Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993.
Fréttir
Skýr skilaboð til ASI-forustunnar á Akureyrarfundinum:
Fólkið er tilbúið að
fylgja kröf unum eftir
Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Forsvarsmenn Alþýöusambands
íslands hófu fundarferð sína um
landið á Akureyri um helgina. Þar
funduðu þeir með stjómarmönnum
verkalýðsfélaga á Norðurlandi
eystra um stöðuna í kjara- og at-
vinnumálunum.
Bjöm Snæbjömsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyja-
firði, sagði að á fundinum hefðu full-
trúar ASÍ, þeir Benedikt Davíðsson
forseti, Gylfl Ambjömsson hagfræð-
ingur og Pétur Sigursson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða, reifað
stöðima en aðallega hlustað á heima-
menn og þeir hafi fengið skýr skila-
boð frá norðanmönnum.
„Menn eru sammála því að víö-
tæka samstöðu þurfi í þeim aðgerð-
um sem framundan eru, ekki bara
innan ASÍ heldur með fleiri sam-
böndum. Kröfumar em fáar og skýr-
ar og það verði ekki tekinn langur
tími í þetta. Það kom líka skýrt fram
á þessum fundi að fólk er alveg til-
búið að fylgja sínum kröfum eftir
með átökum ef það þarf að fara þá
leið. Það fóru ekki margir tónar héð-
an, þeir voru fáir en skýrir," segir
Bjöm Snæbjömsson, formaður Ein-
ingar.
Fundunum verður fram haldið á
næstunni en þeim á að vera lokið
fyrir miðstjómarfund ASÍ síðar í
mánuðinum og þá verður vilji verka-
lýðsfélaganna á landinu orðinn borð-
leggjandi.
Blönduós:
Fjöldisveitarfé-
laga meðverri
fjárhagsstöðu
„Það er síður en svo að Blönduós
sé sérstakt tilefni umfjöllunar vegna
slæmrar fjárhagsstööu. Þessi frétta-
flutningur hefur beinst að því að gera
það tortryggilegt að þessi kaupstað-
ur, sá eini sem á land að sjó, skuli
hafa farið út í það að veija hafnar-
mannvirki sín með brimvamar-
garði.“
Þetta sagði Ófeigur Gestsson, bæj-
arsfjóri á Blönduósi, vegna frétta um
erfiða stöðu Blönduóss vegna mikiila
skulda.
„Um áramótin 1991-92 vom
brúttó-skuldir Blönduóss samtals 150
milljónir. Félagsmálaráðuneytið tel-
ur mjög æskilegt að nettó-skulda-
staöa fari ekki yfir 50 prósent af sam-
eiginlegum tekjum. Staðan hjá okkiu-
var sú, að nettó-skuldastaða var 76
milljónir en hefði þurft að vera innan
50 milljóna samkvæmt mati félags-
málaráðuneytisins. Þaö er fjöldi
sveitarfélaga sem er með mikiu verri
stöðu en við. Við erum til dæmis svo
lánsamir að vera ekki í miklinn
ábyrgðum fyrir aðra.“
-JSS
Fjórar fyrir fjórbura
Þegar börnin eru fjögur og öll á sama aldri getur verið vandaverk að finna bækur sem hæfa öllum jafnt þvi ekki
má gera upp á milli smáfólksins. Guðjóni Valgeirsyni, tannlækni og fjórburapabba, tókst þetta þó á bókamarkaði
nú um helgina. Bækur eru nú víða á útsölu eftir jólabókaftóðið. DV-mynd GVA
Fundaherferö ASÍ:
Kröfurnarbein-
astgegn aðgerð-
um stjórnarinnar
- segirforsetiASÍ
„Nær allar þær samþykktir sem ég
hef séð frá aðildarfélögum ASÍ um
uppsögn samninga beinast gegn
efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinn-
ar. Ég tel þvi augljóst að í komandi
samningum muni meginkröfur
verkalýðshreyfingarinnar beinast
gegn þessum aðgerðum og leita leiða
til hamla gegn verðbólgunni," segir
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ.
Davíð og fleiri forystumenn ASÍ
munu næstu daga og vikur funda
með forsvarsmönnum verkalýðsfé-
laga um allt land. Um er að ræða
samráðsfundi með stjómarmönnum
í viðkomandi landshlutum þar sem
væntanlegar aðgerðir í kjaramálum
verða ræddar. Nær öll aðildarfélög
ASÍ hafa nú sagt samningum lausum
frá 1. febrúar.
„Menn munu rýna í spilin sameig-
inlega en um formlegar samþykktir
verður ekki að ræöa. Það er tíl dæm-
is spumig hvort gripið verður til
sameiginlegra aðgerða eða hvort ein-
stök félög fara fram með sínar kröfur
hvertfyrirsig." -kaa
í dag mælir Dagfari_________________
Hið fríða föruneyti
Samgönguráðherra íslendinga,
Halldór Blöndal, ásamt eiginkonu
og fimm öðmm förunautum mun
hafa komið heim frá Egyptalandi
og Jórdaníu nú um helgina. Ferðin
tók viku og var sögð tíi að efla við-
skipti í flugi og ferðamálum milii
þessara landa og kynna ísland.
Gestgjafamir greiða flugfargjaldið
fyrir íslendingana en ríkissjóður
ber að öðra leyti kostnað af þessari
ferð. Er þar um að ræða dagpen-
inga, hótelkostnað, risnu og svo
framvegis og er lauslega áætlað aö
ferðalagið kosti tvær miljónir
króna. Gert er ráð fyrir að heim-
sóknin verði endurgoldin af sam-
gönguráðherrum Jórdana og
Egypta síðar en þá munu íslending-
ar greiða kostnað af fluginu fram
og til baka.
Ferðir af þessu tagi em að festast
í sessi. Fyirverandi samgönguráð-
herra, Steingrímur J. Sigfússon,
fór slíka ferð fyrir tveimur árum
og Hussein Jórdaníukonungur
heimsótti ísland tvisvar sinnum.
Að öðra leyti hefur lítiö frést af
auknum ferðamannstraumi frá
gestgöfum Blöndals. Alls komu 20
Egyptar og 17 Jórdanar hingað til
lands árið 1990 og 25 Egyptar og 4
Jórdanar árið 1991. Dagfari man
eftir þvi að hingað komu egypskir
handboltamenn fyrir einu eða
tveim áram og getur þess vegna
ímyndað sér að þeir séu meðtaldir
í þessum tölum.
Það er auðvitað brýnt mál og aö-
kallandi að efla ferðamannastraum
til íslands frá þessum löndum.
Þama býr margt fólk og alveg bráö-
nauðsynlegt að hvetja það til að
koma til íslands. Kynning á landi
og þjóð er því löngu tímabær og
sjáifsögð. Almenningur í Jórdaníu
og Egyptalandi bíður áreiðanlega
spenntur eftir að heyra frá Halldóri
enda ráðherrann góöur sögumaður
sem hefur eflaust spurst þangað út.
Með hiiðsjón af mikilvægi þess
að ferðamannaþjónustan eflist og
þeim sáralitlu líkum að Arabamir
leggi leið sína til íslands er þaö afar
vel til fundið að senda Halidór
Blöndal til að kynna ísland. Hann
er góð landkynning, föngulegur
maður, forn í tali og að alþýöu-
skapi. Auk þess er Halldór Blöndal
hagmæltur og getur kastað fram
stökum í Kaíró ef því er að skipta
en allt mun þetta trekkja þegar
sölumennska á landi og þjóð em í
húfi.
Það er auðvitað engan veginn
víst, eins og góðir bisnessmenn
vita, að það takist í fyrstu eða ann-
arri ferð að sannfæra arabana um
kosti þess að ferðast til íslands
enda era Jórdanir sveltandi þjóð
og hafa víst ekki mikið aukreitis
þessa dagana til að ferðast tii íjar-
lægra landa. En dropinn holar
steininn og ef íslenskir samgöngu-
ráðherrar fara nógu oft og lengi til
Egyptalands og Jórdaníu og bjóða
kollegum sínum á móti mun árang-
ur öragglega nást og ferðalög auk-
ast á milh þessara landa.
Menn mega heldur ekki gleyma
því aö almenningur í nálægari
löndum er að mestu búinn að gef-
ast upp á því að ferðast til íslands
því þaöan hafa margir heimsótt
okkur og uppgötvað hvað dýrt er
að ferðast hér á landi. Þessi mark-
aður er nánast vonlaus. En öðra
máli gegnir um þjóðir eins og
Egypta og Jórdana sem ekki þekkja
neitt til hér og hægt er jafnvel að
sannfæra þá um að allir séu eins
og Steingrímur J. og Halldór
Blöndal og þess vegna mun þetta
fólk streyma til íslands þegar Hall-
dór er búinn að fara nógu oft.
Sannleikurinn er líka sá að ef
ráðherrar og eiginkonur þeirra og
föraneyti leggjast í föst ferðalög
fram og til baka til Jórdana og
Egypta á kostnað ríkisins munu
tölur Ferðamálaráös sýna það
svart á hvítu að ferðalög íslendinga
margfaldast og gestgjöfunum er
skylt að endurgjalda þann vinskap.
Sér í lagi ef íslenska ríkið borgar
undir þá líka eftir að vera búið að
borga undir ráöherrann og föru-
neyti hans.
Með þetta allt í huga er það ómak-
legt ef fjölmiðlar taka upp á því að
hneykslast á för ráðherrans að
þessu sinni. Tvær milljónir era
ekki miklir peningar fyrir svona
flna ferð og það minnsta sem ís-
lenskir skattgreiðendur geta gert
þegar straumur ferðamanna frá
Eygptalandi og Jórdaníu er á næsta
leiti eftir kynningu Halldórs. Betri
landkynning er ekki til. Dagfara
finnst raunar að samgönguráð-
herrar og eiginkonur þeirra eigi að
vera sem mest í ferðalögum. Þeir
era jú bestu sölumennimir!
Dagfari