Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1992, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1992. 23-- Popp Sálin hans Jóns míns - Þessi þungu högg Þung klámhögg Þegar vinsælasta popprokk- sveit landsins vendir sínu kvæði í kross einn góðan veðurdag og breytir um stefnu og stíl er ekki við öðru að búast en að menn reki upp stór augu. Ekki verða menn minna undrandi þegar hljómsveitarmenn lýsa því yfir að í rauninni hafi þeir aldrei haft neinn sérstakan áhuga á þeirri tónlist sem skapaöi þeim frægð- ina; þetta hafi allt verið hálfgert neyðarbrauð. Nú séu þeir hins vegar búnir að finna sína hillu í tónlistinni og allir geti því unað glaðir við sitt. Allt er þetta auðvitað gott og blessað og ekkert nema sjálfsagt að hljómsveitir fari þær leiðir sem þeim sýnist en hræddur er ég um að fjölmörgum aðdáendum Sálarinnar þyki þetta vondar fréttir. Ekki veit ég hvað gerst hefur innan þessarar ágætu sveitar en einhver innanbúðarátök hafa átt sér stað. Ég er aftur á móti ekki alveg reiðubúinn að kyngja þeirri skýringu Sálarmanna á sinna- skiptimum að þeir hafi skyndi- lega uppgötvað að þeim hund- leiddist sú tónlist sem þeir hafa verið að spila undanfarin ár. Þar hangir fleira á spýtunni og fyrstu stafimir í einu þeirra eru Red Hot Chili Peppers. Það fer ekkert á milli mála þegar hlustað er á þessa nýju plötu Sálarinnar aö liðsmenn hljómsveitarinnar hafa fallið allir sem einn kylliflatir fyrir síðustu plötu Red Hot Chili Peppers, Blood, Suger, Sex, Mag- ik. Þessi þungu högg eru vægast sagt undir miklum áhrifum frá þeim þungu höggum sem þar eru slegin. Onnur ástæða fyrir stefnubreytingu Sálarinnar, sem fram hefur komið, er lýðræðið í hljómsveitinni. Undanfarin ár hefur Guðmundur Jónsson gítar- leikari samið lungann af lögum sveitarinnar og Stefán Hilmars- son söngvari séð um textana. Þetta þótti hinum hundfult og vilja eiga þátt í þessu líka. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig en þess ber þá að gæta að inn- an hverrar hljómsveitar er ákveðin verkaskipting: einn leik- ur á gítar, annar á bassa og þriðji á trommur o.s.frv., hver eftir því sem hann telur sig hæfastan til. Nákvæmlega á sama hátt við- gengst verkaskipting við laga- og textasmíðar. Það sem einum er gefið er öðrum ekki endilega gefið líka og því hafa menn eins og John Lennon. Paul Mc Cartney, Mick Jagger, Keith Richard og Gunnar Þórðarson hér innan- lands sett svip sinn á tónhstar- söguna sem lagasmiðir en ekki Ringo Starr, Bill Wyman eða Eng- ilbert Jensen. Þess vegna hlýtur það að valda gömlum Sálaraðdá- endum vonbrigðiun að Guð- mundur Jónsson, einn alsnjall- asti lagasmiður í poppinu und- anfarin ár, skuh nú hverfa af sviðinu sem slíkur í nafni hljóm- sveitarlýðræðis. Sími: 694100 Annars er það um þessa plötu Sálarinnar að segja að hún er ekki alvond þótt hér sé margt afspymu- leiðinlegra tónsmíða og enn verri texta. Hljómsveitin er jafn góð eftir sem áður og skilar af sér fyrsta flokks vinnu. Hljómurinn er reynd- ar ahur annar en áður, hrárri og þyngri eins og nafn plötunnar gef- ur til kynna. mjómplötur Sigurður Þór Salvarsson Lögin eru afskaplega misjöfn, sum venjast vel, eins og Ég þekki þig og Holdið og andinn, en það síöamefnda er að mínu mati besta lag plötunnar og textinn líka sá besti. Önnur lög em tormeltari og sum meltast ahs ekki. Textagerðin hefur líka dreifst á fleiri hendur en áður og ekki hefur hún batnað við það. Og það hlýtur að benda til alvarlegrar sálar- kreppu hjá mönnum á besta aldri að geta ekki hnoðað saman texta um nánast neitt annað en kynlíf og uppáferðir og geta svo ekki einu sinni gert það vel. „Tvíræðir text- ar,“ segja menn, glottandi, í sjón- varpi. Má ég þá heldur biðja um Tígulgosann. Sálin hans Jóns míns fer nýjar og tormeltar leiðir. Veggsímar 3870,- Borðsímar 5850,- Símsvarar 2ja spólu 13.050,- 10% kynningarafsláttur frá þessu verði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.