Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Page 12
12
Spumingin
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992.
Gerir þú eitthvað til að
halda líkamanum í formi?
Róbert Spano nemi: Já, ég er á föstu.
Júlía Þorvaldsdóttir nemi: Nei, ég
geri ekki neitt til þess.
Snorri Garðarsson nemi: Já, aö sjálf-
sögðu. Þaö er mikil hreyfmg í því að
fara á ijúpnaveiðar.
Víðir Þór Magnússon pemi: Já, ég
syndi og stunda leikfimi reglulega.
Halldóra Guðrún Jónsdóttir nemi:
Mér finnst gaman að synda og spila
fótbolta.
Sunneva Árnadóttir nemi: Já, ég
syndi og lyfti.
Lesendur
Mikil þörf fyrir hjálp
í Síberíu og Afríku
Frá Kabale í Uganda. Séra Tirwomwe við fatadreifingu.
Séra F. van Hooff skrifar:
Grimt stríð geisar ekki aðeins 1
Bosniu, heldur einnig í Rúanda og
Mósambík. Friðarviðræöur eru nú
hafnar í báðum löndunum, en þar
með er ekki öllum hörmungum lok-
ið. - Enn dveljast tugþúsundir flótta-
manna við landamærin.
Nú þegar hefur verið sent þangað
töluvert af fatnaði frá íslandi. Þörfin
er samt enn gífurleg og því verður
sendingum haldið áfram eftir megni.
Þar sem þetta fólk er alveg tómhent,
kemur aÚt að notum. - Fatasending-
ar bæta úr brýnustu neyð en til þess
að veita hjálp til frambúðar, sendum
við einnig skólatöskur, skó, ritföng,
reiðhjól, saumavélar, ritvélar, eld-
húsáhöld, o.s.frv.
Allar sendingar fara beint til
presta, sem við þekkjum vel, og þeir
dreifa hjálpinni millihðalaust til
hinna bágstöddu. - Séra Tirwomwe
er nýlega orðinn yfirmaður hjálpar-
starfsins á Kabale-svæði í Úganda.
Þar kæmu t.d. saumavélar sérstak-
lega að miklu gagni til þess að kenna
saumaskap. Með því gætu heilar fiöl-
skyldur skapað sér störf og lífsviður-
væri. Ritvélar má nota til að búa
nokkra undir vinnu á skrifstofu.
Starfsbræður úr öllu landinu koma
til séra Tim Peacock, og hann lætur
enga tómhenta frá sér fara. - Á því
svæði, sem hann starfar er aðeins til
ein gömul rúta, sem oft er í lama-
sessi. Þá er reiðhjól eina hjálpin.
Hver þekkir ekki séra Róbert
Bradshaw, sem lengi starfaði hér í
Breiðholti og á Akureyri? Með hjálp
Rauða krossins dreifir hann kulda-
fatnaöi í Krasnojarsk í Síberíu, þar
sem hann nú starfar.
Af 10 gámum, sem sendir hafa ver-
ið til þessa til Afríku og Síberíu, hef-
ur aðeins veriö stohð úr einum
þeirra og verður það að teljast mikil
heppni. Það sem við gefum fátækum,
gefum við Jesúm sjálfum, kannski
mun Jesbúbarnið í jötunni brosa yfir
því að reiöhjól sem gefið er fátækum
sé gefið honum sjálfum. - Hvenær
sem er má afhenda gjafir í Karmel-
klaustrinu við Ölduslóð í Hafnar-
firði.
Kæru dagmæður!
Halla Hjálmarsdóttir og Halldóra
Baldursdóttir skrifa:
í tilefni þess að fram hefm- komið
mikil óánægja með formann Sam-
taka dagmæðra, Selmu Júhusdóttur,
og stjóm hennar, höfum við ákveðið
að gefa kost á okkur th stjómar-
starfa á næsta aðalfundi.
Á stefnuskrá okkar verður í fyrsta
lagi: að 2. grein félagslaga verði í
heiöri höfö, þar sem segir: „Tilgang-
ur samtakanna er aö vinna að aukn-
um kynnum innbyrðis, samtökin
skulu vinna að hagsmunum félags-
manna og bama í umsjá þeirra.“ - í
öðm lagi: viö viljum eindregið koma
að í lögum samtakanna: að formaður
og aðrar stjómarkonur verði að vera
starfandi dagmæöur. - í þriðja lagi:
við viljum breytingu á 5. grein félag-
slaga þannig að kosning um formann
og varaformann verði til eins árs í
senn. - í fiórða lagi: aö sett veröi í lög
að aðalfundur verði í október ár
hvert.
Það kemur okkur mjög á óvart aö
Súsanna Haraldsdóttir varaformað-
ur gefi kost á sér til formannskjörs
þar sem hún neitaði því á fundi sem
dagmæður héldu í október sl. Okkur
er einnig kunnugt um að ekki hafi
ahar nefndarkonur skrifað undir
stuðningsyfirlýsingu viö formann-
inn eins og haft hefur veriö eftir
Súsönnu.
Einnig mótmælum við því aö geng-
iö hafi verið fram hjá okkur í frétta-
bréfi því sem stjóm samtakanna
sendi. Þar er auglýstur aöalfundur
samtakanna og tilkynnt um framboð
Súsönnu th formanns. Við höfðum
áður sent í ábyrgðarpósti th samtaka
dagmæðra, (b/t Selmu Júhusdóttur),
vantraustsyfirlýsingahsta sem á rit-
uöu 203 dagmæður. Einnig tilkynnt-
um viö framboð okkar á næsta aðal-
fundi samtakanna. Stjómin hefur og
leyft sér að auglýsa ekki eftir fram-
boöum th formanns eins og lög gera
ráö fyrir og finnst okkur að sfiómin
mismuni félagskonum þar gróflega.
- Að lokum vhjum við þakka dag-
mæðrum veittan stuðning og biðja
þær dagmæður sem við gátum ekki
nálgast með undirskriftahstana vel-
virðingar á því.
Eiga hugmyndir Sjásekús við á Islandi?
unar og öryggis á kostnaö ríkisins
er slík að núkið vantar á aö jafnaðar
sé gætt gagnvart öðrum sveitarfélög-
um. - Spumingin er ef th vih frekar
sú hvort landið skuh byggt. Eða gæti
skipulagsfræðingnum ekki komið í
hug að Reykjavík væri óþörf og nýta
mætti auðlindir landsins af íbúum
Hamborgar í Þýskalandi eða
Grimsby á Englandi, frekar en nú er
áformað með EES-samningnum?
Hugmyndir Trausta leiöa hugann
að því virðingarleysi sem Sjásekú
hinn rúmenski sýndi samborgurum
sínum. Sama hugsun virðist hggja
að baki hjá báöum, órar ofsfiórnunar
eins og hjá Rúmenum. Þar var virð-
ingarleysið gagnvart dreifbýh tak-
markalaust, mannslíf hths metin og
þorpum eytt. Mennta- og valdahrok-
inn á sér engin takmörk. - En hvað
æth menntun skipulagsfræðinga
kosti þjóðina?
Eru sambýlingarnir þarfari þjónar samfélagsins en t.d. Grímseyingar?
Einar Vilhjólmsson skrifar:
Skipulagsfræðingurinn Trausti
Valsson hefur haldið því fram að
byggðin í Grímsey mætti leggjast af
ásamt (36) öðrum sjávarplássum. - Á
sama hátt mætti hugsa sér að byggð-
arlögin gætu veriö án Reykjavíkur.
Hann tíundar þá framlegð sem
þjóðfélagið veitir Grímseyingum í
formi flugvallar, skóla, hafnar, raf-
magns, pósts- og símaþjónustu, og
ber það saman við 100 manna sam-
býlishús í Reykjavik, hvað hag-
kvæmni varðar, en án haldbærra
raka. - Ég efast þó um að sambýling-
amir séu þarfari þjónar samfélags-
ins en Grímseyingar.
Öh sú samfélagsþjónusta sem
Reykvíkingar njóta á sviöi atvinnu,
hehsugæslu, menntunar, skemmt-
DV áskilur
sérrétttilað
stytta aðsend
lesendabréf
Sinn er siður í landi hvetju (eða
ósiður). í Svíþjóö er t.d. fyrsti
veikindadagur launamanna ekki
greiddur. - Mér finnst að yfir-
menn stofhana og fyrirækja ættu
að sína þá tílhtssemi viö starfs-
mexm, sem eru oft fiarverandi
vegna veikinda, aö þeir yrðu ekki
látnir viiuia aukavinnu tvo fyrstu
dagana eftir veikindin. Vissulega
má æOa aö sá sem hefur verið frá
vinnu vegna veikinda nái sér þá
fyrr og einnig er hugsanlegt að
veikindadögum fækkaði aö mun.
Þar sem þetta er öðrum þræði
mannúðarmál ætti þessi regla að
vera beggja hagur.
Ólafur Ólafsson skrifar:
Vegna umræðunnar sem fariö
hefur fram um lifeyrissjóðina aö
undanförnu, m.a. í lesendabréf-
um i DV, má telja víst að launþeg-
ar, almennt talað, myndu einskis
óska frekar en að þeir gætu gert
upp við sína sjóði og ávaxtaö th-
skhdar greiðslur af launum sín-
um að eigin höföi.
Eignir hinna almennu lífeyris-
sjóöa eru orðnar gífurlegar eöa
rúmir 50 mhljarðar króna eins
og fram hefur komið í fréttum.
Þetta eru náttúrlega ekki annað
en eignir félagsmanna sjálfra og
því er rétt og skylt að veröa við
kröfu þeirra sem þess óskuöu að
fá sinn hluta greiddan út sam-
hhöa uppgjöri við úttekt.
ÞakkirtilBorg-
Krisfián Guðmundsson hringdi:
Ég lá á skurðdeild Borgarspít-
ala fyrir ekki löngu og þar sem
mér vannst ekki tími til að þakka
fyrir mig vh ég koma á framfæri
innhegu þakklæti th þeirra sem
þar aöstoðuðu mig og hjúkruöu.
Þama var veitt hin besta þjón-
usta á öhum sviðum. Ég sendi
öhu því fólki sem þarna vinnur
og veitti mér aðhlynningu bestu
þakkir og jólakveðjur.
Viðhendum
ekkifiskinum
Ólafur Svansson sjóm. skrifar:
Ég er skipverji á togaranum
Kaldbaki og vh koma á framfæri
mótmælum vegna ummæla
Svans Pálssonar, skipverja á
Hólmanesinu, er birtust í DV 11.
nóv. sl. - Þar sagði hann að togar-
amir fengju oft hausaðan stórfisk
í trollin og sagði aö þessum fiski
heföi verið hent útbyrðis af frysti-
togurunum.
Hér á Kaldbaki kannast menn
ekki viö það að hafa fengið.haus-
aðan stórfisk í trolhð. Ég hef ver-
ið á fleiri en einum frystitogara
og get fuhyrt að á þeim skipum
a.m.k. heftir hausuðum flski aldr-
ei verið hent í sjóinn. - Það er því
fuh ástæða th að mótmæla um-
mælum Svans.
Betra umhverfi
Guðrún Skúladóttir, Fossvogs-
skóia, skrifan
Mér finnst að íslendingar ættu
að ganga, hjóla eða nota almenn-
ingsvagna meira en þeir gera f
dag. Bílamir spiha umhverfinu
svo sem með loftmengun og ann-
arri mengun umhverfisins; háv-
aða- eða ohumengun. Mér finnst
líka að menn ættu að gæta þess
að drepa á bhnum þótt menn
æth rétt sem snöggvast að skjót-
ast inn í hús einhverra erinda.
Ef við hugsum ekki öh um
umhverfið gæti ísland semi orðið
sem einn stór mslahaugur. ís-
land er eyja og því auðveldara að
halda umhverfinu hreinu. Þann-
ig gætum víð verið öðrum þjóðum
gott fordæmi.