Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992. 15 Menntun: Undirstaða framfara Hlutverk skólanna er að veita menntun sem leiði til framfara. DV-mynd Ægir Már í byijun þessa mánaðar var birt könnun Félagsvísindastofnunar Háskólans um námsferil fram- haldsskólanema. Hún dregur fram ýmsa vankanta á skólastarfi, námsferli og ríkjandi viðhorfum þar um. Hlutverk skólanna Hlutverk skólanna er að veita menntun sem leiði til ffamfara, skifi þjóðfélaginu hæfari kynslóð- um, er taki viðfangsefni nýjum tök- um og nái meiri árangri - skapi betri lífskjör. Vegna lélegs atvinnu- ástands spyrjum við: hvar mistókst og hvers vegna, hvemig starfa skólamir okkar og tengjast at- vinnulífinu, hvemig kynna þeir nemendunum atvinnufifið - og hvemig tengist atvinnulífið skól- unum? Það er ekki síður hlutverk skól- anna að veita almenna og óbimdna menntun - þroska hæfni til að vega og meta, spyija og gagnrýna, skoða og meðtaka nýja þekkingu, vitn- eskju og hugmyndir. Hún kemur ekki alltaf að notum í daglegum önnum venjubundinna starfa og því of oft talin lítt raunhæf, jafnvel stundum sóun á námstíma. En hennar er þörf þegar fengist er við óvenjuleg viðfangsefni, ný störf, ný hráefni eða vörur, ný vinnutæki eða vélar - nýjungar. Hún þroskar hæfileika til að koma auga á kosti nýrra hugmynda og sjá nýjar leiðir til lausnar viðfangsefhum - skapa nýjungar. KjaUaiinn Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæðisfl. fyrir Reykjaneskjördæmi Skólar og atvinnulíf Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðumesja hefur áður sett fram hugmyndir um nýbreytni í starfi skólans sem víkja beint að því sem fram kom í fyrmefndri könnun. Námsbrautir sem veita kunnáttu er nýtist nemum og starfsgreinum fljótt og vel. í FS á að bjóðast bæði stutt og langt nám í sjómennsku, útgerð og meðferð afla, vinnslu afuröa afit til neytendarétta, fiskeldi, umbúða- og flutningatækni og markaðsstarfi. í flutningastarfsemi á sjó, landi og lofti, í farmennsku og flugi. í ferða- þjónustu, leiðsögn og fararstjóm, hótel- og gististarfsemi. í matvæla- gerð, veitingarekstri og verslun - smásölu og heildsölu, viðskiptum innanlands og erlendis, útflutningi oginnflutningi. í tré- og málmsmíð- um, vélstjóm og vélsmíði, bifreiða- viðgerðum og -þjónustu, trygginga- og fiármálastarfsemi. í heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu, umönnun og uppeldi. í frumkvæði, sfiómun og samstarfi. Kann það annars að vera að þessi ágæti fyrrum iðnskófi hafi fiar- lægst verkmenntun og sinni nú nær eingöngu bóklegu námsefni? Er það rétt að verkmenntahús hans sé nánast eingöngu notað fyrir handavinnu nemenda á bóknáms- brautum? Hversu margar iðn- greinar em þá ekki lengur kenndar hér, sem voru það áður? - og hveij- ar eru ástæður þess? - skortur á aðsókn nemenda eða skólahús- næðið upptekið af öðrum náms- brautum? Þannig má raunar í full- kominni alvöm spyrja um allt skólakerfi landsins - einkum fram- haldsskólana. Þykir kennurum og námsráðgjöf- um að verkmenntun sé niðurlægj- andi fyrir námsmann? - og þá hvers vegna? Þess em dæmi að skóli beini nær öllum nemum í bóklegt nám, hvort sem áhugi þeirra beinist þangað eða ekki, hvort sem hæfileikar þeirra em á því sviði eða öðm. Þeir sem spyija um bíla og mótorhjól fá félags- fræðihók, eða - „því miður, þetta kennum við ekki hér“. Dæmi era um skipbrot og skerta sjálfsímynd ungs fólks vegna ítroðslu námsefn- is sem ekki hentar því. Það er í besta falfi órökrétt en í versta falfi nöturlegt að gefa ungu og efnilegu fólki í skyn að iðnnám, verkmennt- un eða tækninám sé örþrifaráð þeirra sem hafi ekki námsgetu til að ljúka bóknámi. Ástæða er til að bæta starfskynn- ingu grunnskólans og framhalds- skólanna. Hún hjálpar ungu fólki að velja starfsgrein og starf til að stefna að í námi. Óvissa og hik er mjög áberandi, dregur úr einbeit- ingu og elju nemenda og tefur námsframvindu. Það ástand er hættulegt sjálfsímynd og sjálfs- trausti unga fólksins og því brýnt að bæta úr. Þar undir liggur fram- tíð og hamingja bamanna okkar. Atvinnulíf og skólar Samtök atvinnugreina okkar eiga að hafa mikil samskipti við skólana og upplýsa þá um þarfir sínar fyrir menntun starfsfólks. Án þeirrar vitneskju geta skólarnir ekki skipulagt raunhæft nám og náms- efni. Nauðsyn er að hugmyndir um bætt tengsl atvinnufifs og skóla verði að veruleika, þar undir liggja lífskjör okkar og velferð í framtíð- inni. Þá fyrst getur atvinnulífið ætlast til að skólamir standist kröf- ur þess um menntun starfsmanna. Leggjum af þá gömlu firru að bókvitið verði ekki í askana látið. Ef framfarir eiga að nást í atvinnu- lífi hér þá þarf það að ráða til sín og nýta kunnáttu menntaðs fólks á sem flestum sviðum. Vegna um- svifa nútímamannsins er notuð meiri og flóknari tækni en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Menntun gerði okkur þá kunnáttu og tækni aðgengilega, nothæfa og hagkvæma. Menntun veitir þá þekkingu sem leiðir til nýrra hug- mynda og úrlausna, til framfara, betri lífskjara, velferðar og lífsfyll- ingar. - Árni Ragnar Árnason „Hlutverk skólanna er að veita mennt- un sem leiði til framfara, skili þjóðfé- laginu hæfari kynslóðum, er taki við- fangsefni nýjum tökum og nái meiri árangri - skapi betri lífskjör.“ Tvofalt bókhaM Fyrir mörgum árum vom nemar í viðskiptadeild beðnir um að gera grein fyrir tvöföldu bókhaldi. Eitt svaranna var á þá lund að tvöfalt bókhald væri bókhald þar sem ein útgáfa væri fyrir framteljandann en önnur fyrir skattinn. Svarið vakti kátínu þótt að baki svarsins sé nokkur sannleikur. Hin hefð- bundna merking tvöfalds bókhalds er að allar færslur fara á tvo reikn- inga, út af öðrum en inn á hinn. Vörusala gegn gjaldfresti er því færð út af sölureikningi en inn á reikning viðskiptamanna. Skilgetið afkvæmi Tvöfalt bókhald, þar sem önnur útgáfan er fyrir framteljandann en hin fyrir skattinn, er algengara en flesta grunar þrátt fyrir allt eftirlit og rannsóknir. Skilgetið afkvæmi þess er hið margumtalaða neðan- jarðarhagkerfi sem talið er að sé á milli fimm og tíu af hundraði hag- kerfa Vesturlanda. Samkvæmt því ættu óframtaldar tekjur íslendinga að nema allt að 30 milljörðum króna á ári. Umfang hins svarta og sykurlausa kemur að nokkm leyti fram sem mismunur upp- gjörsaðferða við útreikning þjóðar- tekna. Verulegt frávik er á milli þeirra tekna sem taldar em fram og þeirra sem er ráðstafað. Með þetta í huga hvorki sanna né af- sanna reikningar framteljenda neitt þó auðvitað sé gert ráð fyrir því að þeir séu færðir samkvæmt hefðbundnum bókhaldsreghim og gefi rétta mynd af tekjum og gjöld- um, eignum og skuldum. Sé hins vegar óhreint nfiög í pokahominu og ástæða til að fela eitthvað virð- KjaUaxinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur ast óteljandi leiðir til þess. Virtur endurskoðandi, sem lát- inn er fyrir mörgum árum, hélt því fram að fyrirtæki reyndu alltaf að sýna ágóða en sem minnstan. í fyrsta lagi til að sleppa sem best frá skattgreiðslum og í öðm lagi til að halda andfitinu gagnvart lánar- drottnum. Freistandi kostur Freistandi er fyrir íbúðareiganda að fallast á nótulaus viðskipti við iðnaðarmenn gegn umtalsverðum afslætti þegar um ýmiss konar við- hald er að ræða þar sem það er ekki lengur frádráttarbært til skatts og skiptir því ekki nokkm máli ef vel er staðið að verki og um gagnkvæmt traust er aö ræða. Breytt skattalög hafa að því er þetta varðar opnað leið fyrir undanskot tekna sem ekki var fyrir hendi áður en hætt var að veita skattaafslátt vegna viðhalds þess húsnæöis ein- stakfinga sem þeir búa í sjálfir. Sama freisting er einnig fyrir hendi vegna nýsmíða. í lófa er lagið að bókfæra fjárfest- ingu sem rekstrarkostnað. Engin ástæða er til að fita á slíkt sem al- hæfingu en misjafn er sauöur í mörgu fé. Fiskverkandi nokkur var eitt sinn spurður að því hvenær hann hefði farið að hagnast. Svarið kom um hæl. Kvaðst aldrei hafa grætt neitt. Sá háttur var þó við- hafður þegar lítið var að gera í sölt- uninni að karlmennimir vom sett- ir í mótauppslátt eða eitthvað því um líkt og allur kostnaður færður beint á rekstur fyrirtækisins án þess að nokkrum þætti athugavert. Eggjaframleiðandi einn, sem seldi mikið af framleiðslu sinni beint til neytenda, sagðist stað- greiða allt fóður og gæta þess á framtali að samræmi væri á milli tekna og gjalda því hann vissi að á skattstofunni bæm menn helst saman tekjur og fóðurkostnað. Væri þess gætt að þokkalegt sam- ræmi væri á milfi þessara liða þyrfti hann ekki að óttast að neinar athugasemdir kæmu frá starfs- mönnum skattstofunnar. Of mikið í sjóði í áhugamannafélagi nokkm gerðist það, er ganga átti frá reikn- ingum einnar nefndar félagsins, að þúsundum króna of mikið reyndist vera í sjóði. Nú vom góð ráð dýr. Nefndarmanni hugkvæmdist þá að til þess að fá bókhaldið til að stemma og reikningana rétta yrði að lækka kostnaðarfiði og henda nokkrum fylgiskjölum. Þetta var gert, reikningamir bomir upp á aðalfundi og hefðu vafalaust verið samþykktir ef gjaldkeri félagsins heföi ekki bent nefndinni á að hún hefði fengið styrk frá félaginu sem hvergi kæmi fram í reikningum hennar. Kom nú hið sanna i ljós og hví of mikið reyndist 1 sjóði í árslok. Þetta sýnir að í bókhaldi þess sem fær styrk þarf slíkt ekki að koma fram ef styrkþegi og styrkveitandi æskja þess ekki þar sem sú leið er auðfær að láta fylgiskjöl hverfa og lækka gjaldaliði til að vega upp á móti duldum tekjum. Slíka styrki væri hægt að nota til húsbygginga að hluta ef hentaði án þess að nokk- uð bæri á því að byggingarkostnað- ur samkvæmt vísitölu er ekki einn- hlítur eins og fiölmörg dæmi hafa sannað. Kristjón Kolbeins „Tvöfalt bókhald, þar sem önnur útgáf- an er fyrir framteljandann en hin fyrir skattinn, er algengara en flesta grunar þrátt fyrir allt eftirht og rannsóknir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.