Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992.
Utlönd
Hundradþúsund
manns í hættu
vegnaósongats
Talið er að um hundrað þúsund
manns á suðurhveli jarðar séu í
beinni hættu vegna gatsins í
ósonlaginu yfir Suðurskauts-
landinu. Gatiö hefur að sögn aldr-
ei verið stærra og nær nú út yfir
byggð ból í Suöur-Ameríku.
Þeir sem eru í mestri hættu eru
íbúar Eldiands og Falklandseyja.
Gatsins varð fyrst vart skömmu
eftir 1980 og hefur síðan farið
stækkandi ár frá ári. Það mynd-
ast á vorin þar suðurfrá og lokast
aftur þegar kemur fram á sumar.
Tíuskoskunt
sjémönnum
bjavgaðíþyriu
Norska strandgæslan bjargaði
í gær tíu skoskum sjómönnum
ef'tir árekstur tveggja fiskibáta
um hundrað mílur vestur af Staf-.
angri. Mennirnir ientu i sjónum
en var bjargað um borð í þyrlu.
Bátamir voru á veiðum í
breskri lögsögu nærri olíu-
vinnslusvæðinu Piper Bravo.
Ekki er vitaö hvaö olli slysinu
sem varð um hábjartan dag í góðu
veöri.
Skiluðulíkiföð-
urinsheimá
dyrahelluna
Ungur maður í Richmond í Tex-
as gat ekki greitt útfararkostnað
vegna fóður síns áð fúllu. Útfar-
arþjónustan sá þá ekki ástæðu til
að halda viðskiptum við manninn
áfram og skilaði líki fóðurins,
sveipuðu í lindúk, heim á dyra-
helluna hjá syninum.
„Menn geta eiginlega hvorki lif-
að né dáið hér,“ sagðifriödómar-
inn Gary Geick að nafni eftir að
hann frétti af atvikinu. Hann
íhugar að höföa mál á hendur
útfararþjónustuna fyrir siöleysi.
Sonurinn hugöist fá lík fóður síns
brennt. Ritzau og Reuter
Fj öldamor ðinginn frá Rostov játar á sig fimmtíu morö:
Myrti ungt fólk og
átkynfæriþess
- búist viö aö dómarinn láti aftökusveit skjóta manninn
Fastlega er búist við að dómari í
bænum Rostov við Don í Rússlandi
dæmi Andrei Chikatilo, alræmdasta
fjöldamorðingja í sögu landsins, til
dauða og að hann verði láti mæta
örlögum sínum frammi fyrir aftöku-
sveit.
Maðurinn hefur fengið viöumefnið
Rostov Ripper. Hann hefur játað á
sig 50 morð á ungu fólki, körlum og
konum, allt frá því hann varð óður
árið 1978 og hóf að myrða fólk. Hann
var kennari að atvinnu og félagi í
kommúnistaflokknum. Hann var
virtur borgari og grunaði engan neitt
þar til lögreglunni tókst að hafa
hendur í hári hans á síðast ári. Þá
hafði hann valdið mikilii skelfinu í
Rostov og nágrenni með framferði
sínu.
Andrei hefur játað á sig morðin og
segist rekin áfram að óviðráðanlegri
lögnum til að myrða ungt fólk og éta
kynfæri þess. Hann hefur lýst sjálf-
um sér sem „brjálaðri skepnu" fyrir
réttinum og segist ekki verðskulda
annað en að vera skotinn fyrir gerðir
sínar.
Ferili hans þykir minna um margt
á Hannibal Lecter í skáldsögunni og
kvikmyndinni Lömbin þagna. Andr-
ei lék lík fómarlamba sinna Ula.
Hann lagðist eingöngu á unga drengi
og stúlkur. Aöferð hans var að lokka
þau út í skóg þar sem hann nauðgaði
ungmennunum, myrti þau og skar
líkin í sundur. Hann stakk gjaman
úr þeim augun og skar alltaf kynfæri
af.
Andrei segir að æði sitt stafi af því
að hann hafi á unga aldri orðið vitni
að því þegar hungrað fólk lagði bróð-
ur hans sér til munns á mestu hörm-
ungartímunum á valdatíma Staiíns.
Þeirri reynslu geti hann aldrei
gleymt. Andrei var kvæntur og í 27
ára hjónabandi gmnaðí konu hans
aldrei hvern mann hann hefði að
geyma. Reuter
Andrei Chikatilo hefur játað fyrir rétti i Rostov i Rússlandi að hafa myrt 50
ungmenni á hinn hroðalegasta hátt og etið kynfæri þeirra. Hann má búast
við að verða skotinn fyrir glæpi sína. Réttarhöldum í máli hans lýkur nú í
vikunni. Simamynd Reuter
Hressirmeð
ósamkomuiag
umGATT
Innan landbúnaöarstofnunar
Evrópubandalágsins, COPA, eru
menn fremur ánægðir með að
slitnað haíi upp úr GATT;viðræð-
unum eina ferðina enn. í yfirlýs-
ingu frá COPA1: gær sagði að hun
vísáðiá bug GATT-samkomulagi
þar sem öll byrðin væri lögð á
heröar evrópsks landbunaðar.
COPA styður mótmælaaögerðir
sem franskir bændur ætla að efna
til um allt Frakkland í dag. Það
var nefnilega vegna háværra
mótmæla frá frönsku stjóminni
að ekki tókst að ná samkomulagi
í viðræðunum miili fulltrúa
Bandaríkjanna og EB í Brussel
síðustu daga.
Veiðimennhót-
uðu Bardot Irfláti
Franska kvikmyndaleikkonan
og réttindabaráttukona dýranna,
Brigitte Bardot, komst í hann
krappan á dögunura þegar hún
reyndi að stöðva veiðimenn sem
voru á höttunum eftir villigöltum
næn-i heimiii hennar á suður-
strönd Frakklands. Veiöimenn-
irnir hótuðu henni og vini hennar
lifláti fyrir afskiptasemina.
ÚHendingar
hafaáhugaá
EaxeldiíChile
Erlendir Qárfestar hafa sýnt
vaxandi áhuga á laxeldisfyrir-
tækjum x Chile enda hafa eldis-
fyrirtæki þar aðgang að miklum
fjölda vatna og áa. Og að sögn
Franciseo Ruiz, formanns féiags
laxeldismanna, gætu eldismenn í
löndum á borð viö Kanada og
Noreg flutt hluta framleiðslu
sinnar til Chile vegna lægri til-
kostnaðar og hagstæöra skilyrða.
Chilebúar hófu laxeldi árið 1981
og á þeim tíma hafa útflutnings-
tekjumar vaxið upp í fimmtán tii
átján milljaröa króna. Fjörutíu
prósent framleiöslunnar fara til
Bandaríkjanna og önnur fjörutíu
tilJapans. Reutcr
Nýjasta ÚRVALSBÓKIN
ir Michael Tolkin
IBinr—-
;ur BEGHBOOIHN
■svikmyn** sem
g þessari bék.
aðeinskr. /
og ennþá tninna
í áskrift
í SÍMA (91) 63-27-00