Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1992, Síða 24
32 FÖSTUDAGUR 6. NÓVEMBER 1992. Menning________v • Tortímendur Hræðileg hamingja íjallar um afskaplega hamingju- snauðar og ráðvilltar persónin-. Þetta byijar allt ósköp sakleysislega með því að tvenn pör ætla að eiga saman notalega kvöldstund en samkoman snýst fljótlega upp í andhverfu sína. Ástamálin eru meira og minna forskrúfuð og öll í kross innan hópsins, en firring persónanna og vand- ræðagangur veldur því að þar leggja persónumar yfir- leitt ást á þann sem enga kann á móti - nema þá rétt í svip. Kvöldveislan býður líka upp á nýjar og óvæntar vendingar í þeim málum, en þegar upp er staðið hefur í rauninni ekkert gerst því að eins og í Vaihöilu býður næsti dagur upp á ferskar baráttuaðferðir og ný tæki- færi til að særa og meiða hvert annað. En Lars Norén er ekki að syngja einlitan vandamála- söng. Leikritið fiallar vissulega um uppgjör kvöldsins (eða næturinnar) á milli persónanna og einkauppgjör þeirra við sjálfar sig, en jafnframt kynnist áhorfandinn þessu fólki svolítið og sér líka ýmsar spaugilegar hlið- ar á atferli þeirra og heimatilbúnum vanda. LeikUst Auður Eydal í sýningarskrá er haft eftir höfundi að ef einhver áhorfenda fari heim, segjandi við sjálfan sig: „Svona get ég ekki haldið áfram að lifa lífinu", þá sé hann ánægður. Sýningin rann hnökralaust á frvunsýningunni undir stjóm Hlínar Agnarsdóttur leikstjóra þó að textameð- ferðin væri ekki alveg fullslípuð. Verkið er ágætlega skrifað þannig að það heldur athygli áhorfandans frá upphafi til enda og þýðing Hlínar var afdráttarlaus. Orðbragðið er ekki alltaf par fínt þegar persónurnar vegast á og reyna að vera nógu andstyggilegar og særandi. Leikendumir em fjórir, þau Ami Pétur Guðjónsson, sem leikur listmálarann Teó, Rósa Guðný Þórsdóttir, sem leikur Tessu vinkonu hans, Valdimar Örn Flyg- enring er Erik vinur Teós og Steinunn Ólafsdóttir, Helen sambýliskona og bamsmóðir hans. Það hallast ekki á með leikurunum, en þó er Ami Pétur Guðjónsson fremstur meðal jafningja. Hann túlkar Teó, sem er miðpunkturinn í þessum litla söfn- uði, af mikilli inniifun og næmri tilfinningu fyrir per- sónunni. Teó verður ljóslifandi allt frá fyrstu timbur- mannastund verksins í gegnum aliar sviptingar næt- urinnar og allt til þess er birtir af nýjum degi á víg- velli heimilisins. Hinar persónumar verða líkar skýrar og þau Rósa Guðný, Valdimar og Steinunn vinna prýðilega úr mjög erfiðum og flóknum persónulýsingum. Flóknum, því Valdimar Flygenring i hlutverki Eiriks. að persónumar taka ófáar kollsteypur í verkinu og drekka ótæpilega. Það hefur reynst mörgum leikurum erfitt að túika áfengisáhrif með sannfærandi hætti, en það tekst að mestu leyti hér. Eftir því sem þau verða fyUri verða þau ástleitnari jafnvel árásargjöm, svo þynnast þau upp og fyllast örvæntingu og hafa þegar upp er staðið farið í gegnum megnið af því ferli, sem oftar en ekki fylgir svona sam- kundum. Leikrýmið uppi á annarri hæð Hafnarhússins hent- aði ágætlega fyrir verkið með útsjónarsamri leikmynd Elínar Eddu Árnadóttur og gaf leikendum gott svig- rúm, sem var nauðsynlegt við raunsæislega útfærslu verksins. * Alþýðuleikhúsió sýnir i Hafnarhúsinu við Tryggvagöfu: Hræðileg hamingja Höfundur: Lars Norén Þýðing og leikstjórn: Hlin Agnarsdóttlr Lelkmynd, búningar og ieikmunir: Elín Edda Árnadóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Fréttir Afnám aðstööugjaldsins: 4,3 milljarða yfir til einstaklinga - segir Markús Öm Antonsson borgarstjóri Markús Öm Antonsson borgar- stjóri sagði í svari til Alfreðs Þor- steinssonar á borgarstjómarfundi í gærkvöld að reiknað hafi verið út að ef aðstöðugjald verði afnumið og ef bæta ætti sveitarfélögunum þann tekjumissi með hækkun útsvars, jafngilti það að 4,3 milljarða skatt- byrði yrði færð frá fyrirtækjum og lögð á einstaklinga. „í þessu felst að sjálfsögðu tilflutn- ingur á skattbyrði frá atvinnurekstr- inum'yfir á einstaklinga en jafnljóst er að það myndi einnig leiða til aukn- ingar á heildarskattbyrði," sagði meðal annars í svari borgarstjóra. Markús Öm vitnaði til orða sem hann sagði Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra hafa viðhaft á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, ekki væri við það vmandi að Reykja- vík gæti í skjóli hárra tekna af að- stöðugjaldi haldið niðri útsvarsá- lagningunni. Borgarstjóri áréttaði að Jóhanna Sigurðardóttir er jafnframt þingmaður Reykjavíkur. Af þeim rúmum fjórum mfiljörð- um, sem fyrirtækin greiða í aðstöðu- gjald, lætur nærri að helmingur komi frá fyrirtækjum í Reykjavík. „Ef ekki verður annað gert felst einnig í þessu tilflutningur á tekjum milli sveitarfélaga. Nágrannabæir okkar, þar sem mikill hluti íbúa sæk- ir atvinnu til Reykjavíkur, hafa litlar tekjur af aðstöðugjaldi og myndu þeir því fá verulega auknar tekjm- með hækkun útsvars um 1,88 pró- sent,“ sagði borgarstjóri. -sme Lögreglan handtók í gær bruggsala á fertugsaldri í fimmta skipti á árinu. Alls hefur lögreglan hellt niður um 3000 lítrum af bruggi hjá þessum sama manniþaðsemaferárinu. DV-myndGVA Maöur handtekinn fyrir brugg í fimmta skipti á árinu: r AUGLÝSINGAR - SÍMI 632700 FAX 632727 1992 Miðvikudaginn 2. desember nk. mun hin árlega Jólagjafahandbók DV koma út í 12. sinn. Jólagjafahandbók DV hefúr orðið æ ríkari þáttur í jólaundirbúningi landsmanna enda er þar að finna hundruð hugmynda að gjöfúm fyrir jólin. Skilafrestur auglýsinga er til 20. nóvember nk. en með tilliti til reynslu undanfarinna ára er aug- lýsendum bent á að hafa samband við auglýsingadeild DV hið fyrsta í síma 632700 svo að unnt reynist að veita öllum sem besta þjónustu. JOLAGJAFAHANDBOK Bruggaði í svefnherberginu Lögreglan í Breiðholti handtók í gær mann á fertugsaldri fyrir brugg- sölu. Þetta er í fimmta skipti á þessu ári sem lögreglan hefur tekið þennan sama mann fyrir brugg, nú síðast 16. október. Við leit á heimili mannsins í Norð- urmýrinni fundust á þriöja hundrað lítrar af gambra í fataskáp í svefn- herberginu og eimingartæki. Lög- reglan lagði hald á bruggtækin og hellti niður gambranum. Við yfir- heyrslur játaði maðurinn að hafa eimað og selt um 50 lítra af landa frá því hann var handtekinn síðast. Það sem af er þessu ári hefur lög- reglan í Breiðholti hellt niður um 3000 lítrum af bruggi hjá þessum manni og hefur hann viðurkennt söluáum4001ítrum. -ból Irmlausnir hjá Skandia: Lítið að gera Opnað var fyrir innlausnir í hlut- deildarsjóðum Skandia í gær. Lítið var um innlausnir eða aðeins fyrir um 15 til 18 milljónir. Innlausnar- beiðnir höfðu náð um 500 milljónum þegar ákveðið var að opna að nýju. Mest var um innlausnir í Skyndi- bréfum en gengi þeirra var ekki fellt. 4 til 5 einstaklingar tóku hins vegar út fé sitt í hinum sjóðunum þremur þar sem gengið var fellt. Að sögn Brynhildar Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra verðbréfasjóða Skan- dia, var minna að gera í gær en á venjulegum degi. -Ari Sjóðvélar í Kolaportið Kolaportið hf., sem rekur sam- næstu mánaðamótum. nefnt markaðstorg, hefur fest kaup á Ýmsir hafa haldið því fram að 80sjóðvélumtilnotkunarámarkaðs- skattsvik væru stunduð í Kolaport- torginu. Notkun þeirra á að vera al- inu en aðstandendur portsins vísa menn hjá þeim seljendum sem eru því á bug. virðisaukaskattsskyldir frá og með -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.