Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992. Spumingin Fer snjórinn í taugarnar á þér? Rúna M. Guðmundsdóttir nemi: Já, að vissu leyti en þó er hægt að nota hann til að fara á skíði. Elí Másson þjónn: Já, heldur betur. Reynir Pálsson nemi: Nei, ekkert svo. Halla Káradóttir nemi: Nei, þá er bara að taka út snjósleðann. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri: Nei, þaö birtir upp í skammdeginu ef það kemur snjór. Anna Þorsteinsdóttir sálfræðinemi: Ekki snjórinn, en slabbiö og slyddan. Snjórinn er jólalegur og fallegur. Lesendur H ugmyndafátækt útvarps og sjónvarps Einar Vilhjálmsson skrifar: Það sem mótað hefur dagskrá Rík- issjónvarps undanfarin ár er eftirfar- andi: erlendar hryllingsmyndir, íþróttalanglokur, hrinuhljómsveitir og svo náttúrlega hinn mjúki leir „hrafnsins". Fréttatímar færa blóð- völl styijaldarböðla inn í stofur okk- ar en gleyma samt ekki smáiðnaði minniháttar glæponanna. - Frétta- menn fara hópum saman til fjar- lægra heimshoma til þess að „bæta böhð“ sem berst frá erlendum frétta- stofum. „Litla Tyrkjaránið" varð að ferðatilefni fréttamanna og kostað miklu til. Smápistlar berast frá ótrúlegustu stöðum um hin ómerkilegustu efni. Þessi stórveldaleikur dvergríkis- fjölmiðla er hneykslanlegur. Það er ekki nema von að fréttastofan verði að endurtaka tugguna kl. 23 að kvöldinu. Og útvarpið jórtrar sínar „fréttir" á eins til tveggja tíma fresti, oftast lítið eða ekkert breyttar. Þessi vinnubrögð virðast þjóna þeim eina tilgangi að fylla of langan útsending- artíma á fyrirhafnarlítinn hátt. Þetta sýnir hugmyndafátækt dag- skrárstjórnendanna sem hvað út- varpið varðar virðast ekki þekkja til hins mikla bókmenntaauðs þjóðar- innar. Lesarar útvarps eru oft leikar- ar með væminn og tilgerðarlegan framburð og efnið oftar en ekki þýtt bull. Út yfir tekur þó þegar hafinn var flutningur sakamálaleikrita eftir hádegi. Bamaefni er oft sótt til Nor- egs og Svíþjóöar og gæðin eftir því. Ástæðulaust er að bjóða bömum slíkan boðskap. Fræðsluefni er lítið sem ekkert og hefur Ríkissjónvarpið brugðist hvað það varðar. Við búum við tvær sjónvarpsstöðv- ar sem spúa svipuðu gumsi yfir landslýö. Þegar til stóð að hefja fræðslusjónvarp þótti það of dýrt þótt vitað væri að mikið og gott efni af þessu tagi væri fyrir hendi, t.d. hjá BBC og fleiri erlendum stöðvmn, og hentaði vel til flutnings hér og fengist á viðráðanlegu verði. Stytta ætti dagskrána og vanda hana betur, ein fréttastofa fyrir útvarp og sjón- varp nægði og fækka ætti starfsfólki um nokkra tugi. Þaö er aumt aö hið dýra bákn, Rík- issjónvarpið, skuli vera jafn menn- ingarsnautt og Stöð 2 sem helgar sig dægurefni að mestu. Kennsla í tungumálum, tónmennt, tréskurði, teiknun, málun og ljósmyndun ætti að vera fastur hður á besta tíma í sjónvarpi og útvarpi, aht eftir því hvar tæknin hentar hverju sinni. Á fréttastofu útvarps í útvarpshúsinu við Efstaleíti. „Ein fréttastofa fyrir útvarp og sjónvarp nægði". Hvað er að hjá dómskerf inu? Helgi Sigurðsson skrifar: Þaö er löngu orðið áhyggjuefni hjá almenningi hér á landi hvemig virð- ist vera staðiö að lúkningu á afbrota- málum sem dráttur veröur á að rannsaka og dæma í. Þannig berast fólki nú fréttir af því með stuttu milhbih að mörg mál bíði dóms en dráttur valdi því að annað hvort eru þau orðin fymd þegar til á aö taka eða þá að rannsókn hefur dregist á langinn svo að htlar eða engar sann- anir finnast sem hægt er að byggja málsókn á. Þessa dagana er verið aö segja frá dæmum í þessa vem. Dómur var t.d. kveðinn upp í máh er varðaði inn- flutning fíkniefna en sökum dráttar í meöferð þess slapp ákærði við refs- ingu en var gert að greiða óverulega fjámpphæð vegna málsóknar- og vamarlauna. - Ef til vih er hér að einhverju leyti um að ræða skort á starfsmönnum í dóms- og löggæslu- kerfinu. Það afsakar á engan hátt vanrækslu hins opinbera að lagfæra þá þann agnúa sem er þjóðfélaginu í heild til skammar. Sum mál em einnig þann veg vaxin að fólk hreinlega hlær eða gerir lítið úr dómskerfinu fyrir seinaganginn. Má þar nefna nýlegt dæmi um hið svokahaöa „málningarfótumál" þar sem málsmeðferð hefur dregist í 5 ár! Það er sárgrætílegt ef afbrota- menn hér á landi geta svo skotið málum sínum til Mannréttindadóm- stólsins eftir að loks hefur verið dæmt í máh þeirra. Það er því engin furða þótt fólk spyrji hvert annað; Hvað er að í dómskerfinu á íslandi? Saltfiskmarkaðir í hættu Saltfiskurinn metinn Krístinn Einarsson skrifar: Mér finnst hörmuleg tilhugsun ef saltfiskmarkaðir okkar í löndum Suður-Evrópu verða svo forsmáðir með lélegum fiski og óvönduðum frá- gangi að þeir verða okkur nánast ónýtir í framtíðinni. Ég var á ferð í Portúgal og á Spáni snemma í haust, og gerði mér far um að kanna hvort íslenskur fiskur væri ekki á boðstól- um í stórmörkuðum og öðrum versl- unum sem selja saltfisk. Mér til mikilla vonbrigða var norskur saltfiskur yfirgnæfandi á markaðnum, einkum í Portúgal. Það er venjan í þessum löndum að til- greina hvaða saltfisk er um aö ræða, og á það við matvöruverslanir sér- staklega, en síður eða ekki á veitinga- húsunum. - Á Spáni var þessu öðru- vísi varið og t.d. í borgunum Vigo, og Santiago á norð-vestur Spáni og einnig í Bhbao sá ég íslenskan salt- fisk vel auglýstan í gluggum versl- ana. - í sumum öðrum borgum var aðeins um norskan saltfisk að ræða. Nú er farið er að kaupa þorsk úr rússneskum skipum th vinnslu í fiskvinnslustöðvum sums staöar á landsbyggðinni. Þorsk sem ekki er veiddur hér við land, heldur í Bar- entshafi og langt norðaustur af ís- landi. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst ef það orðspor kemst á að fiskur af þessum slóðum kunni að vera meng- aður af hættulegum efnum, sem nú er talað um að sé fremur á sveimi í sjónum á þessum slóðum en annars staðar nær íslandi. Þess vegna fagna ég frumkvæði og thhögun þeirri sem einn saltfisk- kaupmaður hér, Jón Ásbjömsson, hefur með því að kaupa eingöngu krókafiskinn. Hann segir að gæðin séu ótvíræð og hann bjóði ekki annað hráefni t.d. fyrir Spánarmarkaö. - Krókaveiðar era okkur því enn mik- hvægar. Reyndar ætti ekki aö nota annað hráefni th saltfiskvinnslu en þann fisk sem sannanlega er veiddur hér við land. Þannig gætum við hafið auglýsingaherferð á Spáni og í Portú- gal og skákað Norðmönnum með árangursríkum hætti. lífeyrissjóðtint E.K. skrifar: Staða lifeyrissjóðanna hefur verið að versna eins og allir vita, og óvitað hvort sumir þeirra geta með nokkru rnóti staöið viö skuldbindingar sínar við félags- menn. - Nú tekur þó steininn úr þegar skuldbindingar Lifeyris- sjóös borgarstarfsmanna lenda hugsanlega á skattgreiðendum allra Reykvíkinga. Pólitíkmad Gunnar skrifar: Mörgum fleiri en mér finnst það oröið óeðlhegt að ekki skuli vera hægt að kjósa sér leiðtoga eða forsvarsmann fyrir launþega- samtökum hér á landi án þess að pólitíkin sé höfð að leiðarljósi. - Það þætti ekki gott hjá. atvinnu- fyrirtæki að menn væra ráðnir eftir pólitískum ht Hafa forsvars- menn iaunþegasamtakanna og fbrdæmt slíka tilhögun. Þegar svo kemur að ASÍ-þing- inu er þreifað og plottaö fram og th baka fil að finna forseta með rétta pólitíska litinn. Hann má alls ekki vera úr Sjálfstæöisflokki heldur úr röðum einhverra hinna flokkanna. Varaforseti má svo gjarnan vera hvaðan sem er! - Þetta er fordæmanlegt fyrir- komulag á þingi sem ætti raunar að leita eftir algjörlega ópólitísk- um forvstumanni fyrir samtökin. FramsóknogEES Á.P. hiángdi: Ég átti bágt með að skhja orð formanns Framsóknarflokksins, Steingrims Hermannssonar, í sjónvarpsviðtali í vikunni þar sem hann sagöi að það væri erfitt að hafna EES-samningnum en samt væri ekki hægt að kjósa með honum vegna atriða í stjómar- skránnL Hann reíknaði því með að margir framsóknarmenn myndu sitja hjá við atkvæða- greiöslu um samninginn. Ég tel hyggilegra fyrir þing- menn Framsóknarflokksins að hugsa sitt ráö áður en gengið er th atkvæða um þennan mikh- væga samning. Andstaða myndi setja veralegt strik í reikninginn fyrir viðkomandi þingmann um alla framtíö. kvennaogfjárrádin Hulda skrifar: Ég bý úti á landi og árlega kem- ur hingað læknir írá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Ég fór í skoðun og mátti reiða fram 1.500 kr. fyrir vikið. Þar sem ég þuríti á getnaðarvörn að halda í leiðinni greiddi ég th viðbótar 2.200 kr. eða samtals 3.700 kr. Mér fannst nog um. Alvariegast er þó aö margar konur hætta við að fara í slika skoðun vegna féleysis og er það oröið alvariegt mál. Ég veit um margar konur sem geta hreinlega ekki greitt lyfjakostn- að. Þær láta að öðru jöfhu bömin ganga fyrir en verða sjálfar út- Meirikirkjusókn Unnur Jörundsdóttir skrifar: Ég vh hvefja sem flesta lands- menn th að stunda kirkjuna meira. Það er mjög mikh andleg hressing og upplyftmg í því aö koma reglulega í kirkju. Unga fólkið hér álandi ætö að hafa það aö fóstum siö aö fara th kirkju th þess að byggja sig upp andlega. Því ekki að líta í dagblöðin fyrir hverjahelgiog kanna messutíma j í kirkjunum? Messustíminn tek- ur ekki nema um eina klukku- stund og þeirri klukkustund er sannarlega vel variö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.