Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Kerfið verndar ofbeldi
Dómarinn, sem sleppti Qórum nauðgurum við fang-
elsisvist fyrir helgina, hafði áður dæmt mann í tveggja
ára fangelsi fyrir 200 þúsund króna plastkortasvik, hvort
tveggja sámkvæmt lögum. Dómari þessi hefur í ýktri
mynd sýnt verðmætamatið í lögum og dómum á íslandi.
Nauðgunin, sem dómarinn samþykkti, var óvenju
ógeðsleg, því að fjórir menn réðust á eina stúlku og
héldu henni, meðan einn þeirra nauðgaði henni. Vafa-
laust mun ákæruvaldið kæra hinn fráleita úrskurð til
Hæstaréttar eins og aðra úrskurði þessa dómara.
Þótt dómari þessi sé þekktur fyrir sérkennilega dóma
og seinagang í starfi, má ekki gleyma því, að hann geng-
ur laus sem dómari. Hann hefur fengið áminningar, en
heldur áfram að dæma. Hinir athyghsverðu úrskurðir
hans njóta því töluverðrar verndar í kerfinu.
Ekki má gleyma, að dómarinn úrskurðar innan þess
ramma, sem dómara er leyfilegur, bæði þegar hann
sleppir nauðgurum og neglir smáþjófa. Hann gengur
ekki þvert á lög og dóma, heldur skrumskælir aðeins
aldagamalt réttarfar, sem viðgengst á tuttugustu öld.
Lög og dómvenja á íslandi er arfleifð frá þeim tíma,
þegar tilgangur laganna var fyrst og fremst að vernda
auð yfirstéttarinnar fyrir ásælni undirstéttanna, en ekki
að koma í veg fyrir, að undirstéttarfólk beitti hvert ann-
að ofbeldi. Peningar eru æðstir í þessu verðmætamati.
Ekki þarf að fara í dómsal Hafnarfjarðar til að sjá
dæmi um þessa brenglun í verðmætamati. í dómum
Hæstaréttar kemur líka fram, að fjármálaglæpir þykja
alvarlegri en ofbeldisglæpir. Þetta er í samræmi við lög,
sem eru arfur frá tímum frumstæðara verðmætamats.
Fjölmiðlar taka því miður þátt í þessari brenglun.
Maður, sem stelur milljón, en skaðar hvorki sál né lík-
ama neins, fær nafn og mynd 1 fjölmiðlum, en fjórir
menn, sem nauðga stúlku, fá hvorki nafn né mynd.
Fjölmiðlar telja milljónina verðmætari en stúlkuna.
Lögreglan er á sömu nótum og fjölmiðlarnir, útvegar
myndir af smáþjófum, en leggst á myndir af ofbeldis-
mönnum. Til skamms tíma var Reykjavík fræg fyrir,
að þar óðu þekktir ribbaldar um að næturlagi og börðu
vegfarendur, næsta óáreittir af lögreglu.
Verðmætamatið lýsir sér einnig í yfirgengilegum
stuðningi þjóðarinnar við ölvun og ölæði. Haldnar eru
bjórhátíðir, þar sem menn eru hópum saman afvelta
og meðvitundarlausir. Alls konar ræfildómur og ofbeldi
er afsakað með orðunum: „Hann var fullur, greyið.“
Drykkjurútamir vaða um allt þjóðfélagið. Sumir sitja
í ráðherrastólum, en aðrir sofa í ónotuðum bátum. Sum-
ir verða sér til skammar kjólklæddir í kóngaveizlum,
en aðrir nauðga stúlkum og misþyrma. Hafa þeir svo
allir nokkuð að iðja í skjóli laga og réttar.
Eftir innreið eiturlyfja í þjóðfélagið hefur vandamáhð
aukizt. Læknar fá að afgreiða eftirritunarskyldar lyfla-
ávísanir á færibandi. Og nafgreindir menn aka um á
fínum bílum fimm árum eftir að hafa játað innflutning
á 65 kílóum af eitri, án þess að hafa sætt neinum dómi.
Alþingi þarf að manna sig upp í hreinsun lagaákvæða
um viðurlög við afbrotum: Auka þarf vægi lífs og hma
í samanburði við vægi króna og pappíra. Slík hreinsun
getur síðan orðið forsenda nútímalegra og siðlegra verð-
mætamats 1 úrskurðum héraðsdóma og Hæstaréttar.
Ekki er nóg að beina spjótum að einum dómara í
Hafnarfirði, því að sérvizka hans rúmast innan ramma
úreltra ákvæða í lögum. Kerfið sjálft hefur brugðizt.
Jónas Kristjánsson
Höfundur segir að meginástæða skuldasöfnunar borgarinnar hafi veriö þörf sjálfstæðismanna til aö reisa
ráöhúsminnisvaröa upp á 3600 milljónir króna.
H venær tekur
maður lán?
Er skynsamlegt aö láta borgar-
sjóð Reykjavíkur taka lán, allt að
500 milljónum króna, svo hægt
verði að framkvæma mun meira á
vegum borgarinnar næstu mánuði
en ráðgert er í fjárhagsáætlun yfir-
standandi árs? Þessari spumingu
velta borgaryfirvöld nú fyrir sér í
kjölfar tíllögu Nýs vettvangs um
að þetta verði gert en hún var flutt
í borgarstjóm 17. september sl. Við
á Nýjum vettvangi teljum atvinnu-
ástandið í Reykjavík svo alvarlegt
að borgaryfirvöld verði að grípa
inn í með þessum hætti. Þetta vilj-
um við þrátt fyrir að fjárhagsáætl-
un ársins sé kolsprungin og u.þ.b.
1000 milljón króna skuldaaukning
umfram það sem til stóö sé þegar
fyrirsjáanleg.
Falin og dýr lán
Felupólitík meirihlutans hefur
m.a. fcdist í því að áætla samkvæmt
póhtískri óskhyggju en demba síð-
an umframmilljónum á yfirdrátt-
arreikning borgarsjóðs hjá Lands-
bankanum eftir því sem böndin
rifna utan af fjárhagsáætlunum.
Það hefði auðvitað hljómað illa við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar þessa
árs að boða nær 300 mihjón króna
lántöku til þess að hægt væri að
standa við áður auglýstan opnun-
artíma ráðhússins hans Davíös.
Þessi umframkostnaður vegna frá-
gangs ráðhússins skýrir tæpan
þriöjung af væntanlegri skulda-
aukningu á yfirdráttarreikningi
borgarsjóðs í ár. Hér er um að ræða
dýrasta lánsformið sem völ er á.
Góðir fjármálastjómendur leituðu
vitanlega eftir hagstæðum lánum,
innlendum eða erlendum, og spör-
uðu skattgreiðendum þannig millj-
óna vaxtagreiðslur.
Skuldasöfnun í góðæri
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn
hafa verið drj úgir við skuldasöfnun
síðasta áratug. í upphafi síðasta
stjómarárs Davíðs Oddssonar
höfðu hehdarskuldir borgarsjóðs
tvöfaldast að raungildi frá því að
hann settíst 1 stól borgarstjóra.
Ekki var um aö kenna erfiðu efna-
hagsárferði eða atvinnuleysi. Sjáif-
stæðismenn treystu sér í stórfehda
skuldasöfnun á meðan allt var með
fehdu í atvinnulífi borgarinnar.
Höfuðástæðan var þörf þeirra th
þess aö reisa ráðhúsminnisvarða
fyrir 3600 mihjón krónur. Hversu
margfold er þá ekki ástæöan nú að
grípa th lánsfjár í þeim thgangi að
bregðast við ástandi í atvinnulífi
borgarbúa sem er alvarlegra en viö
höfum áöur upplifað?
KjaUajinn
Kristín Á. Ólafsdóttir
borgarfulltrúi Nýs vettvangs
Avinnulausum fjölgar
30. september sl. vora 1459 Reyk-
víkingar skráðir atvinnulausir og
hafði fjölgað um 131 frá upphafi
mánaðarins. í lok september í fyrra
vora atvinnulausir 368. Venjan er
sú að á þessum árstíma fækki á
atvinnuleysisskrám þar sem sum-
arfólk hverfur tíl náms og þá losn-
ar talsvert af störfum. Nú er þessu
öfugt farið. Hjól atvinnulífsins hafa
hægt það mikið á sér að hefðbund-
inna haustverkefna nýtur ekki við
í sama mæli og áður.
Tíminn framundan getur orðið
afar erfiður. Áhrifa þeirra auka-
fjárveitínga, sem borgaryfirvöld
ákváðu fyrr á árinu, er hætt að
gæta, enda ætlaðar th sérstakra
sumarverkefna. Ef farið verður að
venju með framkvæmdir borgar-
innar dregur verulega úr þeim þar
th fer aö nálgast vorið. Beðið er
með lokaundirbúning, útboð og
þess háttar þar th fjárhagsáætlun
næsta árs hggur fyrir, væntanlega
í febrúar.
Brýnar framkvæmdir
í thlögu okkar er bent á fjögur
svið sem okkur þykir æskhegast
að hraðað verði framkvæmdum á.
Fyrst skulu nefnd hjúkrunarheim-
hi fyrir gamalt fólk en fyrir þau er
þörfin brýn og sár og 200-300
manns sem bíða úrræðis.
U.þ.b. 2000 börn eru á biðlistum
borgarinnar eftir leikskóla og því
sjálfsagt að hraða uppbyggingu
þeirra. Skynsamlegt er að athuga
einnig möguleika á því að kaupa
fasteignir sem mætti breyta, bæði
í líth hverfahjúkranarheimih og í
leikskóla.
Þá vhjum við flýta uppbyggingu
grunnskólahúsnæðis í nýjustu
hverfum borgarinnar svo börn
þurfi ekki að vera árum saman í
hálfkláruðu bráðabirgöahúsnæði
eða í yfirfullum skólum. Sú stað-
reynd að stækkandi fæðingarár-
gangar fara að þyrpast inn í grunn-
skólana ásamt því að Reykjavík er
annað tveggja fræösluumdæma
sem lengst eiga í land með aö eiga
nægilegt skólahúsnæði fyrir ein-
setinn skóla gerir hraðari uppbygg-
ingu en verið hefur nauðsynlega.
Fjórða framkvæmdasviðiö í th-
lögu okkar lýtur að umferðarör-
yggi. Við viljum hraða því að tekið
verði á tveimur „svörtum blettum"
sem kreljast mikhla fjármuna: Gat-
namótín Kringlumýrarbraut og
Miklabraut og gönguleið við
Rauðagerðið yfir Miklubraut þar
sem orðið hafa hörmuleg slys á
gangandi vegfarendum.
Tillaga Nýs vettvangs leggur
áherslu á það að um leið og borgar-
sjóður bregst við óviðunandi at-
vinnuástandi með aukafjárveiting-
um verði þess gætt að nýta féð th
framkvæmda sem Reykvíkinga
bráövantar og eru auk þess arð-
samar. Ég vil trúa því að borgar-
fuhtrúar meiri- sem minnihluta
komist hið fyrsta að þeirri niður-
stöðu að spumingunni í upphafi
þessarar greinar beri að svara ját-
andi. Fólk, sem gat réttlætt skulda-
söfnun í góðu árferði vegna bygg-
ingar ráðhúss, ætti ekki að velkjast
í vafa um að réttmæti lántöku th
bráðnauðsynlegra verkefna á at-
vinnuleysistímum eins og við bú-
um nú við. Við verðum að trúa því
að það eigi eftir að rætast úr hjá
þjóðinni og þá komi dagar til þess
að takast á við greiðslur skuld-
anna.
Kristín Á. Ólafsdóttir
„Hversu margföld er þá ekki ástæðan
nú að grípa til lánsfjár í þeim tilgangi
að bregðast við ástandi 1 atvinnulífi
borgarbúa sem er alvarlegra en við
höfum áður upplifað?“