Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992. 15 EES er torvelt úrsagnar Áður gat konungur neitað staðfestingu lagafrumvarps en nú hefur for- seti ótvíræðan málskotsrétt til þjóðarinnar, segir Sigurður meðal annars í grein sinni. í nokkrum greinum mínum hef- ur verið rætt um EES-samninginn í heild, einstakar greinar hans teknar fyrir, bókanir og fylgisamn- ingar og komið að uppsagnar- og lokaákvæðum. í 127. gr. EES- samningsins er kveðiö á um upp- sögn hans með tólf mánaða fyrir- vara og er vísað til þess sama í öörum fylgisamningum. í 120. gr. EES-samningsins segir aö ákvæði samningsins skuli ganga framar ákvæðum í gildandi tví- hliöa samningum sem EB annars vegar og eitt eða fleira EFTA-ríkja hins vegar eru bundin af að því leyti sem hann tekur til sömu efnis- atriða. ísland hefur tvíhliða við- skiptasamning við EB og kveður bókun 6 með þeim samningi á um þær tollaívilnanir sem við njótum og giltu frá 1976. Þessi samningur var ekki upp- segjanlegur en fellur nú niður eftir þessu ákvæði. Umsögn utanríkis- ráðherra og talsmanna EES-samn- insins að eldri samn. EFTA-ríkja við EB fái fullt gildi við úrsögn er því röng. Nýleg afstaða EB til Dana er víti til varnaðar og skal rakin stuttlega. Danir samþykktu aðild aö EB árið 1976 með þjóðarat- kvæðagreiðslu og aftur árið 1986 um aukna samvinnu á sviði menn- ingar- og efnahagsmála. Arið 1992 var einnig kosið á sama hátt um Maastrichtsamkomulagið en þá stóð til aö taka upp ipjög nána samvinnu á ýmsum sviðum og koma á stóraukinni miðstýringu EB. Danir felldu samninginn og þá upphófst mikið áróðursstríð. Voru þeir sakaðir um skilningsleysi, vanþekkingu og beittir miklum þrýstingi. Ólýðræðisleg vinnubrögð Sýnt hefur verið fram á að marg- ar greinar EES-samningsins hafa í fór með sér mikið framsal valds sem snertir grundvallarlögin. Einnig hefur komið í ljós að við KjaUaxinn Sigurður Helgason viðskipta- og lögfræðingur höfum gert litla fyrirvara og bók- anir og það gengur þvert gegn venj- um í svipuðum tilvikum. Af hálfu stjórnvalda hafa einnig verið þver- brotnar lýðræðislegar leikreglur á fjölmörgum sviðum og skulu nokk- ur dæmi tekin. Gífurlegum fjármunum hefur verið varið af hálfu ríkisins til þess að kynna EES-samninginn og þar einvörðungu haldið fram kostum sem talið er að felist í samningnum. Aftur á móti hefur þeim sem gagn- rýna hann verið neitað um nokk- urn fjárstyrk til þess að kynna sín viðhorf. Ekki hefur verið leitað hlutlausrar matsmanna um áhættumat heldur aðeins til þeirra sem vitað var að hafa líkar skoöan- ir. Ríkisútvarpið skal gæta fyllstu óhlutdrægni í fréttaflutningi. - Fréttir frá Alþingi eru samt mjög hliðhollar sjónarmiöum EES. Nýlega birtist langt viðtal í Sjón- varpinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur alþm. vegna skoðana- skipta um EES-samninginn. Skömmu áður hafði Eyjólfur Kon- ráð Jónsson alþm. lýst opinberlega andstöðu sína við EES-samning- inn. Aðeins var haft stutt viðtal við Eyjólf á rás 2 og snerust viðræð- umar minnst um skoðanir hans á umræddu máli. Miklar umræður hafa verið um einkavæðingu Ríkisútvarpsins en í huga margra hefur andstaðan fyrst og fremst byggst á því að þar yrði gætt frelsis til skoðana. Reynslan er að Morgunblaðið og DV hafa ein- mitt sýnt gott fordæmi með birt- ingu greina með andstæðum sjón- armiðum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES Ólafur Jóhannesson, fyrrv. for- sætisráðherra, lagöi til að sett yrði sérstakt ákvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslu í sfjórnarskrána. í Tímariti lögfræðinga 1962 birtist greinin: Stjórnarskráin ogþátttaka Islands í alþjóöastofnunum. Ólafur telur eðlilegt með hliðsjón af svip- aðri þróun þjá fleiri lýðræðisþjóð- um að opna greiðfærari leið en þingrof og alþingiskosningar. Hann telur liggja beinast við að beita þessu ákvæði þegar leitaö skuli eftir aðild að alþjóðastofnun- um. Mörg ákvæði 1 stjómarskrá okkar gera ráð fyrir málskoti til þjóðarinnar í þýðingarmiklum málum og tók hún sjálf ekki gildi fyrr en meirihluti allra kosningar- bærra manna samþykkti hana. Samkvæmt 2. mgr. 79. gr. stjómar- skrárinnar má ekki breyta kirkju- skipan ríkisins nema leggja það mál undir þjóðaratkvæði. Samkv. 26. gr. hennar getur forseti synjað staðfestingar lagafrumvarps og skal það borið svo fljótt sem kostur er undir þjóðaratkvæði. Áður gat konungur neitað stað- festingu en í greinargerð kemur skýrt fram að forseti fær í staðinn ótvíræðan málskotsrétt til þjóðar- innar. Aldrei má gleyma að uppspretta valdsins er hjá þjóðinni og verður Alþingi að virða það viðhorf í verki og leita beint til þjóðarinnar sjálfr- ar. Allir hljóta síðan að una úr- skurði hennar. Sigurður Helgason „Aldrei má gleyma að uppspretta valdsins er hjá þjóðinni og verður Al- þingi að virða það viðhorf í verki og leita beint til þjóðarinnar sjálfrar. Allir hljóta síðan að una úrskurði hennar.“ Streitan og rauða Ijósið Ökumenn í Reykjavík og ná- grenni fara ekki alltaf að lögum. Daglega sjáum við lögbrot, t.d. of hraðan akstur. Jafnvel er talað um að það sé orðið algengt að ekið sé allt að 20 kílómetrum hraðar en leyfilegur hámarkshraði. Þetta leiðir til þess að umferðin er hættu- legri heldur en nokkra nauðsyn ber ta. Hvers vegna er umferðin svo hættuleg? Hvers vegna aka menn of hratt? Hvers vegna leiðast menn út í að spara sekúndur með svo mikilli áhættu? Streitan Spenna og streita, agaleysi og óþolinmæði einkenna um of lífsstíl sumraokkar. Með þessu höfum vdð áhrif á aðra í kringum okkur. Það er t.d. nánast ómögulegt að aka á löglegum hraða ef aðrir ökumenn eru komnir alveg upp að okkur. Agaleysi þjóðfélagsins er á fáum stöðum meira áberand: en á götum höfuðborgarsvæðisins. Hraöi og óþohnmæði koma þar fram sem hvergi annars staðar. Tökum sem dæmi bið á rauðu ljósi. Flestum veldur rauða ljósið streitu, finnst það tefla fyrir sér, finnst það loga fimm sekúndum lengtir þegar þeir eru uppspenntir, eins og Jón Öm Marinósson sagöi í útvarpinu hér einn morguninn. Hvílum okkur á rauðu Ijósi Rautt ljós þarf ekki að valda óþægindum. í flestum tilvdkum log- ar það ekki lengur en í 45 sekúnd- ur. Á þeim tíma er hægt að anda KjáOariiin Ingólfur Á. Jóhannesson uppeldisfræðingur, deildar- stjóri hjá Umferðarráði tólf sinnum og á þeim tíma getur þú einnig slakað á brjóstvöðvun- um. Rauða ljósið gefur þá einmitt tækifæri til að hvílast í 45 sekúnd- ur. Þetta er einkum mikilvægt ef þú lifir spenntu lífi. Þaö er fólk sem hefur sagt mér að það hafi verið dásamleg uppgötvun að finna þess- ar 45 sekúndur til að hvíla sig í streitu og erb dagsins. Frá þessu sjónarhomi er það jafnvel enn þá dásamlegra aö fá rautt ljós sem log- ar í 60 eða 90 sekúndur. Þá er hægt að slaka lengur á. En aðrir halda því fram að þeir hafi ekki tækifæri til þess að láta slakna á vöðvunum þegar þeir em að aka. Þeir eyða hinum óteljandi þremur fjórðu hlutum úr mínútu, sem lífið gefur þeim, til þess að láta töfina pirra sig og tefja, í stað þess að bta á hana sem dýrmætt tæki- færi til hvdldar. Tökum okkur tak Getum vdð tekið okkur tak? Get- um vdð náð umferðarhraðanum niður? Þarf að setja hraðahindrap- ir á hraðbrautir? Er unnt að beita skynseminni? Þurfum vdð sem vilj- um aka á hóflegmn hraða ekki að bindast samtökum um að hætta að láta neyöa okkur tb að aka hraðar? Ég hefi prófað að slaka á á rauða Ijósinu og víst er að árveknin vdð Hvíldarstund við rauða Ijósið? aksturinn eykst ef slíkar hvíldar- stundir em nýttar. En það tekur talsverðan tíma að venja sig á breytta háttu. Á hinn bóginn er það spuming um líf og bmi okkar eða annarra að ná streitunni og hraðanum nið- ur. Minni streita og minni hraði, betra skipulag og meiri velbðan - em það ekki markmið sem ber að stefna að? Ingólfur Á. Jóhannesson „Rautt ljós þarf ekki aö valda óþægind- um. í flestum tilvikum logar það ekki lengur en 145 sekúndur. A þeim tíma er hægt að anda tólf sinnum og á þeim tíma getur þú einnig slakað á brj óst- vöðvunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.