Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Blaðsíða 36
48 •2y'-M'ÁMí'M>ÖUR 2fe. OKTÖBÉfi 1992. Svidsljós Sigmundur Guðbjarnason, fyrrum háskólarektor, og Einar Egilsson virða fyrir sér gripi Jómsvíkinga sem eru til sýnis í Þjóðminjasafninu og koma hingað frá Póliandi. DV-myndir JAK Jómsvíkingar í Þjóðminj asafninu Jómsvíkingar heitir sýning sem opnuð var í Þjóðminjasafninu um helgina. Þar er til sýnis fjöldi góðra gripa sem grafnir hafa verið upp á undanfomum fjörutíu árum í bæn- um Wolín við mynni Oderfljóts og koma þeir hingað frá Þjóðminjasafn- inu í borginni Stettín í Póllandi. í Wolín eru leifar verslunarborgar sem þar stóð frá 7. öld og fram eftir miðöldum. Líkur eru taldar á að virkið Jómsborg, sem lýst er í Jóms- víkingasögu, hafi einmitt staðið við Wolín. Ýmsir gripanna á sýningunni bera norræn einkenni, en aðrir eru greinilega komnir lengra að. Wladislaw Filipowiak, fornleifafræðingur og forstöðumaður Þjóðminjasafns- ins í Stettin i Póllandi, bendir Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra á eitthvað markvert á Jómsvíkingasýningunni í Þjóðminjasafninu. Listamaðurinn Hannes Lárusson, fyrir miðri mynd, kollegi hans Jón Osk- ar, til vinstri, og Guðmundur Sigurðsson virða eitthvað skondið fyrir sér á sýningu Hannesar viö Skólavörðustíg. Hannes sýnir Aftur Aftur Hannes Lárusson myndlistarmað- ur opnaði sýningu í Galleríi 1 1 við Skólavörðustíg um helgina. Sýning- una kallar Hannes Aftur Aftur og þar má sjá verk sem unnin voru á þessu ári og hinu síðasta. Maður verður nú aðeins að fá að koma við listina. Heiðrún Kristjánsdóttir og Óskar Völundarson við opnun sýningar Hannesar Lárussonar í Galleríi 11. DV-myndirJAK Meiming r»v Sögurúr Tvö leikrit eftir Anton Tsjékov. Sýnd hvort á eftir öðru með rúmlega klukkutíma hléi á milli. Leikhús- veisla sem stendur frá kl. fimm og langt fram eftir kvöldi. Er verið að ætlast til of mikils af fólki? Eða er þetta vel þegin tilbreyting og kostur sem oftar ætti að bjóðast? íslenskir leikhúsgestir hafa að minnsta kosti ekki oft fengið tækifæri þessu líkt til að lifa sig inn í veröld Tsjékovs - veröld sem var - og gefa sér góðan tíma með persónunum sem hann dró upp með penna sín- um. Það er skemmst frá að segja að þessi tilhögun heppn- ast alveg prýðilega og leikritin spila skemmtilega sam- an. Þrátt fyrir óvenjulega langa viðveru í leikhúsinu leiddist engum, þvert á móti sýndu undirtektir gesta að sýningum loknum svo að ekki varð um villst að menn höfðu skemmt sér hið besta og engin þreytu- merki voru á þeim að fmna! Kjartan Ragnarsson stýrir báðum verkunum og í þeim skipta sömu leikarar með sér hlutverkum þann- ig að hér gefst líka kjörið tilefni til að bera saman vinnubrögð og túlkun. Leikmynd Jóns Hallkels Jó- hannessonar er notuð lítið breytt sem bakgrunnur beggja verka en að öðru leyti er auðvitað um tvær alveg sjálfstæðar leiksýningar að ræða sem líka verð- ur hægt að njóta hvorrar í sínu lagi. Kvennaraunir Platanovs Fyrri sýningin er leikgerð Péturs Einarssonar á æskuverki Tsjékovs um kvennagullið Platanov. í upp- haflegri mynd tekur það fulla sex tíma í flutningi og þess vegna hefur reynst nauðsynlegt að stytta það. Nokkrar leikgerðir hafa verið unnar upp úr þessu handriti, m.a. ein eftir Michael Frayn, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu 1985 undir nafninu Viflihunang. Platanov er óskaplega „tsjékovsk" persóna, maður með framtíðina að baki sér. Hann er sjarmör og ólækn- andi kvennabósi en háar hugsjónir æsku hans og glæstir draumar hafa farið fyrir lítið. Hann er þreytt- m- og lífsleiður en gerir samt ekkert til að vinna sig út úr vandanum. Þröstur Leo Gunnarsson smeflur inn í hlutverkið með vandlega unninni túlkun og kemur vel til skila öllum blæbrigðum textans. Gervið er stórgott, hann er „folur og interessant", karlarnir dá hann, konurnar elska hann og öll atburðarásin snýst um hann. Leiklist Auður Eydal En Platanov er ekki bara sykurhúðin, hann á sér lika neikvæðar hliðar. Hann traðkar á fólki og er bæði tillitslaus og meinfýsinn ef því er að skipta þó að innst inni sé hann bara lítill kall. Satt best að segja er hann dreginn sundur og saman í verkinu og endan- legt uppgjör kemur ekki á óvart í bráðfyndnu lokaatr- iði. En það væri ólíkt Tsjékov að fylla ekki upp í mynd- ina með fleiri eftirminnilegum persónum og þetta verk er engin undantekning. Guðrún S. Gísladóttir er góð í hlutverki Önnu Petrovnu sem er heimskona í augum hinna. Leikur hennar er einlægur og afslappaður og hún hefur sterka návist á sviðinu. Helst mætti finna að því að Anna Petrovna verði á stundum fullköld og íjarræn í túlkun hennar. Svofltið meiri innileiki hefði gert myndina ennþá sterkari. Ari Matthíasson og Sigrún Edda Björnsdóttir leika ungu hjónin, Sergei og Sofju, og Erla Ruth Harðardótt- ir Mariu Jefimovnu. Þau vinna þessar persónur vel og hver þeirra gegnir ákveðnu hlutverki í heildar- myndinni. Sumum öðrum leikendum er gefið meira eftir í kóm- ískri útfærslu og í heild er áhersla lögð á fyndnina í verkinu. Tregablandinn undirtónn er að vísu ekki langt undan þó að kreppa persónanna sé augljóslega heimatilbúin. Þau koma bara alls ekki auga á það sjáif. Pétur Einarsson skopgerir landeigandann Glagóléf óspart. Bæði gervd og hreyfmgar styðja þessa útfærslu og nærvera hans er nýtt til að skaþa hlátur. Glagóléf er skotspónn höfundar í verkinu, maður, sem hefur auðgast á krárrekstri og heldur að allt sé falt fyrir gufl. Hann hefur augastað á Önnu Petrovnu én hún dregur karlinn á asnaeyrunum og slær úr og í. Guðmundur Ólafsson fer vel með hlutverk læknisins og dansar á mörkum skops og trega. Helga Braga Jóns- dóttir leikur Söshu, systur hans og eiginkonu Pla- tonovs, eftirminnilega, jafnt broslegt grunleysi hennar sem sárindin yfir framferði Platonovs. Sérstaklega var gaman aö bera saman tvö ólík hlutverk Helgu í verk- unum og óhætt að segja að hún átti marga góða spretti, sérstaklega þar sem reyndi á kímilega túlkun. Theodór Júlíusson leikur hrossaþjófinn Ósip, mann af aflt öðru sauðahúsi, sem Anna Petrovna hefur í þjónustu sinni. Hann á í rauninni alls ekki heima inn- an um þetta fólk og þrammar um þungstigur og þög- ufl. Þessi persóna komst ágætlega til skfla í túlkun Theodórs. Margbrotnari persónur Vanja frændi er leikrit af öðrum gæðaflokki en Pla- sveitínni Theódór Júliusson sem Vanja frændi í samnefndu leikriti eftir Anton Tsjékov. Guðmundur Ólafsson, Theódór Júlíusson, Ari Matthí- asson og Pétur Einarsson i hlutverkum sinum i Plat- anov eftir Anton Tsjékov. DV-myndir ÞÖK tonov þó að í verkunum megi finna marga sameigin- lega þræði. Það hefur löngum verið talið meðal merk- ustu verka Tsjékovs og ber öll sterkustu höfundarein- kenni hans. Hlutverk Vanja frænda er eitt af óskahlutverkum leikbókmenntanna og í sýningu L.R. leikur Theodór Júliusson það. Vanja er maður sem hefur unnið hörð- um höndum aflt sitt líf og fórnað hverri stund fyrir aðra. Hann er góðgjarn og krefst einskis fyrir sjálfan sig en rís þó upp um síðir þegar honum er ofboðið. Theodór sýndi áthyglisverða frammistöðu, fas hans og einlægni var vel unnin en raddbeitingin var dálítiö einhæf, einkum þar sem geðshræringin nær yfirhönd- inni. Vanja hans er hlýr og góður maður og þó tilfmn- ingarnar liggi djúpt eru þær þeim mun heitari þegar þær brjótast fram. í Vanja frænda eru skiiaboðin um göfgi vinnusem- innar orðin mun skýrari en í Platanov og um leið er persónugerðin ítarlegri og margbrotnari og gerir um leið aðrar kröfur til flytjenda. Eftir prýðisgóðan Platanov varð samanburðurinn seinni sýningunni aðeins í óhag. Það var eins og hún væri á sinn hátt ekki eins markviss, framsetningin ekki eins klár. Skilgreint markmið varð ekki eins skýrt og það kom niður á heildinni, sérstaklega vegna þess hvað samanburðurinn við fyrri sýninguna var sterk- ur. Kannske varð viðleitnin til að draga fram léttleikann og kímnina í Vanja til þess að draga úr trega textans, óþarflega ýktum leik brá fyrir og ekki gekk öllum jafn- vel að skipta yfir í aðra ruflu frá fyrra verkinu, þann- ig að stundum urðu áhrifin eins og af tilbrigði við sama stef. Guðrún Gísladóttir er góð í hlutverki Jelenu. Hafi hún sparað sig örlítið í fyrra verkinu lék hún af fullum innri krafti hér. Pétur Einarsson leikur gamla prófess- orinn, eiginmann hennar, og nær vel hroka hans og síngimi. Guðmundur Ólafsson og Sigrún Edda Bjöms- dóttir leggja óþarflega ýktar áherslur í hlutverkum sínum til að byrja með en það lagast og Sigrúnu vex styrkur er líður á verkið. Egill Ólafsson var feiknagóður í hlutverki læknis- ins. Útlit hans og fas gat ekki betra verið og leikur hans var einfaldlega magnaður. Já, þaö er sannarlega þess virði að prófa eitthvað nýtt og sjá tvö leikrit í einni leikhúsferð. Kjartan Ragn- arsson hefur enn einu sinni sýnt áræði og flstrænan metnað við vinnslu þessara verka og árangurinn er eftirtektarverður. Leikmyndin sker sal Litla sviðsins eftir miðju og áhorfendur sitja sitt hvoram megin við hana. Þetta gefur svigrúm fyrir hreyfingu og hraöa sem er óspart nýtt í líflegum uppfærslum verkanna. Og ekki spillir falleg og skemmtileg tónlist Egils Óiafssonar og fleiri, sem lífgar líka upp á verkin, ásamt sérstaklega vel hönnuðum búningum Stefaníu Adolfsdóttur. v Leikfélag Reykjavíkur sýnlr á Litla sviðl Borgarleikhúss: Platanov - Vanja frændi Höfundur: Anton Tsjékov Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson Búningar: Stefania Adolfsdóttir Höfundur frumsaminna laga og Ijóða, tónlistarumsjón: Egill Ólafsson Lýsing: ögmundur Þór Jóhannesson Þýðing á Piatanov: Árnl Bergmann Leikgerð á Platanov: Pétur Einarsson Þýðing á Vanja frænda: Ingibjörg Haraldsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.