Alþýðublaðið - 15.03.1967, Page 14
Borgarai4
Framh. af 1 síðu.
Færeyjum 5
Finnlandi 3
1 Bandaríkjunum .. 2
Noregi 2
Libyu 2
Kenya 1
Rússlandi 1
Indlandi 1
Póllandi 1
Skotlandi 1
Palestínu . 1
Spáni 1
Tékkóslóvakíu .... 1
Egyptalandi 1
íþróttir
Framhald af 11. síðu.
inn í Oslo 9. og 10. desember ’66.
Samþykkti Olympíunefnd íslands
að þar skyldi einnig mæta sem
fulltrúi toennar Gísli Halldórsson,'
varaformaður Olympíunefndar ís-
lands.
í samræmi við reglur Olympíu-
00 og réttar'gæzlu og málsvarn-
arlaun skipaðs verjanda síns,
Sveins Snorrasonar, hæstaréttar-
lögmanns, kr. 45.000.00.
Þórður Björnsson yfirsakadóm
ari kvað upp dóm þennan.
tiefndar íslands, fá sérsamböndin
fulltrúa í framkvæmdanefnd henn
■ar, um leið og tilkynnt er þátttaka
í Olympíuleikum í þeirri íþrótta-
igrein, sem þau eru sérsambönd
fyrir.
Samkvæmt því hefur Skíðasam-
’band íslands tilnefnt Stefán Kristj
önsson og Knattspyrnusamband
íslands Ragnar Lárusson, til þess
að taka sæti í framkvæmdanefnd-
inni.
Aðrir í framkvæmdanefnd Ol-
ympíunefndar íslands eru: Birgir
Kjaran, formaður, Gísli Halldórs-
son, varaformaður, Bragi Kristj-
•ánsson, ritari, Jens Guðbjörnsson,
gjaldkeri, Hermann Guðmunds-
son, fundarritari.
Fjársvik
Framtoald af 3. síðu.
vist hans í tvo og liálfan mánuð
var látin koma refsingu hans til
frádráttar.
Ennfremur var hann dæmdur
til að greiða í fébætur samtals
kr. 1.276.234.58.
Loks var ákærða gert að greiða
allan kostnað sakarinnar, þar með
Hóskóla-
fyrirlestur
Prófessor Konstantín Reichardt
frá Yale-háskóla kemur hingað til
lands mánudaginn 13. marz í boði
Háskóla íslands. Verður hann full
trúi Yale-háskóla við opnun sýn-
ingar á Vínlandsuppdrættinum
næstkomandi miðvikudag.
Hinn 16. marz kl. 15,30 flytur
prófessor Reichardt fyrirlestur í
Háskóla íslands og nefnist fyrir-
lesturinn, sem verður fluttur á
ensku The Viniand 31ap; pro et
contra. Öllum er heimill aðgang-
ur að fyrirlestri þessum.
Prófessor Konstantín Reichardt
er með kunnustu fræðimönnum í
Bandaríkjunum, sem fást við nor-
ræn fræði.
(Frá Háskóla íslands).
UMRÆÐUFUNDUR
□ Stúdentafélag Háskólans og
Stúdentafélag Reykjavíkur efna til
almenns umræðufundar n.k.
fimmtudag kl. 20,15 í Sigtúni. Um-
ræðuefnið verður he^blrgiðismál
— stjórnsýsla, framkvæmdir og
þróun. Framsögumenn verða Árni
Björnsson, læknir, Ásm. Brekk-
an, læknir og Jóhann Hafstein,
heilbrigðismálaráðherra.
Að framsöguræðum loknum
verða almennar umræður og er öll
um toeimill aðgangur að fundin-
um.
(Frá Stúdentafélagi Reykjavík-
ur og Stúdentaféla’gi Háskólans).
áugSýsið í ASþýðublaðinu
Systir okkar
ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Snorrabraut 79,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. marz
kl. 3 síödegis.
Kristjana Pálsdóttir, Árni Kristjánsson,
Sigríður Mallinson, Ragnar Kristjánsson,
Magný Kristjánsdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Viktoria Kennet.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi
FRIÐFINNUR V. STEFÁNSSON,
múrararrieistari, Ilúsafelli, Hringbraut 27, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16.
marz kl. 2.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
WAY haldi fund
um CIA-peninga
RB) —■ Á fundi alþjóðaæskulýðs
sambandsins, WAY, í Kaupmanna
höfn í gær kröfðust fulltrúar frá
Svíþjóð þess að haldinn yrði sér
stakur almennur aukafundur sam
takanna vegna staðhæfinganna um
að WAY hafi þegið efnahagslega
aðstoð frá bandarísku leyniþjón
ustunni CIA.
Fundurinn var haldinn fyrir at
beina danska æskulýðssambands
ins. Formaður danska æskulýðs-
sambandsins, Erik Bjerre var
fundarstjóri.
Hann sagði, að ásakanirnar um
að WAY hafi þegið peninga frá
CIA hafi veikt trúna á WAY sem
frjálsum og óháðum samtökum,
en hins vegar hefði ekki verið
sannað að WAY hefði fengið pen
inga frá CIA þó að ekki væri
hægt að útiloka það. Á almenn
um aukafundi gætu bandarískir
fulltrúar svarað þesum ásökunum.
UMSÓKNIR
UM STYRKI
Blaðinu hefur börizt eftirfar-
andi tilkyriningar frá Mennta-
málaráði íslands um umsóknir um
styrki til vísinda- og fræðimanna
og um styrki til náttúrufræði-
rannsókna á árinu 1967.
1. Til styrkur til vísinda-
og fræðimanna
Umsóknir um styrk til vísinda-
og fræðimanna árið 1967 þurfa að
hafa borizt skrifstofu Menntamála
ráðs, Hverfisgötu 21 í Reykja-
vík, fyrir 1. apríl n.k. Umsókn-
um fylgi skýrsla um fræðistörf.
Þess skal og getið, hvaða fræði-
störf umsækjandi ætlar að stunda
á þessu ári.
Umsóknareyðublöð fást í skrif
stofu Menntamálaráðs.
2. Styrkur til náttúru-
fræðirannsókna
Umsóknir um styrk, sem
Menntamálaráð veitir til náttúru-
fræðirannsókna á árinu 1967,
skulu verða komnar til ráðsins
fyrir 1. apríl n.k. Umsóknum
fylgi skýrslur um rannsóknar-
störf umsækjenda síðastliðið ár.
Þess skal og getið, livaða rann-
sóknarstörf umsækjandi ætlar að
stunda á þessu ári.
Umsóknareyðublöð fást í skrif-
stofu Menntamálaráðs.
Menntamálaráð íslands.
SERVÍETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
Jón Finnsson hrl.
Sölvliólsgata 4 (Sambandshúsið).
Símar: 23338 — 12343,
Óðinsgötu 4 — Sími 11043.
Málaflutningsskrifstofa.
Um þúsund í
Náttúru-
fræðiíélugi
Aðalfundur Hins íslenzka nátt
úrufræðifélags 1967 var haldinn
25. febrúar síðastliðinn.
Tala félagsmanna er nú um
1000. Stjórn félagsins síðasta ár
skipuðu Þorleifur Einarsson jarð
fræðingur formaður, Einar B. Páls
son verkfræðingur varaformaður
Bergþór Jóhannsson mosafræðing
ur ritari, Gunnar Árnason búfræð
ingur gjaldkeri, Jón Jónsson fiski
fræðingur meðstjórnandi. Sú breyt
ing varð á stjórninni, að Ólafur B.
Guðmundsson lyfjafræðingur var
kosinn varaformaður og Gunnar
Jónsson fiskifræðingur meðstjórn
andi í stað þeirra Einars og Jóns,
sem báðust undan endurkjöri.
Starfsemi félagsins var með svip
uðu sniði og undanfarin ár. Haldn
ar voru 6 samkomur á árinu og á
þeim öllum flutt erindi náttúru
fræðilegs efnis og skuggamyndir
sýndar til skýringa, og síðan voru
frjálsar umræður um efni þeirra.
Fundarsókn var að meðaltali um
140 manns. Ræðumenn og ræðu
efni á þessum samkomum var sem
hér segir:
Jakob Jakobsson talaði um síld
arstofna og síldveiðar.
Þorleifur Einarsson flutti þætti
frá Alaska og gerði samanburð á
ísaldarjarðfræði Tjörness og Ber
ingslands.
Agnar Ingólfsson ræddi um ís-
lenzka máva og fæðuöflun þeirra.
Guðmundur Kjartansson talaði
um móbergsstapa og Surtsey.
Ingólfur Davíðsson sagði frá
slæðingum í íslenzku gróðurríki.
Guðmundur E. Sigvaldason
ræddi um áhrif vatns á gerð gos
efna.
Farnar voru fjórar fræðsluferð
ir á árinu undir leiðsögn nátt
úrufræðinga. Lengsta ferðin var 3
dag ferð um Snæfellsnes. Þátt
taka var mjög góð.
BÖRIM
Félagið veitti að venju bókaverð
laun fyrir beztu úrlausn í náttúru
fræði á landsprófi miðskóla og
hlaut þau að þessu sinni Sigurjón
Páll ísaksson, nemandi í Gagn
fræðaskóla Austurbæjar í Reykja
vík.
Öllum er heimill inngangur í
félagið. Félagsgjald er nú 150 kr.
á ári og er rit félagsins, Náttúru
fræðingurinn, innifalinn í félags
gjaldinu.
Frá Hinu íslenzka Náttúrufræðifé
lagi.
Innheimta
sjénvurps-
gjuldu i
Bretlandi
Þeir sem svíkjast undan,
) greiðslu á afnotagjaldi fyrir i
) sjónvarp í Bretlandi geta átt(
Jvon á 6.000 kr. sektum og allt (
>að 12.000 kr. ef um endurtekið (
► brot er að ræða. Hefur brezka (
|stjórnin lagt fram á þingi frum *
. varp um þessi mál, og stefnir(
jiað mun strangari reglum umi
1 þessi mál. Verður seljendum'
rviðtækja nú gert að skyldu að ,
(Skrá alla kaupendur.
Talið er að í Bretlandi séu um (
► 2 milljónir manna, sem svíkj
ast undan að greiða afnotagjöld .
>til brezka útvarpsins. Þó mun <
i það vera eins og hér á landi, <
|að þetta fólk hefur margt leiðzt J
. út í slíka vanrækslu af gáleysi,
|og kemur sér ekki til að gefa (
>sig fram og setja sig á skrá.
■ Bretar ætla nú að hafa almenna (
^sakaruppgjöf í þessum efnum, i
► þar til frumvarpið verður að1
* lögum, og geta menn þá leiðrétt
þessi mistök sin án þess að,
, verða fyrir refsingu.
munið regluna
heima klukkan 8
14 15. marz 1967
ALÞÝÐUBLAÐIÐ