Alþýðublaðið - 15.03.1967, Page 2

Alþýðublaðið - 15.03.1967, Page 2
,VWW»»WWVWMWW»mWiHW.WHW4HHVW. Spilakvöld — Dregið íhappdrætti jj Egffert G. Þorsteinsson. ALÞÝÐUILOKKSFÉLAG Reykjavíkur lieldur spilakvöld í Lídó annað kvöld 16. marz kl. 8,30. Úthlutað verður verðlaunum cít- ir 3ja kvölda keppni, auk venjulegra kvöldverðlauna. Ennfrem- ur verður dregið í happdrættinu um flugferð til Kaupmanna- hafnar með Boeingþotu Flugfélags íslands, og eru þeir sem eiga miða í happdrættinu hvattir til að mæta. — Eggert G. Þorsteinsson félagsmálaráðherra flytur ávarp. — Dorellos sisters syngja. Dansað til kl. 1. Hljómsveit Óla Gauks leikur ásamt söngvurunum Svanhildi Jakohsdóttur og Birni R. Einarssyni. Athygli skal vakin á því, að þeir sem koma fyrir kl. 8.30 þurfa ekki að borga rúllugjald. Maosinnar enn á ferli v.Yv' ;; ,• • ■ ■■-;; ■YYiYYí;;,-. Peking 14. 3. (NTB-Reuter). — Um 100.000 stúðningsmenn Mao Tse-tungs fóru í dag í mestu hóp göngur um götur Peking sem efnt hefur verið til í borginni síðan rauðu varðliðarnir settust um sov- ézka sendiráðiið í síðasta mánuði Mótmælaaðgerðir þessar, sem beindust fyrst og fremst gegn Liu Shao-chi forseta, Teng Hsiao-ping aðalritara flokksins og Tao Chu að stoðarforsætisráðherra komu flatt upp á erlenda fréttaritara, enda hefur verið tiitölulega rólegt í Pek ing að undanförnu og blöðin, sem eru á valdi Maosinna, hafa lagt áherzlu á nauðsyn einingu og aga. Hins vegar voru mótmælaaðgerð irnar í dag friðsamlegar og ekkert í líkingu við hinar hávaðasömu mót mælaaðgerðir þegar menningar- byltigin stöð sem liæst. ★R-ússar fordæmdir Meðal leiðtoga þeirra sem gagn rýndir voru, voru aðstoðarforsætis ráðherrarnir Tan Chen-lin og Chen sér, troðast og smjúga j EKKI verður sagt um Austra Þjóðviljans, að hann haldi hvíldardaginn heilagan, en iðja hans þá er raunar at- hyglisverð. Hann birtir í blaði sínu á sunnudögum stækkaða útgáfu af hugleiðingum sínum virka daga um menn og við- horf íslenzkra stjórnmála og kemur víða við. Ritsmíð hans á sunnudaginn var fjallaði um „liina nýju stétt,” atvinnu- stjórnmálamennina. Þar kenn- ir margra grasa. Austri gerir einkum að um- ræðuefni framagosa Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins, og er tilefnið sér í lagi framboð borgara- flokkanna á Vestfjörðum við alþingiskosningarnar á sumri komanda. Auðvitað verða skiptar skoðanir um ályktan- ir Austra. fþróttin lætur hon- um betur en rökhyggjan, þó að málflutningur hans sé að ýmsu leyti tímabært umliugs- unarefni. Hann reynir naúm- ast að kryfja verkefnið til mergjar, en fer á kostum eins og leikfimisgarpur í stórmann- legri keppni eða á tilkomu- mikilli sýningu. Vel kemst hann til dæmis að orði í þessari niðurstöðu: „Ungir menn af þessu tagi hafa mjög látið að sér kveða innan Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins um skeið; þeir eru eins og verksmiðjuframleiðsla og verða naumast aðgreindir, sléttir og felldir og háttvísir í umgengni, forðast að segja frumlega hugsun eða valda á- greiningi enda skoðanalausir, þægir og hlýðnir við leiðtoga sína, sérfræðingar í að ýta sér, troðast og smjúga. Og leiðtogar þessara flokka láta sér þessa þróun vel líka; þeir vilja reka flokka sína eins og vel smurð tæki og taka þæga framagosa fram yfir menn með sjálfstæðar skoðanir og vilja.” Könnim í táknum Sennilega er þessi Iýsing á uppeldissonum Bjarna Bene- diktssonar og Eysteins Jóns- sonar nærri lagi. Samt gæti tilefni Austra verið nærtæk- ara og persónulegra sam- kvæmt kenningum Freuds heitins og annarra vísinda- manna, er kannað hafa völund- arhús sálarlífsins. Mér koma í hug í því sambandi fram- boðsraunir Alþýðubandalags- ins í höfuðborginni. Talið er, að Einar Olgeirsson og Al- freð Gíslason láti af þing- mennsku í sumar og jafnvel Eð- varð Sigurðsson einnig. Þann- ig er um að keppa tvö eða þrjú þingsæti Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Og sam- búðin í Alþýðubandalaginu mun harla svipuð ástandi borgaraflokkanna á Vestfjörð- um, sem Austri lýsir svo fjálglega í sunnudagsgrein Þjóðviljans. Framagosar eru sem sér líka þar í sveit. Meðal keppendanna um þingsæti Alþýðubandalagslns í Reykjavík er ritstjóri Þjóð- viljans, Magnús Kjartansson, öðru nafni Austri. Sú saga skal ekki rakin að sinni, en senni- lega er hún ærið tilefni rit- smíðar Þjóðviljans um „hina nýju stétt” á sunnudaginn var. Magnús Kjartansson fjallar hér um heimilislíf Alþýðu- bandalagsins, þó að öll sé su könnun í táknum. Freud hefði minnsta kosti verið fljótur að skilgreina fyrirbærið. Hæg heúnatökin Orðlist, sem skáldskapur kallast, sprettur löngum úr jarðvegi raunveruleikans, þó að ímyndunaraflið komi þar vissulega einnig við sögu. Svö mun og um hugleiðingar Austra í Þjóðviljanum. Gagn- rýni hans á Sjálfstæðisflokk- inn og Framsóknarflokkinn er táknmál hans, er hann hefur Alþýðubandalagið í huga. Víst dæmist það nokkurs virði. Austri er ritfær, hugkvæmur og fundvís, þó að deila megi um sanngirni hans og hóf- semi. Margur hefur og skemmtun af að hlíta leiðsögn hans um völurtdárhús borgara- flokkanna. Hins vegar skilja lesendur Þjóðviljans naumast allt, sem hann vill gefa í skyn. Svo er til dæmis um þessa ályktun síðustu sunnu- dagsgreinar: „Atvinnupóli- tíkusar og embættismenn eru í vaxandi mæli að höggva á eðlileg lýðræðisleg tengsl við þjóðfélagið sjálft og breyta þingræðinu í dautt formlegt kerfi. Stjórnmálaflí/ckar þeirra eru ekki lengur eðli- leg samtök til framdráttar hagsmunum og stefnum, held- ur kosningavélar sem sópa fólki til fylgis við þá fram- bjóðendur sem örfáir leiðtog- ar skammta í hverju kjör- dæmi, líkt og tíðkast í Banda- ríkjunum.” Satt var orðið. En hvað finnst Austra um lýð- ræðið í þeim ríkjum, þar sem í boði er einn flókkur og einn listi? Og hvað um fordæm- ingúna á örfáum leiðtogum, sem skammta frambjóðendur í hverju kjördæmi? Ætli það skeyti sé ekki ætlað Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík? Kannski gerir Austri þau viðhorf að úmræðuefni í nýrri grein á sunnudaginn kemur og lýsir því, hverjir „ýta sér, troðast og smjuga” í Alþýðu- bandalaginu um þessar mund- ir — og livernig. Þá ætti hon- um sannarlega að takast upp. Og hæg verða heimatökin fyrir hann að myndskVeyta hugvekjuna. Herjólfur. Yun. Tan ,sem sæti á í stjórprnáVa ráðinu og er sérfræðifigur í land búnaðarmáíum., á að hafa fylgt „borgaralegri afturhaldsstefnu i sveitum og þorpum. Á nokkrum veggspjöldum segir að heyja verði baráttu gegn honum unzt yfirijúki Þess er einnig krafizt að endi verði bundin á völd Chen Yus. Aðalmótmælaaðgerðirnar fóru fram á hinu svokallaða Torgi himnesks friðar, en þaðan hélt stór hópur til.sovézka seridiráðsins Framhald á 15. síðu. 13 hundnir i leit oð bankalykli Hattingen, V-Þýzkalandi 14. 3. (NTB-Reuter.) — Fjórir banka- ræningjar höfðu á brott með sér 100.000 mörk úr banka í bænum Hettingen í Vestur-Þýzkalandi í dag eftir að hafa neyðzt til að setja 13 manns í bönd. Bankaræningjarnir reyndu fyrsfc að krækja sér í lykilinn að pen ingageymslum bankans heima hjá aðalgjaldkeranum. Þegar þeir höfðu bundið hann og konu hans kom í ljós að aðalgjaldkerinn hafði aðeins enn þeirra þriggja lykla, sem nauðsynlegir voru-. Bankaræn ingjarnir gerðu ítrekaðar tilrauri ir til að stela hinum lyklunum og urðu að ráða niðurlögum 11 manns í viðbót og setja þau í bönd. Bankaræningjarnir brutust síð an inn og hurfu á brott skömmu áður en lögreglan kom á staðinn. Þjófarnir ganga enn lausir. Ný leit að togara við Grænland Kaupmannahöfn 14. 3. (NTB- RB). — Leit hófst að nýju síð- degis í dag að vestur-þýzka togar anum „Johannes Kriiss“ undan suð urströnd Grænlands. Ekkert hefur spurzt til togarans og 22 manna sem á honum cru síðan 28. febrúar. Leitinn var hætt í gærkvöldl en var hafin að nýju í dag vegna nýrra upplýsinga frá útgerð tog arans í Bremerhaven. Útgerðar fyrirtækið segir, að skipstjórinn hafi ráðið því sjálfur á hvaða mið við Grænland hann héldi. Einn af áhöfninni var settur á land í Hebridseyjum 28. febrúar vegna veikinda, en síðan hefur ekkert heyrzt frá togaranum. Tog arinn er 650 lestir og sagður sterk byggður. 2 15. marz 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.