Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1993, Síða 15
MÁNUDAGUR 11. JANÚAR 1993.
15
Tryggingarnar í janúar
í desember sl., þegar flárlögin
voru afgreidd á Alþingi, voru gerð-
ar ýmsar breytingar á lögum um
almannatryggingar.
Það er mikilvægt að allir kynni
sér vel rétt sinn þjá Trygginga-
stofnun og fylgist með þeim breyt-
ingum sem verða á almannatrygg-
ingunum. Til að auðvelda það ætla
ég að nefna hér nokkrar breytingar
sem komu til framkvæmda 1. jan-
úar 1993.
Mæðralaun lækka
-barnalífeyrir hækkar
Mæðra- og feðralaun eru bóta-
greiðslur sem ætlaðar eru þeim
sem búa einir með bami eða böm-
um sínum undir 18 ára aldri. Þess-
ar greiðslur lækka og em nú meö
einu bami 12.000 krónur á ári eða
1000 krónur á mánuði, vom 4.732 í
fyrra. Mæðralaun með tveimur
Kjallaiinn
Ásta R. Jóhannesdóttir
deildarstjóri félagsmála-
og upplýslngadeildar
Tryggingastofnunar rikisins
„Reglan um sambúðarskráningu og
greiðslu mæðra- og feðralauna breytist
einnig nú. Launin falla niður einu ári
eftir að óvígð sambúð er skráð í þjóð-
skrá með öðrum en foreldri bams eða
barna en var tvö ár áður.“
bömum em 60.000 kr. á ári eða
5.000 kr. á mánuði, voru 12.398 kr.
en með þremur börnum eða fleiri
era nú greiddar 129.600 kr. á ári eða
10.800 kr. á mánuöi en var 21.991
króna í fyrra. Heimilt er nú að
tekjutengja greiðslu þessara bóta.
Nú er krafist aukinna upplýsinga
með umsókn um mæðra- og feðra-
laun. Henni verður nú að fylgja
formlegur meðlagsúrskurður eða
staðfestur samningur um meðlags-
greiðslur, umsókn um meðlags-
greiðslur og vottorð með lögheimili
beggja foreldra. Ekki er lengur
nægjanlegt að umsækjandi lýsi því
yfir að meðlagsgreiðandi greiði
meðlagið beint til þess sem heldur
heimiii með bami sínu.
Reglan um sambúðarskráningu
og greiðslu mæðra- og feðraiauna
breytist einnig nú. Launin falla
niður einu ári eftir að óvígð sam-
búð er skráð í þjóðskrá með öðrum
en foreldri bams eða bama en var
tvö ár áður. Greiðslur falla niður
um leið og sambúð með foreldri
bams er skráð, það er óbreytt.
Bamalífeyrir er greiddur með
bömum yngri en 18 ára ef annað
hvort foreldra er látið eða er ör-
orkulífeyrisþegi. Séu báðir foreldr-
ar látnir eða örorkulífeyrisþegar
er greiddur tvöfaldur bamalífeyrir.
Bamalífeyrir greiðist einnig vegna
bama sem ekki er unnt að feðra.
Heimilt er að greiða bamalífeyri
vegna bama 18-20 ára sem em í
námi.
Barnalífeyrir hækkar um 2.750
krónur úr 7.551 krónu í 10.300 krón-
ur, sama gildir um meðlag. Trygg-
ingastofnun sér um meðlags-
greiðslur skv. úrskurði dómara en
þær em ekki hluti almannatrygg-
inga. Þar sem greiðsluupphæðir
breytast nú um áramótin ættu þeir
sem fá þessar greiðslur frá Trygg-
ingastofnun að huga að stöðu skatt-
korts nýti þeir það hjá stofnuninni.
Breyttar reglur
um tannlæknakostnað
Regiumar, sem settar vom 1
fyrra um greiðslur fyrir tanniækn-
ingar bama, giida nú ekki lengur.
„Reglurnar, sem settar voru i fyrra um greiðslur fyrir tannlækningar
barna, gilda nú ekki lengur.“
Nú skal sjúklingur greiða fjórðung
kostnaöar við tannlækningar
bama og unglinga, 15 ára og yngri
(nema tannréttingar, gulifyllingar,
krónu- og brúargerð). Þó skulu þau
eigi rétt á einni skoðun á ári hjá
tannlækni sér að kostnaðarlausu.
Áður greiddu þau 15% kostnaðar
(sérákvæði gilti um Reykjavíkur-
böm á skólaskyldualdri) en fyrir-
byggjandi aðgerðir vom þeim að
kostnaðarlausu.
Uxmt er að sækja um greiðslu
allt að 50% kostnaðar við guilfyll-
ingar, krónu- og brúargerð bama
og unglinga. Ungiingar, 16 ára,
greiða 50% tannlæknakostnaðar
annars en tannréttinga, gullfyll-
inga, krónu- og brúargerða, eins
og áður.
Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem
era með fulla tekjutryggingu, þurfa
nú að greiða fjórðung kostnaðar
við tannlækningar og gervitennur
sem var þeim að kostnaðarlausu
áður. Lífeyrisþegar með skerta
tekjutryggingu greiða nú helming
þessa kostnaðar en greiddu fjórð-
ung áður. Heimild er í nýju lögun-
um til að hækka greiðsluþátttöku
almannatrygginga vegna þessa
hóps í allt að 100% ef ráðherra set-
ur reglur þar um. Þeir sem fá enga
tekjutryggingu greiða tannkostnað
að fullu nú en greiddu helming
áður. Engar endurgreiðslur era
fyrir gullfyllingar, krónur og brýr.
Þessar reglur á eftir að útfæra
nánar, bæði hvað varðar böm og
unglinga, sjúklinga á stofhunum,
sérfræðiálag og fleira. Menn em
því beðnir um að fylgjast með þeim
upplýsingum sem koma á næst-
unni um þátttöku almannatrygg-
inga í tannlæknakostnaði.
Ásta R. Jóhannesdóttir
Að berja hausnum við hraunið
Það er furðuleg þráhyggja að
óbyggðir landsins eigi að vera ein-
angraðar frá allri umferð venjulegs
fólks, þangað eigi enginn erindi
nema þeir sem em útbúnir og til-
búnir til langra og strangra göngu-
ferða.
Það er mikill fjöldi fólks, senni-
lega fleiri en ekki, sem unna ís-
lenskri náttúru í byggð sem í
óbyggðum og njóta þess að leita á
vit hennar í tómstundum. En þá
koma þessir sjálfskipuðu postular
og höfða til almennings með tilfinn-
ingavæli um hættuna af almennri
umferð hans um landið.
Hraunflákar til verðmæta
Það virðist vera afar brenglað
verðmætamat að tala um óræktar-
hraunfláka sem menningarverð-
mæti. Ég fellst á að nefha þá nátt-
úmverðmæti en ég sé ekki hvaða
verðmæti kunna að vera fólgin í því
einu saman að eiga stærstu hraun-
breiðu jarðar ef ekki má fara um
það svæði og njóta þeirrar dýrðar
sem það kann að bjóða upp á.
Ekki mun ég mótmæla því að ís-
lenskar hraunbreiður geti verið
stórfenglegar, tilkomumiklar og oft
em þau fógur á að líta hraunin
okkar og þar margt að skoða. Tök-
KjaUarinn
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
menn berja oft fyrst augum af nátt-
úm landsins. Þessi hraun em víða
áhugaverð að sjá og skoða og marg-
breytileiki þeirra hrífandi.
Margir eriendir ferðamenn hafa
orð á því hve gaman sé að því að
fyrstu kynnin áf landinu skuli vera
þessi. Ef ekki lægi þjóðbraut um
þessar hraunbreiður þá mundu
útlendingar eða aðrir ekki eiga
auðveldan kost á því að sjá þetta
eða fá neina hugmynd um að þessi
stórfengleiki fyndist á landinu.
Hvað um hraunbreiðuna í þjóð-
garðinum á Þingvöllum? Hraunið
á milli Almannagjár og Hrafna-
gjár?
íslensk náttúra
fyrir almenning
ar þvert yfir þjóðgarðinn sem er í
huga þjóðarinnar helgasti reitur
landsins. Þá var hvorki talað um
hroka eða tillitsleysi þeirra sem að
þeirri vegagerð stóðu. Þar er séð
fyrir útskotum og bílastæðum, sem
standa þétt með leiðinni, enda er á
góðviðrisdögum mikil umferð um
veginn og margir hafa með sér
kaffisopa og neyta hans í gróður-
sælum og fögrum lautum hrauns-
ins.
Áður en þessi vegur var lagður
hafði almenningur lítil tök á að
njóta þeirrar fegurðar sem svæðið
bauð upp á. Ódáðahrauns, hversu
stórfenglegt sem það kann að vera,
og um það efast ég ekki, fæ ég ekki
notið meðan það er ófært vepjuleg-
um ferðamanni.
Hver man ekki eftir sefasjúkum
viðbrögðum fárra einstaklinga
vegna ímyndaðrar „sjónmengun-
ar“ af Höfðabakkabrúnni yfir Ell-
iðaámar. - Brúin þjónar lands-
mönnum til gagns og gleði því að
útsýnið af henni yfir dalinn og hól-
mann er stórfenglegt. Og þannig á
þetta að vera.
Benedikt Gunnarsson
Það vom ekki mörg orð um þaö
„Hver man ekki eftir sefasjúkum við-
brögðum fárra einstaklinga vegna
ímyndaðrar „sjónmengunar“ af Höfða-
bakkabrúnni yfir Elliðaámar?“
um til dæmis hraunin á Reykja- höfð árið 1974 að leggja ætti svo-
nesi, þá ásýnd sem erlendir ferða- nefhdan Gjábakkaveg til frambúð-
Kjöthækkunjn
lllnauðsynleg
„Matar-
skattur er
alltaf slæmur
en þó aldrei
verri en þegar
illa árar enda
er matur það
sem fólk
k?uPÍr J^t Gunnlaugur Július-
af ollu. Þvi er hagfrœ4ingur
hækkun mat- s,éttarsamband8
arskattsins
sjónarmiðum. Þessi skattlagning
á Islandi er nú raeð því hæsta sem
gerist. 111 þessa hefur skatturinn
veriö á svipuöu róli á hinum
Norðurlöndunum en þar eru fé-
lagsleg kjör fólks mun betrl
Framleiðendur svínakjöts,
eggja, kjúklinga, nautakjöts og
hrossakjöts eru nú nauðbeygðir
tii að hækka verðið á framleislu
sinni. Hækkunin er ilhiauðsyn-
leg. Annars vegar hafa aöfóng
hækkað en eínnig lækkar endur-
greiðsla viröisaukaskatts. Bara
gengisfellingin í nóvember hafði
þau áhrif að fóður hækkaði um 6
prósent en fóður er stærsti kostn-
aðarliðurinn í framleiðslu svína-
kjöts, eggja og kjúkbnga,
I Uósi þess að Iaunaliður bænda
í veröi þessara vara er innan við
9 prósent er útilokað fyrir þá að
taka á sigþessar hækkanir. Kjara-
skerðingin heföi orðiö algjör og
meíri en annarra í þjóðfélaginu.
Þegar ákveðið var að taka upp
niðurgreiðslu á kjöti ög eggjum
raeð endurgreiðslu á skatttekjum
lækkaði verð þessara vara. Að
skerða þessar greiðslur er því i
raun hrein skattahækkun. Verð-
iö hlýtur að hækka í kjölfariö.
Ríkisstjórnin getur ekki ætlast til
aö þessir bændur taki persónu-
lega á sig virðisaukaskattinn
frekar en oliufélög og bankar.“
Enn meiri
„Enn eina
ferðina em
stjórnvöld að
veija lambið.
Með því að
skerðaendur-
greiðslu virð-
isaukaskatts
af nautakjöti, ...............
kjúklingum Jóaa* W»r Jónasson
og svínum er k|«twrtiandi.
rfkissijómin
að mismuna kjöttegundum í enn
ríkari mæh en áður. I raun neyð-
ast neytendur til að sætta sig við
súpukjöt í öll mál og hætta neyslu
annarra kjöttegunda. Á það get
ég ekki fallist
Kjöthækkunin á eftir að orsaka
mikla erfiöleika hjá neytendum.
veitingamönnum og kjötiðnaðar-
mönnum. Það hggur til dæmis
mikii vinna að baki úrbeiningu
og vinnslu á nautakjöti. Þetta á
eftir að orsaka samdrátt í vinnsl-
umii og jafnvel atvinnumissi hjá
mörgum.
Þá get ég undir engum kring-
urastæðum samþykkt þessa
hækkun á sama tíma og kúa-
bændur boða útfhrtning á niður-
greiddu kjöti til Mið-Evrópu, alls
á górða hundraö tonn. Ég hefði
vfijað að íslenskum neytendúm
stæði þetta kjöt öl boða á lægra
veröi. Á þann hátt hefði mátt
grynnka á umfrarobirgðum og
koraa til móts við neytendur.
Verðhækkunarleiðin raun á
endanum koma í bakiö á fram-
leiðendum. Neyslan mun dragast
saman og kalla á enn meiri hækk-
anir. Það mun aftur draga enn
frekar úr sölunni. Þessi lausn
kallar á hran í íslenakum land-
búnaði og mun hafa víðtækar af-
leiðingar.“ -kaa