Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992.
Merming
i>v
Ný kvikmynd, Lúkas, er samstarf íslands, Eistlands og Danmerkur:
Nýtt fyrir mig að fylgjast með
eigin leikriti verða að kvikmynd
- segir Guömundur Steinsson en Lúkas er gerð eftir samnefndu leikriti
Juri Jarvet í hlutverk Alberts. Jarvet var meðal þekktustu leikara I fyrrum
Sovétrikjunum og hefur leikið í mörgum kvikmyndum.
Ekkert lát hefur verið á frumsýn-
ingum íslenskra kvikmynda að und-
anfórnu og þótt Lúkas, sem frum-
sýnd verður á föstudaginn, sé að
mestu framleidd af Eistlendingum
þá er hér um að ræða kvikmynd
gerða eftir íslensku leikriti og í sam-
vinnu við íslendinga.
Leikritiö Lúkas var frumsýnt í
Þjóðleikhúsinu á sínum tíma og þá
lék Erlingur Gíslason Lúkas en Arni
Tryggvason og Guðrún Stephensen
léku hjónin Elisabetu og Albert.
Leikstjóri var Stefán Baldursson.
Leikritið greinir frá samskiptum
Lúkasar og eldri hjóna. Þau eiga von
á Lúkasi til kvöldverðar. Hinn fjar-
stæðukenndi söguþráður endur-
speglar heimkomu glataða sonarins
en sýnir jafnframt baráttuna milh
hins undirokaða og harðstjórans.
Tilurð kvikmyndarinnar var að
sögn Guðmundar Steinssonar á þann
veg að leikritið komst í enskri þýð-
ingu í hendur þýðandans Arvos Alas
sem lærður er í norrænum málum,
meðal annars íslensku. Arvos útveg-
aði sér íslenska textann og þýddi
verkið. Hann hafði samband við leik-
hús í Eistlandi sem haföi áhuga á að
sýna verkið en þar sem mikiU mat-
arskortur er í Eistlandi og þaö þarf
mat í leikritið varð það látið til hUð-
ar. Arvo Alas hitti síðar kvikmynda-
leikstjórann Tonu Vivre og sagði
honum að Lúkas væri upplagt efni í
kvikmynd. Þegar þama var komið
var hið stóra Tallin kvikmyndaver
að syngja sitt síðasta og Vivre ný-
kominn í samstarf við kvikmynda-
framleiðandann Raimond Feld og
höföu þeir stofnað Freyja FUm. Vivre
sýndi áhuga á að kvikmynda leikrit-
ið. þaö var ákveðið að Lúkas yrði
gerð á vegiun fyrirtækis þeirra. Guö-
mundur fór síðan í þrjár ferðir til
Eistlands tU að fylgjast með og að-
stoða við textann.
Þijú hlutverk eru í Lúkas og em
þekktir leikarar í öllum hlutverkum.
Þekktastur er Juri Jarvet sem leikur
gamla manninn Albert. Hann hefur
leikið í mörgum frægum sovéskum
kvikmyndum, má þar nefna titilhlut-
verkið í Lé konungi sem leikstýrð
var af Grigory Kozintsev, Hamiet eft-
ir sama leikstjóra og Solaris eftir
Andrei Tarkovsky. Nýlega er búið
að gera heimUdarmynd um Juri Jar-
vet og var sú mynd að hluta tekin
við upptökur á Lúkasi. Ita Ever leik-
ur eiginkonu hans, Elísabetu. Hún á
langan feril að baki í leikhúsum og
kvikmyndum. Nýlega kom út bók um
ævi Ita Ever. Lúkas er leikinn af Ain
Lutsepp sem er mun yngri leikari en
er þekktur í Eistlandi.
Auk Freyja FUm stendur Frigg
FUm að framleiðslu myndarinnar.
Upptökur fóru fram í Tallin í Eist-
landi. Um er að ræða heimsfrumsýn-
ingu á myndinni á föstudaginn en
hún verður síðan frumsýnd í Eist-
landi í nóvember.
í tílefni frumsýningarinnar koma
111 landsins fimm gestir frá Eistlandi,
leikstjórinn Tönu Vivre, kvikmynda-
tökumaðurinn Mait Máikivi, fram-
leiðandi myndarinnar, Raimond
Felt, Lepo Sumera, höfundur tónhst-
arinnar, og þýðandinn, Arvo Alas,
sem nú er sendiherra Eistlands á ís-
landi, í Noregi og Danmörku með
aðsetur í Kaupmannahöfn.
-HK
Heima hjá ömmu frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur:
Pilsvargurinn sem allir eru hræddir við
NeU Simon er sjálfsagt vinsælasti
gamanleikjahöfundur í Bandaríkj-
unum í dag. Langflest leikrita hans
hafa slegið í gegn á Broadway og síð-
an verið sýnd við miklar vinsældir
um allan heim. í vetur munu bæði
Þjóöleikhúsið og Leikfélag Reykja-
víkur taka til sýninga leikrit eftir
NeU Simon.
Leikfélag Reykjavíkur ríöur fyrst á
vaðið með uppfærslu sína á Heima
hjá ömmu sem frumsýnt verður á
Stóra sviði Borgarleikhússins á *
sunnudaginn. Sjö leikarar koma
fram í sýningunni: Margrét Ólafs-
dóttir leikur ömmu Kurvits en böm
hennar fjögur em leikin af Sigurði
Karlssyni, Harald G. Haraldssyni,
Elvu Ósk Ólafsdóttur og Hönnu Mar-
íu Karlsdóttur. Sonarsynir hennar
eru leiknir af Gunnari Helgasyni og
ívari Emi Sverrissyni.
Heima hjá ömmu gerist í smábæn-
um Yonkers árið 1992 á heinúli
ömmu. Hún er þýskur gyðingur sem
hefur aUð sinn aldur við rekstur á
sælgætisverslun í bænum. Þegar
leikurinn hefst er eldri sonur henn-
ar, Eddi, kominn í heimsókn með tvo
stálpaða syni sína. Hann hefur ný-
lega misst konu sína og steypt sér í
miklar skuldir vegna hjúkrunar á
henni. Hefur hann nú lent í höndum
Heima hjá ömmu gerist á heimili ömmu þar sem ailt verður að vera eins
og hún vill hala þaö. DV-mynd BG
okrara og sér aðeins eina leið út úr
ógöngum sínum: að taka starfi sem
felst í löngum og ströngum ferðalög-
um við kaup á brotajámi. Hann á
engan kost annan en að koma drengj-
unum fyrir í fóstur hjá ömmu.
Heimilishald gömlu konunnar er í
föstum skorðum. Yngsta dóttir henn-
ar, Bella, kemur ekki róti á þær
skorður þótt hún sé þroskaheft og
lendi í ýmsu. Ekki heldur yngri son-
urinn Louie, sem vinnur hjá maf-
íunrn. Þaðan af síður Gerda, dóttir
hennar. Allir eru skíthræddir við
þennan pilsvarg sem öllu stjómar
með harðri hendi og staf á lofti. Leik-
urinn lýsir síðan hvemig til tekst
með fóstur pilfanna tveggja, hvemig
vera þeirra á heimilinu breytir í raun
þeim skorðum sem ekkert virtist
geta breytt.
Neil Simon hefur verið sískrifandi
í þijátíu ár og hefur fjöldi leikrita
hans verið kvikmyndaður. Vinsæld-
ir hans má ekki síst rekja til innsæis
í mannlegan breyskleika, vonir fólks
og þrár. Hann er snjall í samningu
samtala og fléttu og aðgengilegur öll-
um aldurshópum. Fyrir leikriti sitt
Heima hjá ömmu hlaut hann virt-
ustu viðurkenningar sem rithöfund-
ar fá í Bandaríkjunum, bæði Puhtz-
er- og Tony-verðlaunin.
Hreyfimyndafélagið, nýr kvikmyndaklúbbur, tekur til starfa:
Klassísk meistaraverk og nýjar
myndir sem vakið hafa athygli
Hreyfimyndafélagið er nýr kvik-
myndaklúbbur sem stúdentar við
Háskóla íslands hafa haft forgöngu
um aö stofna í samvinnu við Há-
skólabíó og verður fyrsta kvik-
myndin á vegum klúbbsins, Ju Dou
eftir kínverska leiksfjórann Zhang
Yimou, sýnd í Háskólabíói. Mark-
mið klúbbsins er að standa fyrir
reglulegum sýningum á gömlum
meistaraverkum kvikmyndasög-
unnar og nýrri kvikmyndum sem
hafa vakið athygh á kvikmyndahá-
tíðum erlendis.
Zhang Ymiou, leikstjóri Ju Dou,
er í dag merkasti leikstjóri Kín-
veija og er skemmst að minnast
þess að kvikmynd hans atti kappi
við Böm náttúrunnar um óskars-
verðlaunin í vor. Fáar vikur em
síðan nýjasta kvikmynd hans hlaut
guhverðlaunin á kvikmyndahátíö-
inni í Feneyjum.
Það er margt í bígerð hjá Hreyfi-
myndafélaginu. Næsta mynd, sem
tekin verður til sýningar, er tónhst-
armyndin The Wah, gerð eftir sam-
nefndu tónverki Pink Floyd og leik-
stýrð af Alan Parker en stutt er
síðan önnur tónhstarmynd eftir
Parker, The Commitments, var
sýnd í Háskólabíói við mikla að-
sókn.
Hreyfimyndaklúbburinn ætlar
um næstu mánaðamót að halda
kvikmyndahátíð þar sem meginá-
hersla er lögð á óháða ameríska
kvikmyndagerð og gerð ódýrra
mynda og er þá átt við myndir af
sömu stærðargráðu og íslenskar
kvikmyndir. Friðrik Þór Friðriks-
son og Jim Stark hafa haft veg og
vanda af skipulagningu hátíðar-
innar og er von á fjölda góðra gesta.
Má þar nefna leikstjórana Gregg
Araki og Claire Denis. Einnig er
von th þess að Jim Jarmusch og
AkiKaurismakilátisjásig. -HK
eftirThor
Raddir í garðinum heitir ný bók
eftir Thor Vhhjáhnsson sem mun
koma út hjá Máh og menningu
íýrír jóhn. Ekki er um að ræða
nýja skáldsögu frá honum heldur
er Thor að skrifa á persónulegan
hátt um það fólk sem aö honum
stendur. Er þar um aö ræða tvær
ættir, Thors-ættina sem Thor er
komínn af i móðurlegg en þar
fjallar Thor meðal annars um
nafiia sinn, Thor Jensen, og syni
hans sem margir hveijir tengjast
þjóðinni sterkum böndum. Föð-
urætt Thors er rakin th Flateyj-
ardals sera er norðan við Húsa-
vík. Þar bjó fólk við önnur og
erfiðari JifsKjör en Thors-ættin.
Japanipantar
tónverkaffimm
íslenskum
tónskáldum
Japanskur tónhstaráhugamað-
ur, Michio Nakajima, sem fylgst
hefur með íslenskri tónsköpun,
pantaði á þessu ári verk eftír
fimm íslensk tónskáld sem hann
valdi eftir að hafa eytt löngum
tíma við að hlusta á íslenskar
upptökur. Tónskáldin, sem urðu
fyrir valinu, eru Atli Ingólfsson,
Askeh Másson, Hhmar Þórðar-
son, Jónas Tómasson og Karólína
Eiríksdóttir. Ýmir, nýstofnaður
kammerhópur, er að æfa verkin
og mun flytja þau á Myrkum
músikdögum sem framundan
eru. Nakajima sjálfur undirbýr
nú frumflutning á verkunum í
Japan á næsta ári en þar munu
japanskir hljóöfæraleikarar
flytja verkin. Það er einnig ósk
hans að verkin veröi gefin út á
hljómdiski i flutningj Ymis.
Hamrahlíðar-
kórinnogEnar
Jóhannesson
tilnefnd
Búið er að tilnefna th tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs en
tvær tilnefbingar koma frá
hveiju Norðurlandanna. Hamra-
hhðarkórinn og Einar Jóhannes-
son klarínettuleikari hafa verið
thnefnd frá íslandi. Aðrar th-
nefningar eru þjóðlagatríó og
hljómsveitin Kammerensemblen
sem eru tilnefningar Svía. Noreg-
ur tilnefhir baritonsöngvarann
Knud Skram og djassleikarann
Jan Garbarek, Danmörk Kontra-
kvartet og Erhng Blöndal Bengts-
en sehóleikara og frá Finnlandi
koma tilnefningar um Österbott-
en kammerorkhestra og klari-
nettuleikarann Kari Kriikku.
Ungverjaríaðal-
hlutverkumá
sinfóníutónleikum
Fyrstu tónleikarnir i rauðri
áskriftarröð Sinfóniuhþómsveit-
ar íslands verða annað kvöld í
Háskólabíói. Yfir tónleikum þess-
um svifur ungverskur andi. Flutt
veröa verk eftir Zoltan Kodály,
Bela Bartok og Robert Schuman.
Einleikari í fiðlukonserti Bartók
er György Pauk sem er án efa
einn þekktastí fiðluleikari sam-
tímans. hefur hann leikið með
öhum helstu hijómsveitum heims
og komið fram meö hljómsveitar-
stjórunum Sir Colin Davis, Lorin
Mazel og Simon Rattle, svo að
einhveijir séu nefndir. -Stjóra-
andi Sinfóníunnar að þessu sinni
er Thotnas Vetö sem er ungversk-
ur en býr í Danmörku. Hefur
hann sfjórnað öhum helstu
hljómsveitum Skandinavíu og
var aðalhljómsveitarstjóri Sinfó-
- níuhljómsveitarinnar í Odense.