Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992.
Útlönd
........
Sómalska ástandskonan reyndi aö verja sig með hnífi sem hún náöi frá grænmetissala. Það kom þó fyrir lítið því að hún var afvopnuð og siðan dregin
nakin inn á lögreglustöð. Hún hélt lífi þótt um tima væri óttast að múgurinn hefði myrt hana. Hermenn fjölþjóðaliðsins í Mogadishu horfðu aðgerðalausir á
og sögðu að málið kæmi þeim ekki víð. Símamynd Reuter
Sómalska ástandskonan hélt lífi eftir barsmíðar og niðurlægingu múgsins:
Frakkarnir horfðu á
lagskonu sína barða
-flölþjóðaherinn sakaður um að láta ofbeldi viðgangast athugasemdalaust
Sómölsk ástandskona hélt naum-
lega llfl þegar æstur múgur mis-
þyrmdi henni eftir aö hún varð upp-
vís að að bjóða mönnum úr frönsku
útlendingaherdeiidinni blíðu sína í
Mogadishu í gær.
Fólkiö greip konuna um leið og hún
steig út úr jeppa hermannanna, reif
utan af henni fótin og dröslaði henni
nauðugri inn á lögreglustöð þar sem
byssumenn ráða ríkjum. í fyrstu var
talið aö konan hefði verið skotin en
síðar um daginn kom í ljós aö lífi
hennar var þyrmt.
Atburður þessi hefur vakið heims-
athygli og beint sjónum manna að
störfum fjölþjóðahersins í Sómalíu.
Frönsku hermennimir horfðu að-
gerðalausir á þegar lagskona þeirra
var barin og niðurlægð. í nágrenninu
mátti einnig sjá bandaríska hermenn
en þeir létu sem ekkert væri.
Hermennirnir réttlættu aðgerða-
leysi sitt með því að benda á að þeir
ættu aðeins að gæta þess að hjálpar-
gögn lentu ekki í höndum þjófa og
ræningja. Hins vegar mættu þeir
ekki skipta sér af eijum heimamanna
enda yrðu þeir að forðast átök eins
og framast væri unnt.
„Þetta var verkefni fyrir lögregl-
una,“ sagði Michel Touron, ofursti í
liði Frakka. „Við höfum öðrum
hnöppum að hneppa." Engin lögregla
er í Mogadishu og borgin á valdi
stríðsherra sem hafa skipt henni upp
í áhrifasvæði.
Næstu daga er ætlunin að ganga
harðar fram í að afvopna landsmenn.
Þá gæti komið til vopnaðra átaka,
sérstaklega þegar kemur út fyrir
höfuðborgina. Til þessa hefur fjöl-
þjóðaliðið ekki mætt andspymu. Inn-
an tveggja sólarhringa er von á
frönsku útlendingaherdeildinni til
bæjarins Baidoa þar sem hungur rík-
ir enn. Stríðsherramir alræmdu
hafa staðinn á valdi sínu og gætu
veitt mótspymu ef herliðinu verður
fyrirskipað að afvopna þá.
Ástandið í Mogadishu hefur batnað
að miklum mun eftir að herinn gekk
þar á land. Búið er að endurskipu-
leggja dreifmgu á mat og lyfjum í
borginni en úti á landsbyggðinni er
allt í sömu skorðum og var áður en
ríki Sameinuðu þjóðanna ákváðu að
grípa til aögerða og standa að sam-
eiginlegri herfór til landsins.
Reuter
Tilvalin jólagjöf fyrir -
skólafólk - mömmu og pabba
og alla hina.
100.000
660.000
orða samheitaorðasafni
Handhæg, lítil og frábær tölva sem
athugar stafsetningu á 100.000 orðum.
Orð má slá inn eftir framburöi
(t.d. laf = laugh).
660.000 orða samheitaorðasafn. Orðaleikir.
Jólatilboð kr. 5.930,-
EMM / Nóatúni 17 / sími 68 88 18
VISA - EURO
Póstsendum
WordFinder™
Orðaleitari og réttritari
fyrir enskuna.
SelecTronics
WordFinder 220
SPHUNG CHtWFR'IHfSAURUS
heim effar
drykkju
Lögreglan i Bretlandi ræöur
fólki frá að ganga heim eftir að
það hefur fengið sér svo mikið
neðan í því að þaö er ófært um
að aka. Ástæðan er að fjórir af
hverjum fimm sem látast af slys-
fórum að næturlagi eru drukknir
menn á heimleiö eftir samkvæmi.
Lögreglan vill þó ekki ráðleggja
mönnum að aka heim þvi það er
enn hættulegra. Eina örugga ráö-
ið er að drekka ekki. Nýjar kann-
anir í Bretlandi sýna að æ fleiri
taka þann kost
aniu enda með lögregluna á
hælunum. Simamynd Reuter
Franska lögreglan hefur gefið
út handtökuskipan á hendur fisk-
kaupmanninum Daniel Ducruet.
Sá er frægastur fynr að hafa ;
bamað Stefaníu Mónakóprins-
essu.: Sonur þeirra fæddist í síö-
asta mánuði.
Ðueruet á að hafa barið mann
: sem varð á vegi hans í Marseille.
Hann flúöi þegar yfir landamær-
in til Mónakó og þorir ekki heim.
Lögreglan hefur í hyggju að
stinga kauða í steininn við fyrsta
tækifæri. Hann á yftr höfðí sér
15 daga vist innan múranna.
MiaFarrow
skrifarbókunt
sambandiðvið
Woody Allen
Woody Allen hefur ástæðu tii
aö óttast ura æru sína þessa dag-
ana. Upplýst er að Mia Farrow,
fyrrum ástkona hans, sé aö skrifa
bersöglisbók þar sem ekkert
veröur dregið undan af samskipt-
um þeirra á liönum árum. Mia
sakar Allen, sem kunnugt er, um
að hafa leitað á fósturbörn þeirra
mörg og ung.
Bókin kemur væntanlega ekki
út fyrr en eför meira en ár. Sagt
er að Mia fái 3 milljómr Banda-
ríkjadala fyTirfram frá Bantam
útgáfunni. Það em ríflega 180
milljónir íslenskra króna. Tals-
maður úttgáfunnar vill ekki staö-
festa að rétt sé frá greiðslumfi
greint.
Bróðir Clintons
umplötuútgáfu
Roger Clinton, bróðir verðandi
Bandarikjaforseta, hefur gert
samning við Tirne Warner útgáf-
una um aö syngja inn á hljóm-
plötur. Roger hefur átt í mesta
basli undanfarin ár og m.a. gerst
sekur um eiturlyfjaneyslu. Nú er
haim komtnn á beinu hrautina
eftir að bróðirinn hófst til æöstu
metorða.