Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992. Spumingin Á hvaða útvarpsstöð hlustar þú helst? Tómas Einarsson málari: Ég skipti á milli stööva eför því hvaö er best. Unnur ösp Stefánsdóttir nemi: Ég hlusta á FM á kvöldin og Sólina á daginn. Elísabet Anna Jónsdóttir nemi: Ég hlusta eingöngu á Sóhna. Hrafnhildur Sigurðardóttir nemi: FM eða Sólina. Guðrún Gunnarsdóttir sölumaður: Fyrir hádegi á Tvo með öllu á Bylgj- unni en eftir hádegi á FM, Valdísi Gunnarsdóttur. Birgir Kjartansson leigubílstjóri: Ég hlusta mest á Bylgjuna. Lesendur Nýtum ís- lenska f álkann K.F. skrifar: Á íslandi hefur fálkinn verið alfrið- aður síðan 1940. Hér fyrrum var fugl- inn nýttur. Menn veiddu hann og fluttu út, allt frá landnámsöld. Há- marki náði þessi útflutningur svo 1764. Þá fóru héðan 210 fuglar til út- landa. Fálkinn var notaður til veiða, einkum í Austurlöndum nær. í Evr- ópu miðalda nutu fálkaveiðar einnig vinsælda. Nú er öldin önnur. í dag hreyfir enginn ærlegur maður við þessum fiðurfénaði í eigin þágu vilji hann sleppa við klær laganna. Það er enda lögbrot að gera slíkt. Islendingar kunna nú orðið ýmis- legt fyrir sér hvað varðar ræktun og kynbætur á dýrum og hafa náð þokkalegum árangri á því sviði. í því sambandi mætti benda á ræktun og kynbætur á hrossum, hænsnfuglum, loðdýrum, laxi, já og fé, hvort sem menn trúa því eða ekki. Og hví ekki að bæta íslenska fálkanum „í safn- iö.“ Er hann eitthvað heilagara dýr heldur en þær skepnur sem við not- um nú þegar til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðfélagið? Og er það ekki bara sjálfsagður hlutur að nýta þennan stofn í þessu tilliti ef og þegar tekst að ná stofnstærð hans í nýtanlegt horf? Ég tel það alténd bæði sjálfsagt og eðlilegt aö umrætt mál verði kannað á alvarlegum nótum. Sannleikurinn um þær villtu dýrategundir sem tald- ar eru í hættu, er að þeim er oft borg- ið ef fólkið tekur þær upp á arma sína og hefur ræktun á þeim. Nú er ég ekki endilega að tala um að kyn- bæta þessa fugla, heldur að hjálpa þeim, þanuig að stofmnn komist í fyrra form. Því næst á að endurvekja gamlan og virðulegan atvinnuveg sem fyrr er nefndur. Eftir því sem mér hefur skihst og miðað við þá ásókn, sem óæskilegir menn hafa sýnt fálkaungunum á vorin, virðast arabaríkin vera reiðu- búin aö borga hátt verð fyrir hvert það dýr sem þeim hlotnast. Að vísu getur þetta aldrei orðið neinn stórút- flutningur hér á landi en samt gætu einhverjir, t.d. fáeimr bændur, drýgt tekjur sínar með slíkri ræktun. Og ríkiskassinn fengi sitt. Og auðvitað yrði hún að fara fram undir strangri gæslu færustu manna. En fyrst af öllu þarf þó að breyta lögunum sem banna mönnum aögang að fálkum. Skýr niðurstaða frá Mikson-nefndinni Pétur Pétursson hringdi: Ég er ánægður með mðurstöður Mikson-nefndarinnar svokölluðu. Það var alveg rétt í stöðunni að fá tvo af okkar bestu sérfræðingum á þessu sviði til að afla frekari gagna um málið og meta í ljósi þeirra hvað bæri að gera í framhaldinu. Niöur- staða nefndarinnar er skýr. Ekki ber að aðhafast frekar í málinu. Það hefur veriö látiö að því liggja að þama hafi verið um að ræða nán- ast ofsóknir af hálfu útlendinga á hendur Eðvald Hinrikssyni. Ýmis- legt rennir stoðum undir að svo hafi verið. Hlutverk Wiesenthal-stofnunar- innar á að vera að rannsaka hluti eins og bomir hafa verið upp á Eð- vald. Hún þarf að sjálfsögðu að sýna sem mestan árangur í starfi til að sanna tilverurétt sinn og um leið að fá íjármagn til frekari starfsemi. Hún á því tilverurétt sinn undir þvi að starfsmenn hennar séu nógu dugleg- ir að „fletta ofan af“ fólki. Eðvald átti að vera rós í hnappagat stofnun- arinnar en íslendingar voru ekki til- búnir aö gleypa þær fullyrðingar, sem frá henm komu um málið, hrá- ar. Kannski hafa starfsmenn stofn- unarinnar ekki búist við slíku „sjálf- stæði“ af hálfu lítillar eyþjóðar. Kannski þeir hafi haldið að við myndum kokgleypa fullyrðingar þeirra. Svo reyndist ekki vera. Vonandi fær hinn aldurhnigni íslendingur, Eðvald Hinriksson, að vera í friði fyrir þessari stofnun og starfsmönn- um hennar framvegis. Aðför að háskólanum Margir hafa mótmælt niöurskurði á fjárveitingum til Háskóla íslads. B. Sig. skrifar: Ég get ekki oröa bundist vegna þess hvernig stjórnvöld koma fram við mesta menntasetur á landinu, Háskóla íslands. Niðurskurðar- hnífhum hefur verið beitt svo ræki- lega þar að búið er að stórskerða kennslu. Ég er sjálfur við nám í HÍ. það er ekkert leyndarmál að það er mikill urgur í námsmönnum vegna þessa máls. Það er eins og pólitíkusamir séu haldnir þeirri villu að námsmenn í háskólanum séu ofhaldnir, bæði hvað varðar námslán og aðbúnað í Hringið í síma 632700 milli ld. 14 og 16 -eða skriflð ATH.:Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum skólanum. Því hafa þeir nú skert kennsluna um heil 20 prósent á þessu ári. Sama skerðing er einnig fýrir- huguð á því næsta. Lektorum er haldið á lúsarlaunum sem er í engu samræmi við menntun þeirra né vinnu þá sem þeir leggja af mörkum við kennsluna. Ef menn halda að þeir séu að byggja upp þjóðfélagið með þessum aðgerðum þá er það mikill misskiln- ingur. Þetta eru þær örgustu niður- rifstilraunir í menntasögu þjóðar- innar sem sögur fara af. Því miður virðast þær ekki ætla að verða til skamms tíma heldur er um langtíma- aðgerðir að ræða. Þegar þær fara að skila sér að marki út í þjóðfélagiö, í verri menntun og starfshæfni, þá verða þeir furstar, sem nú ráða ferð- inni, líklega famir frá. Þeir munu því ekki horfa á ávöxt verka sinna úr ráðherrastólum heldur úr hæg- indum óbreyttra þingmanna. Og þá geta þeir kennt hverjir öðrum um ófarimar. Kringlan: Áaðveraopin um helgar Guðný Karlsdóttir hringdi: Ég er ánægð með að Kringlan skuli vera opin á sunnudögum. Ég er venjuleg útivinnandi móðir og hef engan tíma í búðaráp á virkum dögum. Þess vegna þykir mér gott að geta farið á sunnu- dögum, haft mína hentisemi og verslað i næði. Þetta fyrirkomulag auðveldar námsmönnum einnig að fá sér aukavinnu viö afgreiöslu o.þ.h. Það er því margfaldur ávinning- ur að því að hafa Kringluna opna á sunnudögum. Halldóra Sigurðardóttir hringdi: Ég á son sem býr á Grænlandi. Hann hyggst koma heim um jólin. En það veröur honum dýrt spaug. Samanlagt kostar ferðin sú arna hann 84.160 krónur. Hann þarf fyrst að komast frá staðnum sem hann dvelur á til Nuuk. Það kostar hann 4.130 krónur danskar. Flugið frá Nuuk til íslands kostar svo 4.430 d. krónur. Samanlagt gerir þetta á genginu í dag 84.160 krónur, eins og áður sagði. Hann ætlar að taka tveggja ára dóttur sína með sér heim til ís- lands. Fyrir hana þarf að borga hálft fargjald til viðbótar. Þetta er þvi orðin dálagleg upphæð sem maðurinn þarf að borga til að komast í 3ja vikna jólaleyfl heim til íslands. Gildi trúarinnar Jóhanna B. Wathne skrifar: Allir menn fæðast trúaðir. Trú- in er samofin sjálfu líiinu og ekk- ert málefni getur staðið eitt sér án hennar. Mörg eru trúarbrögðin og mörgum nöfnum eru þau nefnd en einn er Guö allra manna. Frumstæðar þjóðir gera sér sín átrúnaðargoð sem þær tilbiðja. Tilbeiðslan er manninum með- fædd. Góð trú gerir manninn betri, kærleiksríkari í umgengni sinni við meðbróður sinn. Hún er mátt- ur sem enginn getur gengið fram hjá. Þegar trú þjóðanna þverr lamast siðferðisþrekið og þjóðar- fleyið rekur stjómlaust. Rómverska heirasveldið rotn- aði irrnan frá af þessum sökum, uppspretta lífsvatnsins þomaði, þjóðlifið fékk ekki þá vökvun sem því bar og siðferðið þvarr. Bjórinn lækkar Þórarinn J. hringdi: Þama er stjórnvöldum og þeirra ráðstöfunum rétt lýst. Þau lækka erlenda bjórinn með því að draga úr skattlagningu á hon- um meðan sá innlendi stendur í stað. Vitanlega er þetta þeim til hags- bóta sem kaupa erlendan bjór. En sama er ekki hægt að segja um hina sem vinna við fram- leiðslu á þeim mnlenda. Vafalítið dregur mjög úr sölu hans með þessum aðgerðum. Það þýðir samdrátt sem aftur kallar á upp- sagnir. Kveiktá útiijósum Guðrún hringdi: Sonur minn ber út morgun- blöðin. Hann biður mig að koma þeim skilaboðum til fólks að það hafi kveikt á útiljósunum í svart- asta skammdeginu. Það auöveld- ar mjög útburðinn að þurfa ekki að paufast í kolniðamyrkri við að koma blöðunum til skila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.