Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1992. 23 Popp Bjartmar Guðlaugsson: Bestur í textum. Bjartmar Guölaugsson - Engisprettufaraldur Haraldur: Samur við sig Á nýjustu plötu sinni er Bjartmar Guðlaugsson við sama heygarðshom- ið og fyrr. Hann skoðar lífið í kringum sig með spumarsvip, eilítið kó- miskur hér og þar. Bendir á eitt og annað sem mætti betur fara. Og stund- um gerir hann grín að okkur og sjálfum sér. Ferill Bjartmars hefur gengið nokkuð upp og niður. Hann varð fyrst þekktur fyrir texta sína sem þóttu mergjaðir og vel ortir. Fór svo að syngja sjálfur. Tvær fyrstu plötur hans, Ef ég mætti ráða og Venjulegur maður, vom einmitt endurútgefnar á einni geislaplötu síðastliðið haust. Toppnum náði Bjartmar síðan með plötunni í fylgd með fullorðnum sem Hljómplötur Ásgeir Tómasson hann vann með liðsmönnum Mezzoforte. Honum hefur hingað til gengið illa að fylgja vinsældum þeirrar plötu eftir. Engisprettufaraldur Haraldur er nokkuð í sama dúr og plötur hans Með vottorð í leikfimi og Það er puð að vera strákur. Lögin eru einfóld. Raunar fullkeimlík frá plötu til plötu fyrir minn smekk. Rétt eins og Bubbi þurfti á leiðsögn að halda tU að r.á sér á strik í textagerðinni væri þá ekki ráð fyrir Bjartmar að leita ráða til að komast út úr blindgötu stöðnunar í lagasmíðum? Annað einkenni platna Bjartmars sem stingur í eyrun er hljómborðs- hljómurinn. Hann er oft mjög í ætt við hina illræmdu skemmtara sem voru til á þriðja hverju heimiU fyrir nokkrum árum en hvíla nú, hljóðlaus- ir vonandi, við hhð fótanuddtækja, lítilla ljósálfa og annarra þarfaþinga. Það yrði mjög til bóta fyrir plötur Bjartmars ef þessi óskemmtilegu skemmtarahljóð yrðu numin á brott og orgel, pianó eða jafnvel nikka látin leysa þau af hólmi. - Það eru því sem fyrr textarnir sem eru höfuð- kostur nýjustu plötu Bjartmars Guðlaugssonar. Eric Clapton - Unplugged: Sjaldan veríð betri Þó svo Eric Clapton hafi verið í framvarðasveit popptónhstarmanna síðasthðin 25 ár er mér til efs að hann hafi nokkru sinni notið jafn al- mennrar hylh og undanfarin misseri. Það helst líka í hendur að hann hefur sjaldan eða aldrei verið í jafngóðu og stöðugu formi og nú þrátt fyrir ýmis persónuleg áfoll. í það minnsta sýnir Clapton á sér ahar sínar bestu hhðar á nýju plötunni Unplugged en hún er enn ein platan í þess- ari plöturöð MTV manna sem slær í gegn. Clapton fer hreint og beint á kostum á þessari plötu og hefur til dæmis ekki sungið betur um dagana að mínu mati. Það á augljóslega mjög vel við hans söngstíl að koma fram með kassagítarinn einan að vopni og þa ffljómplötur Sigurður Þór Salvarsson ð heyrist greinhega að honum hður vel á sviðinu án rafmagnshljóðfær- anna. Gítarleikur hans nýtur sín nefnhega ekki síður á kassagítar en rafmagnsgítar. Blústónhstin setur sterkan svip á þessa plötu enda hefur Clapton verið viðloðandi blús frá fyrstu tíð. Meöal blúsperla, sem hann flytur hér, eru Nobody Loves You When Your Down & Out eftir Jimmy Cox, Walkin’ Blues og Malted Milk eftir Robert Johnson og þjóðlagið Alberta í útsetn- ingu Huddi Ledbetter. Mörg fleiri afbragðsgóð lög eru á þessari plötu en hápunkturinn er tvímælalaust ný frábær útsetning Claptons á rokkperlu sinni og Jims Gordon, Layla. Það má segja að lagið öðhst nýtt líf með þessari útsetningu og ég er handviss um að þessi útgáfa lagsins verður þegar fram hða stundir jafn síghd og sú upprunalega. Þegar hlustað er á tónleikaplötu sem þessa með jafnfrábærum hsta- manni og Eric Clapton spyr maður sig: Af hverju í ósköpunum hafa ein- hveriir góðir menn ekki gengið í það verk að fá Clapton hingað th lands? Hann myndi spha fyrir fuhu húsi hvar sem er hérlendis marga daga sam- fleytt. Merming Vönduð bók ætluð bænrækinni þjóð Sagt hefur verið að bænin sé sjálfur kjarni og eigin- leiki trúarinnar og aö ekki geti verið um neitt trúarlíf að ræða ef ekki eru beðnar bænir. Trúarlífskannanir hafa sýnt að íslendingar eru óvenjulega bænrækin þjóð. Þannig hggur fyrir að tæp 60% íslendinga segj- ast biðja Faðirvorið a.m.k. nokkrum sinnum í mánuði en aðeins rúm 12% segjast aldrei gera það. Því sætir furðu hversu lítið hefur verið gefið út af bænabókum hér á landi. Sú bók sem hér er til umsagn- ar bætir því tvímælalaust úr mjög brýnni þörf. Það er skemmst frá því að segja að hér er um sér- lega vandað rit að ræða, jafnt að innihaldi sem útliti. Bókina prýða nokkrar mjög fallegar ljósmyndir, tekn- ar af Bimi Rúrikssyni, og sannarlega sphlir ekki fyrir hversu ríkan þátt Sigurbjörn Einarsson biskup á í þessu riti. Hann skrifar mjög vandaðan inngang að bókinni þar sem hann kemst m.a. þannig að orði: „Ef það er fráleit fjarstæða að ganga vísvitandi um meðal fólks eins og mállaus drumbur, hvað er það þá að umgangast Guð eins og hann sé ekki th? Ég segi „um- gangast" því enginn kemst hjá því að umgangast Guð. Hveria einustu lífsstund erum við að umgangast hann.“ Rit þetta er þannig uppbyggt að á eftir inngangsorð- um Sigurbjörns biskups kemur skemmtilegur kafli sem hefur að geyma safn tilvitnana frá ýmsum tímum um bænina. Má þar nefna það sem Ignatius Loyola sagði: „Bið eins og aht sé komið undir vilja Guðs, og vinn eins og aht sé undir þér einum komið.“ Flestar eru tilvitnanimar útlendar. Engin þeirra jafnast þó á við orð Hahgríms Péturssonar: Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmishg. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. Næsti kafli bókarinnar hefur að geyma daglega bæ- nagjörð í fjórar vikur og á að hjálpa fólki th að koma reglu á bænalíf sitt. A víð og dreif í bókinni era örstuttir fræðslukaflar og leiðbeiningar um kirkjuárið, iðkun og siði. Eru þessir kaflar sérlega vel heppnaðir. í lok bókarinnar eru svo Fræði Lúters hin minni, þ.e. skýringar Lúters Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson á frumatriðum trúarinnar. Hér birtast þær í þýðingu dr. Einars Sigurbjörnssonar prófessors. Það eina sem ég get sett út á þetta vandaða rit er að ég kann því hla, eins og svo fjölmargir aörir, þegar hinu forna ávarpsfalh Jesú er breytt í Jesús í gömlum íslenskum bænum, eins og t.d. bænum Hahgríms Pét- urssonar. Það fer vel á því að höfundur skuli theinka þessa bók móður sinni „og öhum mæðrum, sem eins og hún, vilja gefa börnum sínum það veganesti sem er dýrmætast alls: samfylgdina með Drottni í bæn“ því trúarlífskannanir hér á landi, eins og raunar víða er- lendis, sýna að það er í yfirgnæfandi tilfella sem börn- in læra bænimar af mæðrum sínum. Karl Sigurbjörnsson Bænabók Leiösögn á vegi trúarlifsins Skálholtsútgáfan 1992 (216 bls.) Dunganonía Leikrit Bjöms Th. Björnssonar, Dunganon, er annar hluti þríleiks sem fjallar um íslendinga erlendis. Ljón á síðbuxum var fyrsti hluti og Björn vinnur nú að síð- asta verkinu í þríleiknum. Verkin gerast hvert á sinni öldinni. í meðförum Borgarleikhússins breyttist ljónið í kóng en Dunganon fær hins vegar að njóta sín til fuhs sem miðpunktur athyglinnar og er þar ekki síst að þakka sterkum leik Hjalta Rögnvaldssonar sem gerir þessum „stórmógúl í lífskonstinni" verðug skh. Dunganon og vinir Bókin Dunganon/Dunganonía inniheldur leikritið um Dunganon ásamt ritgerð eftir Bjöm Th. sem heitir „Dunganonía" og fjallar nánar um þennan seyðfirska Bókmeiintir Árni Blandon sérvitring. Leikritið er hnytthega samið en þó ekki rismikið. Ritgerðin er hins vegar skemmtilegt stílverk þar sem frásagnargleði, húmor og háð ráða ríkjum. Þar koma fram ýmsar skemmtilegar sögur af Dungan- on og vinum hans. Eiginkona hans hefur ekki gefið manni sínum mikið eftir í sérháttunum ef marka má eftirfarandi lýsingu í „Dunganoníu": „Komin til Reykjavíkur aftur, bjó hún í eins manns tjaldi í Laug- ardalnum, tók þar menn í gítartíma; sat sjálf gleiðfætt við innri tjaldsúluna, en nemandinn andfætis móti henni við þá fremri" (126). Laxness og Dunganon Dunganon var sjónhverfingamaður sem lék mörgum skjöldum, skreytti sig titlum að eigin vhd og umskírði sjálfan sig eftir þörfum. Laxness kallaði Dunganon töframann og birti smásögu um hann árið 1941 í smá- sagnasafninu Sjö töframenn. Þar segir frá samskiptum þeirra árið 1934 þegar Dunganon, sem kallaði sig þá Karl Einfer, hirti helminginn af ágóðahlut Laxness fyrir höfundarverk hans í Danmörku. Einnig segir þar frá því aö Laxness keypti kvæði af Karli. 23 áram síð- ar birti Laxness svo aðra sögu um Dunganon sem fjall- ar um ljóðabók hans „Corda Atlantica". í Dunganoníu segir að sú saga sé „að miklu leyti tekin upp úr við- tah Sigurðar Benediktssonar við Karl sem birtist í Lesbók Mbl. 19/2 1950“ (143). í leikritinu Dunganon segir höfuðpersónan að nær hefði verið að láta Laxness fiúka heldur en Kamban: „Hann stal einu sinni frá mér kvæði" (70). í Sjöstafa- kverinu segir Laxness um þetta kvæði að það sé „soð- ið upp úr stórmerkhegu leirbuhi sem Karl skáld Ein- arsson lét mér í té uppskrifað eftir gömlum íslend- Hjalti Rögnvaldsson leikur Dunganon á svið Borgar- leikhússins. ingi“. Björn Th. bendir á í „Dunganoníu“ að kvæðið sé ekki „meira „leirbuh" en svo, að Hahdór birtir það í tveimur bókum sínum; slíkt ágæti hefur honum fund- izt það“ (144). Og svo bætir Björn um betur og birtir báðar útgáfur verksins. Þá kemur í ljós að Laxness hefur sárahtlar breytingar gert á kvæðinu. Enda segir hann (sem sögumaður) í „Völuspá á hebresku": „Ég sauð það síðan dálítið upp og notaði í bók árið eftir og flestum ber saman um að það sé eitthvert besta kvæði sem ég hafi ort“ (104). Mogginn og Dunganon Leikhússérfræðingur Morgunblaðsins gaf leiksýn- ingunni um Dunganon slæma dóma vegna þess að Dunganon þótti gott koníak. Þar kom líka fram á óbein- an hátt að Ólafur Kárason og Sólon íslandus hefðu betur sómt sér í sjónvarpi en í skáldsögum. Um drykkjusiði Dunganons segir í „Dunganoníu": „Karli lærðist aldrei að drekka upp á íslenzku, þ.e. sem mest á sem stytztum tíma; eftir íslandsdvölina drakk hann enn fahega" (141). Bókin Dunganon/Dunganonía er fagurfræðhegt hstaverk, ekki síst í úthti. Það er líka léttir aö fá í hendur bók frá Máh og menningu með aðeins einni prentvhlu (43). Björn Th. Björnsson: Dunganon/Dunganonia. 150 bls. Mál og menning, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.