Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992. Fréttir Skoðanakönnun og kosningaspá DV um fylgi flokkanna: SjáH stæðisf lokkur tapar - Alþýðubandalagið sækir á Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað fylgi síðustu mánuði og er nú á svip- uðu róli og hann var í vor. Fylgi Al- þýðubandalagsins hefur aukist að undanfómu og flokkurinn náð aftur nokkra af því sem hann hafði tapað í sumar. Fylgi Kvennalistans hefur minnkað upp á síðkastið. (Sjá með- fylgjandi töflu.) Þetta sýnir skoðanakönnun, sem DV gerði á þriðjudags- og miðviku- dagskvöld, og kosningaspá sem DV hefur unnið á grandvelli skoðana- könnunarinnar með aðstoð stærð- fræðinga. Samkvæmt kosningaspánni er fýlgi Alþýðuflokksins nú 13,1 pró- sent. Það er 0,8 prósentustigum Niöurstöður kosningaspárinnar urðu þessar (í %): Kosn.- Sept. Des . Feb . Apr . Jún . Sept. Nú Alþýðuflokkur 15,5 10,9 10,7; 9,1 11,5 11,2 12,3 13-1 I Framsóknarfl. 18,9 25,8 28,7 26,7 26,0 26,8 27,3 26,8 Sjálfstæðisfl. 38,6 34,8 32,0 31,9 29,5 31,3 33,3 31,0 i Alþýðubandalag 14,4 17,1 20,9 23,6 23,1 20,0 13,6 17,5 Kvennalisti 8,3 9,5 8,5 8,8 9,7 10,7 13,4 11,4 § Þ-listinn 1,8 1,5 0,8 0 0,3 0 0,3 0 M-Iisti 0-3 | Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við úrslit kosningaspárinnar verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er staðan í þinginu nú: Kosn.- Sept. Des. Feb. Apr. Jún. Sept. Nú Alþýðuflokkur 10 7 7 5 7 7 8 8 Framsóknarfl. 13 17 18 17 17 17 18 17 Sjálfstæðisfl. 26 22 21 21 19 20 21 20 1 Alþýðubandalag 9 11 13 15 14 13 8 11 Kvennalisti 5 6 4 5 6 6 8 7 i Það hefur mætt á landsfeðrunum undanfarna mánuðl enda ástandið i atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarlnnar ekki björgulegt. Gengi stjórnmálaflokkanna er aö sama skapi misjafnt. Alþýðubandalagið virðist í uppsveifiu en Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi. DV-mynd GVA meira en flokkurinn hafði sam- kvæmt kosningaspá DV í september. Framsóknarflokkurinn hefur nú 26,8 prósent, 0,5 prósentustigum minna en í september. Sjálfstæðisflokkur- inn fær 31 prósent sem er 2,3 pró- sentustigum minna en í september. Alþýðubandalagiö hlýtur nú 17,5 prósent sem er 3,9 prósentustigum meira en í september. Kvennalistinn fær 11,4 prósent, 2 prósentustigum minna en í september. M-hstinn, Flokkur mannsins, fær nú 0,3 pró- sent en áður var Þ-listinn á blaði með 0,3 prósent. Að Þ-listanum stóðu Flokkur mannsins og Þjóðarflokkur- inn. Samanburður víð kosningar Beram þessar niðurstöður saman viö úrslit síðustu þingkosninga. Þá hefur Alþýöuflokkurinn nú 2,4 prósentustigum minna en í kosning- unum. Framsóknarflokkurinn hefur 7,9 prósentustigum meira en hann fékk í kosningunum. Sjálfstæðis- flokkurinn heftu* 7,6 prósentustigum minna en hann fékk í kosningunum. Alþýðubandalagið fær 3,1 prósentu- stigi meira en í kosningunum. Kvennalistinn hefur 3,1 prósentu- stigi meira en í kosningunum. Ef við notum fylgi flokkanna sam- kvæmt kosningaspánni til að skipta þingsætum milh þeirra fengi Al- þýðuflokkurinn 8, Framsóknar- flokkurinn 17, Sjálfstæðisflokkurinn 20, Alþýðubandalagið 11 og Kvenna- hstinn 7. Skekkjumörk Skekkjumörk í svona kosningaspá eru 1,3 prósentustig hjá Alþýðu- flokknum, í plús eða mínus.. Hjá Framsóknarflokki era skekkju- mörkin 1,8 prósentustig, 2,6 pró- sentustig hjá Sjálfstæðisflokknum, 2,1 prósentustig hjá Alþýðubanda- laginu og 1,5 prósentustig hjá Kvennalistanum. Af öhu úrtakinu í skoðanakönnim- inni nú fékk Alþýöuflokkurinn 7 pró- sent. Framsókn fékk 14 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 21,2 pró- sent úrtaksins. Alþýðubandalagið fékk 8,3 prósent úrtaksins, Kvenna- hstinn 6,3 prósent og Flokkur mannsins 0,2 prósent. Óákveðnir vora 36,8 prósent úrtaksins, og 6,2 prósent vildu ekki svara. Þetta þýðir að af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnuninni fékk Al- þýðuflokkurinn 12,3 prósent, áður en kosningaspáin var reiknuð. Fram- sókn fær 24,6 prósent, Sjálfstæðis- flokkurinn 37,1 prósent, Alþýðu- bandalagið 14,6 prósent, Kvennahst- inn 11,1 prósent og M-hstinn 0,3 pró- sent. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns, og var jafnt skipt milli kypja og jafnt mihi höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða hsta mundir þú kjósa ef þingkosningar færa fram núna? -HH Ummæli fólks í köi nnuninni „Þaö þýðir varla aö kjósa neitt síðan ég fékk kosningarétt,“ sagöi hvað ég myndi kjósa en eitt er víst PV1 Pao sviKja amr ani, sagoi Kari í Reykjavík. „Alþýöubandalagið hefur komið til eftir aö það hætti nuæo Kona a VostiitJáiiui. ,,Lg lioi ahtaf veriö kráti en núna er ég hreint ekki svo viss,“ sagði kari á aö 1 ÍKiSSljúi iiUi ílukktii iiu fri tikkl atkvæði mitt,“ sagði kona í Reykja- vfk. „Ég er alveg h_. tr að styðja av UCIUt öCI gCgU JCjEjO íxu ég gæti vel hugsað mér að kjósa Ólaf Ragnar,“ sagöi kona í Hafnar- Reykjanesí. „Ég myndt allavega ekki kjósa íhaldið,“ sagöi kona á Norðurlandi. „Framsóknarflokk- gömlu flokkar.a. cagði karl á Ak- ureyri. „Ég kýs Ingibjörgu Sól- rúnu, hvort sem hún verður í og kýs þvi ekki," sagöi kona á Suö- umesjum. „Ég myndi kjósa Sjálf- stæðisflokkinn eins og ég hef gert staðiö upp í hárinu á frjálshyggju- mönnunum fyrir sunnan,“ sagði karl á Austurlandi. „Ég veit ektó ivveunausianuin eoa annars stao- ar,“ sagöi kona í Reykjavík. Guðmundur Lárusson, formaður Félags kúabænda: Stofnbréfin í Sláturfélagi Suðurlands eru einskis virði „Viö erum aldeihs ekki sáttir við þessa ákvörðun Sláturfélagsins," sagöi Guðmundur Lárasson, formað- ur Félags kúabænda, um þá ákvörð- un sljómenda Sláturfélags Suður- lands að þeir nautgripabændur, sem keyptu B-stofnbréf, sem jafngiltu Ijóröungi af innleggi, hefðu forgang um slátrun. Málinu hefur verið vísað til Verðlagsstofnunar. „Þaö er rétt sem Steinþór Skúlason, forsljóri SS, segir að Sláturfélagið er frjáls félagsskapur. Hann veit að það eiga ekki allir kost á viðskiphun við aðra sláturleyfishafa. Annaö lét Steinþór ósagt en þaö er að það era fyrst og fremst framleiðendur naut- gripakjöts sem eiga að borga þetta en ekki til dæmis sauðfjárbændur. Steinþór veit mætavel að ástandið á nautgripamarkaönum er slæmt núna. Þess vegna neyöast margir framleiðendur til að taka þessu sem viö skulum kalla boð Sláturfélagsins. Hins vegar er aht önnur staða í dilka- Kjötinu. Þar er samkeppni mihi Hafnar/Þríhymings og Sláturfélags- ins. Þess vegna dettur honum ekki í hug aö bjóða sauðfjárbændum upp á svona kjör, aö taka við sauðfé nema tekin séu 25 prósent í B-stofnsjóð,“ sagði Guömundur Lárasson. „Þetta þýðir ekkert annað en að þetta er 75 prósenta greiðsla fyrir andvirði nautgripa. Félag kúabænda á Suðurlandi hefur látið kanna hversu mikhs viröi þessi bréf era. Það hefur verið leitað til Landsbréfa og Fjárfestingarfélagsins. Svörin, sem við höfum fengið, era að þessi bréf séu einskis virði.“ Auövitaö er þetta þvingun - Er verið að þvinga kúabændur? „Auðvitaö er þetta þvingun. Ég skal ekkert um þaö segja hvort lög- menn komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé löglegt en siðlaust er það. Aögerðin er mjög klaufaleg, þó ekki sé meira sagt, og ekkert samráð var haft við okkur. Sláturfélagið er að nota sér neyð nautgripabænda. Nú vita aliir sem fylgst hafa með málefn- um Sláturfélags Suðurlands að það er mjög iha statt fjárhagslega. Stein- þór Skúlason hafði um það stór orð þegar hann tók við forstjórastöðunni aö hann ætlaði að sýna sem skóla- bókardæmi hvemig ætti að reka fyr- irtæki en það hefur ekki tekist. Ef hann hefði farið skynsamlega að í málinu og gert hreint fyrir sínum dyrum hefði hann sagt við sunn- lenska hændur: Sláturfélag Suður- lands er nánast gjaldþrota fyrirtæki, vhjið þið leggja því Uð með því aö leggja fram ákveðið fjármagn í stofn- sjóð? Ég er ekki í vafa um að margir sunnlenskir bændur hefðu staðiö á bak við Sláturfélagið." Guðmundur sagði að margir bænd- ur ættu ekki næg hús undir naut- gripi og þannig væri neyðin orðin slík að menn létu framleiöslu á þessu verði þótt það þýddi ekkert annað en tap. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.