Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992.
Fréttir
Stefhur vegna örorkubóta eftir slys á leið til héraðsdómstóla:
Um 200 mál væntanleg á
hendur tryggingafélögum
lögmenn ósáttir við nýjar verklagsreglur tryggingafélaganna
„Þaö er viðbúið að málum í undir-
rétti og fyrir Hæstarétti muni fjölga
verulega vegna þessara nýju verk-
lagsreglna tryggingafélaganna. Það
er ekki á það bætandi að auka við
þann málahala sem er hjá dómstól-
um núna. En vegna þess hvernig
tryggingafélögin virðast ætla aö taka
á málum sjá lögmenn sér ekki annað
fært en að ráðleggja skjólstæðingum
sínum að höfða mál á hendur þeim.
Það er þegar búið að stefna inn nú
þegar 50-60 málum og það er gert ráð
fyrir að þeim muni íjölga upp í um
200 núna alveg á næstunni," sagði
Marteinn Másson, framkvæmda-
stjóri Lögmannafélags íslands, í sam-
tali við DV í gær.
Mikil andstaða ríkir á meðal lög-
manna gegn verklagsreglum sem
tryggingafélög settu í nóvember 1991
um uppgjör bóta vegna líkamstjóns.
Lögmenn 'hafa beðið dómstjóra í
nokkrum héraðsdómstólum landsins
að hraða afgreiðslu mála sem þeim
hefur þegar borist til að niðurstaða
fáist sem fyrst í mál skjólstæðinga
þeirra vegna tryggingabóta. Þeir
hagsmunir, sem hér um ræðir, geta
a.m.k. numið hundruðum þúsunda
króna í hveiju máli.
„í nýju verklagsreglunum er í
verulegum atriðum vikið frá því sem
flestir lögmenn telja vera rétt miðað
við þann dómapraksís sem myndast
hefur í gegnum tíðina," sagði Mar-
teinn. Markmiðið með reglum trygg-
ingafélaganna var m.a. að krefjast
skýrari sannana af hálfu tjónþola í.
þeim tilvikum sem varanleg örorka
var .metin 15 prósent eða minni.
Tryggingafélögin hafa boðið 50 þús-
und krónur fyrir hvert örorkustig
upp að 15 prósentum. Þannig eru
hámarksbætur og fullnaðargreiðsla
fyrir 15 prósent örorku 750 þúsund
krónur. Tryggingafélögin hafa svar-
að því til að ef bótaþegi sættir sig
ekki við þær upphæðir sem greiddar
eru samkvæmt þessum útreikning-
um skuli hann bíða í 3 ár og sanna
síðan að hann hafi orðið fyrir því
tióni sem örorkutjónsútreikningar
segja til um.
„Lögmenn voru afskaplega ósáttir
við framkvæmdina á þessu. Þarna
tóku tryggingafélögin sig saman og
sögðu: „Nú ætlum við að hætta að
fara eftir þeim dómapraksís og þeirri
réttarvenju sem hefur gilt fram til
þessa og setja nýjar reglur sem menn
skulu fara eftir. Og engin málamiðl-
un. Ef ekki skulu menn höfða mál á
hendur okkur. Þetta er það sem þeir
hafa gert,“ sagði Marteinn.
Á fjölsóttum fundi lögmanna, sem
haldinn var til að ræða þessi mál,
kom fram að 25-30 lögmenn hafa
gert upp fyrir hönd skjólstæðinga
sinna samkvæmt nýjum verklags-
reglum tryggingafélaganna. Tjónþol-
ar hafi þannig margir hverjir ekki
viljað bíða eftir niðurstöðum fyrir
dómstólum. Marteinn segir að hins
vegar hafi málum 50-60 tjónþola ver-
ið stefnt og von sé á að að þau verði
bráðlega farin að skipta hundruðum.
, -ÓTT
Reynir Hugason stendur fyrir stofnun samtaka atvinnulausra:
Margir sem hringja
eiga ekki fyrir mat
TOIaga um Fljótsdalslínu kynnt á fáum stöðum:
Auglýst sam-
kvæmt lögum
Þeir sem ekki gera athugasemdir
við tillögu að legu háspennulínu frá
Þríhymingsvatni að Suðurárbotnum
til skipulagsstjóra fyrir 16. október
teljast samþykkir tillögunni. Þetta
kemur fram í auglýsingu skipulags-
stjóra ríkisins sem birtist í Lögbirt-
ingablaðinu 21. ágúst síðastliðinn.
Auglýsingin var einiúg hengd upp í
Jökuldalshreppi og Skútustaða-
hreppi en fyrirhugað línustæði er um
þessi sveitarfélög. Þeir eru þó margir
sem líta svo á að framkvæmdir á
hálendinu komi öllum landsmönn-
um við og því hefði átt að auglýsa
fyrirætlanir Landsvirkjunar á fleiri
stöðum.
„Það má til sanns vegar færa,“ seg-
ir Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis-
ins. „Hins vegar er þetta það vel
kynnt, bæði upphaflega tíllagan og
svo þessi breytingartillaga núna, að
það hefði ekki átt að fara fram hjá
neinum. Svo hafa verið kynningar
af hálfu þeirra sem hafa mótmælt
þessu. Skipulagsstjóm auglýsti sam-
kvæmt 17. grein skipulagslaga en það
má auðvitaö setja spumingarmerki
við þetta,“ segir Stefán.
Hann bendir á að enn sé til dæmis
ósvarað spumingunni um hver séu
mörk sveitarfélaga, þver fari með
skipulags- og byggingamál á miðhá-
lendinu og hver eigi hálendið og af-
réttina.
Eftir 16. október munu sveitar-
stjómir Jökuldalshrepps og Skútu-
staðahrepps fjalla um innsendar at-
hugasemdir og semja umsögn um
þær. „Þegar við höfum fengið afrit
af öllum athugasemdum og umsagn-
ir sveitarstjóma tökum við afstöðu
til þess hvort skipulagsstjóm sam-
þykkir legu háspennulínunnar og
afgreiðir hana þá til umhverfisráð-
herra til staðfestingar." -IBS
- greinilega mikil fátækt hér á landi, segir Reynir
Austf irðingar í slag við Landsvirkjun
Sgiún Bjöigvinsdóttir, DV, Egflsstöðunu
Nokkuð almenn mótmæli hafa
komið fram við fyrirhuguð línustæði
fyrir háspennulínu frá Fljótsdal til
Akureyrar. Bæjarstjóm Egilsstaða
hefur samþykkt mótmæh, starfs-
menn RARIK sömuleiðis og Náttúm-
vemdarsamtök - Austurlands,
NAUST, hafa sent frá sér ályktun þar
sem línustæði Landsvirkjunar er
harðlega mótmælt.
Upphaflega gerði Landsvirkjun ráð
fyrir línulögn sunnan Herðubreiðar
og í fyrirhugað tengivirki í Suðurár-
botna og þaðan út Bárðardal. Leið A.
Sú ráðagerð mætti mikilli gagnrýni
eystra og þá gerði Landsvirkjun þá
breytingu að lína yrði lögð rétt sunn-
an Möðrudals, norðan Herðubreiðar
og síðan í Suðvirárbotna. Leið E.
Stjórn NAUST boðaði fréttamenn
til fundar þar sem sjónarmið samtak-
anna vora kynnt. Þau era þessi:
Háspennulínan fylgi byggðalínu
sem liggur norðan Möðmdals og
Mývatns. Þar veldur háspennulínan
ekki frekari röskum á landi en orðið
er. Á sléttlendinu sunnan Möðrudals
myndi hún stinga mjög í augu og
vestar myndi hún koma á svokallaða
biskupaleið og valda stórfelldum
náttúmspjöllum sem ekki verða aft-
ur tekin.
Veörátta er hagstæð og lítil ísingar-
hætta á byggðalínuleið. Viðhald
slóöa og eftirlit með línum yrði auð-
veldara með því aö leggja þær á sömu
slóðum.
Svæðið norðan Vatnajökuls er
stærsta ósnortna landsvæöi í Evrópu
og það er skylda okkar að varðveita
það í upprunalegri mynd.
„Það er greinilega mikil fátækt hér
í þjóðfélaginu og margir þeirra sem
hafa hringt eiga ekki fyrir mat - og
hafa ekki átt lengi. Þessi samtök
verða málsvari þessa fólks og þau
munu hjálpa við að miðla mat og
útvega ódýran mat. Þau munu einnig
verða eins og Mæðrastyrksnefnd,
það er að þau munu miðla fatnaði ef
á þarf að halda. Það virðist ekki van-
þörf á því. Aðstæður fólks em þó
mismunandi," sagði Reynir Hugason
sem beitir sér fyrir stofnun samtaka
atvinnulausra.
„Markmiðið er að samtökin verði
málsvari fyrir atvinnulausa og komi
fram í þeirra nafni og beijist fyrir
þeirra hagsmunum, sem hljóta fyrst
og fremst að vera að fá stjómvöld til
að grípa til aðgerða sem duga til að
koma í veg fyrir atvinnuleysi. Að-
staða atvinnulausra, til að lifa af, er
misjöfn. Það er mismunandi réttur
fólks til atvinnuleysisbóta - þaö
ræðst af því hvort fólk hefur verið í
fullri vinnu, er að koma úr skóla eða
hvort það hefur verið sjálfstæðir at-
vinnurekendur. Þessi mismunun er
mjög bagaleg og hún þekkist ekki
erlendis - aðeins hér á landi.“
- Hafa margir haft samband?
„Á fyrstu tveimur dögunum höfðu
um fnnmtíu manns samband við
mig. Ég hef, því miður, aöeins eina
linu og því hefur síminn verið mikið
á tali. Eg geri ráð fyrir að margir
hafi ekki komist að.“
- En.hvers vegna gerir þú þetta, ert
þú atvinnlaus?
„Ég hef verið atvinnulaus í hálft
ár. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Vífil-
fells, hafði orð á að það þyrftí að
kenna fólki að vera atvinnulaust.
Dagfari í DV og leiðari Tímans gerðu
grín af þessum orðum Páls. Það þarf
að styrkja fólk líkamlega og andlega
í atvinnuleysi. Fólk missir fljótt trú
á sjálft sig. Landlæknir hefur sagt
að erlendar rannsóknir sýni að á eft-
ir atvinnuleysi komi heilsuleysi. At-
vinnuleysi er því dýrara en sem nem-
ur missi atvinnunnar. Þetta er alvar-
legur hlutur sem stjórnvöld verða að
hugsa um,“ sagði Reynir Hugason.
Reynir sagði að undirtektir við
auglýsingunni væru þannig að
greinilegt sé að samtökin séu komin
til að vera. Hann vildi benda atvinnu-
lausum á að hringja í sig í síma 91-
668258. Stofnfundur verður í næstu
viku, að sögn Reynis Hugasonar.
-sme
Reynir Hugason með lista yfir nöfn þeirra sem hafa haft samband við hann.
Reynir segir sumt af því fóiki, sem hringi, vera í mikilli neyð. DV-mynd GVA
Haukur Morthi erlátinn Haukur Morthens söngv íiis arilést
á hennili sínu í gær, 68 aldri, eftíi’ langvarandi ve Haukur kom fyrst fran söngvari áriö 1944 og van pinti af sn ára að ikindi. í sem 5 fljót- ngvur-
um íslands og söng alls á hundrað lög inn á hljóm Hann lætur eftir sig eigú Ragnheiði Magnúsdóttur, uppkomna syni. fjórða plötur. ikonu, ig þijá