Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Blaðsíða 18
18
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993.
ORGELSKÓLIYAMAHA
Kennum á orgel, hljómborð, gítar.
Innritun og upplýsingar í síma 620111.
HLJÓÐFÆRAVERSLUN POUL BERNBURG
o
Auglýsing um fasteignagjöld
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík árið
1993 og verða álagningarseðlar sendir út næstu
daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjald-
anna.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars
og 15. apríl.
Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík
en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta
banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, veitir upplýs-
ingar um álagningu gjaldanna, sími 632520.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu
lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári, hafa fengið hlut-
fallslega lækkun fyrir árið 1993. Framtalsnefnd mun
yfirfara framtöl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, vænt-
anlega í mars- eða aprílmánuði, og úrskurða endan-
lega um breytingar á fasteignaskattinum, m.a. hjá
þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt
á henni samkvæmt þeim reglum sem borgarstjórn
setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. I. nr. 90/1990 um tekju-
stofna sveitarfélaga. Verður viðkomandi tilkynnt um
niðurstöðu ef um breytingu verður að ræða.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
5. janúar 1993.
50%
gfsláttui
Glugga-
tjaldaefni,
stórisefni
og fleira.
SlÐUMULA 32. S. 91-31870
TJARNARGÖTU 17. KEFLAVÍK. S. 92-12061
Meiming
Tískuritið „0“:
Tískurit í elstu og bestu
merkingu orðsins tíska
Fyrsta tölublað af tímaritinu „0“
er komið út en ætlunin er að þetta
tímarit, sem er í stóru broti, komi
út tvisvar á ári. Ritstjóri blaðsins er
skáldið Sjón og segir hann um tilurð
blaðsins og efni í ritstjómargrein:
„Það er rúmlega eitt og hálft ár frá
því að hugmyndin að þessu ágæta
tískuriti kviknaði í einhverjum kolh
á skrifstofum útgáfufélags Máls og
menningar og menn þar á bæ voru
snöggir að hnýta snöru sem þeir
lögðu fyrir ritstjóra - en sá sem hér
ritar gekk í gildruna. Síðan þá hefur
hópur karla og kvenna unnið að því
að fmna ritinu stefnu, útlit, nafn,
efni, auglýsingar, prentsmiðju, dreif-
ingu, sölustaöi... „0“ er tískurit í
elstu og bestu merkingu orðsins
tíska, það birtir í máli og myndum
þá siði og venjur sem tíðkast í amstri
daganna, gleði næturinnar; allt frá
hárgreiðslu niður í bókmenntir...“
Sjón sagði aðspurður að stefnan
væri að hafa jafnvægi milli texta og
myndar í öllu efni blaðsins, mikið
væri um samvinnu textahöfundar og
myndasmiðs og síðan útlitshönnuð-
ar.
Það er óhætt að reikna með að
Núlhð eigi eftir að koma lesendum á
óvart. Heíðbundnar leiðir eru ekki
famar og ritið útbúið þannig að það
virkar sterkt á augað. Meðal efnis í
fyrsta tölublaðinu er grein um íþrótt-
ir eftir Jón Óskar Sólnes, tískuþáttur
eftir Bemharð Valsson, þankabrot
um nefbrot efdr Guðmund Andra
Sjón, ritstjóri „0“, ásamt útlitshönnuðinum Jökli Tómassyni. Frumburðurinn
er á milli þeirra.
Thorsson, viötal við Björk Guð-
mundsdóttur, annaö viötal við Bjöm
Jömnd og saga úr Reykjavík eftir
Ingólf Júlíusson. Fyrirhugað er að
næsta tölublað komi út í sumarbyxj-
un. -HK
Eitt frásagnarverka Oigu Bergmann á sýningunni. Verkið heitir Ástand 1.
Bekkjarsystur
sýna ólík verk
í Gallerí 11 stendur nú yfir sýning
á verkum Ingu Svölu og Olgu Berg-
mann en þær stöllur vom bekkjar-
systur og útskrifuðust saman úr
málaradeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1991. Verk þeirra
era mjög ólík og einmitt þess vegna
finnst þeim þær njóti góðs hvor af
annarri. Hvorug þeirra hefur sýnt
hér á landi áður. Inga Svala er í fram-
haldsnámi í Hochschule fur die Bild-
ende Kunste í Hamborg. Fyrr á þessu
ári sýndi hún verkið Borð og tveir
stólar á tveim sýningum þar í borg.
Olga Bergmann er búsett í Svíþjóð
og hefur tekiö þátt í sýningmn í
Stokkhólmi, Gautaborg og á Got-
landi.
Inga Svala sýnir annað verkið í röð
verka þar sem Kjami málsins er duft-
ið: mikilvægur hluti þessara verka
er sjálft vinnuferlið, hveiju er breytt
í duft og með hvaða hætti og síðan
hver niðurstaöan verður. Á þessari
sýningu vinnur hún úr textum ýmiss
konar.
Olga Bergmann sýnir Tempera-
málverk, máluö á tré, og kallar
myndröð sína Ástand. „Myndröðin
Ástand," segir Olga „er eins konar
frásögn sem ég vona að sé ekki með
öllu venjuleg. Þetta er frásögn af
mínu eigin hugarástandi sem sett er
fram með táknanotkun sem er mjög
Borð og tveir stólar sem var á sýn-
ingu Ingu Svölu í Hamborg. Borð
og stólar malaðir efni fyrir efni og
duftiö sett saman í glerkrukku. Á
hverri krukku er miði með upplýs-
ingum um verkið og innihald kruk-
kunnar.
persónuleg þótt ég telji að hún hafi
nógu almenna skírskotun til aö
verða ekki mitt einkamál."
ListamaðurKefla-
víkursýnir107verk
1991 var í fyrsta sinn kjörinn lista-
maður Keflavíkur. Þess heiðurs varð
aðnjótandi myndhöggvarinn Erlingur
Jónsson sem starfar sem listamaður
og lektor í Osló. Listamanninum var
falið að gera listaverk sem sett yröi upp
í Keflavik. Hann lagði fljótlega fram
tillögu að listaverki sem hlaut nafnið
Hvorki fugl né fiskur. Hefur það nú
verið stækkað og steypt í varanlegt efni
og komið fyrir í skrúðgarðinum í Kefla-
vík en formleg afhjúpun mun ekki fara
fram fyrr en að vori.
í byrjun janúar var síðan opnuð sýn-
ing á verkum Erlings í húsnæði Bíla-
kringlunnar aö Grófinni 8 í Keflavík. Á
sýningunni era 107 verk unnin með
margvíslegri tækni og í ýmis efni, svo
sem málma, tré, epoxy og ýmiss konar
stein. Allnokkur listaverkanna era
gerð undir áhrifum skáldsagna og
kvæða Halldórs Laxness. Talsverður
hluti listaverkanna er í einkaeign en
nokkuð er einnig til sölu.
Kvikmyndaklassík
Ameríska bókasafnið mun alla
þessa viku sýna klassískar banda-
riskar kvikmyndir, eina á hveriu
kvöldi, og eru þær frá ýmsum tímum.
Allt eru þetta kvikmyndir sem allir
unnendur kvikmynda kannast við
enda sum verkin í hópi frægustu
verka kvikmyndasögunnar. Dag-
skráin er sem hér segir:
Mánudagur kl. 14.00: Ben Hur
(1959). Leikstjóri Willyam Wyler.
Aðalhlutverk: CharltonHeston, Jack
Hawkins og Stephen Boyd. Þriðju-
dagur kl. 14.30: Casablanca (1943).
Leikstjóri Michael Curtiz. Aðalhlut-
verk: Humphrey Bogard og Ingrid
Bergman. Miðvikudagur kl. 14.30:
Citizen Kane (1941). Leikstjóri Orson
Welles. Aðalhlutverk: Orson Welles
og Joseph Cotten. Fimmtudagur kl.
14.00: Gone With the Wind (1939).
Leikstjóri Victor Fleming. Aðalhlut-
verk: Clark Gable og Vivian Leigh.
Föstudagur kl. 14.30: Spartacus.
(1961). Leikstjóri: Stanley Kubrick.
Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Laur-
ence Olivier og Charles Laughton.
Sýningar era á breiðskjá í húsa-
kynnum Menningarstofnunar
Bandaríkjanna að Laugavegi 26. Að-
gangur er ókeypis.