Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992. Spumingin Ert þú búinn aö draga fram ullarnærfötin? Gunnar Guðjónsson, starfsmaður SVR: Nei, það er ég ekki búinn að gera. Steinþóra Sævarsdóttir verkamaður: Ég var í ullamærbuxum í gær. Linda Dögg Hólm verkamaður: Ég er alltaf í ullarnærbuxum í vinnunni. Sigurður Jónsson húsasmiður: Nei, en ég klæði mig bara vel í viimunni. Sigurður Egilsson verslunarmaður: Nei, ég er að fara úr landi. Gísli Sveinbjömsson rithöfundur: Nei, ég er ekki búinn að því. Lesendur Bifreiðamál lögreglunnar Hilmar Þorbjömsson lögreglum. skrifar: Á dögunum hitti ég á fómum vegi gamlan vin og góðborgara. Við tók- um tal saman og m.a. barst í tal sá hörmulegi atburður er átti sér stað á Vesturlandsveginum fyrir skömmu þegar bifreið var ekið á mikilii ferð á lögreglubifreið með þeim afleiðing- um að tveir lögreglumenn slösuðust, annar mjög alvarlega. Svo barst tal okkar að bifreiða- kostnaði lögreglunnar í Reykjavík. Taldi þessi vinur minn bifreiðarnar vera of veikbyggðar til að mæta svona uppákomum og sagðist vita að lögreglubifreiöar í nágrannalöndum okkar væm allar með tölu sérhann- aðar. - Gagnrýndi hann lögreglu- stjóra og yflrstjóm lögreglunnar fyr- ir að þeir létu nota venjulegar heimil- isbifreiðar til löggæslustarfa. Fyrir menn sem ekki þekkja til þessara mála eru þetta ef til vill eðli- legar aðfinnslur eins og hjá þessum vini mínum. Þetta em eflaust skoð- anir margra, svo að tímabært er að hið rétta og sanna komi fram. - Af óþekktum ástæðum sér hvorki lög- reglustjórinn í Reykjavík né yfir- stjóm um bifreiðakaup fyrir embætt- ið. Það gerir Innkaupastofnun ríkis- ins og svokölluð „bílanefnd". Um árabil hefur þessi tilhögun valdið lögreglumönnum áhyggjum og telja má víst að svo sé einnig kom- ið hjá lögreglustjóra og yfirstjóm. Hins vegar em meiri líkur fyrir því að öðravísi hefði farið á Vesturlands- veginum ef beitt hefði verið sérhann- aðri lögreglubifreið en hún var ekki fyrir hendi - því var nú verr. Á fjárlögum hvers árs er ákveðin upphæð ætluð til bifreiðakaupa fyrir embætti lögreglustjóra. Lögreglu- stjórinn ætti hiklaust að hafa fullan ráöstöfunarrétt yfir þessu fé og ann- ast val á nauðsynlegum bifreiðum til nota fyrir embætti sitt. - Það er óhagganleg staðreynd að lögreglu- menn fást iðulega við hættuleg störf og því ber að búa þá bestu tækjum sem völ er á. —---— mm 9 ,Af óþekktum ástæðum sér hvorki iögreglustjórinn í Reykjavík né yfirstjórn um bifreiöakaup fyrir embættið. 991000, Bylgjulínan, góðan daginn! Konráð Friðfmnsson skrifar: Fyrir skömmu barst mér inn um bréfalúguna snepill er heitir „Síma- torgið“. í honum er verið að kynna þá þjónustu sem svokallaðar „níutíu og níu eitt þúsund-línur“ veita. - Sem sé; menn geta valið úr 11 mismun- andi símanúmerum til að hringja í vilji þeir á annað borð þiggja þjón- ustuna. En hvað af þessu er mest notað af símnotendum? Það veit ég auðvitað ekki með vissu en giska þó á (óábyrgt með öllu) að sé kyn- fræðsla, stjömuspá og íþróttimar. En sem ég sit og virði áðumefndan pésa fyrir mér verður mér hugsaö til þess hvort fólk, sem kærir sig kollótt um svona þjónustu, geti variö sig með einhverju móti gegn útgjöldum. Þess vegna varpa ég þeirri spurningu fram hvort ekki sé hægt aö fá ein- hvers konar „lás“ á þessar línur til að hindra að böm og unglingar mis- noti þessa þjónustu þegar pabbi eða mamma em að heiman. Og þá er ég að tala um sams konar apparat og unnt er að kaupa varðandi langlínu- samtölin. Ég er dálítið smeykur um að til dæmis bíólína, popplína og mynd- bandalína verði stundum freisting sem ómögulegt er að standast þegar maður er einn heima og enginn full- orðinn nálægur til að banna manni hlutina og maður þarf ekki sjálfur að borga brúsann. - Verum minnug þess að verðskyn okkar sem bama og unglinga var ekki ávallt í takt við raunveruleikann. Þessar línur em einungis settar fram til athugunar en ekki sem ein- hver Stóri-dómur yfir nefndri starf- semi. - Er hún enda hvorki merki- legri né heldur ómerkilegri en mörg önnur er fram fer í þessu þjóðfélagi. Grasrotarflokkurinn Kvennalisti: Á lítið erindi í stjórnmálin Gísli Gíslason skrifar: Það varð mörgum undrunarefni þegar ein þingkona Kvennalistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kvaddi sér hljóðs á Alþingi með þá skoðun j sína að hún teldi sig ekki þess um- komna að segja umsvifalaust nei við EES-samningnum. - Margir vom þau böm að halda að nú hefði Kvennalistinn snúið við blaðinu, a.m.k. einhver hluti þingkvennanna eða þá að þetta væri álit sem væri á sveimi innan þessa mjög svo sér- kennilega kvennahóps sem því mið- ur hefur tekist að hreiðra um sig DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. Frá „snertiathöfn" Kvennaiistans á Laugarvatni. inni á löggjafarsamkomu þjóðarinn- ar sem fullgildur stjómmálaflokkur. Ekki var þó svo vel að hér væri nein stefnubreyting á ferðinni hjá Kvennalistanum (sem utanríkisráð- herra kallar ,,Kvennó“) heldur að- eins ein skynsemisrödd sem rödd hrópandans í eyðimörkinni. - Það kom vel fram á þingi Kvennalistans nú nýverið á Laugarvatni að þessi samtök era „grasrótarsamtök" og slík samtök hafa hvergi átt erindi í stjómmál. Rótin er föst við svörðinn, þ.e. hugmyndafræðin er engin. Gras- rótin verður aldrei skipulögð eins og þær Kvennalistakonur halda þó fram að þær ætli sér að gera. Nú standa þessi samtök uppi með „þreytta rót“ og mikla óánægju kvennanna. - Mér fannst dæmigerð myndin í DV sem birtist að loknum landsfundinum þar sem þessi hópur lét hafa sig að fíflum með því að standa að einhvers konar „snertiat- höfn“ sem fólst í því að þær difu fingrum ofan í skál með vatni og blómum (slitnum frá grasrótinni) og báru þá að enni hverrar og einnar, eða sitt á hvað - eða þannig. - Er þetta virkilega stjómmálaflokkur sem á sæti á Alþingi? Kári orðinn Valur hringdi: Það má segja um hann Kára okkar í Garöi, frumkvöðul milti- liðalausra viðskipta meö kjöt að „það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann“. - Kári hældist mjög um af því að stunda kjötsölu sína milliliðalaust í Kolaportinu. Nú er hann hins vegar farinn aö kaupa k)öt af bændum og selja sjálfur. Kári er þar með orðinn einn hinna mikil- vægu millíliða í kjötsölu! Marktækurmæli- kvarðiáFischer? Helgi skrifar: Nú dregur að iokum skákein- vígis tveggja afdankaðra heáms- meistara. Islendingar hafa fylgst allvel með þessu einvígi en fátt er um fréttir af því á alþjóðlegum vettvangi. - Enda hvað sannar Aöeins eitt: Að tiltekínn banda- rískur skrýflingur er ekki eins lélegur í skák og Rússinn sem leyfði honum að máta sig nokkr- um sinnum þótt hann sé hættur aö tefla opinberlega. Og hver féll- ist ekki á það fyrir þau laun sem í boði vom? En íýrr en þessi kyndugi Kani feflst á að reyna sig viö þá sem fremstir em í dag fæst þó enginn marktækur mæli- kvarði á kunnáttu hans eða getu. Undarleg þögn Þóra Ólafsdóttir hringdi: Einkennileg er þögn íjölmiðla um þau voðaverk sem lögreglu- menn em bomir sökum i viku- blaðínu Pressunni sem kom út í síðustu viku. Einhvem tíma hefðu t.d. sjónvarpsstöðvarnar brotið málið til mergjar með við- tölum við yfirvöld. - En ónei, ekki 1 þetta sinn. Hvað veldur? Em hér hags- munir að baki sem fjölmiðlar vilja ekki hrófla viö? Eða hafa hér skapast einhver ógnaröfl, og það innan opinbera kerfisins, sem fjölmiölar þora hreinlega ekki að takast á við? K.Þ. skrifar: Ég tek eindregið undir með þeim sem mótraælt hafa í les- endabréfum vægum dómum í nauðgunarmáflnu þar sem þrir „þokkapiltar" áttu hlut að máli og fengu aöeins skilorðsdóma. En er yfirleitt éitfhváð sém rétflæör slíkan glæp sem nauðgun er? Fórnarlömbin verða aldrei söm á eftir. Oft er hamrað á því að fólk batni ekki við það að sitja i fang- elsi. Má vera. En það er þó ekki sama hve gróf og svíviröileg brot- in em. Fyrir hrottalegar árásir likt og þá er gerð var í Banka- strætinu á sl. ári þar sem ungur maður var skilinn eftír deyjandi í blóði sínu á að dæma þungt. H.S. skrifar: Hafhfiröingar fengu styrk til aö „efla atvinnuástand“ bæjarins. Við það fækkaði á atvinnuleysis- skrá staðarins. Margir þeirra sem boðin var vinna út frá þessu átaki afþökkuðu þó vinnu - töldu sig ekki hafa efni á að sleppa „svörtu vinnunni“ til að taka atvinnu- bótavinnu. Á einum stað á Austfjöröum haföi verkalýðsfélag séð um vinnuskráningu og atvinnuleys- isbætur. Siðan vom þær færðar til bæjarskrifstofunnar sem aug- lýsti útborgun bóta milli kl. 10 og 11 og 14 og 15. Þá varö allt vit- laust því menn gátu ekki lengur notað matartímann í svörtu vinn- nnni til að sækja bætumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.