Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Page 30
—r MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÖBER 1992. 30 -i Höfundur segir að fylgjendur samningsins hafi ekki getað bent á annan ávinning af honum en lækkun tolla af sjávarafurðum. EES: Máttarstoð eða martröð? Óðum nálgast sú stund er við íslendingar veröum að taka afstöðu til þess hvort við gerumst aðilar að EES, hinu evrópska efnahags- svæði. Þvi miður hefur því verið þannig fyrir komið að þeir sem ekki eru skoðanalausir um þennan stærsta milliríkjasamning sem stefnt er að að gera eða eru algjörir jábræður þeirra sem leggja aUt í sölumar til þess að koma þessum samningi á fá ósköp lítinn tíma í fjölmiðlum til kynningar sínum málstað og því síður að þeir fái fjár- magn úr sjóðum hins opinbera til kynningar, þrátt fyrir að kynning- arherferð fylgismanna samnings- ins sé að fullu greidd af skattborg- uram þessa lands. Er það hugsan- legt aö málstaður fylgismanna samningsins sé svo veikur að hann þoh ekki gagnrýni á jafnréttis- grundveUi? Er það hugsanlegt að fylgismenn samningsins séu það Utt meðvitaðir um alhliða áhrif hans á íslenskt efnahagslíf að þeir þori ekki í umræður á jafnréttis- grundvelU? Hver sem ástæðan er er það furðulegt að ekki skuU hafa verið komið á fót opinberum rök- ræöum um þennan samning, þar sem báðir aðUar, fylgjendur og andstæðingar, hefðu jafnan tíma tíl þess að hnekkja rökum hins. Aö sjálfsögðu í heiðarlegum málflutn- ingi. Hver er ávinningurinn? Nú eru utanríkisráðuneytið og aðrir fylgjendur samningsins búin að eyða einhverjum tugum mUlj- óna í kynningu á þessum samningi en hafa ekki getað bent á annan heinan ávinning okkar af þessum samningi en lækkun toUa af sjávar- afurðum, ekki algjöra niðurfell- ingu. Nú er það svo að öllum við- skiptamenntuðum mönnum er það fuUljóst að það eru kaupendur vör- unnar sem greiða innflutningstolla en ekki seljendur. Rök fylgjenda samningsins við þessari staöreynd eru þau að miklar líkur séu á því að áhrifln af toUalækkuninni muni skiptast að jöfnu á miUi seljenda, þ.e. okkar, og kaupenda afurða okkar á hinum erlenda sölumark- aði. Við þær aðstæður, sem nú eru í Evrópu og ógjömingur er að uppr- æta á skömmum tíma, er það borin von að við fáum einhverja hækkun á afurðum okkar þó svo að toUar lækkuðu. Vegna ört versnandi efnahagsástands í Evrópu mættum við hrósa happi ef við þyrftum ekki að lækka verð á afurðum okkar. KjaUaiinn Guðbjörn Jónsson ráðgjafi Þegar ég lét þess getið í blaða- grein fyrir rúmum 2 árum að þjón- ustuþjóðfélög Vesturheims væru á beinni gjaldþrotabraut hlógu margir að þessum vitleysingi sem væri með þetta kjaftæði. Þeir hlæja ekki í dag. Hver verða áhrifin? Áhrifin af þessum samningi á þjóðfélag okkar verða hrikaleg. Þau munu bitna mest á lág- og meðaltekjufólki þó þau muni fara út um aUt þjóðfélagið. Lítum aðeins á atriði sem eru í nærmynd, þannig að við getum átt- að okkur á áhrifunum. Um þessar mundir er verið að tala um helstu áfanga í uppbyggingu efnahagsUfs okkar og er þar talað um tvö stykki álver og stórvirkar framkvæmdir á sviði vegamála. Segjum nú aö EES-samningurinn yrði samþykkt- ur og skömmu eftir gUdistöku hans yrðu byggingaraðUar álveranna tílbúnir að láta fara fram útboð á framkvæmdunum. Segjum einnig að ríkisstjórnin léti fara fram útboð á fyrirhuguðum vegaframkvæmd- um. Hver væri staða íslenskra verktaka og verkafólks í slíku út- boði? MáUð er einfalt. í þessar framkvæmdir gætu aUir verktakar innan Evrópubanda- lagsins boðið og þeir gætu óhindrað ráðið tíl sín verkafólk og tæknifólk frá suöurríkjum bandalagsins þar sem atvinnuleysi er mikið og launastig lágt. Engin tök væru á því að koma í veg fyrir þetta því að jafnrétti á aö ríkja á svæðinu til vinnu og verklegra framkvæmda. Hugsanlegt gæti verið að ekkert eða afar fá innlend verktakafyrir- tæki hefðu heimUd tíl þess að bjóða í verkin þar sem sUk fyrirtæki þurfa að standast ákveðna úttekt hjá EB til þess að mega bjóða í verk. Staðan gæti þvi einfaldlega orðið sú að enginn íslendingur fengi vinnu viö þessar framkvæmdir og fáir eða enginn fengi vinnu við verksmiðjumar þegar þær væru komnar í gang. Sama máU mundi gegna um virkjunarframkvæmdir sem verða mundu ef báðar verk- smiðjurnar yrðu reistar hér. Hver er ástæðan? Ástæður þess að svona muni fara erú fyrst og fremst gífurleg upp- söfnun óraunverulegs kostnaðar- auka í öllu efnahagslífi okkar und- anfarna áratugi sem ekki hafa ver- ið til staðar í efnahagslífi þeirra ríkja sem við ætlum að fara að tengjast á jafnréttisgrundvelU. Þessi óraunverulega kostnaðar- aukning er talsvert á annaö þúsund prósent svo að augljóst ætti að vera flestum sæmilega glöggum mönn- um að við eigum enga jafnréttis- möguleika innan þessa samnings. Ef menn vantar dæmi er gleggstu dæmin að fá úr þeim tilboðum sem erlendir aöilar hafa verið aö gera í verkefni héðan og þá ekki síst í skipasmíðum og viðgerðum. Ef ein- hver atvinnurekandi eöa verka- maður greiðir þessum samningi atkvæði sitt eru mestar líkur á því aö hann sé að samþykkja eigið gjaldþrot og örbyrgð íslensku þjóð- arinnar í nánustu framtíð. Guðbjörn Jónsson „Ef einhver atvinnurekandi eða verka- maður greiðir þessum samningi at- kvæði sitt eru mestar líkur á því að hann sé að samþykkja eigið gjaldþrot og örbyrgð íslensku þjóðarinnar í nán- ustu framtíð.“ Meiming___________________pv Átakalaus átakasaga Eflaust kannast ýmsir við bamasögur Stefáns JúUussonar en fyrsta bók hans, Kári UtU og Lappi, kom út árið 1938. Á rúmlega fimmtíu ára rithöf- undarferli hefur Stefán sent frá sér margar sögur, bæði fyrir stóra og smáa, nú síðast fuUorðinssöguna Ástir og örfok. Sagan gerist á kreppuárunum og þegar hún hefst er sögumaðurinn, Ármann, á leiðinni til elskunnar sinnar, fótgangandi í sveitinni um miðja nótt. TungUð veður í skýjum og hugurinn hvarflar tíl Uðins sumars. Frá- sögnin færist til skiptis frá persónulegum hugleiðingum Ármanns til þeirra atburða sem að endingu ýta honum út í þessa einmana næturgöngu. Armann er ungur og fagur búfræðikandídat, nýútskrifaður eftir margra ára nám á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Þegar hann kemur heim er fátt um flna drætti, enga vinnu að fá, en heppnin er með þessum efnfiega manni. Landbúnaðarráðherra fær honum það verkefni að kanna fyrir sig fokland fyrir austan fjall sem ætlunin er að girða af það sama sumar. Og fyrr en varir er Ármann lentur inni í miðri deUu sem stendur á milli landræktarstjóra annars vegar og ráðherra og bóndans sem yrkir jörðina hins vegar. Ráðherra viU ekki svíkja bóndann sem setur sig upp á móti landræktinni, landræktarstjóri er málpípa skynseminnar sem finnst mál að Unni. Hann vill fyrirbyggjandi ráðstafanir sem koma í veg fyrir frekari landeyðingu. Ármann leggur af stað til að kanna hvort ástæða sé tíl að girða af jafn mikið land og landræktarstjóri heimtar og fljótlega eftir að hann kemur á staðinn tekur hann afstöðu með landræktinni. Bóndi lætur undan síga og verkið hefst. Ármann slæst í fór með girðingar- mönnum og hluti sögunnar gengur síðan út á að lýsa girðingarstarfinu Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir og smá útistöðum við heimamenn. Því miður, fyrir Ármann, er einn heimamanna stúlkan Auður sem búfræðikandídatinn elskar. Hann hittir hana í þorpinu í fyrstu ferðinni austur og verður ástfanginn á svip- stundu. Hún keyrir Ármann heim að bænum og.hefur ekki ekið marga kílómetra þegar lesanda er ljóst að hún endurgeldur tilfmningar hans. Þau daðra alla leiðina heim og þannig ganga málin fyrir sig liðlangtsumar- ið. Auður veit vart í hvorn fótinn hún á aö stíga. í fyrsta lagi er Ármann „fjandmaður" föður hennar og í öðru lagi er hún heitbundin ráðsmannin-. um á bænum. Hún er því alúðleg og fjandsamleg til skiptis og er alveg ' að gera út að við aumingja Ármann sem reynir að upphugsa einhver galdraráð á meðan hann girðir. En þótt Ármann sé ennþá Auðarlaus í sumarlok þarf varla að taka það fram að allt fer vel að lokum. Enda fátt sem gefur til kynna að öðruvísi muni það fara. Söguefnið gefur tilefni til heilmikilla átaka sem aldrei koma almenni- lega upp á yfirborðið og það er ekki síst um að kenna brotakenndri per- sónusköpun. Hvað eftir annað er látið í veðri vaka að bóndinn á bænum sé vægðarlaus og harður í viðskiptum en þessir þættir í skapferli hans eru ósýnilegir söguna út í gegn. Hann er hinn almennilegasti við girðingar- menn, líklega hefur „sjarmurinn" Ármann lokkað fram ljúfmennskuna. Það fer eins fyrir Auði og karlinum föður hennar, allar yfirlýsingar um gáfur, styrk og einbeitni fara fyrir lítið. Hún á t.a.m. fá orð í farteskinu önnur en „bullukollur" eða „rugludallur" þegar Ármann slær hana út af laginu sem gerist ansi oft. Undanbrögð hennar eru aðeins orðin tóm enda er hún pikkföst í hugmyndafræði sögunnar sem boðar það leynt og ljóst að konan sé eign mannsins: „Þú masar allt of mikið, ljúfan góð, nú á ég þig, vil eiga þig og ætla að eiga þig,“ segir hetjan eftir að þau sofa saman í fyrsta skipti en að sjálfsögðu fær hann hreina mey! (Bls. 151-152). Ráðsmaðurinn, sem setur sig hvað mest upp á móti verkamönnunum, verður einnig að láta undan síga í viðskiptum sínum við Ármann og tapar í hverri hallæris orðasennunni á fætur annarri. Barátta hans, bæði fyrir landi og unnustu, er máttlaus og ósannfærandi, honum er ýtt út úr frá- sögninni um leið og hann opnar munninn. Hvert vígið af öðru fellur átaka- laust. Armann er sigurvegari frá fyrstu síðu og þótt stöðugt sé verið að I klifa á örvæntingu hans í samskiptunum við Auði efast lesandinn ekki eitt augnablik um að hún verði hans. Afstaða höfundarins er ljós frá upphafi. Ármann er hans maður og þær persónur sem standa í vegi fyr- ir velgengni hans hafa ekkert að segja, þær eru aðeins nauðsynlegt krydd í annars afar bragðdaufa sögu. Ástir og örfok Stefán Júlíusson Bókaútgáfan Björk 1992 Stefán Júlíusson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.