeilusögu eftir Voltaire. ís-
lenskan texta gerði Jóhanna Jó-
hannsdóttir með hliðsjón af þýð-
ingu Halldórs Laxness. Lesarar eru
Helga Jónsdóttir og Sigmundur
Örn Arngrímsson. Áður á dagskrá
3. maí 1991 (Nordvision).
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Vistaskipti (24:24) Lokaþáttur.
(A Different World). Bandarískur gaman-
myndaflokkur um líf og starf náms-
manna í Hillman-menntaskólan-
um. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Hvíti víkingurinn. Annar þáttur.
Sjónvarpsmynd í fjórum þáttum
eftir Hrafn Gunnlaugsson, gerð í
samvinnu norrænna sjónvarps-
stöðva. Ólafur konungur Tryggva-
son hefur bugað Goðbrand, síð-
asta heiðna jarlinn í Noregi, og
hefur þar með lagt allt landið und-
ir Krist og hinn nýja sið. Konungur
heldur Emblu, dóttur Goðbrands,
fanginni meðan Askur, maður
hennar, er nauðugur að boða
kristna trúa á íslandi. Konungur
hefur heitið Hvíta-Kristi því að
leggja bæói Noreg og Island að
fótum hans áður en öldin er liöin
og Askur hinn ungi á fyrir höndum
ærið ef ekki óvinnandi verk. Leik-
stjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Aðal-
hlutverk: Gottskálk Dagur Sigurð-
arson, Maria Bonnevie, Egill Olafs-
son, Thomas Norström, Þorsteinn
Hannesson, JónTryggvason, Flosi
Ólafsson, Torgils Moe, Sveinn M.
Eiðsson, Alda Sigurðardóttir og
Hedda Kloster.
21.55 Vinarblóð (3:12) (The Strauss
Dynasty). Myndaflokkur sem aust-
urríska sjónvarpið hefur gert um
sögu Straussættarinnar sem setti
mark sitt á tónlistarsögu heimsins
svo um munaði. Leikstjóri: Man/in
J. Chomsky. Aðalhlutverk: Ant-
hony Higgins, Stephen McGann,
Lisa Harrow, Edward Fox og John
Gielgud. Þýðandi: Óskar Ingimars-
son.
22.50 Austrið heillar. Á undanförnum
árum hefur það færst í vöxt að ís-
lenskir fjallgöngumenn leiti út fyfir
landsteinana til þessa að stunda
fjallgöngur. í sumar fóru tveir
hjálparsveitarmenn, Björn Ólafs-
son og Einar Stefánsson, til Pamír-
fjallgarðsins í Tadzhikistan, og
reyndu að klífa fjöllin Korsinevskja
og Kommunisma. i þessum þætti
segja þeir frá ferðalaginu og sýna
myndir sem þeir tóku. Umsjón:
Sigrún Stefánsdóttir.
23.10 Sögumenn. (Many Voices, One
World). Mamfei Obin frá Fíla-
beinsströndinni segir söguna Góð-
ir grannar. Þýðandi: Guðrún Arn-
alds.
23.20 Útvarpsfróttir í dagskrárlok.
09.00 Kormákur.
09.10 Regnboga-Birta. Myndaflokkur
^ um fólkið í Regnbogalandi.
09.20 Össl og Ylfa.
09.45 Dvergurinn Davið.
10.10 Prins ValíanL
10.35 Marianna fyrsta. Teiknimynda-
flokkurum unglingsstúlkuna Marí-
önnu sem leitar föóur síns.
11.00 Lögregluhundurinn Keilý. Leikinn
spennumyndaflokkur fyrir börn og
unglinga. (10:13)
11.30 Blaðasnápamir (Press Gang).
Breskur myndaflokkur um krakka-
hóp sem stjómar skólablaði af mik-
illi röggsemi. (3:13)
12.00 Réttur dagsins (Mystic Pizza).
Gamansöm mynd um þrjár ungar
konur sem lenda í ástarævintýri í
litlu sjávarþorpi í Cónnecticut. Það
er engin önnur en kynbomban
Julia Roberts sem fer meó eitt
aðalhlutverkanna. Aðalhlutverk:
Annabeth Gish, William R. Moses,
Lili Taylor og Julia Roberts. Leik-
stjóri: Donald Petrie. 1988. Loka-
sýning.
13.40 I klipu (Trouble in Paradise). Létt
gamanmynd um ekkju sem er föst
á eyju ásamt sjómanni og eitur-
lyfjasmyglurum. Aðalhlutverk:
Raquel Welch, Jack Thompson
og Nicholas Hammond. Leikstjóri:
Di Drew. 1988. Lokasýning.
15.15 Rokk og ringulreið (Great Balls
of Fire!). Það er brilljantín og stæll
í þessari mynd um rokkarann
mikla, Jerry Lee Lewis. Upptökur
með söng Lewis eru notaðar við
lögin hans í myndinni. Aðalhlut-
verk: Dennis Quaid, Winona Ryder
og Alec Baldwin. Leikstjóri: Jim
McBride. 1989.
17.00 Ustamannaskálinn. Vivienne
Westwood Vivienne er einn fremsti
fatahönnuður Breta og hefur hún
undanfarin ár þótt einn besti fata-
hönnuður í heiminum. Farið verður
yfir starfsferil hennar og nýjustu
verk hennar sýnd. Þátturinn var
áður á dagskrá í janúar 1991.
18.00 Lögmál listarinnar (Relative Valu-
es). í þessum sjötta og síðasta
þætti er spurningunni um það
hvað er list eða kannski hvað getur
verið list velt upp og hversu af-
stætt þetta huglæga gildismat get-
ur verið á milli fólks.
18.50 Aðeins eln Jörö. Endurtekinn þátt-
ur frá síðastliðnu föstudagskvöldi.
Annar þáttur er á dagskrá næst-
komandi fimmtudagskvöld. Stöð 2
1992.
19.19 19:19.
20.00 Klassapiur.
20:25 Lagakrókar (L.A. Law). Banda-
rískur framhaldsmyndaflokkur um
félagana hjá McKenzie og Brac-
hman. (10:22)
21.15 Bræöralag rósarinnar (Brother-
hood of the Rose). Nú verður
frumsýndur fyrri hluti vandaðrar
og spennandi framhaldsmyndar
um tvo bandaríska leyniþjónustu-
menn sem aðrar alþjóðlegar leyni-
þjónustur vilja feiga. Augljóslega
eru einhver brögð í talfi og ekki
mörgum til að dreifa sem hugsan-
legum uppljóstrurum. Aðeins ein
kona getur mögulega bjargað
þeim og nú er bara að sjá hvort
þeim tekst að sannfæra hana um
að ganga í lið meó þeim. Seinni
hluti er á dagskrá annað kvöld.
Aðalhlutverk: Robert Mitchum,
Peter Strauss, Connie Sellecca og
David Morse. Leikstjóri: Marvin
J. Chomsky. 1989.
22.45 Arsenio Hall. Gestir Arsenio Hall
að þessu sinni eru Charles Berkley,
Joe Beth Williams og Lisa Stan-
field.
23.30 Lrfiö er lotterí (Chances Are).
Gamansöm, rómantísk og hugljúf
kvikmynd um ekkju sem verið hef-
ur manni sínum trú, jafnvel eftir
dauða hans, þar til dag nokkurn
að hún heillast af kornungum
manni sem um margt minnir hana
á eiginmanninn sáluga! Aðalhlut-
verk: Cybill Shepherd, Robert
Downy, Jr., Ryan Ó'Neal og Mary
Stuart Masterson. Leikstjóri: Emile
Ardolino. 1989.
01.15 Dagskrárlok Stöðvar 2. Við tekur
næturdagskrá Bylgjunnar.
SYN
17.00 Skýjaklúfar (Skyscrapers). At-
hyglisverð þáttaröð þar sem fjallað
er um listina við að byggja skýja-
kljúfa nútímans en hún er svo
sannarlega ekki ný af nálinni því
þessi byggingartækni hefur verið
í stöðugri þróun síöan á 14. öld.
Þessi þáttaröð var áður á dagskrá
í maí (2:5).
18.00 Iquitos. Heimildarþáttur um
„gúmmíborgina" sem um tíma
hýsti fleiri milljónamæringa miðað
við stærð en nokkur önnur borg á
jörðinni. Þátturinn var áður á dag-
skrá í júll.
19.00 Dagskrárlok.
©
Rás I
FM 92,4/93,5
HELGARÚTVARP
8.00 Fréttir.
8.07 Morgunandakt. Séra Jón Einars-
son, prófastur í Saurbæ á Hval-
fjaröarströnd, flytur ritningarorö og
bæn.
8.15 Kirkjutónlist.
9.00 Fréttir.
9.03 Tónlist á sunnudagsmorgni. eftir
Ludwig van Beethoven.
10.00 Fréttir.
10.03 Uglan hennar Mínervu. Umsjón:
Arthúr Björgvin Bollason.
10.45 Veðurfregnir.
11.00 Messa í Kópavogskirkju. Prestur
séra Ægir F. Sigurgeirsson.
12.10 Dagskrá sunnudagsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar. Tón-
list.
13.00 Heimsókn til Siguröar Demetz í
Suður-Týról. Umsjón: Ævar Kjart-
ansson.
14.00 Kristófer Kólumbus. Umsjón:
Hólmfríður Ólafsdóttir.
15.03 Spænsk tónlist í 1300 ár. Loka-
þáttur, spænsk tónlist í Suður-
Ameríku I dag. Umsjón: Ásmundur
Jónsson og Árni Matthíasson.
16.00 Fréttlr.
16.05 Kjarni málsins. Heimildarþáttur
um þjóðfélagsmál. Umsjón: Arnar
Páll Hauksson. (Einnig útvarpað
þriðjudag kl. 14.30.)
16.30 Veðurfregnir.
16.35 I þá gomlu góðu.
17.00 Sunnudagsleíkritiö - Leikritaval.
Flutt verður eitt eftirtalinna verka
eftir Friedrich Durrenmatt sem
hlustendur völdu í þættinum
Stefnumóti sl. fimmtudag. „Haust-
mánaðarkvöld". Leikstjóri: Baldvin
Halldórsson. „Tvífarinn". Leik-
stjóri: Erlingur E. Halldórsson.
„Vegaleiðangurinn". Leikstjóri:
Gísli Halldórsson.
18.00 Úr tónlistarlífinu.
18.48 Dánarfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Veðurfregnir.
19.37 Frost og funi. Helgarþáttur barna.
Umsjón: Elísabet Brekkan. (Endur-
tekinn frá laugardagsmorgni.)
20.25 Hljómplöturabb. Þorsteins Hann-
essonar.
21.05 Leslampinn. Meðal efnis er viðtal
við ungverska rithöfundinn Peter
Esterházy og lesin eftir hann smá-
saga. Umsjón: Friðrik Rafnsson.
(Endurtekinn þáttur frá laugar-
degi.)
22.00 Fréttir.
22.07 Tónleikar.
22.27 Orð kvöldsins.
22.30 Veðurfregnir.
22.36 Sónata fyrir selló og píanó nr. 1
í e-moll. eftir Johannes Brahms
Pierre Fournier leikur á selló og
Jean Fonda á píanó.
23.00 Frjálsar hendur llluga Jökuls-
sonar.
24.00 Fréttir.
0.10 Stundarkorn í dúr og moll. Um-
sjón: Knútur R. Magnússon. (End-
urtekinn þáttur frá mánudegi.)
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns.
&
FM 90,1
8.07 Morguntónar.
9.03 Sunnudagsmorgunn með Svav-
ari Gests. Sígild dægurlög, fróð-
leiksmolar, spurningaleikur og leit-
að fanga í segulbandasafni Út-
varpsins. (Einnig útvarpað í Næt-
urútvarpi kl. 01.00 aðfaranótt
þriðjudags.)
11.00 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa
Pálsdóttir og Magnús R. Einars-
son. - Úrval dægurmálaútvarps
liðinnar viku.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Helgarútgáfan - heldur áfram.
14.00 Ferðin óumflýjanlega. Dagskrá í
tilefni þess að 500 ár eru liðin frá
ferð Kólumbusar til Ameríku. Um-
sjón: Hólmfríður Ólafsdóttir og
Þorgeir Ólafsson.
16.05 Nýtt og norrænt. Umsjón: Örn
Petersen. (Einnig útvarpað næsta
laugardag kl. 8.05.)
17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson
leikur heimstónlist. (Frá Akureyri.)
(Úrvali útvarpað í næturútvarpi
aðfaranótt fimmtudags kl. 1.01.)
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Úr ýmsum áttum. Umsjón.
Andrea Jónsdóttir.
22.10 Meö hatt á höföl. Þáttur um
bandaríska sveitatónlist. Umsjón:
Baldur Bragason.
23.00 Á tónleikum.
0.10 Kvöldtónar.
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns. Fréttir kl.
8.00, 9.00. 10.00, 12.20, 16.00,
19.00, 22.00 og 24.00.
NÆTURÚTVARP
1.00 Næturtónar.
1.30 Veðurfregnir. Næturtónar hljóma
áfram.
2.00 Fréttir. Næturtónar - hljóma
áfram.
4.30 Veöurfregnir.
4.40 Næturtónar.
5.00 Fréttir af veörl, færö og flug-
samgöngum.
5.05 Næturtónar - hljóma áfram.
9.00 Erla Friðgeirsdóttir. Ljúfir tónar
með morgunkaffinu.
12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu
Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
12.05 Fréttavikan meö Hallgrími
Thorsteins. Hallgrímur fær góða
gesti í hljóðstofu til að ræða at-
burði liðinnar viku.
13.00 Siguröur Hlööversson. Þægileg-
ur sunnudagur með huggulegri
tónlist. Fréttir kl. 15.00.
16.00 Hafþór Freyr Sigmundsson.
Notalegur þáttur á sunnudagseft-
irmiðdegi.
17.00 Síödegisfréttir frá fréttastofu
Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
17.10 Hafþór Freyr Sigmundsson.
19.00 Kristófer Helgason brúar bilið
fram aö fréttum með góðri tónlist.
19.30 19.19. Samtengdar fréttir frá frétta-
stofu Stöövar 2 og Bylgjunnar.
20.00 Sunnudagskvöid á Bylgjunni.
Kristófer Helgason hefur ofan af
fyrir hlustendum á sunnudags-
kvöldi, rétt þegar ný vinnuvika er
að hefja göngu sína.
22.00 Pálmi Guömundsson. Þægileg
tónlist á sunnudagskvöldi.
1.00 Pétur Valgeirsson. Með bland-
aða tónlist fyrir alla.
3.00 Tveir meö öllu á Bylgjunni. End-
urtekinn þáttur frá föstudags-
morgni.
6.00 Næturvaktin.
09:00 Morgunútvarp - Sigga Lund.
11:05 Samkoma. Vegurinn - kristið
sam-
félag.
12:00 Hádegisfréttir.
14:00 Samkoma. Orö lífsins - kristilegt
starf.
16:00 Samkoma Krossinn.
17:00 Síðdegisfréttir.
18:00 Lofgjörðartónlist.
19:30 Kvöldfréttir.
24:00 Dagskrárlok.
Baenastundir: kl. 9:30, 13:00 - BÆNA-
LÍNAN, s. 675320.
FM^90-9
AÐALSTÖÐIN
10.00 I bjartsýniskasti.Magnús Orri
Schram rifjar upp atburði síðustu
viku og lítur á björtu hliðarnar.
13.00 Sterar og stærilæti.Sigmar Guð-
mundsson og Sigurður Sveinsson
eru á léttu nótunum og fylgjast
með íþróttaviðburðum helgarinn-
ar.
15.00 Sunnudagssiðdegi.
17.00 Fréttir á ensku frá BBC World
Service.
17.05 Sunnudagssíðdegi.Tónlistar-
deild Aðalstöðvarinnar.
18.00 Blönduð tónlist.
21.00 Þeirra bestu lög.Björn Þór fær
til sín lagasmiði sem velja uppá-
halds lög sín úr eigin smiðju.
22.00 Sætt og sóðalegt.Umsjón Páll
Óskar Hjálmtýsson.
01.00 Útvarp frá Radio Luxemburg til
morguns.
FM#957
9.00 Þátturinn þinn með Steinari
Viktorssyni.Róleg og rómantísk
lög.
12.00 Endurtekið viðtalúr morgunþætt-
inum í bítið.
13.00 Tímavélin með Ragnari Bjarna-
syni. Landsþekktur gestur mætir,
gamlar fréttir og tónlistin hans
Ragnars.
16.00 Vinsældalistl íslands. Endurtek-
inn listi frá föstudagskvöldinu.
19.00 Halldór Backman mætir á kvöld-
vaktina.
22.00 Sigvaldi Kaldalóns með þægi-
lega tónlist.
1.00 Haraldur Jóhannsson á nætur-
yakt.
5.00 Ókynnt morguntónlist.
BROS
3.00 Næturtónlist.
9.00 Tónaflóð. Sigurður Sævars son.
Ekkert tyggjópopp hjá honum!
12.00 Sunnudagssveifla. Gestagangur
og góð tónlist í umsjá Gylfa Guð-
mundssonar.
15.00 Helga Sigrún Harðardóttir.
18.00 Sigurþór Þórarinsson.
20.00 Páll Sævar Guðjónsson.
23.00 Lára Yngvadóttir lýkur helginni.
5
óCin
frn 100.6
10.00 Helgi Már spilar ókynnta sunnu-
dagstónlist.
14.00 Friðbert ásamt kokki og öörum
góðum gestum.
17.00 Hvíta tjaldiö.Umsjón Ómar Frið-
leifsson.
19.00 Stefán Arngrimsson.
21.00 Úr Hljómalindlnni.Kiddi kanína
veit allt um tónlist.
23.00 Gísli Valur með sunnudagstón-
listina.
1.00 Næturdagskrá.
5.00 Hour of Power.
6.00 Fun Factory.
10.30 World Tomorrow.
11.00 Lost in Space.
12.00 Combat.
13.00 Trapper John.
14.00 Eight is Enough.
15.00 Hotel.
16.00 Hart to Hart.
17.00 Growing Palns.
17.30 The Simpsons. Gamanþáttur.
18.00 21 Jump Street. Spennuþáttur.
19.00 Lace I. Kvikmynd. Fyrri hluti.
21.00 Entertainment Tonight.
EUROSPORT
*. .*
***
07.00 Step Aerobics.
07.30 Fjallahjólakeppnl.
08.00 Euroscor Magazine.
09.00 Trans World Sport.
10.00 Hnelaleikar.
11.00 Tennis.
16.00 HjólreiAar. Bein útsending.
18.00 Supercross.
19.30 Euroscore Magazlne.
20.00 Tennis.
22.30 Euroscore Magazine.
SCRCENSPORT
00.30 IHRA Drag Raclng.
24.00 Thai Klck Box.
01.00 Baseball 1992.
02.00 Major League Baseball 1992.
04.00 Go.
05.00 Kraftaiþróttlr.
6.00 Glllette sport pakklnn.
06.50 Braslliskur fótbolti.
09.00 Notre Dame— College Football.
11.00 Snóker.
13.00 Volvó Evróputúr.
16.00 Grundig Global Adventure
Sport.
16.30 Revs.
17.00 Hexaglot Skins.
18.00 Volvó Evróputur.
20.00 Hollenski fótboltinn.
21.00 Rall. Astralska rallið.
22.00 Volvó Evróputúr.
23.30 Renault Showjumplng.
24.30 Dagskrárlok.
Hér sjást Sveinn Eiösson og Þráinn Karlsson í hlutverkum
sínum í Hvíta vikingnum. DV-mynd GVA
Sjónvarpið kl. 20.35:
Hvíti víkingurinn
Á sunnudagskvöld veröur
sýndur annar þáttur í
myndaflokknum Hvíta vík-
ingnum eftir Hrafn Gunn-
laugsson. Þegar hér er kom-
iö sögu hefur Ólafur kon-
ungur Tryggvason bugaö
Goöbrand, síðasta heiðna
jarlinn í Noregi, og hefur
þar með lagt allt landiö und-
ir Krist og hinn nýja siö.
Konungur heldur Emblu,
dóttur Goðbrands, fanginni
meðan Askur maöur henn-
ar er nauðugur aö boöa
kristna trú á íslandi. Kon-
ungur hefur heitið Hvíta-
kristi þvi að leggja bæöi
Noreg og ísland að fótum
hans áöur en öldin er höin
og Askur hinn ungi á fyrir
höndum ærið ef ekki óvinn-
andi verk. Höfundur og leik-
stjóri er Hrafn Gunnlaugs-
son.
I þættínum Ferðin óum-
flýjanlega á rás 1 í dag
klukkan 14 er þess minnst
aö 500 ár eru liðin frá ferö
Kólumbusar til Ameríku.
Helst verður staidrað við
spurningar um ástandið í
Evrópu á þessum tíma og
hvort ferð Kólumbusar hafi
í raun ekki verið eðlilegt
framhald útþenslustefnu
Evrópumanna í lok miö-
aida. Þá veröur spurt: Hver
var Kristófer Kólumbus,
kom hann til íslands? Hvað
rak hann af stað, og svo
framvegis. Einnig verður
brugöið upp myndum af af-
stöðu ■ Suður-Ameríku-
manna til Kólumbusar.
Skynjun manna á fegurð er mismunandi og til að leita
svara við spurningunni ferðast umsjónarmenn þáttarins
um alla Evrópu og Bandaríkin.
Stöð 2 kl. 18.00:
Ég veit kannski
ekki mikið nm list
- en ég veit hvað ég vil
I síðasta þættinum um
lögmál listarinnar verður
fjallað um hvemig fólk upp-
lifir mismunandi hst á ein-
staklingsbundinn hátt og á
ólíkum tímabilum. Spum-
ingin er hvað hstin geti veitt
þeim sem býr hana til og
þeim sem nýtur hennar. Lit-
ið verður á sígilda hstmuni
Parísar sem og neonljós Las
Vegas og fylgst með upplif-
un hstunnenda, hvort sem
hún felst í að skoða umslög
utan af hljómplötum eða
skrautmuni kirkjubygginga
og hvort sem hún fer fram
í söfnum eða heimahúsum.