Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1992, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þjóðarsátt lýkur Nýafstaðið þing Alþýðusambandsins leiddi í ljós nýj- an tón í umræðunni um kjaramál. Með því er vafalaust bundinn endi á skeið svonefndra „þjóðarsátta", þótt rík- isstjómin hafi valdið miklu um þau endalok. Með því að Ásmundur Stefánsson hefur hætt sem forseti ASÍ hafa orðið þáttaskil í starfi verkalýðshreyfmgarinnar. „Þjóðarsátt“ og „framlengd þjóðarsátt“ hafa ráðið gangi kjaramála í hátt á þriðja ár. Mikil samvinna hefur verið milli forystu ASÍ og Vinnuveitendasambandsins. Þjóðarsátt hefur byggzt á því, að lítið gagnaði launþegum að keyra upp kaupið, væru ekki efnahagslegar forsend- ur fyrir slíku. Þetta hafði verkafólk reynt löngum áður. Krónutala kaups hækkaði mikið, en jafnframt rauk verðlagið upp og gengisfelling ýtti frekar á. Kaupmáttur launanna rýmaði. Þessu vildu margir breyta, og skiln- ingur varð til á því meðal forystu ASÍ. Þannig hafa launahækkanir í tæp þrjú ár verið htlar að krónutölu. En jafnframt hefur verðbólgan nærri stöðvazt. Engum vafa er undirorpið, að kaupmáttur launa hefði ekki haldizt betur með gömlu aðferðunum. Efnahagurinn naut góðs af.þeim stöðugleika, sem varð. Það má helzt segja þjóðarsátt til lasts, að hinir lægstlaunuðu hafa setið eftir, og það er í sjálfu sér mikill löstur. Þessar aðferðir hafa að mjög miklu leyti byggzt á þvi, að Ásmundur Stefánsson og samstarfsmenn hans réðu ferð hjá ASÍ. Hinum megin við borðið hafa setið menn, sem vom mjög móttækilegir fyrir ríkjandi skoð- unum í ASÍ. Fyrsta þjóðarsáttin var kennd við Einar Odd Kristjánsson, sem nú hefur látið af störfum sem formaður VSÍ. Að öllu samanlögðu er ekki lengur sá grundvöllur, sem var fyrir samninga um „þjóðarsátt“. Þetta má glöggt sjá af yfirlýsingum helztu forystumanna ASÍ í DV á laugardaginn. Foringjar ASÍ tala þar hver af öðrum um „stríðsyfir- lýsingu", sem fehst á aðgerðum ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum. Þeir segja sem svo, að ályktun ASÍ um kjaramál sé svar við stríðsyfirlýsingu ríkisstjómarinn- ar. Þjóðarsáttin sé fyrir bí. Sú leið, sem þeir hafi hafið göngu á árið 1990 og köhuð var þjóðarsátt, sé til enda gengin. Nú fari í hönd átakatímar á vinnumarkaði. Þannig em ummæh verkalýðsforingjanna, ekki aðeins Guömundar J. Guðmundssonar, heldur margra annarra af „toppunum“ í Alþýðusambandinu. Með kosningu Benedikts Davíðssonar í stól forseta ASÍ léku samtökin að sumu leyti biðleik. Þar er kominn maður, sem hvergi nærri verður jafnmikih að burðum og Ásmundur var. Jafnframt er augljóst, að Benedikt mun ekki geta eða vilja halda uppi merki þjóðarsáttar- samninga í náinni framtíð. Alþýðusamtökin em auk þess talsvert sundmð sem stendur og ekki líkleg til að taka af skarið um aðrar leiðir í kjarabaráttu en hinar hefðbundnu leiðir átaka. í efnahagslífinu ríkir samdráttur, og kaupmáttur launa minnkar. Á slíkum tímum er auðveldasta leið verkalýðsforingja að stíga á stokk og krefjast hærri launa. Að mörgu leyti verður eftirsjá í þjóðarsáttinni. Það sem við tekur verður vafalaust lakara fyrir ahan þorra manna. En ríkisstjómin tók þann kostinn að hætta tilraunum til samvinnu við aðha vinnumarkaðarins og leggja fram efnahagspakka algerlega á eigin ábyrgð. Þetta var gert fyrir þing Alþýðusambandsins og var þegar í stað tekið sem yfirlýsing um stríð. Haukur Helgason Á Alþingi starfa kjömir fulltrúar þjóðarinnar og hafa vald til allra þeirra ákvarðana sem löggjöf og þingmál snúast um, segir m.a. í greininni. Lýðræði með þing- bundinni stjórn Hinn 5. nóvember sl. fór fram á Alþingi síöari umræða og atkvæða- greiðsla um tillögu um þjóðarat- kvæði um aðild íslands aö Evr- ópska efnahagssvæðinu - EES. Ég greiddi atkvæði gegn tillögunni. Ég hef áður greint frá þvi sem gerði tillöguna og rök fylgjenda hennar lítt sannfærandi og greini nú frá meginástæðum mínum. Lýðræðislegar aðferðir I Stjómarskrá lýðveldisins ís- lands er skýrt kveðið á um hvaða aðferðir lýðræðis skuli viðhafa til ákvörðunar um þjóðfélagsmál. í 1. gr. segir: „ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn," í 2. gr.: „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið," 1 31. gr. að þingmenn séu kosnir til 4 ára í senn, og í 48. grein: „Alþingis- menn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínurn." I öðrum greinum Stjómarskrár- innar er fjallað um þjóðaratkvæða- greiðslu. Engin ákvæði era um að hún skuii fara fram um mál sem Alþingi hefur til umfjöllunar og á eftir að taka afstöðu tÚ, heldur ekki að niðurstaða þjóðaratkvæðis skuh vera eða geti verið ráðgefandi fyrir Alþingi eða þingmenn. Fráleitt er að ákvæöi 48. greinar verði virt með þjóðaratkvæða- greiöslu og síðar umíjöllun og ákvörðun Alþingis. Þingmenn fá þá í raun fyrirmæli frá kjósendum um afstöðu til einstakra þingmála, og líklegt að einhverjir gangi ekki gegn þeirri niöurstöðu - þó sann- færing þeirra segi annað. Þá er nið- urstaða þjóðaratkvæðagreiðslu ekki ráögefandi heldur fyrirmæli - og það er brot á 48. gr. stjómar- skrárinnar. Valdiðfrá þjóðinni í þessu sambandi hefur verið réttilega á þaö bent aö alþingis- menn hafi vald sitt frá þjóðinni - Kjallaririn Árni Ragnar Árnason alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins fyrir Reykjaneskjördæmi en lítum nánar á. Þjóðin fékk með stjómarskránni vald sitt til að velja alþingismenn og forseta lýðveldis- ins til fjögurra ára í senn. Hvaðan fékk þjóðin sfjómarskrána og það vald sem hún færir þjóðinni? Með alþingiskosningum velur þjóðin þingmenn sem hún felur löggjafarvaldið hveiju sinni til fjög- urra ára. Það vald nær til allra við- fangsefna löggjafarsamkomunnar, þ.m.t. að staðfesta samninga við önnur ríki eða ríkjasamtök, sam- þykkja fjárlög og önnur lög um landsmál og að fela framkvæmda- valdinu tiltekin mál. Þau verkefni öll eru svo fjölbreytileg að ekki verður kosið á grandvelh afstöðu frambjóðenda til eins málefnis - þó mikilvægt sé. Alþingi er handhafi löggjafar- valdsins sem er framstofn ríkis- valdsins - enda er stjórn lýðveldis- ins þingbundin. Á Alþingi starfa Kjömir fulltrúar þjóðarinnar. í umboði hennar hafa þeir vald til allra þeirra ákvarðana sem löggjöf og þingmál snúast um. Þeir era kosnir beinni kosningu til að fara meö valdið um afmarkað kjör- tímabil, ekki lengur - og ekki skem- ur nema eftir sérstökum ákvæðum um aö ijúfa Alþingi. Að því hðnu gera þeir þjóðinni grein fyrir störf- um sínum og afstöðu. Sem fyrr segir era engin ákvæði um almennar þjóðaratkvæða- greiðslur vegna fyrirhggjandi þing- mála. Ég tel slíkar sérkosningar ekki standast ákvæði stjómar- skrárinnar, annars vegar um að þingmenn era einungis bundnir við sannfæringu sína og ekki við neinar reglur frá kjósendum sín- um, og hins vegar um hvemig skuh með fara ef forseti syujar staðfest- ingu laga sem Alþingi hefur sam- þykkt. Ef við tökum upp þann siö að við- hafa þjóðaratkvæöagreiðslur um önnur mál en þau er varða rýmkun eða skerðingu sömu réttinda og um er fjallaö í stjómarskrá er næst komiö að venjulegri löggjöf og þingmálum. ÁmiRagnarÁmason ...aö viðhafaþjóðaratkvæðagreiðsl- ur um önnur mál en þau er varða rýmkun eða skerðingu sömu réttinda og um er fjallað í stjórnarskrá er næst komið að venjulegri löggjöf og þingmál- 11VV, u Styttri kjallaragreinar Kjallaragreinar í DV verða frá og með 2. desemb- um. Þetta mundu vera um 50 línur á handritsblaði er styttri en verið hefur. ef 10 orð era að meðaltah í hverri línu. Texti kjaharagreina í blaöinu verður ekki lengri DV áskhur sér rétt til að stytta aðsendar kjahara- en 30 dálksentímetrar sem samsvarar um 3000 greinar niður í þessa lengd. slögum (stafir plús bil mihi orða) eða um 500 orð-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.