Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992. Utlönd Afríkumennfóru Mannfræðíngurinn Ivan Van Sertima frá Guyana segir að Afr- íkumenn hafi siglt til Ameríku 4 imdan Kólumbusi. Þeir voru á eyjum í Karíbahafinu um 200 árum á undan Kólumbusi þótt liann hafi fengið heiðurinn af að finna Ameríku. Afríkubúamir voru engu að síður á eftir Leifi okkar heppa. Van Sertima styður kenningu sína með því að fundist hafi höf- uökúpur tveggja blökkumanna á Jómfrúreyjum í gröf frá því um 1250. Þá á Kólumbus aö hafa veitt því athygli aö í Ameríku voru nokkrir blökkumenn. Þá eru einnig til sögur í Malí af vestur- ferðum á vegum konungsins þar. Ufðuáaðselja slúðurblöðum lygasögur . Kviðdómur í Los Angeles hefur fundið hjónin Tony og Renee Castro sek um að hafa beitt blek- ingum við aö selja slúöurblöðum vestra lygasögur af fræga og ríka fólkinu. Tony var áður blaðamað- ur við slúðurblað í Los Angeles en það er nú farið á hausinn. Þau hjón lugu til um kynni sín af fólki á borð viö Elísabetu Tayl- or, Magic Johnson og Madonnu til að koma sögum sinum í verð. Meðal þeirra sem keyptu voru stórbiöðin National Enquirer og Star. Vísar ábyrgð á morðitilfram- lyfsins Halcions William Freeman, fyrrum að- stoðarlögreglusljóri í Fort Stock- ton í Texas, hefur höfðaö mál á hendur lyfjafyrirtækinu Upjohn vegna þess að hann kennir svefh- lyfinu Halcion um að hann skaut vin sinn til bana, Freeman var dæmdur sekur og situr nú inni. Hann telur sig hins vegar eiga rétt á skaðabótum frá framleiöanda lyfsins því það hafi falsaö skýrslur meö rannsóknum á skaösemi þess. Nú er viður- kennt að Halcion getur valdið of- skynjunum og árásarhneigö. Ross Perot getur veríð ánægður með hvernig hann hefur varið auglýsingafé sínu. Fleiri horfa á auglýsingar hans en þeirra Bush og Clintons. Talið er að allt aö 20 milljónir manna hafi séð aðalaug- lýsinguna frá Perot þegar hún var sýnd öðru sinni á C8S. Þetta þykir góður árangur þótt Bush hafi gert enn betur fyrir síðustu kosningar. Þá horíðu um 40 miUjónir manna á augfýsingu frá honum en hún var birt sam- tímis hjá stóru sjónvarpsstööv- unum þremur. Næsti maður á Leonel Herrera, sem dæmdur var til dauða fyrir að myröa lög- regluþjón í Texas, segist vera sak- laus því bróðir hans haföi framið morðið. Herrera er næstur á dauðalisfanum í Texas en vill fá mál sitt tekið upp að nýju. Hæsti- réttur rarmsakar nú ný sönnun- argögn i raálinu. setaefnanna í kvöld. Með honum voru kona hans, Tipper Gore, og Hillary Clinton, kona Bills Clinton. Gore er spáð yfirburðum í sjónvarpinu en gæti orðið að lúta í lægra haldi fvrir iiði heimamanna í hafnaboltanum. Símamynd Reuter A1 Gore óttast að óvinsældir Dan Quayle bitni á honum: - sjónvarpskappræður varaforsetaefnanna í skugga hafiiaboltans Sagt er að A1 Gore, varaforsetaefni demókrata, hafi í gær farið hamfór- um í mælskulist í hlöðu nærri Nash- ville. Hann á að mæta öörum vara- forsetaefnum í sjónvarpskappræð- um í Atlanta í kvöld. Öll spjót standa á Gore því hann á að vera gáfaði maöurinn í hópnum og þess er krafist að hann jarði í það minnsta Dan Quayle varaforseta. James Stockdal, varaforsetaefni Ross Perots, er hins vegar óskrifað blað. Þeir Quayle og Stockdal hafa lítið látið fyrir sér fara síðustu daga. Fyr- ir þá báða er það sigur að sleppa skammlaust frá kappræðunni. Qua- yle er frægur fyrir að mismæla sig. Hann verður því að fara varlega og segja helst sem minnst. Gore er aftur á móti kunnur mælskumaður þótt hann hafi séð ástæðu til aö æfa brögðin betur í hlöðunni. Gore óttast aö óvinsældir Quayle valdi því að fáir horfi á þá mætast í sjónvarpinu. Hann á líka við annan og skæðari keppinaut að etja. Lið Atlanta í hafnaboltanum er að berj- ast fyrir sæti í úrslitakeppni greinar- innar. Leikurinn hefst strax að lokinni krappræðunni og borgarbúar sýna honum mikium mun meiri áhuga en stjómmálamönnunum. Miðar á hann seljast nú á margfóldu verði á meðan erfiðlega gengur að fylla sjón- varpssaiinn þar sem væntanlegir varaforsetar eigast við. Sjónvarpskappræðan á sunnu- dagskvöldið hefúr orðið til þess að George Bush ætlar að stokka upp efnahagsstefnu sína. Hann má til því honum tókst ekki að sannfæra kjós- endur um að rétt væri að hann stjómaði áfram. Bill Clinton er hins vegar kampakátur. Hann er augljós sigurvegari eftir fyrstu lotuna þótt mörgum fyndist meira til um léttan stíl Ross Perot í sjónvarpssalnum. Skoðanakannanir sýna að Clinton heldur forskoti sínu. Að því var hann að keppa. Reuter Nóbelsverðlaunin 1 læknisfræði til Bandaríkjanna: Maður veit aldrei hvar maður endar veit aldrei hvar maður endar,“ sagði Krebs á fimdi með fréttamönnum við Washington háskólann í Seattle þar sem þeir unnu saman að rannsókn- um sínum og em nú heiðursprófess- orar. Krebs, sem notar heymartæki, sagðist hafa vaknað nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um verðlaunahafana og þá hefðu verið 75 skiiaboð á símsvaranum hans þar sem honum var óskað til hamingju með verðlaunin. Gösta Gahrton, prófessor við Karo- linsku stofnunina í Stokkhólmi, sagði að uppgötvun þeirra Krebs og Fischers gæti haft víðtæk áhrif í leit manna að lækningu við krabba- meini. Verðlaunahafamir sögðu að rann- sóknir þeirra gætu leitt til betri meö- ferðar við sykursýki og eyðni. Fisc- her sagði ennfremur að skilningur á starfsemi frumnanna væri grund- völlurinn undir rannsóknir í nýjum greinum, svo sem líftækni. Reuter krókódíll í Kakadu þjóðgarðinum í Ásfralíu reif gat á lítinn bát og glefsaði i tvo laf- hrædda veiðimenn sem voru um Ian Brown, 59 ára, sagöi að hann hefði verið úti að veiða með 3,5 metra langur krókódíll réðst tU atlögu. Króksi beit gat ábátinn sem tók að fýllast af vatni. Þá reis krókódfllinn upp úr vatninu og stakk hausnum inn fyrir borð- stokkinn. „Konan mín taldi sig sjá háls- kirtlana í dýrinu," sagði Brown. Sænsk fangamálayfirvöld haía verið krafin skýríngar á því hvers vegná nokkrir fangar í einu ; fangelsi Svíþjóðar fengu kennslu í meðferð skotvopna. Sænslúr fjölmiðlar sögðu frá því i síðustu viku að hópi fanga í Halmstadsfangelsinu hefði verið kennt að skjóta úr haglabyssum. Að sögn yfirmanna stofhunar- innar var það liðúr í aö búa fang- ana undir lífið utan múranna. Nokkrir langar höfðu sýni veiðimennsku óhuga á námskeiði um umhverfis- og náttúruvemd. Fangelsisyfirvöid töldu þá rétt að mennirnir læröu að skjóta úr haglabyssu. Annadhvorlá eftiríauneða flyfjabúferium Tveir embættismenn, sem starfa í Grænlandsverslun, og hafa 33 og 35 ára starfsreynslu fá nú að velja milli þess að fara á eftirlaun eða flytja búferlum til Austur-Grænlands. Menn þessir eru fyrstir til að finna fyrir þvi hvernig Græn- landsverslun ætlar aö meðhöndla flutning fjölmargra starfsmanna sem losna þegar fyrirtækinu veröur skipt upp í þrjú sjálfstaíð hlutafélög um áramótin. Verkalýðsfélag mannanna hef- ur mótmælt þessum aðferðum Grænlandsverslunar og lítur á málið sem trúnaðárbrest Þaðtel- ur ekki viðunandi lausn að fé- lagsmenn neyðist til að flytja sig um set, annaðhvort í nýjan lands- hluta eða í nýtt starf. Málefni Grænlandsverslunar- innar verða tekin fyrir á græn- lenska þinginu í næstu viku en þingið hefúr ekki enn tekiö form- lega ákvörðun um að skipta fyrir- tækinu. Fiskveiðideilaí Frönsk stlómvöld hótuðu í gær að sekta kanadíska togara, sem veiða í heimildarleysi undan St. Pierre og Miquelon eyjum, háum fiársektum. Eyjar þessar eru undan suðausturströnd Kanada og em franskt stjómsvæði. Frakkar grípa til þessa ráðs 1 hefndarskyni vegna kvótatak- markana kandadiskra stjóm- valda. Kanadísku togaramir eiga yfir höfði sér tæplega sex milfjón króna sekt, auk þess sem afli og veiöarfæri verða gerð upptæk. Kanadamenn ákváðu í síðtxstu viku að skerða fiskveiðikvóta einhliða og brugðust Frakkar reiðir við. Þjóðimar hafa lengi deilt um fiskveiðar á þessum slóðum. Reuter, TT og RiUau Bandarísku lífefnafræðingarnir Edmond Fischer, 72 ára, og Edwin Krebs, 74 ára, hlutu nóbelsverðlaun- in í læknisfræði í gær fyrir uppgötv- un sem þeir segja að þeir hafi gert á miðjum sjötta áratugnum þegar til- raun misheppnaðist. Það sem þeir uppgötvuðu var kerfið sem stjómar því hvemig svo til hver einasta fruma í líkamanum, þar á meðal vöðvavefir, sinnir grundvallarstarf- semi sinni. Það mun vera kallað fos- fórleiðing. „Þetta er það sem er svona skemmtilegt við rannsóknir. Maður veit hvar maður byrjar en maður Edmond Fischer og Edwin Krebs eru að vonum ánægðir með nóbelinn i læknisfræði. Simamynd Reuter Æf ir mælskulist í hlödunni heima

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.