Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1992, Qupperneq 34
34
MIÐVIKUDAGtJR 14. OKTÓBER 1992.
Fólk í fréttum
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
Gunnar Ásgeir Gunnarsson,
svínabóndi að Hýrumel í Hálsa-
sveit, rekur þar hundrað gylltna
svínabú án nokkurra lána eða
styrkja úr hinu opinbera landbún-
aðarkerfi. Þetta kemur fram í ítar-
legu viðtali við hann í síðasta helg-
arblaðiDV.
Starfsferill
Gunnar fæddist í Reykjavík 3.5.
1964 og ólst upp í foreldrahúsum,
fyrst á Hvanneyri í Borgarfirði til
átta ára aldurs og síðan í Mosfellsbæ
tiltvítugs.
Hann stimdaði nám við MA i einn
vetur og tvo vetur við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti.
Gunnar starfaði við Landgræðslu
ríkisins í Gunnarsholti í sex sumur,
við virkjun í eittsumar og var á
togara frá Bolungarvík. Þá starfaöi
hann hjá Loftorku í tvö ár. Hann
keypti jörðina Hýrumel árið 1986 og
hefur síðan stundað þar svínabú-
skap.
Gunnar situr í sóknarnefnd Reyk-
holtskirkju og situr í fagráði Svína-
bændafélagsins.
Fjölskylda
Kona Gunnars er Ingibjörg Edda
Konráðsdóttir, f. 10.1.1961, kennari.
Hún er dóttir Konráðs Jóhanns
Andréssonar, framkvæmdastjóra
Loftorku í Borgarnesi, og Margrétar
Björnsdóttur húsmóöur.
Böm Gunnars og Ingibjargar
Eddu em Bjarni Benedikt, f. 28.9.
1987, og Margrét Lilja, f. 22.2.1989.
Gunnar á eina alsystur, Regínu
Sólveigu Gunnarsdóttir, f. 1969, við-
skiptafræðinema við HÍ. Hálfbræð-
ur Gunnars, samfeðra, eru Halldór,
f. 1941, prestur í Holti undir Eyja-
fjöllum, ogBjami, f. 1948, verkfræð-
ingur í Reykjavík. Hálfsystkini
Gunnars, sammæðra, em Ragnar,
f. 1949, verslunarmaður í Kaup-
mannahöfn; Gísli, f. 1955, togara-
stýrimaður í Seattle; Margrét, f.
1956, menntaskólakennari í Reykja-
vik; Haraldur, f. 1959, bifvélavirki í
Reykjavik.
Foreldrar Gunnars eru Gunnar
Bjamason,f. 13.12.1915, ráðunautur
í Reykjavík, og kona hans, Guðbjörg
Jóna Ragnarsdóttir, f. 3.2.1930, hús-
móðir.
Ætt
Gunnar ráðunautur er sonur
Bjarna, kaupmanns á Húsavík,
bróður Hansínu, ömmu Jónasar
Kristjánssonar, ristjóra DV. Bjami
var sonur Benedikts, prófasts á
Grenjaðarstað, bróðir Kristjáns,
fóður Jónasar læknis, manns Hans-
ínu. Annar bróðir Benedikts var
Sveinn, langafi Jónasar Jónassonar
útvarpsmanns. Benedikt var sonur
Kristjáns, b. í Stóradal, bróður Pét-
urs, afa Þórðar Sveinssonar, yfir-
læknis á Kleppi. Kristján var sonur
Jóns, b. á Snæringsstöðum, bróðir
Jóhannesar, ættföður Svaðastaða-
ættarinnar. Jón var sonur Jóns, b.
á Balaskarði, Jónssonar harða-
bónda á Mörk í Laxárdal, Jónsson-
ar, ættföður Harðabóndaættarinn-
ar. Móðir Bjama var Regína Hans-
dóttir Sívertsen, kaupmanns í
Reykjavík, Sigurðssonar Sívertsen,
kaupmanns í Reykjavík, Bjarnason-
ar, riddara og kaupmanns í Hafnar-
firði, Sívertsen. Móðir Regínu var
Charoline Hansdóttir Linnet, versl-
unarstjóra í Hafnárfirði.
Móðir Gunnars ráðunautar var
Þórdís, systir Bjama, afa Bjarna
Jónssonar, fuglab. á Reykjum. Þór-
dís var dóttir Asgeirs, b. í Knarrar-
nesi, Bjamasonar, b. í Knarramesi,
Benediktssonar. Móðir Þórdísar var
Ragnheiður, systir Sigríðar, ömmu
Hallgríms Helgasonar tónskálds.
Ragnheiður var dóttir Helga, b. i
Vogi, Helgasonar, bróður Ingibjarg-
ar, langömmu Kristjáns Eldjárns.
Guðbjörg Jóna er dóttir Ragnars,
sparisjóðsstjóra í Reykjavík, bróður
Júlíusar kaupmanns, afa Sigríðar
Dúnu Kristmundsdóttur mann-
fræðings. Systir Ragnars var Jóna,
móðir Þorsteins Gunnarssonar,
arkitekts og leikara. Ragnar var
sonur Guðmundar, útgerðarmanns
í Ásbúð í Hafnarfirði, Sigvaldason-
ar, sjómanns í Ásbúð, Ólafssonar.
Móðir Guðmundar var Guðbjörg
Guðmundsdóttir, b. á Vestra-írafelh
við Stokkseyri, Sigurðssonar, og
Guðrúnar Hannesdóttur frá Neista-
koti í Flóa. Móðir Ragnars var Krist-
björg, systir Einars sjómannadags-
formanns, föður Báru kaupkonu.
Kristbjörg var dóttir Ólafs í Lása-
koti, Einarssonar, og Oddnýjar Sig-
Gunnar Asgeir Gunnarsson.
urðardóttur.
Móðir Guðbjargar var Regína,
systir Guðbjargar, ömmu Eddu Þór-
arinsdóttur leikkonu en bróðir Reg-
ínu var Magnús kennari, faðir Guð-
mundar, fyrrv. háskólarektors.
Regína var dóttir Magnúsar, verk-
stjóra við Kirkjuból í Reykjavík,
Vigfússonar, og Sólveigar Jónsdótt-
urfráNýja-Bæ.
Afmæli
Hjálmar Gudjónsson
Hjálmar Guðjónsson verkamað-
ur, Lönguhlíð 3, Reykjavík, er 75 ára
ídag.
Starfsferill
Hjálmar fæddist í Strandhöfn í
Vopnafirði og ólst þar upp. Seinna
bjó hann félagsbúi við föður sinn í
ein tólf ár, eða til ársins 1959.
Þá fluttist Hjálmar til Reykjavíkur
og gerðist starfsmaður hersluverk-
smiðjunnar Hydrol þar sem hann
starfaði í rúm tuttugu ár, eða þar
til hann hætti störfum 68 ára að
aldri.
Fjölskylda
Hjálmar var kvæntur Sigurrósu
Ingþórsdóttur húsmóður í ein tólf
ár en þau skildu. Hún er dóttir Ing-
90 ára 60ára
Halldóra Eyjólfsdóttir, Grensásvegi 56, Reykjavík. Eiríkur Leifur Ögmundsson, Stórahjalia 33, Kópavogi — EddaUgmundsdóttir,
85ára Sólheimum 23, Reykjavík.
Kristín Jónsdóttir, Laugamesvegi 88, Reykjavik. 50 ára
• ** ■»
duiut /i> Dvtfiutfuuiui f ncyuu iiciguauii) Hverfisgötu 49, Reykjavik. Helgubraut 27, Kópavogi.
Gunnar Kristjánsson, Friðrikka R. Bjamadóttir, Austurbyggð 17, Akureyri. Aðalstræti 20, Isafirði. ■ "ViÁár H&redál Giiðnason
80 ára Kópavogsbraut 75, Kópavogi. Viðar verður að heiman á afmælis-
Ingibjörg Veturliöadóttir, Þórhildur Pálsdóttir, Langageröj 64, ReyHjavik. Lágholtí 4, Stykklshólmi.
Jóhannes Einarsson, 75 á ra Hólsbergi 13, Hafharfirði.
Hjálipar Guðjónsson, Lönguhlíö 3, Reykjavík. 40ára
Sigurlína Jóhannsdóttir, Hvanneyrarbraut62, Siglufirði. Kristín A. Zoe...ga, Jónína B. Gunnarsdóttir, Álfatúni 11, Kópavogi, Ragnar Jónsson,
Dyngjuvegi 1, KeyKjaviR. Guðhjörg Sveinsdóttir, Ártúni6,Selfossi. Tiamarbóli4, Seltjamamesi. Frímann Árnason, Áfthini 10 ICótÍÍ1VO0Í
Sigurður Brandsson, ■Wiarftíirfiini 5 Olafsvík Kristján Ásgrimsson,
Lindarbyggð 9, Mosfellsbæ.
öiggerour ivi. ^ionannesaouir, 70 ára Dalsgeröi3c, Akureyri.
Hulda Ragna Magnúsdóttir, Njálsgötu 11, Reykjavlk. A RUUI f » O UUQlHfU, Grenimel21, Reykjavík. Guðluug Gunnarsdóttir,
Sigriður Parmesdóttir, Hallbjamarstöðum 2, Tjörnes- hreppi. JónPétursson, Krummahólum8,Reykjavík. •
þórs Björnssonar og HaUberu Þórð-
ardóttur.
Hjálmar og Sigurrós eiga tvær
fósturdætur. Þær eru: Margrét
Guðnadóttir, húsmóðir í Reykjavík,
og á hún þijú böm, og Ragnhildur
Hreiðarsdóttir, húsmóðir í Noregi,
og á hún einnig þrjú böm.
Seinni kona Hjálmars var Lovísa
Guðmundsdóttir, f. 26.8.1910, d.
1986, dóttir Guðmundar Sigurðsson-
ar skósmiðs og Þóm Þorsteinsdótt-
ur konu hans. Lovísa átti fimm börn
fyrir.
Hjálmar var einn sjö systkina sem
komust til fullorðinsára. Alsystkini
hans: Sigurður, látinn; Kristín, lát-
in, og Jósef. Hálfsystkini hans:
Hilmar, látinn; Ingibjörg og Sigríð-
ur, látin. Hálfsystkinin vom börn
Jósefs Jósefssonar, föðurbróður
Hjálmars.
Foreldrar Hjálmars vom Guðjón
Jósefsson b., Strandhöfn í Vopna-
firði, og Hildur Sigurðardóttir hús-
móðir.
Guðríður Eygló Ámadóttir
Guðríður Eygló Árnadóttir hús-
móðir, Kópubraut 16, Njarðvík,'
verður sextug á morgun, fimmtu-
dag.
Fjölskylda
Guðríður fæddist í Innri-Njarðvík
og ólst þar upp. Hún giftist 6.12.1980
Vigni Guðnasyni, f. 30.8.1931, skrif-
stofumanni. Hann er sonur Guðna
Magnússonar, málara í Keflavík, og
Jónu Jónsdóttur sem nú er látin.
Guðríður eignaðist tvö böm með
Óskari Jakobssyni, f. 27.10.1928, d.
20.7.1968. Þau em Ámi J., f. 2.2.
1961, og Guðný, f. 1.1.1962, starfs-
maður Sjúkrahússins í Keflavík.
Albræður Guðríðar em Einar og
Sigurþór Ámasynir. Hálfsystkin
hennar em Sveinn og Aðalsteinn
Guðbergssynir og Sigríður Guö-
bergsdóttir.
Foreldrar Guðríðar em Ámi Sig-
urðsson, f. 30.4.1899, verkamaður
og Ásta Karítas Einarsdóttir hús-
móðir.
Guðríður verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Guðríður Eygló Árnadóttir.
Sviðsljós
Stór hópur hársnyrtifólks fór til Parísar i vel heppnaða ferð sem skipulögð var af Perma Paris og umboðsmönnum
fyrirtækisins hérlendis. Hópurinn fór á hártískusýningar og sótti námskeið hjá Perma Paris en þessari mynd var
einmitt smellt af við það tækifæri.