Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992. 3 Fréttir xi.LLd lUgl CglUJ.llClXll J111ÍICJ1 Ull 111C1 dUöU.Ullil 1 AUAd 11 11 I l<J I III U 1 gCCl . Obreyttur ákvað sjálf ur eftirför á ofsahraða verjandinn sýndi mynd af undarlegu hjólbarðafari á bíl Steins Eltingaleikur fíkniefnalögreglunnar hófst við innkeyrsluna að Laugardals- lauginni. Þegar Björn Halidórsson og aðstoðarmaður fóru út úr bíl sinum til að handtaka Stein Ármann bakkaði hann sínum bil í snarhasti og ók yfir gangstétt við pylsuvagninn. Lögreglumaður úr flkniefhadeild lögreglunnar, sem ók þeim bíl sem var næstur á eftir Steini Ármanni Stefánssyni á 150-160 km hraða í Mosfellsbæ um miðnættið 17. ágúst, tók sjálfur þá ákvörðun að auka hraðann á bílnum umrætt kvöld á Vesturlandsvegi. Hann var ekki í sambandi við Bjöm Haildórsson yfir- mann deildarinnar og fékk ekki fyr- irmæli um svo stífa eftirför frá aðal- ídómsalnum Óttar Sveinsson stöðvum lögreglunnar. Hins vegar var starfsbróðir hans í framsæti í sambandi við stjómstöð. Maðurinn sagðist ekki hafa haft vissu fyrir því að fíkniefni væm í bíl Steins. „Ég tók þessa ákvörðun sjálfur og vildi fá einhver viðbrögð hjá honum (Steini) um að stoppa. Ég gerði mér grein fyrir þeirri hsettu sem skapað- ist,“ sagði lögreglumaðurinn að- spurður í dómsyfirheyrslu í kókaín- málinu í gær. Þar kom jafnframt í ljós að dómaraúrskurður lá ekki fyr- ir vegna talstöðvar sem notuð var til að hlera þaö sem fram fór í bfi Steins. Hjólfar á bíl Steins Ragnar Aðalsteinsson, veijandi Steins, gerði því skóna að hjólbarða- farið hefði verið eftir framangreind- an óeinkenndan lögreglubíl sem hefði verið ekið utan í bfi Steins - en ekki öfugt eins og lögreglumenn hafa ávallt sagt í málinu. Þessu tfi stuðn- ings lagði hann fram ljósmynd af bfi Steins þar sem núningsfar eftir hjól- barða kom fram fyrir aftan vinstra framhjól og mynd af lögreglubfinum sem sýndi skemmd að framanverðu. Veijandinn spurði rannsóknarlög- reglumann, sem myndaði bflinn, hvort hann treysti sér til að álykta hvort óeinkennda lögreglubílnum hefði verið ekið utan í bíl Steins með hhðsjón af hjólbaröafarinu. Lög- reglumaðurinn treysti sér ekki til að svara þessu enda bar honum ekki skylda tfi að draga síka ályktun fyrir dóminum. Ragnar spurði lögreglumenn einn- ig út í hvers vegna annar hjólbarði lögreglubflsins hefði verið sprunginn hægra megin. Lögreglumaðurinn, sem ók bflnum sem næstur var Steini í eftirfórinni, bar á hinn bóginn að eftir að Steinn ók utan í sinn bfi hefði hann ákveðið aö hægja ferðina og dragast aftur úr. Hjólbarðinn hefði sprungið er hann hemlaði og sá árekstur fram undan þar sem Steinn ók á einkenndan lögreglubfl með kunnum afleiðingum. Átta lögreglumenn voru yfirheyrðir í gær, þar af fjórir úr fíkniefnadeild, og sá lögreglumaður sem stjómaði þeim bfi sem Steinn Ármann ók á og kviknaði í. Hann fullyrti að ef bfll hans hefði oltið hefðu hann og félagi hans báðir brunnið inni. Páll Eiríks- son, fyrrverandi yfirlögregreglu- þjónn, kom einnig fyrir dóminn. Tál- beitumaðurinn setti sig í samband við hann í sumar tfi að spyija hvort Birni Halldórssyni væri treystandi. Úr því kom jákvætt svar en sá síðast- nefndi verður yfirheyrður í dag. Það sem einnig kom fram hjá fíkni- efnalögreglumönnum í gær var að aðeins einn skrifar skýrslur þegar jafnvel 2-4 bflar taka þátt í að fylgj- ast með mönnum, „að skyggja" - án þess að hinir staðfesti skýrslurnar. Ný skýrsla af lög- reglumanni í gær Skýrsla hefur aldrei verið tekin af einum fíkniefnalögreglumannanna sem mættu í gær. Hann var í sinni fyrstu yfirheyrslu vegna kókaín- málsins í gær. Hann byijaði að vinna við kókaínmálið 7-10 dögum fyrir handtöku Steins og var á vettvangi í Mosfellssveit nokkru eftir að áreksturinn varð. Hann bar að hafa komið aö sundlaugunum í Laugardal þegar Steinn var aö stinga Björn og aðstoðarmann hans af á bfiastæði þar og séð félaga þeirra á bfi fylgja Steini eftir. „Ég sá enga ástæðu tfi aö taka þá upp í og vissi að þeir myndu redda sér niöur eftir,“ sagði hann aðspurð- ur um hvers vegna hann hefði haldið strax á eftir félögum sínum á tveimur óeinkenndum lögreglubflum sem fylgdu Steini eftir að Mosfellsbæ. Þessi maður kom á vettvang í Mos- fellsbæ talsverðri stund á eftir félög- um sínum. - Frumsýning á sjálfskiptum BMW 316ÍA - BMW bílar eiga langa og merkilega sögu hér á landi. Þeir sem átt hafa BMW vita aö honum fylgir sérstök tilfinning sem ekki finnst í öörum bílum. BMW hefur þá nútímatækni, fágun og stílbragð í hönnun og útliti, sem þarf til aö gefa þessatilfinningu. BMW '5 línan er vinsæll og eftirsóttur fólksbíll meöal vandlátra kaupenda um allan heim. Stærsta bílatímarit Evrópu "auto, motor und sport” tók áriö 1990 tíu tegundir fólksbíla til árekstrarprófunar. Þar var BMW '5 línan öllum fremri hvaö snerti öryggi ökumanns og farþega. BMW '3 línan er sportlegur fjölskyldubíll sem býöur upp á nýtískulegt útlit, mikið rými og tækni sem byggir á áratuga reynslu sérfræöinga BMW. Bæöi '3 og '5 línan hafa hina eftirsóttu 50% þyngdardreifingu á milli fram- og afturöxla sem tryggir bestu aksturseiginleika viö allar aöstæöur. í báöar gerðir er hægt aö fá fjögurra eöa fimm þrepa sjálfskiptingu meö sérstakri vetrarstiHingu* sem ásamt 50% þyngdardreifingunni tryggir öruggan og þægilegan akstur í snjó og hálku. Laugardaginn 7. nóvember kl. 10-17 og sunnudaginn 8. nóvember kl. 13-17 kynnum viö 1993 árgerðir af BMW. Merkasta nýjungin aö þessu sinni er sjálfskiptur BMW 316iA sem frumsýndur veröur um þessa helgi. Til nýjunga má einnig telja búnaö sem hlotiö hefur nafniö "VANOS", en þetta er tölvustýrður búnaöur til stillingar á opnunartíma ventla í 6 strokka vélum, sem meöal annars eru í BMW 520i. Viö vonum aö þú sjáir þér fært að heimsækja okkur um helgina til aö skoöa og Engum reynsluaka 1993 árgeröum af líkur BMW. Bflaumboöiö hf. Krókhálsi 1, Reykjavík, sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.