Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992. 9 Utlönd Á sama tima og spáð er hrakviðrum hér norður á klakanum þegar vetur nálgast treysta tískuhönnuðir úti í heimi á eilíft sumar. Hönnuöurinn John Richmond hefur búið til flík sem samanstendur af perlum einum saman og er ekki eins skjólgóð og hún er eftirtektarverð. Perlublússan var sýnd í gær á hátíð þar sem hönnuður ársins var valinn i Bretlandi. Sá reyndist vera Rifat Ozbek. Simamynd Reuter Sjóöir Evrópubandalagins: Tvöföldum fjárlögum íslands stolið árlega Heimildir frá endurskoðun Evr- ópubandalagsins í Lúxemborg herma að árlega sé stolið um 280 milljörðum íslenskra króna úr sjóð- um bandalagsins með svindli af ýmsu tagi. Lætur nærri að þessi fjár- hæð svari tíl tvöfaldra íjárlaga ís- lands. Yfirstjóm bandalagsins í Brussel segir að hér hé um ýkjur og ósann- indi að ræða. Nokkrir fjármunir tap- ist þó árlega vegna svika en hvergi nærri svona miklir. Sérfræðingar um svindl í EB segja þó að þar hvertí ótrúlegar fjárhæðir ár hvert. Mest er svindlað í landbún- aðarmálum en þar er umsetning mikil og mörg matarholan. Miklu fé er útdeilt í styrki og auðvelt að verða sér úti um meiri aðstoð en mönnum ber. Búist er við að sérstök skýrsla verði gefin út um máhð í desember og þá á að fást á hreint hve mikið tapast í hendur óvandaðra manna. Starfsmenn endurskoðunarinnar segja að rekstur bandalagsins sé orð- inn svo umfangsmikill að engin leið sé að hafa eftírht með honum. Ritzau íran-kontrahneykslið gæti haft áhrif á forsetakosningamar vestra: Bush veit meira en hann viðurkennir íran-kontrahneykshð gætí reynst George Bush Bandaríkjaforseta skeinuhætt á lokavikum kosninga- baráttunnar þar sem ýmislegt bendir til þess að forsetinn hafi vitað meira um það en hann vih vera láta. Sagt er að í ísraelsku leyniskjah sé því haldið fram að Bush hafi verið sagt meira en hann hefur viður- kennt. Máhð snerist um að láta írön- um í té vopn í skiptum fyrir vestræna gísla í Líbanon. Ágóði vopnasölunn- ar rann síðan tíl kontraskæruhða í Nikaragua. Uppljóstnm þessi kemur fast á hæla fuhyrðinga tveggja fyrrum embættismanna Bandaríkjastjómar sama efnis. Forsetínn hefur ahtaf haldið því fram að hann hafi verið „utangátta", að hann hafi ekki gert sér grein fyrir um hvað máhð snerist fyrr en eftir að það var gert opinbert í nóvember 1986. Ný vitneskja hefur komið í ljós um starfsemi Amirams Nirs, aöstoðar- manns Shimonar Peres, þáverandi forsætisráðherra ísraels, og foringja ísraelska hópsins sem starfaði með Ohver North ofursta við að skipu- leggja samningaviðræðumar við ír- ani. Nýjasta skjahð sem hefur komið í leitimar er minnismiði frá Nir þar sem segir að hann hafi frætt Bush, sem þá var varaforseti Bandaríkj- anna, um ahar hhðar málsins á fundi á árinu 1986. Einnig em visbendingar um að leyniskýrsla um yfirheyrslu ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad yfir Nir staðfesti frásögn hans af at- burðunum. í minnismiðanum sagði Nir að hann hefði sagt Bush að íranimir, sem vom viðriðnir vopnaviðskiptin, hefðu „greinhega verið hinir öfga- sinnuðustu". í nýrri bók eftir Richard Secord, fyrmm hershöfðingja og samstarfs- mann Norths, er fjallað um þátt Bush í íran-kontramáhnu. Segir þar að Bush hafi verið „áhrifamikhl stuðn- ingsmaður" vopnasendinga Banda- ríkjamanna eftír fund sinn með Nir. Bush þarf að hafa enn meiri áhyggjur af frásögn Howards Teich- ers, sem starfaði hjá þjóðaröryggis- ráðinu í Hvíta húsinu á þessum tíma. Teicher heldur því fram að hann hafi sagt Bush að bandarísk sfjóm- völd væru að skipta á vopnum og gíslum. „Ég upplýstí hann nokkrum sinnum um ákveðin atriði málsins," sagði Teicher. Þrýstingurinn á Bush á enn eftir að aukast þegar Caspar Weinberger, fyrmm varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, kemur fyrir rétt. Hann hef- ur verið ákærður fyrir þátt sinn í hneykslinu. Leyniskjal, sem nú hefur verið gert opinbert, gefur th kynna að Bush hafí setíö fund á skrifstofu Reagans forseta í janúar 1986 þegar Weinberg- er mótmælti því að vopn yrðu látín í skiptum fyrir gíslana í Líbanon. Bush neitar nú alfarið að tala um hlutverk sitt í þessu máh og segist hafa sagt bandarísku þjóðinni aht semhannveit. ByggtáST George Bush Bandaríkjaforseti segist hafa sagt þjóðinni allt sem hann vissi um íran-kontrahneykslið. Ýmislegt bendir þó til að svo sé ekki. Teikning Lurie TÆMUM BÚÐINA VEGNA BREYTINGA Gerið góð kaup - 3 dagar eftir Skóverslun Þórðar ^ <• W W m- wæ Sími 14181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.