Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER J992.
49 í
Leikhús
^4^
ÞJOÐLEIKHUSIÐ
Sími 11200
Smíðaverkstæðið kl. 20.00.
STRÆTI ettir Jim Cartwright.
Miðvikud. 28/10, uppselt, föstud. 30/10,
fáein sæti laus, lau. 31/10, fimmtud. 5/11,
föstud. 6/11.
Ath. að sýningin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning hefst.
Litla sviölð kl. 20.30.
RÍTA GENGUR MENNTA-
VEGINN eftirWilly Russel.
Mlðvlkud. 28/10, uppselt, flmmtud. 29/10,
aukasýning, uppselt, föstud. 30/10, upp-
selt, lau. 31/10, uppselt, fimmtud. 5/11,
föstud. 6/11, uppselt, lau. 7/11, uppselt,
mlðvikud. 11/11, föstud. 13/11, uppselt,
lau. 14/11, uppselt.
Ekki er unnt að hleypa gestum inn i sal-
inn eftir að sýning hefst.
Stórasviðlðkl. 20.00.
HAFIÐ eftirólaf Hauk
Símonarson
Lau. 31/10, uppselt, sun. 1/11, nokkur
sæti laus, föstud. 6/11, nokkur sæti laus,
fimmtud. 12/11, fáein sæti laus, lau. 14/11,
fáein sæti laus.
KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu
Razumovskaju.
Fimmtud. 29/10, uppselt, lau. 7/11, fáein
sætilaus, sun. 8/11, föstud. 13/11.
UPPREISN
Þrír ballettar með íslenska dans-
flokknum.
Föstud. 30/1 Okl. 20.00, sun. 1/11 kl. 14.00.
Ath. breyttan sýningartima.
Miðasala Þjóöleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
aö sýningu sýningardaga.
Miðapantanir frá kl. 10 vlrka daga i sima
11200.
Greiðslukortaþj. -Græna línan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
"TtlHI
ISLENSKA OPERAN
Smcmi ch- SMMvme&moow
eftir Gaetano Donizetti
Föstudaginn 30. október kl. 20.00.
Sunnudaglnn 1. nóvember. kl. 20.00.
Föstudaginn 6. nóvember kl. 20.00.
Sunnudaginn 8. nóvember kl. 20.00.
Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00
daglega en til kl. 20.00 sýningardaga.
SÍMI11475.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA.
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
ðjð
DUNGANON
eftir Björn
Th. Björnsson
Fimmtud. 29. okt.
Föstudaginn 7. nóv.
Stóra sviðið kl. 20.
HEIMA HJÁ ÖMMU eftirNeil
Simon.
5. sýn. miðvikud. 28. okt. Gul kort gilda.
6. sýn. föstud. 30. okt. Græn kort gilda.
Uppselt.
7. sýn. laugard. 31. okt. Hvit kort gilda.
Fáein sæti laus.
Litla sviðið
Sögur úr sveitánni:
PLATANOV eftir Anton Tsjékov
Þýðing: Árni Bergmann.
Lelkgerð: Pétur Einarsson.
VANJA FRÆNDI eftir Anton
Tsjékov.
Þýöing: Ingibjörg Haraldsdóttir.
Leikmynd: Axel Hallkell Jóhannesson.
Búningar: Stefania Adolfsdóttir.
Lýsing: Ögmundur Jóhannesson.
Tónlist: Egill Ólafsson.
Lelkstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Lelkarar: Ari Matthíasson, Egill Ólafsson.
Erla Ruth Harðardóttir, Guðmundur Ólafs-
son, Guðrún S. Gísladóttir, Helga Braga
Jónsdóttir, Pétur Elnarsson, Sigrún Edda
Björnsdóttir, Theodór Júliusson og Þröstur
Leó Gunnarsson.
PLATANOV
Sýning fimmtud. 29. okt. KL. 20.00.
VANJA FRÆNDI
Sýning föstud. 30. okt. KL 20.00.
KORTAGESTIR, ATH. AÐ PANTA ÞARF
MIÐA Á LITLA SVIÐIÐ.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin alla daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17.
Miðapantanir i síma 680680 alla virka
dagafrá kl. 10-12.
Greiðslukortaþjónusta -
Faxnúmer 680383.
Leikhúsiínan, simi 991015.
Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem
dögumfyrirsýn.
Munið gjafakortin okkar, skemmtileg
gjöf.
Leikfélag Reykjavikur -
Borgarleikhús.
Leikfélag Akureyrar
eftir Astrid Lindgren
Góð skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
Miðvikud. 28. okt. kl. 18.
Fimmtud. 29. okt. kl. 18.
Laugard. 31. okt. kl. 14.
Sunnud. 1. nóv. kl. 14.
Sunnud. 1. nóv. kl. 17.30.
Enn er hægt að fá áskriftarkort.
Verulegur afsláttur á sýningum leikárs-
Ins.
Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafn-
arstræti 57, alla virka daga nema
mánudaga kl. 14-18. Laugardaga og
sunnudaga
frákl. 13-18.
Símsvari allan sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi í miðasölu: (96) 24073.
LEIfAl’STARSKÓLI ÍSLAN'DS
Nemenda
leikhúsið
LINDARBÆ simi 21971
Lindargötu 9
CLARA S. e. Elfriede
Jelinek.
3. sýn. fimmtud. 29. okt. kl. 20.30.
4. sýn. föstud. 30. okt. kl. 20.30.
5. sýn. sunnud. 1. nóv. kl. 20.30.
6. sýn. flmmtud. S.nóv. kl. 20.30.
Leikstjóri: Óskar Jónasson.
Leikm. og bún.: Finnur Amar.
Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir.
Lýsing: Egill Ingibergsson.
Miðapantanlr í s. 21971.
Nýjarbækur
Svört verða sólskin
Út er komin bókin Svört verða sólskin
(Sort skinner solen, Svart skiner solen,
Svart skinner solen, Paista páivá pimeá-
án). Bókin kemur samtímis út á fimm
tungumálum, í samvinnu sex norrænna
bókaforlaga, hér á landi á vegum Máls
og menningar. Bókin er að öllu leyti unn-
in hér á landi, Mál og menning stýrði
verkinu. Svört verða sólskin er hluti af
samstarfsverkefni Nordsprák (Samtaka
norræna móðurmálskennara) og nor-
rænu ráðherranefndarinnar sem styrkir
verkefnið.
Menning
Rómantík í Hafnarborg
Tríó Reykjavíkur hélt tónleika í Hafnarborg í Hafn-
arfirði í gærkvöldi. Tríóið skipa Guðný Guðmunds-
dóttir, fiðla, Gunnar Kvaran, selló, og Halldór Haralds-
son, píanó. Að þessu sinni kom einnig fram Sem gest-
ur bandaríski píanóleikarinn Brady Millican. Á efnis-
skránni voru verk eftir Jóhannes Brahms og Franz
Schubert.
Tvö viðamikil kammerverk eftir Brahms voru meg-.
ininntak tónleikanna. Sónata í e-moll op. 38 fyrir selló
og píanó er verk sem leynir á sér. Það sýnist einfalt
þegar nótur eru skoðaðar og stefjaefnið einkar lát-
laust. Meðferð efnisins sýnir hins vegar ótrúlegt hug-
myndaflug og með ólíkindum hverjum áhrifum tón-
skáldið nær með ýmsum einfoldum vinnubrögöum,
eins og t.d. notkun hemiólunnar. Meö hemiólu í ein-
foldustu mynd er átt við það er hendingum er svo
skipað aö vafi er á hvort leikið er í tvískiptum eöa
þrískiptum takti. Brahms haföi mikið dálæti á þessu
hljómfallsbragði og kemur það víða fram í verkum
hans, má ef til vill kallast eitt af vörumerkjum Brahms.
Sónatan í d-moll op. 108 fyrir fiðlu og píanó er ekki
síður viðamikið og auðugt verk. Hún hefur yfir sér
nokkurn virtúósabrag þótt engu sé þar ofaukið. Það
er einn helsti styrkur tónlistar þessa merka höfundar,
sem vel kemur fram í verkum þessum, hversu laus
hún er við yfirborðsmennsku þrátt fyrir að hún sé
þrungin rómantískum tilfinningahita. Má vafalaust .
þakka þetta hinum vönduöu klassískt ættuöu vinnu-
brögöum Brahms, þar sem hvert smáatriði á sér sam-
svörun í heildinni.
Fantasía í f-mofi fyrir íjórhent píanó op. 103 eftir
Schubert var leikin af þeim Halldóri og Brady Millic-
an. Þótt fagurfræði þessa verks sé ekki óskyld verkum
Brahms eru vinnubrögð öll önnur. Hér ræður í raun
hin lýríska laglína ferðinni þótt margt annað komi við
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
sögu. Meginlaghnan, sem tónskáldið notar, minnir
mjög á Mozart í dramatískum einfaldleika sínum sem
er undirstrikaður enn frekar með nánast bamalegum
Alberti bassanum í undirleiknum. Schubert fær sig
illa til að búta þessa gersemi niður eins og klassísk
úrvinnsluvinnuhrögö krefjast heldur fær hún að heyr-
ast í heild sinni nokkrum sinnum og gefur það form-
inu nokkum Rondo svip.
Flutningur hljómhstarfólksins var yfirleitt góður,
en svolítið misjafn þó. Gunnar lék miðþáttinn í selló-
sónötunni sérlega vel og Guðný sýndi mikil tilþrif í
lokaþætti fiðlusónötunnar. Hún lét þess getið aö hún
hefði lært það verk fyrst hjá kennara sínum Birni
Ólafssyni, konsertmeistara, en hann hefði orðið 75 ára
um þessar mundir. Tileinkaði hún Birni flutninginn.
Píanóleikaramir komust vel frá sínu og Schubert
hljómaði mjög vel hjá þeim.
Veggnriim
„Paródía Kalíbans“
Út er komin bókin „Paródía Kalibans"
eftir Ronald Kristjánsson. Er þetta safn
35 smásagna, sem höfundur kýs aö kalla
„sjortara“ („Short stories"), sem eru
sprettilsögur, tiáðsádeilur á þjóöfélagið
og manninn, hugsanir og leiöslusögur í
anda dulspekinnar. Bókin er 135 bls.
pappírskiija í brotinu A5 og kostar hún
1390 krónur.
Fundir
-Hið íslenska náttúru-
fræðifélag
í dag, 26. október, veröur haldinn fyrsti
fræðslufundur HÍN á þessum vetri.
Fundurinn verður að venju haldinn í
stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskól-
ans. Á fundinum heldur Gunnlaugur
Bjömsson stjameðlisfræðingur erindi
sem hann nefnir: Af virkum vetrarbraut-
rnn.
ITC deildin Eik
heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Fógetanum,
Aðalstræti 10. Fundurinn er öllum opinn.
Upplýsingar veita Edda í s. 26679 og Jón-
ína í s. 687275.
TilkyiHiiiigar
Rabb um rannsóknir
og kvennafræði
Miðvikudaginn 28. október verður hið
hálfsmánaðarlega rabb um rannsóknir
og kvennafræði á vegum Rannsókna-
stofu í kvennafræðum við Háskóla ís-
lands og ber það yfirskriftina „Hlut-
lægni“ í sögu eðlisfræðinnar. Þar talar
Sigríður LiUý Baldursdóttir eðlisfræð-
ingur og lektor við Tækniskóla íslands
um athuganir sínar á hugmyndum mn
„hlutlægni" í sögu eðlisfraeðinnar og
veltir fyrir sér spumingunni um „kven-
lega hlutlægni". Að venju fer rabbið fram
í stofu 202 í Odda, kl. 12-13. Allir vel-
komnir.
Jöklarannsóknafélag íslands
Haustfundur félagsins verður haldinn 27.
október kl. 20.30 í matsalnum Tækni-
garði, Dunhaga 5.
Heimsókn á vegum
Orðs lífsins
Forstöðumaðurinn og prédikarinn Ric-
hard Perinchief er að koma hingað í sína
fjórðu heimsókn á einu ári. Hann kemur
nú með 15 manna hóp með sér sem mun
verða með leikþætti til að skýra boðskap-
inn. Richard er forstöðumaður í söfnuð-
inum Spirit Life Christian Center í Oc-
ala, Flórída og ferðast auk þess um allan
heim til að predika fagnaðarerindið vun
Jesú Krist. Heimsókn þessi er á vegum
Orðs lifsins í Reykjavík. Hópurinn mun ■
heimsækja ýmsa framhaldsskóla, Kringl-
una og Perluna. Einnig verða raðsam-
komur hjá Orði lífsins 29. okt.-l. nóv.
þ.e.a.s. fimmtudags-, föstudags-, laugar-
dags- og sunnudagskvöld kl. 20.30 að
Grensásvegi 8,2. hæð. Allir eru velkomn-
ir á þessar samkomur.
Brúðuhúsið, ný
verslun
Nýlega var opnuð verslun að Laugavegi
92 (viö hliðina á Stjömubíói). í Brúðuhús-
inu gefur að líta smækkaða mynd af
raunverulegu heimili. Þar fást hús, hús-
gögn, húsbúnaður og brúður allt í
smækkaðri mynd (miníatúrar). Stíll hús-
gagnanna er frá ýmsum tímabilum, frá
17.-20. öld. Verslunin selur einnig muni
eftir íslenska handverks- og listamenn.
Eigendur verslunarinnar eru Halldóra
Gunnarsdóttir, Heiðrún Kristjánsdóttir,
Linda Jóhannsdóttir og Ragnheiður Sig-
urjónsdóttir. Verslunin er opin frá kl.
10-18 virka daga og frá kl. 11-14 á laugar-
dögum. '
Herbert og Herbertstrasse
Tekin er til starfa ný hljómsveit sem heit-
ir „Herbertstrasse" Sveitin hefur á að
skipa valinkunnum hijómlistarmönnum
sem allir hafa komið við sögu í tónlistar-
heiminum áður. Skal þar fyrst nefna
Herbert Guðmundsson, söngvara og
lagasmið, sem syngur með sveitinni og
Ieikur á gítar, Einar Vilberg, söngvari og
lagasmiður, leikur á rafgítar, Sigurður
Hannesson trymbill, áður með hljóm-
sveitinni Rickshaw og fleiri sveitum, og
Sigurður Ingi Ásgeirsson sem leikur á
bassa og hefur hann starfað með hljóm-
sveitum austanfjalls undanfarin ár.