Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. — Helgarblað 150 kr.
Gegn þjóðarvilja
Meirihluti alþingis gengur gegn skýrum þjóðarvilja,
þegar hann hafnar tilmælum um að bera aðildina að
EES undir þjóðaratkvæði.
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er ein-
hver mikilvægasti milhríkjasamningur, sem ísland hef-
ur gert. Spumingin um aðild eða ekki aðild að EES mun
hafa geysimikil áhrif á framvindu mála hér á landi.
Þeir stjómarherrar, sem hafna kröfunni um þjóðarat-
kvæði, þora ekki að leggja máhð undir úrskurð þjóðar-
innar. Þeir vilja stjórna þar að hætti hinna „menntuðu
einvalda“. Þessir menn telja af einlægni, að það verði
hagur þjóðarinnar um framtíð, að íslendingar verði í
EES. En það er rangt að láta meirihlutann ekki ráða
eins og verið hefði í almennri atkvæðagreiðslu, þegar
svo stórt mál er á ferðinni. Staðan hefur breyzt frá síð-
ustu kosningum, og því hafa núverandi þingmenn ekki
verið kosnir á grundvehi afstöðu sinnar til EES.
Skoðanakönnun DV nú í vikunni segir þá sögu,
hversu greinilegur vilji þjóðarinnar um þjóðaratkvæða-
greiðslu er. Af öhu úrtakinu í skoðanakönnuninni sögð-
ust 65 prósent vera fylgjandi því, að máhð yrði borið
undir þjóðaratkvæði. Ríflega 20 prósent vom andvíg
þjóðaratkvæði. Þrír af hverjum úórum þeirra, sem af-
stöðu tóku, var því hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu.
Andstæðingar EES hafa lagt þunga áherzlu á þjóðar-
atkvæði, af því að þeir hafa tahð, að þeir verði undir á
alþingi, þegar kosið verður um aðhd. Fylgismenn EES
hafa sumir hveijir andmælt þjóðaratkvæðagreiðslu um
máhð, en mestmegnis á lítilvægum forsendum. í skoð-
anakönnuninni reyndust yfir 80 prósent andstæðinga
EES vera fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu, að sjálf-
sögðu, en jafnvel meðal stuðningsmanna EES vom flest-
ir fylgjandi þjóðaratkvæði. Þetta segir þá sögu, að krafan
um þjóðaratkvæði mætir skilningi, einnig hjá flestum
þeim, sem vilja aðhd okkar að EES.
í skoðanakönnun DV var einnig spurt, hvort menn
væm fylgjandi eða andvígir samningnum um aðhd ís-
lands að EES. Þá reyndust landsmenn skiptast í þrjá
nær jafna hluta, fylgjandi, andviga og óákveðna gagn-
vart EES. Fylgismönnum EES hafði þó vaxið fiskur um
hrygg frá skoðanakönnunum DV fyrr á árinu.
Þriöjungur landsmanna reyndist óákveðinn. Hefði
þjóðaratkvæði orðið ofan á, heföi því fylgt umræða, þar
sem óljós atriði hefðu skýrzt.
í umræðunum um EES er ofarlega á baugi, hvort
samningurinn standist stjómarskrá. Þegar svo er kom-
ið, var greinilega fuU þörf á, að þjóðin sjálf réði ákvörð-
un.
Við eigum að stefna að því, að sá háttur verði hafður
á, að mikilvæg mál verði gjaman útkljáð með því, að
málin verði borin undir þjóðaratkvæði. Kerfið gerir ráð
fyrir þeim möguleika, og hann ætti að nýta.
Ekki verður fallizt á þær kenningar utanríkisráð-
herra, aö betra sé, að aðild að EES verði borin undir
þjóðaratkvæði, efdr að reynsla hefur fengizt af aðhd-
inni. En þá munum við hafa undirgengizt margs konar
skuldbindingar og bundið atvinnulíf okkar EES svo, að
erfitt yrði að losna.
Viö atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær greiddu tveir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með þjóðarat-
kvæðagreiðslu og einn greiddi ekki atkvæði. En þetta
dugði skammt. Þannig hundsaði meirihluti Alþingis
vilja þjóðarinnar.
Haukur Helgason
Bill Clinton, næsti forseti Bandaríkjanna. - Enginn Roosevelt og veit hvað hann getur gengið langt, segir
Gunnar m.a. í greininni. Simamynd Reuter
Osigur frjals-
hyggjunnar
Upp er runninn alveg nýr tími í
bandarískum stjómmálum með
kjöri Bills Clinton í forsetaemb-
ætti. Úrslitin verða ekki túlkuð
öðruvísi en sem algjört vantraust
á þá efnahagsstefnu sem Reagan
upphóf 1980 og byggðist á því að
ríkið ætti hvergi nærri að koma.
Markaösöflin myndu algerlega sjá
um að halda efnahagslífinu gang-
andi. Afleiðingar af þessari stefnu
hafa á síðustu tólf árum verið að
koma í ljós.
Stjómartíð Reagans hófst meö
keppu en síðan tók viö lengsta upp-
gangstímabil sem um getur í
Bandaríkjunum allt til 1988 þegar
Bush var kjörinn með það í fartesk-
inu að hann væri arfíaki Reagans
og ætti að halda áfram á sömu
braut.
Uppgangur og eyðsla
En uppgangur Reagans um miðj-
an níunda áratuginn var byggður
á ótrúlegum fjárhæöum til hermála
sem leiddu til stóraukinnar at-
vinnu meðal iðnverkamanna og
samsvarandi eyðslu sem aftur
leiddi til meiri skatttekna ríkisins.
En galhnn við þetta var sá að auka-
útgjöldin vom fjármögnuð með
lántökum og útgáfu skuldabréfa
ríkissjóðs sem leitt hefur til þess
að uppsafnaður flárlagahalli
Bandaríkjanna nemur nú fjórum
billjónum, þ.e.a.s. fjögur þúsund
milijörðum dollara, og hefur aukist
á þessu ári um 400 milljarða þrátt
fyrir loforð Bush um að skila halla-
lausu fj árlagafrumvarpi 1990.
Á þeim tíma sem þeir Reagan og
Bush hafa veriö við völd hefur
þjóðarskuld Bandaríkjanna fjór-
faldast með tilheyrandi þrýstingi á
vaxtakerfið og ekki síst minnkandi
fjármagnsframboði sem er undir-
staða þess kerfis sem Reagan boö-
aði. Bandaríkin eru nú skuldugasta
ríki heims. í stað þess aö vera nettó
lánveitandi er nú Bandaríkjastjóm
skuldari gagnvart alþjóðapeninga-
markaöi.
Stefna Reagans, sem Bush kallaði
einu sinni árið 1980, þegar hann
sjálfur reyndi að ná útnefningunni
af Reagan, „Voodoo Economics"
eða írafells-Móra-hagfræði, hefur
orðiö stefna hans sjálfs. Þessi
stefna hefur ríkt síðustu 12 ár og
afleiðingamar hafa ekki látiö á sér
standa. Bihð milh ríkra og fátækra
hefur breikkaö stöðugt, miöstéttin,
sem er meginþorri Bandaríkja-
manna, hefur sífeht orðið fyrir
áfóhum, atvinnuleysi eykst, efna-
hagskerfið stendur í stað.
Vantraust
Sigur Clintons var í því fólginn
að hann benti á þessar staðreyndir
og fékk fólk th að trúa sér. Mismun-
urinn á kreppu og samdrætti hefur
Kjallariim
Gunnar Eyþórsson
fréttamaöur
verið skilgreindur sem svo: Þegar
nágranni minn missir vinnuna er
samdráttur; þegar ég missi vinn-
una þá er kreppa. Þetta komst til
skila og þaö er þess vegna sem
Bandaríkjamenn eru núna fyrst að
fella Reagan og það var ólán Bush
aö hann var arftaki Reagans og
holdgervingur þeirrar einstreng-
ingslegu hugmyndafræöi sem Re-
agan og hans menn fylgdu gegnum
þykkt og þunnt.
Þeir strangtrúarmenn í írafehs-
Móra-hagfræði, sem imnu fyrir
Reagan, unnu fyrir Bush líka og
arfleifð Reagans geröi Bush ókleift
að móta nokkra stefnu í innanríkis-
málum sem vék í nokkru sem máh
skipti frá stefnunni sem Reagan
mótaöi 1980 og Repúbhkanaflokk-
urinn hefur haldið fast við síðan.
En nú eru aðrir tímar að renna upp
og Clinton hefur þegar boðað breyt-
ingar sem munu breyta öhu and-
rúmslofti og væntingum almenn-
ings.
Það er athyghsvert við þessi
kosningaúrsht að samanlagt hafa
þeir Clinton og Perot, þeir sem boð-
uöu breytingar á efnahagskerfinu,
fengið nærri tvo þriöju greiddra
atkvæða. Þetta er mesta van-
traustsyfirlýsing samanlagt sem
um getur síðan Herbert Hoover féh
fyrir Roosevelt 1932. Clinton er
enginn Roosevelt. Hann veit mæta
vel hvað hann getur gengiö langt
og bandarískur almenningur er
upp th hópa íhaldssamur. En hann
hefur slegið á rétta strengi. Það sem
honum og öðrum þykir óþolandi,
eins og ástand heUbrigðis- og al-
mannatryggingamála í Bandaríkj-
unum, er einmitt það sem brennur
á almenningi og í þessum málum
hefur Clinton ákveðin og sértæk
úrræði sem falla fólki í geð.
Perot
Perot er í raun og veru sigurveg-
arinn í þessum kosningum, rétt
eins og hann sigraöi í kappræðun-
um á dögunum. Það hefur ekki
gerst síðan 1912 að frambjóðandi
þriðja aðila fái 15-18 pósent at-
kvæða. Enda þótt Perot hafi ekki
náð því aö vinna neitt ríki og fá
kjörmenn þess er aUt upp í 20%
fylgi ótrúleg tala. George WaUace,
sem bauð sig fram árið 1968, fékk
14% en vann þó fimm Suðurríki.
Wallace var áhrifalaus eftir það og
þegar þar að kom höUuðust fylgis-
menn hans að Reagan. Þessa fýlgis-
menn hefur Clinton unnið aftur
fýrir demókrata aö mikiu leyti.
Perot átti stóran þátt í þeirri
metkjörsókn sem var í Bandaríkj-
unum á þriðjudaginn, hann virkj-
aði lýöraeðisöflin, eins og Clinton
sagði sjálfur efhr aö úrsht urðu
ljós. Það er Ijóst að Clinton mun
reyna að nýta þau öfl sem Perot
hefur leyst úr laeðingi, jafnvel með
því að taka einhverja af fylgis-
mönnum hans inn í sljórnina. For-
seti Bandaríkjanna skipar í um
4000 stöður og sumir fylgismenn
Perots eru ekki ýkja tjarlægir
stefnu Clintons.
Það mun taka aht að fimm mán-
uði að mynda nýja Bandaríkja-
stjóm og allt veltur á því hvemig
Clinton tekst að skipa þessar 4000
stöður sem beinlínis heyra undir
forsetann. Clinton hefur sýnt það á
ríkisstjóraferh sínum í Árkansas
að haim kann að velja sér sam-
starfsmenn. Perot er óumdeilan-
legur áhrifavaldur í þessum kosn-
ingum og þaö er ekki síður hans
verk en Clintons að svoköhuð
frjálshyggja í Bandaríkjunum er
nú um þaö bil að höa undir lok. í
hönd fer tímabh þar sem Bandarík-
in hugsa fyrst og fremst um sig sjálf
en út úr því tímabih geta þau kom-
ið sterkari en nokkm sinni fyrr.
Gunnar Eyþórsson
,,Það er athyglisvert við þessi kosn-
ingaúrslit að samanlagt hafa þeir Clin-
ton og Perot, þeir sem boðuðu breyting-
ar á efnahagskerfmu, fengið nærri tvo
þriðju greiddra atkvæða.“