Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1992, Qupperneq 27
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992. 27 dv Fjölmiðlar Þaö fór sjálfsagt ekki framhjá neinum aö útvarpað og sjónvarp- að var frá Alþingi í gærkvöldi þar sem forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Fyrir þá sem vildu aöra afþreyingu var úr litlu að moða. Fyrir utan innlendan matreiðsluþátt á Stöð 2 var boðið upp á lélegt bandarískt afþrey- ingarefni allt kvöldið. Síbylja léttrar tónlistar í umsjá slakra umsjónarmanna dundi síðan yfir landsmenn á frjálsu útvarpsstöðvunum og sýnir það andleysið að þar skuli ekki vera boðið upp á dagskrárgerð fyrir aðra en unglinga fyrr en fer að líða að nóttu og er rás 2 litlu betri í þessu tilfelli. Einn athyglisverður þáttur var á Bylgjunni í gærkvöldi, Kvöld- sögur í umsjón Bjarna Dags Jóns- sonar. Þáttargerð þessi er æði misjöfh en í gærkvöldi var tekiö á því máli sem mestan óhug vakti um síðustu helgi, ráninu á sjö ára telpunni og voru þaö margir sem hringdu í Bjama Dag og höfðu frá ýmsu að segja, meöal annars bróðir þess sem rændi telpunni og var áhrifamikil lýsing hans á því hvemig bróöir hans „skemmdist" í meðförum kerfis- ins. Eftir þetta símtal hringdi fólk sem sagði bæði frá eigin reynslu af álíka málum og reynslu ná- kominna. Kom þar fram margt ófagurt sem sýnir svo ekki verður um villst að meinsemdin í þjóöfé- laginu er til staðar og hefur alltaf verið, en hefur ekki komið upp á yfirborðið fyrr en á síðustu ámm. Hilmar Karlsson Andlát Magnús Þórðarson framkvæmda- stjóri, Hávallagötu 42, lést að morgni 12. október. Sólrún Anna Jónsdóttir, Breiðagerði 15, lést í Landspítalanum 11. október. Halldóra Halldórsdóttir frá Skálavík lést 9. október á Elliheimilinu Grund. Stefanía Erlingsdóttir Eyjólfsson, lést 2. október í Vancouver, Kanada. Elínborg Finnbogadóttir fyrrverandi yfirmatráðskona Borgarspítalans í Reykjavík, síðast til heimilis á Háa- leitisbraut 44, Reykjavík, lést aðfara- nótt fostudagsins 9. október á Hrafn- istu, Hafnarfirði. Kristján Högnason bifreiðastjóri, Síðumúla 21, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 9. okt- óber sl. Jarðarfarir Guðmundur Ingimundarson, fyrr- verandi kaupmaður, Lynghaga 10, andaðist fóstudaginn 9. október á öldrunardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fóstudag- inn 16. október kl. 15. Guðmundur Þór Jónsson, Melteigi 20, Keflavík, lést á heimili sínu að kvöldi 10. október. Þórður Sigurgeirsson, Droplaugar- stöðum, sem lést 6. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mið- vikudaginn 14. október kl. 13.30. Eyjólfur Jónsson lögfræðingur, Naustahlein 9, Garðabæ, lést 1 Landspítalanum sunnudaginn 11. október. Útforin fer fram frá Bú- staðakirkju fóstudaginn 16. október kl. 13.30. Pálmi Hannes Jónsson, fyrrv. skrif- stofustjóri, Fomhaga 17, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. október kl. 13.30. Þorsteinn Auðunsson útgerðarmað- ur, Tunguvegi 6, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaöakirkju 1 dag, þriðjudaginn 13. október, kl. 13.30. Magnús Snæbjörnsson, Neðstaleiti 5, Reykjavík, sem andaöist 4. októ- ber, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju í dag, þriöjudaginn 13. októb- er, kl. 13.30. ) 1991 by King Features Syndicate, Inc Worid nghu reserved //■// Lína hefur aðra meiningu með hugtakinu . „fast fæði". Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan simi 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreiö s'ími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreiö 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavik 9. okt. til 15. okt., að báðum dögum meðtöldum, verður í Árbæj- arapóteki, Hraunbæ 102-b, sími 674200. Auk þess verður varsla í Laugarnesapó- teki, Kirkjuteigi 21, sími 38331, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Noröurbæjarapótek er opið mánudaga til funmtudaga frá kl. 9^18.30, Hafnarijaröarapótek frá kl. 9-19. Bæöi apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvem helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opiö í því apóteki sem sér um þessa vörslu tO kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjöröur, sími 51100, Keflavík, sími 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miövikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustööinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í sima 22222 og Akureyrarapóteki i síma 22445. Heimsóknartfmi Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Barnadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Fijáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá ki. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Simnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Þriðjudagur 13. október Garðræktarmál Reykjavíkur Leigugarðar bæjarins verða teknir af þeim, sem hirða þá illa. Spakmæli Varið ykkur á manninum sem veit svarið áður en hann heyrir spurninguna. Oren Harris. Söfnin Asmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga ki. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. ki. 9-21, fóstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. ki. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn fslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opið kl. 13—17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Bilanir Rafmagn: Reykjavik, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavik sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, simi 23206. Keflavik, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfiörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Selfiamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aöstoð borgarstofnana. Tilkynningar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvik., sími 23266. Lifiínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 14. október. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Farðu rólega af stað því þú mátt búast við miklum æsingi þegar á daginn líður. Hugsaðu um hluti sem eru lengra í burtu til að efla Qármálastöðu þína. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú ert vinsæll og vertu því tilbúinn til að sýna nærgætni og alúö þeim sem leita tii þín þótt áætlanir þínar fari jafnvel úr skorðum. Kvöldið verður ánægjulegt. Hrúturinn (21. mars-19. april): Gefðu þér tíma til þess að hugsa áður em þú talar því það sem þú segir núna á eftir að hafa mikil áhrif síðar. Nautið (20. apríl-20. maí): Ýttu frá þér svartsýnistilfinningu og líttu á björtu hliðamar. Sýndu ekki öfund en taktu þátt í framkvæmdagleði einhvers. Tvíburarnir (21. mai-21. júní): Notfærðu þér ný sambönd sem þú kemst í. Gerðu sem mest fyrri hluta dagsins því þú mátt búast við að hafa í mörg hom að líta síðdegis. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Það er lítið á aðra að treysta og þú ættir því að treysta sem mest á sjálfan þig til að ná sem bestri útkomu. Happatölur em 5,17 og 27. Ljónið (23. júlí-22. ágúst); Þú gætir þurft að taka eitthvað að þér fyrir kurteisissakir þótt þú hafir ekki beinan áhuga á málinu. Einbeittu þér að langtíma Qármálastöðu þinni. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Láttu það ekki á þig fá þótt aðrir taki illa í hugmyndir þínar og uppástungur. Haltu þínu striki og metnaðargimi en vertu um fram allt raunsær. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú skalt ekki búast við of miklu í dag því það er ekki víst að hiut- imir gangi eftir þínu höfði. Raðaðu verkefnum upp í forgangsröð. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Láttu ekki aðra hafa of mikil áhrif á þig í dag. Taktu ögrun ekki alvarlega og forðastu að æsa þig um of. Happatölur em 9,18 og 30. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Leitaðu til þér reynsluríkari persónu í erfiðu verkefni. Málamiðl- un getur verið besti kosturinn í ákveðnu máli. Reyndu að hafa skipuiag á hlutunum. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þú þarft að vera snar í snúningum og skjótur til ákvaröana til að missa ekki tækifærin út úr höndunum á þér. Forðastu að gleyma nokkm, jafnvel smæstu smáatriðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.