Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Side 16
MÍÐVIKUDAGUR 14. OKTÖBER 1992.
Í6
Lífsstfll DV
Verð á innmat lækkar
Nýtum frystikistuna betur
- lækkum útgjöld heimilisins
Á mörgum heimilum er frystikist-
an orðin hálfgert vandræðabam. í
upphafi var hún keypt í þeim til-
gangi að spara í innkaupum og nýta
matinn betur. í tímans rás hefur hún
orðið nokkurs konar ruslakista. und-
ir ónýtanleg matvæh og þrjá rabar-
barastilka frá því í hittifyrra. Sparn-
aðurinn er fyrir bí og innkaup heim-
ilisins eru gerð samdægurs og í flýti.
Það er því tími til aö upphefja frysti-
kistuna á ný og taka til í henni.
í nýjasta tölublaði Húsfreyjunnar,
3. tbl. 43 árg., er gagnleg grein um
nýtingu frystikistunnar. Með leyfi
ritstjóra Húsfreyjunnar birtast hér
nokkur heilræði til þeirra sem vilja
nýta kistuna og spara.
Heilræði
Frystið aöeins fersk matvæli. Ann-
ars er hætta á að þau verði mjög
ólystug þegar þau þiðna.
3'6
- l>
e-9 p^aBT"!
»■
Það er skynsamlegt að kaupa heila
og hálfa skrokka af kjöti. Hægt er að
fá kjötið tilreitt og pakkað í neyt-
endapakkningar í frystinn en það er
nokkuð dýrara. Hægt er að kaupa
beint frá sláturhúsunum eða öðrum
stærri kjötkaupmönnum.
Frystið ekki of stór kjötstykki. Best
er að hvert stykki sé ekki þyngra en
3 kíló því annars tekur of langan tíma
að frysta það í gegn. Kryddið mat sem
minnst fyrir frystingu. Kjötið þornar
frekar í frosti ef það er kryddað.
AUt kjöt verður að hanga fyrir
frystingu því kjötið þroskast ekki eða
meymar í frosti.
Kaupið frystivörur á tilboðsverði
þegar þess er kostur en gætið þó
vandlega að síðasta söludegi á vöru
sem þið ætiið að geyma.
Munið eftir stórhátíðum og jólum
tímanlega. Oft er hægt að fá hátíðar-
matinn á góðu verði á þeim tíma sem
enginn er aö hugsa um slíkt.
Munið eftir frystikistunni um
berjatímann. Ber og ávexti er hægt
að frysta og nýta þannig mun lengur
en annars.
Sterkt soð og súpur er oft gott að
frysta í ísmolapokum og setja í sósur
eða annað þegar á þarf að halda.
Frystið kryddjurtir úr garðinum
eða pottum fyrir veturinn. Steinselja,
mynta og flesta aðrar tegundir þola
mjög vel frystingu. Athugið að hafa
pakkana htia.
Gerið næst tvöfaldan skammt af
pottréttinum og setjið helminginn í
frystikistuna. Það mun koma sér vel
einhvem annríkisdaginn.
Nestispakka er hægt að útbúa fyr-
DV-mynd GVA
rafmagnsleysi er að ræða. Kuldinn
er fljótur aö streyma út þegar opnað
er og tíminn, sem maturinn helst
frosinnn, styttist til muna við hverja
sekúndu sem kistan stendur opin.
Matur geymist mislengi í rafmagns-
leysi eftir því hversu stór kistan er
og hversu full hún er. Hér koma töl-
ur sem gefa nokkra hugmynd um
geymsiuþolið í rafmagnsleysi:
100-200 lítra frystikista heldur
frostinu nægilegu í 24 klst. sé hún
full en aðeins í 12 klst. ef hún er hálf-
full.
200-300 lítra frystikista heldur
frostinu nægilegu 36 klst. sé hún fuh
en í 18 klst. ef hún er hálffull.
Það sem búast má við rafmagns-
leysi ætti að fylla kistuna með dag-
blööum ef lítið er í henni. Þannig
aukast hkurnar á að maturinn sleppi
óskemmdur ef til rafmagnsleysis
kemur.
irfram. Ef rétt álegg er vahð má vel
smyija slatta af samlokum í einu og
grípa til síðar. Dæmi: Ahs kyns kæfa
og annaö kjötálegg og sumar tegund-
ir osta.
Ungbama-, megrunar- og sjúkra-
fæði er stundum hægt að laga fyrir-
fram og frysta. Skoðið samsetningu
fæðunnar og ef hráefnin eru frystan-
leg er mikih tímasparnaður að útbúa
mátulega skammta í frystinn.
Flest bakkelsi má frysta með góð-
um árangri. Brauð og kökur má því
baka í stórum stíl og frysta til notk-
unar seinna. Þetta hentar einkar vel
þar sem örbylgjuofn er á heimih.
Brauð og kökur er oft betra að
frysta meðan það er ylvolgt. Með því
móti þomar brauðmetið minna og
auðveldara að skera það.
Frysting
Þegar ófrosinn matur er settur í
kistuna verður að hafa mikið frost í
kistunni. Best er aö frostið fari niður
í -25 gráður meðan verið er að frysta
því annars myndast stórir ískristah-
ar í matnum og þeir sprengja yfir-
borð matarins svo hann þornar frek-
ar. Munið að breyta því aftur því að
það er nóg að frostið sé mihi 18 og
25 gráður við geymslu.
Sparið þó ekki frostiö í kistunni því
að um leið og frostið fer niður fyrir
18 gráður minnkar geymsluþolið.
Pakkið vandlega inn því sem þið
frystið. Það er óskynsamlegt að spara
í pakkningum utan um frosinn mat
því geymsluþohö minnkar og auk
þess getur lykt og bragð smitað mihi
matvæla í frosti ef illa er pakkað.
Vandið vahð á umbúðunum og les-
ið ykkur til um þær. Þær eiga að
vera loftþéttar, þola högg og að sjálf-
sögðu að minnsta kosti 25 gráöa frost.
Muniö að merkja aht sem fer í
frystikistuna. Ef vörurnar eru ekki
merktar geta þær orðið að vand-
ræöabömum í kistunni, óþekktar og
óaðlaðandi.
í rafmagnsleysi
Það getur ahtaf komið fyrir að raf-
magn fari af húsum af einhverjum
orsökum. Margir hafa áhyggjur af
matvælum í frystikistunni þegar það
gerist en sem betu'r fer þarf þó nokk-
urt rafmagnsleysi til að skaði hljótist
af. Frystikistur geta líka bhað og það
er oft mun alvarlegra fyrir innihald-
• ið. En th hvaða ráða skal gripið í slík-
um tilfehum?
Ef um bilun er að ræða er fyrst að
hringja í viðgerðarmann og koma
matnum í frysti annars staðar um
stundarsakir ef það er ekki orðið of
seint þegar bhunin uppgötvast.
Ef flytja þarf matinn mihi staða ætti
að pakka honum vandlega inn i dag-
blaðapappír og pappakassa til að ein-
angra hann á leiöinni.
Opnið ekki frystinn að óþörfu ef um
Vel nýtt frystikista getur lækkað útgjöld heimilisins vegna matarkaupa.
Neytendur
Verðkönnun á innmat
Hjörtu kr. nýru kr. lifurkr.
Hagkaup 559 205 299 §
Nóatún 579 279 299
Mikligarður (með afsl.) 386 198 286
Nokkur verðlækkun hefur orðiö á
innmat, hjörtum, nýrum og lifur, síð-
ustu daga. Ldfrin hefur lækkaö mest
eða um tvö hundruð krónur. Neyt-
endasíða DV kannaði verö í þremur
verslunum í gær og var verðið á öll-
um tegundum lægst í Miklagarði við
Sund.
í Hagkaup í Skeifunni var khóverð
á hjörtum 559 kr., khóverð á nýrum
var 205 kr. og á lifur 299 krónur.
í Nóatúni var hvert khó af hjörtum
579 kr., nýrun voru á 279 hvert khó
og lifur kostaði 299 kr. khóið.
í Miklagarði kostuðu hjörtun 398
kr., 204 kr. kostuðu nýrun og lifur
kostaði 299 krónur. í Miklagarði
bætist við 3% staðgreiðsluafsláttur
við kassann (sjá verð á meðfylgjandi
töflu).
Fyrir utan það að vera ódýr er inn-
matur mjög hollur. Nú er tími th að
frysta en gæta verður þess að inn-
matur hefur lítið geymsluþol. Við
18-25 gráða frost er geymsluþol inn-
matar, soðins eða hrás, um 3 mánuö-
ir.
Innmat þarf að hreinsa vel og þar
eru nýrin erfiöust. Ekki er nauðsyn-
legt aö himnufletta lifrina eins og
tíðkaðist hér áður fyrr. Lifrin er best
ef hún fær sem minnsta suðu eða þar
th aht blóð er horfið. Hjörtu þurfa
45-50 mínútna suðu en nýnm um 20
mínútur.
Nýrun þarf að hreinsa vel. Fjarlæg-
ið fyrst himnu, nýmagöng og fitu.
Skerið þau síðan langsum. Fjarlægið
kjamann. Skohö vel upp úr köldu
vatni og leggið í blöndu af 2 msk.
ediki í Zi af vatni í minnst 1 Zi klst.
eða yfir nótt.
Lifur með spaghetti
500 g lambalifur
3-A meöalst. laukar
50-60 g smjörlíki
Zi tsk. timían
Zi tsk. oregano
Zi tsk. hvítlaukssalt
salt og pipar eftir smekk
2 dl. tómatsósa
150-200 g rifinn ostur
Skerið lifrina í strimla. Sjóðiö spag-
hetthð, færið það upp úr og látið
mynda krans á hringlaga fati.
Brúnið lifrina í smjörlíkinu og
kryddið. Best er að steikja lifur við
vægan hita í 2-3 mínútur á hvorri
hlið. Setjið lifrina í spaghettikrans-
inn og skhjið eftir nóga feiti th að
brúna laukinn.í. Brúnið hann og
hehið yfir lifrina.
Setjiö tómatssósu og rifinn ost í
skálar og berið fram með ásamt
snittubrauði.
Fljótlegast er aö skera lifur í
strimla og steikja hana í olíu í potti.
Setjið síðan pakkasósu saman við
(pipar eða lauk). Einn pakka eða tvo
eftir magni. Gerið sósuna eftir leið-
beiningum á pakka og sjóðið lifrina
í sósunni í nokkrar mínútur. Einfald-
ara og fljótlegra getur það varla orð-
ið.
-JJ