Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992. Fréttir Tekist á um EES á flokksþingi framsóknarmanna: Andstaðan milduð í stjórnmálaályktun - þingmenn flokksins með frjálsar hendur á Alþingi Harðar dreilur urðu um afstöðuna til EES á flokksþingi framsóknar- manna um helgina. Stór hópur flokksmanna, með Halidór Ásgríms- son í broddi fylkingar, sætti sig ekki við það orðalag sem Steingrímur Hermannsson hafði um EES-málið í drögum að stjómmálaályktun og krafðist breytinga. í texta Steingrims var því meðal annars haldiö fram að EES-samning- urinn bryti gegn íslensku stjómar- skránni og aö það væm tálvonir ein- ar að líta á samninginn sem bjarg- hring fyrir íslenskt atvinnuhf. Á stormasömum fundum stjóm- málanefndar var textanum breytt í veigamiklum atriðum. Talaö er um að það sé vafasamt að EES-samning- urinn standist stjómarskrána og því sé nauðsynlegt að fram fari breyting á henni áöur en unnt sé að sam- þykkja aðild íslands að hinu Evr- ópska efnahagssvæði. Sú ákvörðun meirihluta Alþingis að hafna þjóðar- atkvæðagreiðslu um EES-samning- inn er gagnrýnd. Af hálfu EES-andstæðinga ríkti mikil reiði vegna þessara breytinga á stjórnmálaályktuninni. Bjami Ein- arsson og fleiri Samstöðumenn sögðu niðurstöðuna mikil vonbrigði en þeir höfðu gagnrýnt drög Stein- gríms fyrir að vera ekki nægjanlega afdráttarlaus. Stór orð féllu á göngum en í atkvæðagreiðslu á flokksþinginu var stjómmálaálykt- unin hins vegar samþykkt sam- hljóða. Meðal þingmanna, sem ákveðnir em í að greiöa atkvæði gegn EES- samningnum á Alþingi, em þeir Steingrímur Hermannsson, Páll Pét- ursson, Ólafur Þ. Þórðarson, Stefán Guðmundsson og Jón Helgason. Aðr- ir hugleiða hjásetu eða jafnvel stuðn- ing við samninginn. -kaa Framsóknarmenn: Ungliðar sigruðu í miðstjórn- arkjörinu - SÍS-stjórar í varastjóm Ungliðar vom sigurvegarar mið- stjómarkjörs á flokksþingi fram- sóknarmanna um helgina. í 25 manna miðstjóm fengu þeir 9 full- trúa kjöma og að auki 10 varamenn. Við miðstjómarkjörið náðu 11 konur kosningu sem aðalfulltrúar og 15 sem varafulltrúar. AUs 80 fulltrúar fengu atkvæði í kjörinu. Flest atkvæði í miðstjómarkjörinu fékk Jóhann Pétur Sveinsson, 288, og næstflest atkvæði fékk Siv Frið- leifsdóttir, 250. í þriðja sætinu hafn- aði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, í því fjórða Drífa Sigfúsdóttir, í því fimmta Þórólfur Gíslason og í því sjötta Bjami Einarsson. Athygli vakti í miðstjómarkjörinu að Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS, náði ekki kosningu sem aðcdfulltrúi heldur hafnaði hann í miðjum hóp varamanna. Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri SÍS, hafnaði einnig sem varafulltrúi í miðstjórn. -kaa Bjami Einarsson: Sundur- gerðin er mikil guðs- blessun „Sundurgerðin er mikil guðsbless- un, við erum sem betur fer ekki öll eins. Það sýndist sitt hveijum í stjómmálanefndinni og umrseðum- ar vom miklar. Vitanlega vildi ég að allir þingmenn flokksins væra mér sammála en samkvæmt stjómar- skránni er ekki hægt að binda hend- ur þeirra. Stjómmálaályktunin er vissulega nokkuð loðin. Persónulega tel ég EES-samninginn efhislega óviðunandi en það era skiptar skoð- anir um þetta,“ sagöi Bjami Einars- son efdr samþykkt stjómmálaálykt- unar á flokksþingi Framsóknar- flokksins. „Niðurstaðan er viðunandi miðaö við það sem ég bjóst viö. Það er mjög stór hópur hér sem er á móti EES- samningnum þó þaö hafl ekki reynt á það í atkvæðagreiðslu." -kaa Jón Sigfús Sigurjónsson lýsti kjöri miöstjórnar á flokksþingi framsóknarmanna sem fram fór um helgina. í kosning- unni unnu ungliðar sigur meðan SÍS-forstjórarnir Guöjón B. Ólafsson og Erlendur Einarsson uröu að láta sér nægja að verða varamenn f miðstjórn. í kjöri til stjómar fengu hins vegar þeir Steingrimur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson ótvfræðan stuðning flokksmanna. DV-mynd GVA Flokksþing framsóknarmanna: Konur tókust á um sæti í stjórninni - Guðmundur Bjamason fékk ílest atkvæði í stjóm Á flokksþingi Framsóknar- flokksins um helgina var fráfar- andi framkvæmdastjóm endur- kjörin nema hvað Unnur Stefáns- dóttir tók við af Valgerði Sverris- dóttur sem ekki gaf kost á sér tíl endurkjörs. í atkvæöagreiðslu fékk Unnur 46 prósent atkvæða sem varagjaldkeri og vann þar með sig- ur á Siv Friðleifsdóttur sem fékk 25 prósent atkvæða. í þessum slag fékk Kristinn Halldórsson 23 pró- sent atkvæða. Stjómarkjörið fór annars á þann veg að í formannskjörinu fékk Steingrímur Hermannsson 86 pró- sent atkvæða en næstur á eftir varö Halldór Ásgrímsson með ríflega 10 prósent. í varaformannskjöri fékk Halldór Ásgrímsson 85 prósent at- kvæða en næstur á eftir varð Stef- án Guðmundsson með rúm 5 pró- sent. í kjöri um ritara hlaut Guð- mundur Bjamason 91 prósent at- kvæða. Finnur Ingólfsson fékk 87 prósent atkvæða sem gjaldkeri og Sigrún Magnúsdóttir fékk 84 pró- seririatkvæða sem vararitari. -kaa Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN ÓVERÐTR. Sparisj. óbundnar Sparireikn. 3ja mán. upps. 6 mán. upps. Tékkareikn., alm. Sértékkareikn. 0,75-1 1- 1,25 2- 2,25 0,25-0,5 0,75-1 Landsb., Sparisj. Sparisj. Sparisj. Landsb., Sparisj. Landsb., Sparísj. VÍSITÖLUB. REIKN. 6 mán. upps. 1,5-2 Allir nema isl.b. 15-24 mán. 6,0-6,5 Landsb., Sparsj. Húsnæðisspam. 6-7,1 Sparisj. Orlofsreikn. 4,25-5,5 Sparisj. Gengisb. reikn. ÍSDR 5-8 Landsb. IECU 7,5-9,0 Landsb., Bún.b. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKN. Vísitölub., óhreyföir 2-2,75 Landsb., Bún.b. óverðtr., hreyfðir 2,5-3.5 Landsb. SÉRSTAKAR VERD8ÆTUR (innan timabils) Visitölub. reikn. 1,25-3 Landsb. Gengisb. reikn. 1,25-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKN. Vísitölub. 4,5-5,5 Búnaðarb. Óverðtr. 4,7&-5,5 Búnaðarb. INNLENDIR GJALDEYRISREIKN. $ 1,75-2,2 Sparisj. £ 4,5-5,5 Búnaðarb. DM 6,7-7,1 Sparisj. DK 7,75-8,2 Sparisj. ÚTIÁNSVEXTIR (%) lægst Otlan overðtryggð Alm.vix. (forv.) 11,6-11.6 Bún.b, Lands.b. Viðskiptav. (forv.)' kaupgengi Allir Alm. skbréf B-fl. 11,75-12,5 Landsb. Viðskskbréf1 kaupgengi Allir OTLAN verðtryggð Alm. skb. B-flokkur 8,75-9,5 Landsb. AFURÐALAN l.kr. 12,00-12,25 Búnb., Sparsj. SDR 7,5-8,25 Landsb. $ 5,9-6,5 Sparisj. £ 9,0-10,0 Landsb. DM 11,0-11,25 Búnb. Húsnæöislán 49 Líföyrissjódslán 5-9 Dráttarvoxtir 10,5 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf nóvemberl 2,3% Verðtryggö lán nóvember 9,1% visrröLUR Lánskjaravísitala nóvember 3237 stig Lánskjaravísitala október 3235 stig Byggingavísitala desember 189,2stig Byggingavísitala nóvember 189,1 stig Framfærsluvísitala í nóvember 161,4 stig Framfærsluvisitala i október 161,4 stig Launavísitala i nóvember 130,4 stig Launavísitala í október 130,3 stig VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða KAUP SALA Einingabréf 1 6396 6513 Einingabréf2 3477 3494 Einingabréf 3 4184 4261 Skammtímabréf 2,160 2,160 Kjarabréf 4,081 Markbréf 2,229 Tekjubréf 1,471 Skyndibréf 1,873 Sjóðsbréf 1 3,114 3,130 Sjóðsbréf 2 1,959 1,979 Sjóösbréf 3 2.152 2,158 Sjóðsbréf4 1,655 1,672 Sjóðsbréf 5 1,310 1,323 Vaxtarbréf 2,1946 Valbréf 2,0563 Sjóösbréf 6 540 545 Sjóðsbréf 7 1028 1059 Sjóðsbréf 10 1041 1072 Glitnisbréf Islandsbréf 1,347 1,373 Fjórðungsbréf 1,147 1,164 Þingbréf 1,360 1,379 Öndvegisbréf 1,348 1,366 Sýslubréf 1,305 1,323 Reiðubréf 1,320 1,320 Launabréf 1,021 1,036 Heimsbréf 1,050 1,185 HIUTABRÉF Sölu- og kaupgengl á Verðbréfaþingi íslands: HagsL tilbod Lokaverö KAUP SALA Eimskip4,15 4,15 4,35 Flugleiðirl ,40 1,40 Olísl ,80 1,80 1,95 Hlutabréfasj.ViB1,04 0,96 1,02 lsl.hlutabréfasj.1,20 1,01 1,10 Auðlindarbréf1,03 1,02 1,09 Hlutabréfasjóö.1,36 1,30 1,36 Marel hf.2,40 Z20 2,59 Skagstrendingur hf.3,80 3,60 Ármannsfell hf.1,20 1,95 Arneshf.1,85 1,80 Bifreiðaskoðun Islands3,40 3,35 Eignfél. AIþýöub.1,15 1,60 Eignfél. Iðnaðarb.1,60 1,40 1,65 Eignfél. Verslb.1,Í0 1,44 Grandihf.2,10 1,90 2,40 Haförnin1,00 1,00 Hampiðjan1,05 1,43 HaraldurBöðv.3,10 2,94 Hlutabréfasjóður Noröurlands 1,04 1,08 Islandsbanki hf. 1,49 Isl. útvarpsfél.1,40 Jarðboranirhf.1,87 Kögun hf. • 2,10 Olíufélagið hf.5,00 4,70 5,00 Samskiphf.1,12 1.12 S.H. Verktakar hf.0,70 0,80 Síldarv., Neskaup.3,10 3,10 Sjóvá-Almennar hf.4,30 4,25 7,00 Skeljungur hf.4,40 4,20 4,50 Softis hf. 6,00 Sæplast3,15 3,15 3,35 Tollvörug. hf.1,35 1,45 Tæknival hf.0,40 0,95 Tölvusamskipti hf.2,50 3,50 ÚtgerðarfélagAk.3,68 3,20 3,67 Útgeröarfélagið Eldey hf. Þróunarfélag islands hf. 1,50 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miöað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamark- aöinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.