Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992. 15 Atlaga stjórnvalda gegn stöðugleika Lánasjóður íslencu^ . WgreiöKir^ Höfundur bendir á að helstu lánakerfum, þar með talið Lánasjóði is- lenskra námsmanna, hafi verið breytt aftur og aftur. Ráðherrar okkar hafa hamrað á því að undanfómu að stöðugleiki í efnahagslífinu sé sá grunnur sem hagvöxtur næstu ára skuli byggja á. Undir það skal tekið. Nú era margir þættir efnahagslífsins orðn- ir eins stöðugir og þeir geta orðið. Verðbólgan er nú dauð eða í öllu falli í dvala. Vaxtastigið í landinu er að komast í jafnvægi eftir mjög háa og sveiflukennda vexti meðan þjóðin var að aðlagast breyttum tímum. En fleiri þættir skipta verulegu máli í rekstrarumhverfi fyrir- tækja. Ekki verður komist hjá verðsveiflum á útflutningsafurð- um okkar og nauðsynlegt er að fyr- irtæki geri ráð fyrir slíkum sveifl- um. Einnig eru sveiflur í sjávarafla óhjákvæmilegar. Einn þáttur í rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem er ekki síður mikil- vægur, eru þau lög og reglur sem stjómvöld setja. Eðlilegt er að þess- ir þættir séu sambærilegir við það sem gerist í samkeppnislöndum okkar og því verður að gera þá kröfu til stjómvalda, bæði ríkis- stjórnar og Alþingis, að lög og regl- ur séu löguð að nánasta umhverfi okkar. Ennfremur er eðlilegt að gera þá kröfu tO ríkisstjórnar, sem leggur áherslu á stöðugleika, að stöðugleiki ríki í lögum og reglu- gerðum. Því miður skortir mikið á að svo sé. Heimatilbúnar sveiflur Eitt aðaleinkenni íslensks þjóðfé- lags síðustu ára er að flestum opin- bemm kerfum hefur verið koll- varpað. Helstu lánakerfum þjóðar- KjaUariim Snjólfur Ólafsson dósent viö Háskóla íslands innar, þ. e. húsnæðislánakerfinu og Lánasjóði íslenskra náms- manna, hefur verið breytt aftur og aftur. Nýtt bílnúmerakerfi var tek- ið í notkun. Staðgreiðsla skatta var tekin upp. Virðisaukaskattur tók við af söluskatti og svo mætti halda lengi áfram aö telja. Mál er aö linni og tímabært að ríkisstjórn stöðugleika geri þá kröfu til sjálfrar sín að grípa ekki til ráðstafana sem raska þeim stöð- ugleika sem náðst hefur. Samt sem áður þarf að breyta mörgu og breyta því hratt. Virðisaukaskattur Rætt er um að taka upp tveggja þrepa virðisaukaskatt og er það af hinu góða. Því miður er það venja ráðmanna að demba þess háttar breytingum yfir fyrirtæki og ein- staklinga og breyta þarrnig forsend- um ákvarðana um fjárfestingar á svipstundu. Slíkar breytingar má þó gera á annan hátt. Fyrsta skrefið í veigamiklum málum og það mikilvægasta er að móta stefnu. Stefna um virðisauka- skatt gæti verið þannig: Tekin verði upp tvö skattþrep, hið hærra verði 20% og hið lægra 5-10%. Beð- ið verði með það í ár að ákveða endanlega hve hátt lægra þrepið skuli vera. Undanþágum veröi fækkað verulega. í lægra skatt- þrepinu verði matvara og menn- ingarstarfsemi. Annaö skrefið felist í því að út- færa stefnuna. Hvað telst vera menningarstarfsemi? Er flutning- ur popptónlistar menning? Er sæl- gæti matvara? Er kókómjólk mat- vara? Þriðja og síðasta skrefið er að ákveða hvernig breytingarnar em gerðar. Venjan er að gera breyting- ar í einum rykk en það er í mörgum tilfellum óæskilegt. Það mætti til að mynda hugsa sér að á vörar, sem nú era undanþegnar virðis- aukaskatti en eiga að fara í lægra skattþrepið, verði lagður 2,5% skattur árið 1993, 5% skattur 1994 o.s.frv. Langtímahugsun er nauðsynleg Stjómarhættir hér á landi, hjá stjórnvöldum, fyrirtækjum og ein- staklingum, hafa í allt of ríkum mæli einkennst af skammtíma- sjónarmiðum. Þetta er skiljanlegt út frá lífsbaráttunni fyrr á árum þegar grípa þurfti tækifæri til sjós og lands þegar veður leyfði og mörg verk voru unnin í tömum. Nú eru breyttir tímar. Éf þjóðin á að standast samkeppni við aðrar þjóðir verður að leggja aukna áherslu á langtímahugsun. Þess vegna er stöðugleikinn mikilvæg- ur. Stöðugleika má þó ekki rugla saman við stöðnun því sveigjan- leiki og hröð þróun eru ekki síður nauðsynleg. Almennt má segja að íslendingar þurfa að leggja mun meiri áherslu á að skipuleggja verk vel og á það við um breytingar á skattkerfi, við stofnun fyrirtækja og við mörg önnur verk. Snjólfur Ólafsson „Ennfremur er eðlilegt að gera þá kröfu tfL ríkisstjórnar, sem leggur áherslu á stöðugleika, að stöðugleiki ríki 1 lögum og reglugerðum. Því miður skortir mikið á að svo sé.“ Heimili og skóli „Skólinn er þjónustustofnun við börnin okkar og samfélagið," segir höfundur m.a. Átt þú, lesandi góður, barn í grannskóla? Ef svo er getur þú nú glaðst yfir því að stofnuð hafa verið samtök sem heita Heimili og skóli. Heimili og skóli eru landssamtök foreldra og forráðamanna nem- enda í grunnskólum. Það var löngu tímabært að stofna slík samtök því u.þ.b. 42 þúsund böm frá 26 þúsund heimilum ganga í skóla í tíu ár af ævi sinni og ennþá lengur ef farið er í framhaldsnám. Samvera Hvað sameinar okkur foreldr- ana? Flest berum við hag barna okkar fyrir brjósti og viljum að þeim vegni vel í lifinu. Við fáum þó stöðugt að heyra að við sinnum bömunum okkar ekki nógu vel, að við séum á fullu að elta gullkálfinn og bömin fái lykil um hálsinn eða poka á hurðarhúninn. Víst þekkj- ast dæmi um slíkt og við þurfum sum hver að breyta forgangsröð- inni hjá okkur sjálfum. Hættum að friða samviskuna með því að gefa dót eða dýrar græjur og byrjum í staðinn að gefa tíma og athygli. Gleymum því ekki að því miður verða margir að vinna myrkranna á milli til að láta enda mætast og þjónustan við bömin er af skornum skammti. Hveiju getum við breytt? Byijum á einfaldri framkvæmd eins og að slökkva á útvarpinu þeg- ar viö eram með börnin í bílnum og tala heldur saman. Ef við tölum við þau í dag vilja þau tala við okk- ur á morgun. Reynum að láta alla íjölskylduna virða kvöldmatartím- ann og eiga saman a.m.k. eina góða stund á hveijum dégi. Endurskoð- um háttatíma, morgunmat og fleira sem hefur áhrif á daglega líðan skólabama. KjaUaiim Unnur Halldórsdóttir formaður SAMFOKS og „Heimila og skóla" Flytjum umræðuna Við skulum þjappa okkur saman í breiðfylkingu foreldra og láta þá sem ráða í skólamálum hlusta á raddir okkar. Við skulum flytja umræðuna frá eldhúsborðunum og úr saumaklúbbunum inn í skólana, skólanefndimar, sveitarstjómim- ar og blessaö ráðuneytið og hjálpa þeim sem þar starfa að gera skól- ann okkar betri fyrir börnin. Leit- um skýringa á þvi hvers vegna hlutimir eru eins og þeir era, t.d. stundaskrá, námsskrá og kennslu- aðferðir. Auðvitað er það mikilvægast að við foreldramir sýnum áhuga á skólagöngu bamsins okkar. Hvað er það að gera í skólanum? Hvernig getum við stutt það í náminu? Við skulum líka opna augun fyrir því að aðstæður skólans ráðast af ákvörðunum sem teknar era í stjómkerfinu. Það má ekki gleyma því hveijir það eru sem ákveða framlög til skólanna. Ef þremur bekkjum er steypt saman í tvo stóra bekki minnka möguleikar barnsins okkar að fá aðgang aö kennaranum. Sú ákvörðun var tek- in á Alþingi og rædd í menntamála- ráðuneyti og í fræðsluráði og þess vegna þurfum við landssamtök. Ef við viljum hafa áhrif á skipulag skólamála þurfum við vettvang til aö ræða málin: Viö þurfum fuUtrúa sem hafa þekkingu og hæfileika til að taka þátt í umræðum og setja fram kröfur foreldra. Við eigum að gæta hagsmuna bama okkar og reyna að hafa áhrif á það hvaða forgangsröð gildir í verkefnavali. Á að setja peninga í niðurgreiðslur á kindakjöti eða byggja upp öfluga námsbókaútgáfu? Á að byggja bíla- geymsluhús eða skólastofur? Þjónustustofnun Málið snýst ekki alfarið um að fá meiri peninga heldur hvernig þeir peningar sem settir eru í þetta skólakerfí koma börnunum að gagni. Skólinn er þjónustustofnun við bömin okkar og samfélagið. Samkvæmt lögum á hann í sam- vinnu við heimilin „að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun“. Landssamtök foreldra grann- skólanemenda, Heimili og skóli, eiga að láta til sín taka á sviði skóla- mála. En uppeldi og fræðsla era svo samofin að uppeldismálin hljóta einnig að vera uppi á borðinu. Við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra í þeim efnum og stefna að almennu gæðaátaki í uppeldi. Hvað græðum við og bömin okkar á því? Bömin okkar verða hamingjusam- ari og öraggari ef við ræktum þau. Það er auðveldara að gera gæða- kröfur til skólans og samfélagsins ef við tökum okkar ábyrgð. Börnin okkar era framtíðarstjórnmála- mennimir og aðstæður okkar í ell- inni skapast af því hvaða lífssýn og uppeldi þau hafa fengið. Allt foreldrastarf er forvarnar- starf. Leggjum inn í foreldrabank- ann og tökum út með vöxtum og verðbótum þegar börnin okkar vaxa úr grasi. Unnur Halldórsdóttir „Við fáum þó stöðugt að heyra að við sinnum börnunum okkar ekki nógu vel, að við séum á fullu að elta gullkálf- inn og börnin fái lykil um hálsinn og poka á hurðarhúninn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.