Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Side 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjórl: HÖRÐUR EINARSSON' Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Vanhugsaður feðraskattur Svokallaður „feðraskattur“ er dæmi um vanhugsaða skattlagningu, sem ríkisstjómin stendur fyrir. Þetta er nafngift, sem gefin hefur verið ráðgerðri hækkun með- lagsgreiðslna. Fulltrúar ráðherra færa gjarnan sem rök fyrir slíkri hækkun, að meðlagsgreiðslur séu nú tiltölulega lágar. Ríflega 7500 krónur á mánuði frá föður til framfærslu bams sé of lítill hluti af framfærslukostnaði bamsins. Varla sé hægt að búast við, að ríkið og móðirin taki á sig að bera jafnmikinn hluta af framfærslunni og bera þarf á móti föðurnum. Þessi fuflyrðing gæti staðizt, en það er þó allt annað, sem nú er verið að gera. Hækkun meðalagsgreiðslna skilar sér ekki til barnanna, því að á móti skerðast mæðralaun og barnabætur, í flestum tflvikum meira en nemur hækkun meðlagsins. Meðlagið á samkvæmt ráðagerð ríkisstjórnarinnar að fara upp í rúmlega ellefu þúsund krónur á mánuði. Hækkunin verður í mörgum tilvikum erfið greiðendum, og vanskil hlaðast upp. Vanskifln eru nú um þrír millj- arðar króna. Nú greiða tæplega 11.700 einstakflngar meðlög með alls 15.900 börnum. Verði farið að tillögum ráðherra, munu meðlagsgreiðslur hækka um 60 milljónir á mán- uði, eða 715 milljónir á ári. Þarna er því um mjög stóra fjárhæð að ræða, sem ætlazt er tfl, að þessi hópur standi undir. Nú þegar gæti^mikils uggs meðal meðalagsgreið- enda, og margir þeirra hafa haft samband við blaðið og lýst því, hversu ókleift þeim mundi reynast að bera hin- ar auknu byrðar. Þessi hækkun, ásamt fleiri hækkun- um, er ráðgerð á sama tíma og ráðherrar hafa gefizt upp við mikinn hluta þess niðurskurðar, sem þeir áttu að taka á sig. Eftir af „sparnaði“ ríkisins standa því lið- ir eins og skerðing bamabóta, á móti hækkun meðlaga. Verst er þó, að þær fórnir, sem barnafólki er ætlað að færa, munu ekki verða til mikils. En einnig er athyglis- vert, hve lítið ígrunduð „hækkun feðraskattsins“ er. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra lýsir þessu þann- ig í DV: Hlutur heflbrigðis- og tryggingaráðuneytisins í ráðgerðum niðurskurði ríkisstjórnarinnar var töluverð- ur að þessu sinni. Ráðuneytismenn reyndu að deila nið- urskurðinum niður á hina og þessa aðila. Nú kom í hlut greiðenda meðlags að taka þetta á sig en þeir höfðu verið látnir í friði til þessa. Eftir því sem kreppan krepp- ir meira að okkur, koma æ fleiri inn í myndina. Svo segir aðstoðarmaðurinn. En útreikningar á afleiðingum þessara ráðagerða fyrir einstaklingana „lágu ekki fyr- ir“. í ráðuneytinu lágu heldur ekki fyrir upplýsingar um hvemig hækkun meðlags mundi leggjast á menn með tifliti til tekna. Ráðuneytið lét ekki fara fram fag- lega úttekt á því, hver væri raunverulegur framfærslu- kostnaður barna né hve stóran hluta hans feður greiða umfram hið lögbundna lágmark. Ráðuneytismenn studdust bara við eigið „mat“ í þessum efnum. Þannig var augljóslega rennt bflnt í sjóinn, og síðustu daga hefur verið leitað leiða tfl að „mflda“ aðgerðimar. „Feðraskatturinn“ var því illa undirbúinn, og honum nánast kastað fram, af því að ráðuneytið „átti að koma með niðurskurð“. Þessi „skattur“ verður greinilega allt- of þungur mörgum, sem hafa litlar tekjur. Hann nýtist bömunum að engu, svo að flas um slíkt er út í hött í þessu sambandi. Þetta er enn ein útfærslan á of mikilli skattheimtu ríkisstjómarinnar, sem setur skattamet æ ofan í æ. Haukur Helgason ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992. „Ahrif óróans mikla á gjaldeyrismörkuöum hafa enn ekki komið fram til fulls,“ segir Guömundur m.a. í grein sinni. - í kauphöllinni í London. Undiralda í gengismálum Mönnum finnst sem dálítil ró sé að komast á í Evrópu á gjaldeyris- mörkuðum eftir sveiflumar í sept- ember, fall sænsku krónunnar 19. nóvember, hreyfingar pesetans og atlöguna að norsku krónunni. Margt bendir þó til að ekki séu öll kurl komin til grafar. Spákaup- menn leita nýrra færa og veilur evrópska myntkerfisins em athug- aðar nákvæmlega. Misgengi Líklegt er að talsvert misgengi sé enn á milli hinna ýmsu mynta Evr- ópu. Sumar hafa fallið of mikið gagnvart þýska markinu en aðrar ekkert. Gengisfellingar pundsins, Umnn- ar, pesetans og sænsku krónunnar, svo miklar sem þær vom, breyta og skekkja samkeppnishæfni á sameiginlegum markaði. Danir standa til dæmis tiltölulega sterkt en tahð er að.um 30% út- flutnings þeirra fari til Bretlands, Svíþjóðar, ítaliu og Spánar. Að meðaltali virðist samkeppnis- hæfni þeirra hafa rýmað um 10% vegna gengisbreytinganna, versn- andi viðskiptakjör á máli Þjóöhags- stofnunar. Margir setja spurningarmerki við franska frankann. Franskir út- flytjendur kvarta. Samkeppnis- staðan hefur versnað vegna gengis- breytinganna. Franskur landbún- aður óttast niðursöður GATT-við- ræðnanna. Áhrif óróans mikla á gjaldeyris- mörkuðum hafa enn ekki komið fram til fulls. Spákaupmenn gætu hæglega gert atlögu aö tiltölulega veikum myntum, t.d. franska frankamun, írska pundinu og e.t.v. dönsku krónunni o.s.frv. En jafn- framt gætu löndin orðið að grípa KjaUarinn Guðmundur G. Þórarinsson varaformaður Verkfræðingaféiags íslands til aðgerða vegna misgengis vegna breyttra viðskiptakjara. Evópska myntkerfið Víða kemur fram að menn telja evrópska myntkerfið hafa beðið hnekki við atburði síðustu mánaöa. Tengingin viö ECU standist ekki áhlaup spákaupmanna og kerfið sé viðkvæmara og valtara en talið var. Líklega hafa hagfræðingar og seðlabankar misreiknað sig á hæð öldunnar þegar spákaupmennskan fer af stað. Frjálsir fjármagnsflutn- ingar verða þá flóðbylgja sem brýt- ur niður jafnvel sterkustu vamar- garða. Vaxtamunur og mat á veil- um kerfisins, einstakra mynta, leggja til hæðarmuninn sem knýr flóðið áfram. - Þrátt fyrir logn nú um stundir hreyfir sig hægt, „sú hin kalda undiralda“. Eins og svo oft áður og e.t.v. nær alltaf skiptast menn í tvo hópa eða fleiri um lausnir. Sumir telja evrópska myntkerfið hafa beðið slíkan hnekki að bíða verði átekta og sjá hverju fram vindur. Flýta sér hægt. Aðrir telja að eina leiðin út úr vandanum sé að flýta þróun mynt- kerfisins, koma á einni mynt innan Evrópubandalagsins (e.t.v. innan Evrópska efnahagssvæðisins?) og einum seðlabanka fyrir svæðið. Ljóst er að ein mynt gefur ekki færi á spákaupum einnar myntar á kostnað annarrar. Leiðin til baka frá fijálsum fiár- magnsflutningum er ekki fær og ekki æskileg. En bregðast verður viö vandanum. Áður en menn hverfa til einnar myntar innan svæðisins verða þeir að finna réttu hlutfólhn á milli hinna gömlu. Spákaupmennskan verður erfið- ari eftir því sem myntsvæðin eru stærri. Guðmundur G. Þórarinsson „Víða kemur fram að menn telja evr- ópska myntkerfið hafa beðið hnekki við atburði síðustu mánaða. Tengingin við ECU standist ekki áhlaup spákaup- manna... “ Skoðaiiir annarra_________________ „Tóbakið hreint fæ ég gjörla greint“ „Nú heyrist að reykingar fari vaxandi meðal ungíinga og ég er ekki tibúinn að trúa á að það þurfi að vera teikn um versnandi mannlif eða að sjálfgefið sé aö það leiði til heróínfíknar. Hve margir æth þeir skrokkar séu hvort sem er, sem mikið er gefandi fvrir hvort endast skemur eða lengur? Um það hefur frá öndverðu mátt deila. Hefur ekki heilbrigðiskerfið drjúgan kostnað af gamalmennum, sem aldrei ætla að gefa upp öndina, þótt þau tóri sjálfum sér til ein- tómra leiðinda? ... En ég bregð yfir mig skikkju Predikarans í Bifhunni, sem býður að njóta sem áhyggjuminnst fárra ævidaga mannsins og varar við að taka jarðlífshnaukið of alvarlega. Og jafnan þegar á móti blæs, tek ég upp sígarettuna eða pípuna og blæs á móti eins og bhandi öndunarfæri leyfa. Er þá ekki ónýtt að minnast oröa séra Hahgríms: „Tóbakið hreint fæ ég gjörla greint / gjörir það hug- anum létta / skerpir vel sýn / sorg hugarins dvín / svefnbót er fín. / Sannprófað hef ég þetta.“ “ Atli Magnússon: I timans rás, Tíminn, 12. des. Nýr grunnur stöðugleika „Þær rekstrarforsendur sem nú liggja fyrir, m.a. að því er varðar gengið, eru mjög erfiðar ... k hinn bóginn er þess ekki að vænta að sátt verði um stöðug- leika og batnandi skilyrði atvinnulífsins valdi það versnandi kjörum almennings frá því sem nú blasir við. VSÍ hlýtur því aðjeita eftir samvinnu við verka- lýðshreyfinguna um að byggja upp nýjar forsendur fyrir stöðugleika, m.a. á grundveih stöðugs gengis, batnandi rekstrarskilyrða og atvinnuástands. Þetta er sá nýi grunnur stöðugleika sem öll þjóðfélagsöfl þurfa að sameinast um.“ Úr leiðara Fréttablaðs VSÍ, Af vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.