Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1992, Blaðsíða 18
18
MANUDA9.UK 26. OKTÓKEK 1992.
Útboð
Óskum að taka á leigu húsnæði og tóm-
stundaaðstöðu fyrir bandaríska starfsmenn
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Staðsetning verður að vera:
- Innan tveggja og hálfs stundar akst-
urs frá Keflavíkurflugvelli -í sveitaum-
hverfi - Ca 15 km fjarlægð frá silungs-
veiðisvæði.
íbúðarhús verða að hafa:
- Átta svefnherbergi, - Eldhús með
tveim eldavélum og borðstofu - Gufu-
bað - Geymsluherbergi - Kæli/frysti-
skáp- Þvottaherbergi - Þrjú snyrtiher-
bergi (tvö þeirra fullkomin með sal-
erni, baðkari eða sturtu).
Byggingin verður að vera í samræmi
við allar byggingar- og skipulagsregl-
ur.
Staðsetningarkröfur:
- Tjaldstæði, nægileg fyrir 15 tjöld -
Bílastæði fyrir tuttugu bíla - Golfvöll-
ur, eða að minnsta kosti lA hektari til
slíkra nota - Ca 300 m2 hlaða eða
geymsluhúsnæði.
(Jtboðsfrestur er til 5 nóvember 1992
Nánari upplýsingar veitir:
Varnarliðið PWD Planning DIV.
235 Keflavíkurflugvöllur, P.O. Box 216,
C/O Ari Hjörvar. Sími: 92-54120. Fax:
92-57898.
GOODjpYEAR
VETRARHJÓLBARÐAR
60 ÁR Á ÍSLANDI
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
m
HEKIA
FOSSHÁLSI 27
SÍMI 695560 674363
Popp
Frank Zappa á tónleikum.
DV-mynd Rasl
Ekki í svampfrakka
Er Frank Zappa rokkari, (Fjassari eða nútímatón-
skáld? Líklega blanda af þessu þrennu, með meiru.
Orðkynngi og hugmyndaflug rokkskáldsins og þjóðfé-
lagsgagnrýnandans gerði hann snemma að útlaga í
bandariskri hljómplötuútgáfu og bannvöru á fjölda
útvarpsstöðva. Hann rekur því sitt eigið útgáfufyrir-
tæki sem býður upp á heimsins bestu „öðruvísi"
skemmtun. í gegnum tíðina hefur hann öðlast viður-
kenningu flestra innan rokk- og djassheimsins og einn-
ig margra meðal hinna klassísklærðu.
Á neðangreindum geislaplötum eru hljómleikaupp-
tökur með gömlum og nýjum verkum Zappa en einnig
má heyra lög og brot úr verkum eftír aðra. Má nefna
t.d. „Bolero“ eftir Ravel, „Purple Haze“ eftir Hendrix,
„Stairway to Heven" (í reggae-taktí), mars úr „Sögu
hermannsins“ eftír Stravinsky og bút úr píanókonsert
eftir Bartok.
Sama hljómsveitin leikur á öllum upptökunum og
er þar vahnn maður í hveiju rúmi enda þarf meira
en venjulega meðaljóna til að þrælast í gegnum sumar
útsetningar meistarans. Hljóðfæraskipan minnir á
Blood, Sweat and Tears og Chicago á sínum tíma, að
viðbættum víbrafóni, marimbu og hljóðgerflum.
„Make a Jass Noise Here“ er að talsverðu leyti án
söngs og minnir dálítíð á þá tíma er bræðingstónlistin
kaUaðist djass/rokk og hljómsveitir eins og Colosseum
og Mahavishnu Orchestra voru upp á sitt besta.
Sungnu lögin eru fleiri á „The Best Band...“ og meira
glens og gaman.
Þessi tvö lagasöfn (ásamt plötunni og myndbandinu
„Does Humor Belong In Music“) eru jafngóð fyrir byij-
endur í Zappafræðum og eldri aðdáendur sem vflja
endumýja kynni sín af kappanum og fá beint í æð
frábæra tónleikastemningu þar sem engin andhtslyft-
ing hefur farið fram á músíkinni eftir á. - Enginn
Hljómplötur
Ingvi Þór Kormáksson
svampfrakki, ef svo má segja.
Tónhst Frank Zappa er enn í dag jafn spennandi og
ónvenjuleg og fyrir 20 árum sem segir sitthvað um
hæfni hans en Uka eitthvað um íhaldssamt eðli rokk-
tónUstar. Þótt rokkið fái hina ýmsu merkimiða og
kalUst eitt í dag og annað á morgun er ótrúlega mikið
um blindgötur og öngstrætí, ekki síst þegar menn eru
að rembast við að vera frumlegir.
Frank Zappa: The Best Band You Never Heard In Your Llfe,
I og II.
Frank Zappa: Make A Jass Noise Here, I og II.
Memiing
BíóhöUin/Laugarásbíó: Lygakvendið: ★★
Heima er best
Enn einu sinni klikkar ameríski formúluendinn og
rífur niður í leiðinni skemmtilega bíómynd. Nú á tím-
um markaðskannana og prufusýninga eru fáar mynd-
ir sem koma frá bíó-risunum vestra án þess aö vera
með farsælan endi, sérstaklega ef um afþreyingar-
myndir er að ræða.
Stundum er þessi góði endir svo yfirgengilegur að
allar persónur veltast um hverja aðra þvera til þess
að tryggja að enginn í sögunni verði óhamingjusamur
að henni lokinni. Gáfulegar myndir hafa skyndilega
misst allt vit, persónur tekið út þroska og breytingu á
tveim mínútum, sem aðrir þurfa að borga milljónir tíl
sálfræðinga fyrir, lífsskoðunum og hegðunum fleygt
burt jafn hátíðlega og ruslinu.
Kvikmyndin Housesitter er mynd sem þarf að labba
út af rétt undir lokin til þess að skflja við hana með
góðum minningum. Það er sniðugu handriti og
skemmtilegum leikurum að þakka aö myndin liður
hreint ágætlega hjá og byggir upp sögufléttuna sem
verður sífellt flóknari eftir því sem persónumar koma
sér í meiri vandræði.
Steve Martín leikur ástfanginn arkitekt sem byggir
draumahús í sveitinni handa æskuástinni (Darta Del-
aney). Rómantíkin er í hámarki þegar hann sýnir
henni húsið í fyrsta sinn og ber upp bónorð. Hún seg-
ir nei. Nokkrum mánuðum seinna, kvenmannslaus
og niðurbrotinn, rekst hann á gengilbeinu (Goldie
Hawn) sem dregur hann í rúmiö. Hann stingur af um
morguninn en hún gerir sér litíö fyrir og leggur undir
sig draumahúsið. Gengilbeinan lýgur með bros á vör
að öllum 1 sveitinni, þar á meðal foreldrum hans og
hinni fyrrverandi, að hún sé spánný eiginkona arki-
tektsins. Þegar hann ber loks að garði em allir hæst-
ánægðir með ektakvendiö og ekki laust við að gamla
kærastan sé afbrýðisöm. Hann sér sér leik á boröi og
býður hinni tungulipru gengilbeinu að búa í húsinu
ef hún vilji þykast vera konan hans til þess eins að fá
æskuástina til að snúast hugur. Lygaflétta þeirra er
með endemum og þau ná líka að koma höggi á hvort
annað með ótrúlegum sögum meðan þau em að semja
sambandið frá grunni.
Það þarf ekki kjameðhsfræðing til að átta sig á því
hvað muni gerast næst en handritshöfundurinn og
leikstjórinn misreikna sig og senda út röng boð á röng-
um tímum um hvað sé í væntum.
Leikhópurinn er svo góður að það er engin spuming
um það að Martín er bálskotinn í Delaney og hún í
honum. Goldie er líka glerfín sem sálarflækjan sem
hengir sig í Martin og umfram allt húsið hans. AUt til
endaloka Utur út fyrir, þvert ofaní öU lögmál Holly-
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
wood, að myndin muni fá á sig hárbeittan endi, þvi
ekkert gefur til kynna að Martin muni á eðUlegan
hátt snúast hugur.
Ekkert væri því tíl fyrirstöðu að Martín fleygði
Goldie á dyr um leið og hann hefði krækt endanlega
í hina, nokkuð sem væri enn sterkara vegna þess að
Goldie hafði verið ægUega góð við aUa og reddað öllu
(með lygum reyndar). Hann hefði bara verið sam-
kvæmur sjálfum sér og hans farsæU endir verðskuld-
aður.
En svoleiðis ádeUa væri of góð til að vera sönn. Við"
fáum í staðinn dæmigerðan gervUegan góðan endi þar
sem aUt það versta sem hægt er að ímynda sér gerist.
Mynd sem varö sífeUt skemmtUegri því sem lengra
leið, hrynur í einni svipan og skUur mann eftir mun
vonsviknari en ef fyrstu 99 mínútumar hefðu verið
eins andlausar og síðust þrjár.
Housesitter (Band. 1992) 102 mln.
Saga: Mark Steln, Brian Grazer (Splash!).
Handrit: Stein.
Leikstjórn: Frank Oz (Dirty Rotten Scoundrels, What About
Bob?).
Leikarar: Steve Martin, Goldie Hawn, Dana Delaney (China
Beach), Julie Harris, Donald Molfat, Peter MacNicol.