Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1992.
Merming
Odysseifur
Fræg er hin foma saga um Ódysseif, sem fór að ráð-
um Kirku. Hún hafði sagt honum, að hann mætti ekki
fyrir nokkum mun láta söng sírenanna svonefndu
hafa áhrif á sig, en þær sungu sjófarendur í hel sam-
kvæmt Ódysseifskviðu. Þegar skip Ódysseifs nálgaðist
sírenurnar, setti hann hnoðra í eyru skipveria sinna,
en lét þá binda sig við siglutréð með ströngum fyrir-
mælum um, aö þeir skyldu ekki losa hann, hvemig
sem hann ólmaðist. Þetta herbragð tókst, og Ódysseif-
ur og menn hans komust klakklaust fram hjá sírenun-
um.
Ódysseifur á siglutrénu er ein eftirminnilegasta
mynd heimsbókmenntanna og óspart notuð í stjóm-
málaheimspeki. Menn þurfa aö standast freistingar,
setja taumhald á sjálfa sig. Dr. Guðmundur Magnús-
son, hagfræðiprófessor og fyrrverandi háskólarektor,
skírskotar til þessarar myndar í nýútkomnu greina-
safni sínu um gengis- og peningamál, Peningar og
gengi, sem Hagfræðistofnun Háskóla íslands gefur út.
Meginkenning hans er, að stjómmálamenn þurfi að
binda hendur sínar, ella sé voðinn vís. íslensk hag-
stjóm hafi verið allt of lin, fijálsum viðskiptiun hafi
ekki verið tryggður nógu fastur grundvöllur. íslenskir
stjómmálamenn hafi alltof lengi hlustað á söng sér-
hagsmunanna.
Hvemig vill Guðmundur binda hendur stjómmála-
Guðmundur Magnússon. Fróðlegt greinasafn.
á siglutrénu
Bókmeimtir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
manna? Aðallega á tvennan hátt. í fyrsta lagi telur
hann rétt að nýta betur markaðsöflin á íslandi. Um
leið og einstaklingar ráöa þvi, hvað þeir gera við pen-
inga sína, til dæmis með frjálsum fjármagnsflutning-
um á milli landa, hafa þeir takmarkað kosti stjórn-
valda, bundið hendur þeirra. í öðra lagi vill Guðmund-
ur sjálfstæðari seðlabanka, óháðari stjómvöldum.
Flestir hljóta að taka undir fyrri tillögu Guömund-
ar. íslendingar þurfa að opna hagkerfi sitt, veita bönk-
um og öðrum aðilum það aðhald, sem samkeppni frá
útlöndum veitir þeim. Margir munu hins vegar efast
um síðari hugmyndina. Ef ætlunin er að binda hendur
stjómmálamanna í peningamálum, þá er rökréttast
aö leggja niður seðlabankann og sjálfstæðan íslenskan
gjaldmiöO, flytja seðlaprentunarvaldið úr landi, - eitt-
hvað þangað, þar sem von er traustari gjaldmiðils en
hins íslenska.
Guðmundur Magnússon kemur í þessari bók fram
sem skynsamur, fijálslyndur maður með mikla þekk-
ingu og skarpan skilning á íslenskum efnahagsmálum.
Vonandi lesa sem flestir þetta fróölega greinasafn.
En atburðir síðustu daga sýna einmitt, að hann er
ekki nógu róttækur. Prédikanir og áminningar hag-
fræðinga eins og hans um skynsamlega peningastefnu
duga ekki. Vandinn er bundinn stofnunum og leikregl-
um, ekki einstaklingum. Hugmynd Guðmundar um
sjálfstæðari seölabanka er eins og að binda Ódysseif
með böndum, sem hann getur losað sjálfur. Þegar
söngur sírenanna er orðinn nógu seiðandi, mun Ódys-
seifur ætíð losa sig. Hinn sjálfstæði seðlabanki mun
láta undan. Guðmundur gerir aö vísu ráð fyrir teng-
ingu krónunnar við eku, peningaeiningu Evrópu-
bandalagsins. En atburðir síðustu daga hafa líka sýnt,
að þar er ekki mikils árangurs að vænta.
Guðmundur Magnússon:
Peningar og gengi
Greinasafn um hagstjórn og peningamál á íslandi, 109 bls.
Hagfræðistofnun Háskóla íslands,
Háskólaútgáfan 1992.
Blessuð sértu
Þetta er önnur Ijóðabók Jónasar Þorbjamarsonar,
skiptist í þijá hluta og hefur aö geyma hálfan þriöja
tug fríljóða.
Mest ber á einfoldum náttúrulýsingum, þar sem yfir-
leitt yfirgnæfir frásögn eða vangaveltur, mest um
hverfulleik andartaksins eða tilfinningar mælanda til
landsins. Þetta er oftast sagt með venjulegu orðalagi,
t.d. „Starfsævi" (bls. 14-15):
Engin verk lengur fyrir höndum
því það sem alla tíð var nauðsyn:
starfið
sem hugm' hans vék ekki frá -
skepnumar, túnið -
já, lífsbaráttan
sem hann var borinn til
hefur nú svo gott sem losaö hann
við hann sjálfan
ævina;
létt af honum
öllu því sem hefur þýðingu
fyrir mann í fullu Qöri
Bókmermtir
örn Ólafsson
Þetta er svo hversdagslegt og sviplaust að ekkert er
til að grípa í athygli lesanda, og síst myndin sem þetta
gefur af mælanda. Síðar í ljóðinu koma andartaks-
myndir af iðjulausu gamalmenninu en einnig það er
í ósérkennilegri frásögn mælanda sem horfir á þetta
ofan af háum stalli eða úr mikilli fjarlægö:
Værö
færist yfir hann þar sem hann situr
og horfir í gaupnir sér
værð stofunnar
værð landsins
andardrátturinn
heyrist og stöku já lika
eða önnur hljóð án hugsunar
sem liða af vörum hans
[...]
Þessi ósérkennilega frásögn finnst mér vera megi-
neinkenni bókarinnar. Og það breytir htlu þótt ein-
stöku sinnum sé skilningarvitunum mglað, svo sem
að ströndin birtist upp af túninu (bls. 13).
Stöku sinnum er þó dýpra á ljóðunum:
Glórulaus bylur
Ég lít út um glugga
skima eftir umhverfi
en er likt og sleginn blindu
finn ekki einusinni veturinn.
Hvaða veður er þetta.
Ég loka augunum
til að forða mér.
En í höfðinu er bylur;
og hugsanir minar
verða úti hver af annarri.
Hér tengir titillinn bhndbyl við ástandið í huga
mannsins, því orðið „glórulaust“ er haft um hvort
tveggja. Það má kaha smellið, en þetta er ekkert meira
en þaö. Aht er enn á sviði yfirlýsinga, frekar en mynd-
máls, lýsinga sem væm á einhvem hátt sérkennileg-
ar, svo lesendur sæju eöa heyrðu fyrir sér það sem
um er talað. Betra fannst mér annað ljóð bókarinnar
sem lýsir gamalh ljósmynd. Þar sést enn heimabærinn
yfir fjörðinn, í honum speglast vegur upp hhðina, og
það verður tákn fyrir samband mælanda við bæinn
og fortíðina, það er rofið. Hér fer einkar vel á skipt-
ingu kyrrlátra orða í stuttar línur, ljóðið andar kyrrð
og friði framan af en setningar verða lengri og flókn-
ari jafnframt hehabrotum mælanda um stöðu sína:
í skjóli af gamalli fjósmynd
Þorp við fjarðarbotn
Sólrík fiiðsæld
húsa og fjalla
hefur breitt útá sjóinn mynd sína;
vegurinn upp hlíðina
liggur beint yfir fjöröinn
til Ijósmyndarans
sem nú er ailur;
þetta er heimabær minn
þegar ég á mér hvorki heimabæ né nokkurt angur
og staðurmn sá ama
mér jafnókunnur
og væri hann á einhverri stjömu -
þar sem ég mun vonandi aldrei fæðast
Hugleiðingamar halda áfram, helmingi lengra en
þetta, en það sýnist mér bara verða th að drepa áhrif-
um ljóðsins á dreif.
Fóht sem kvartar undan óaðgenghegum nútímaljóð-
um ætti að hta á þessi, hér er aht auöskihð og kunnug-
legt. Ekki skal fundið að því, en th þess að færa lesend-
um eitthvaö þyrfti skynjanlegri framsetningu og
hnitmiðun.
Jónas Þorbjarnarson:
Andartak á jörðu
Forlagiö 1992, 40 bls.
Lisa Eilbacher, Pierce Brosnan og Ron Silver leika aðalhlutverkin í Lif-
andi tengdur.
Laugarásbíó - Llfandi tengdur: ★ y2
Vítisvökvi
í trýUinum Iáve Wire em gerð þau mistök að eyða aht of miklum tíma
í að gera aðalsöguhetjuna, Danny Whson (Pierce Brosnan), manneskju-
legri en dæmigerða hasarhefju. Við fáum að fylgjast með dehum hans
við eiginkonuna (Lísu Ehbacher) og tengdamömmu. Svo virðist sem kon-
an hafi haldið fram hjá honum meö öldungadehdarþingmanni sem hún
vinnur hjá (ekkert svo gömlum, Ron Shver) eftir að sambandið kulnaði
í kjölfar harmleiks. Það vhl svo skemmthega th að öldungadehdarþing-
menn hafa verið að springa í loft upp undanfarið og getið þið hver er
næstur á hstanum. Nú mætti halda að okkar manni væri sama en hann
verður að skipta sér af því konan hans er ahtaf í samfloti við þingmann-
inn. Hún hlustar ekki á manninn sinn þegar hann segir henni að halda
sig fjarri. Hann er bara færasti sprengjufræðingurinn sem vitað er um
og auðvitað ekkert mark takandi á honum. Þessar sprengingar eru mjög
dularfuhar því enginn veit hvernig sökudólgurinn gerir þetta (nema
áhorfandinn sem fattar það strax) og enginn veit af hverju (ekki einu
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
sinni áhorfandinn þó það sé útskýrt).
Spennuatriðin era ágætlega útfærð, sérstaklega þegar fólk er að springa
með miklum látum. Leikstjórinn Duguay hefur sennhega verið ráðinn
eftir mikla reynslu í svipuðu hlutum í Scanners 2 og 3.
Pierce Brosnan gerir sömu mistök hér og í The Lawnmowerman, aö
taka hlutverkið of alvarlega og vera með látbragðstakta th að gera persón-
una raunverulegri. Hann er geðþekkur en varla efni í aðalleikara.
Live Wire (Band. 1992)
Handrit: Bart Baker.
Leikstjórn: Christlan Duguay.
Lelkarar: Pierce Brosnan (Mr. Johnson). Ron Silver (Blue Steel), Ben Cross, Lisa
Eilbacher (Levlathan).
Háskólabíó - Forboðin ást: ★★ y2
Kínversk fegurð
Kínverski kvikmyndagerðarmaðurinn Zang Yimou vakti fyrst athygh
á Vesturlöndum með Red Sorghum sem sýnd var hér á Kvikmyndahátíð
Listahátíðar árið 1989. Ju Dou er næsta mynd hans og honum hefur far-
ið fram, auk þess sem hann er með betri sögu.
Sagan er með einfaldara móti og fjallar um yngismeyjuna Ju Dou sem
gift er nauðug gömlum karh sem á verksmiðju sem htar efnisstranga.
Sá gamh er búinn að ganga af fleiri en einni konu dauðri af því að þær
ólu honum ekki son. A heimilinu býr og vinnur einnig frændi karlsins,
löngu kominn á giftingaraldurinn. Þegar hann verður vitni að hlri með-
ferðinni á hinni fogru Ju Dou á hann erfitt með að halda að sér höndum.
Ekki batnar ástandið þegar Ju Dou tælir frændann í örvæntingu sinni.
Eins og Red Sorghum er Ju Dou gullfaheg kvikmynd, með áherslu á
htrík og fahega lýst skot. Sagan er ahrar athygh verð en frekar hæg og
laus viö dramatík sem er ekki gott þegar um tragísk örlög er að ræöa.
Yimou er meistari í myndsköpun og ætti skihð mörg verðlaun fyrir en
hann getur ekki kreist neitt safaríkt út úr ástarþríhymingnum sem hður
hjá án þess að persónumar lifni við. Það er ahtaf gaman að fá nasasjón
af framandi menningu og hfnaðarháttum en umhverfisbreyting gerir
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
ekki mikiö ein sér.
Leikaramir gera sitt besta en fá htinn texta th að byggja á og þurfa
meira að nota svipbrigði sem stundum tiættir th að ofgera. Gong Li, sem
leikur Ju Dou, leikur í öhum myndum Yimou.
Yimou hefur th þessa gert myndir sem gerast fyrr á dögum í Kína og
komst í ónáð þjá kommúnistaflokknum eftir Ju Dou sem er eins ópóhtísk
og hægt er að vera. Hún tekur afturámóti hispurslaust á þeim vandamál-
um sem þetta forboðna ástarsamband veldur og kann það að hafa farið
fyrir bijóstið á sumum.
Ju Duo (Kina - 1990) 95 min.
Handrit: Lui Heng.
Leikstjérn: Zang Yimou (Red Sorghum, Raise the Red Lantern), Yang Fengliang.
Leikarar: Gong LI (Red Sorghum), Li Baotian, Li Wei, Zhang Yi, Zhen Jian.