Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1993 Útlönd Norðmenn strey ma til Ála- borgartilað læraum EB Norskir embættismenn og stjórnmálamenn flykkjast nú til Álaborgar í Danmörku til þess aö fræöast um Evrópubandalag- ið. Norömenn ræöa hugsanlega aöild aö bandalaginu og vilja þvi drekka í sig reynslu Álaborgara af EB, bæði sveitarfólagsins og atvinnulífsins. Samband norskra sveitarfélaga er meira að segja farið aö bjóða námskeiö um EB með heimsókn- um til Brussel og Álaborgar. Sænskir embættismenn og póh- tfloisar sækja einnig fræðslu til Álaborgar þótt ekki só það í jafn miklum mæli og Norðmenn. Tveirgrímu- klæddirræna tóbaksverslun Tveir grímuklæddir menn komust undan meö mikiö fé þeg- ar þeir rændu tóbaksverslun í Malmö í Svíþjóð í gærmorgun. Mennimir komu inn í verslun- ina þegar hún var opnuö um átta- leytiö. Afgreiöslustúlka var alein í versluninni þegar mennina bar að og haföi hún opnað peninga- skápinn. Mennirnir hirtu alla peningana í skápnum og komust svo undan á hlaupum. Lögreglan leitaði þeirra með sporhundum. Júgóslavi býður hæstíheims- meistaraeinvíg- iðiskák Júgósiavneski skákáhugamaö- urinn Jezdimir Vasiijevic, sá hinn sami og stóð fyrir einvígi þeirra Fischers og Spasskíjs í haust, hefur lagt fram hæsta boö í næsta heimsmeistaraeinvígi. Efboði hans verður tekið munu áskorandinn Nigel Short og heimsmeistarinn Garrij Ka- sparov tefla annaðhvort i Belgrad eða Soöu. Heildarvinningsupp- hæöin verður rúmar þijú hundr- uð milljónir íslenskra króna. Aðeins eitt annað tilboð barst áður en frestur rann út, frá spænsku borginni Santiago de Compostela og þar buðu menn rúmar fjörutíu milljónir króna. Einvígi Shorts og Kasparovs hefst í ágúst og búist er við að það standi í tvo mánuði. Ekki verða tefldar fleiri en 24 skákir og heldur Kasparov titlinum þótt þá verði jafnt. „Þjóðemis- hreinsunu Ijót- asta orðið í fyrra „Þjóðemishreinsun, skrautyrö- ið fyrir fjöldanauðungarflutninga og dráp á andstæðingum sinum í fyrrum Júgóslavíu, var ljótasta oröið sem komst í almenna notk- un í fyrra. Þetta er að minnsta kosti skoð- un þýskra málvísindamanna. Dómarar frá félagi þýskufræð- inga sem velja árlega íjótasta orð- iö sögöu að „þjóðernishreinsun- in“ hefði sigrað nokkur önnur nýyröi í keppninni um hinn vafa- sama heiður. Meðal þeirra orða sem einnig komu til álita voru „mjúk skot- mörk" þar sem átt er viö óbreytta borgara sem verða fyrir skothríð hermanna og „dvalarlokaaðgerð- ir“ æm þýðir einfaldlega brott- rekstur ólöglegra innflytjenda. Ritzau, TT og Reuter Á síðustu 12 mánuðum hefur orðið 21 stórslys 1 flugi 1 heiminum: Slys í f arþegaf lugi kostuðu 1452 lífið - 132 létu lífið í gær þegar farþegaþota og herþota rákust saman í íran Á síðustu tólf mánuðum hefur orð- ið 21 stórslys í farþegaflugi í heimin- um. Þessi slys hafa kostað 1452 mannslíf og eru þá ekki talin minni slys þar sem innan við 20 hafa farist. Nú síðast í gær létu 132 lífið á flug- vellinum í Teheran í íran þegar far- þegaþota í flugtaki rakst á herþotu. Gífurleg sprenging varð í farþegaþot- unni og tættist hún í sundur. Allir um borð létust samstundis og sögðu sjónarvottar aö lík manna hefðu bor- iö við himin eftir sprenginguna. Þetta gerðist þegar nákvæmlega ár var liðið frá því flugvél með 31 far- þega og áhöfn um borð fórst í Seneg- al. Það var þó eitt af minni slysunum. Alvarlegasta slysið á þessu tímabili varð þegar Airbus 300 þota hrapaði í aðflugi að flugvellinum í Kath- mandu í Nepal 28. september. Þá létu 167 lífið. Stórslys í lok síðasta árs áttu þó eftir að veröa enn fleiri. í nóvember fórust 133 með Boeing 737 þotu í Kína og í desember 157 með Boeing 727 í Líbíu. Þar rakst farþegaþotan á her- þotu eins og í slysinu í Teheran. Flest alvarlegustu slysin hafa orðiö þar sem aðstæður eru slæmar. T.d. er völlurinn í Teheran talinn einn sá hættulegasti í heimi. Völlurinn í Kathmandu er í sama flokki. Á báö- um stöðunum hafa áður orðið alvar- leg slys. Átta sinnum á þessu tólf mánaða tímabili komu farþegaþotur af rúss- neskri gerð við sögu. Svo var og í slysinu í Teheran nú. Þessar vélar eru af mörgum taldar óöruggar og er viðhaldi þeirra víða ábótavant. Fátækar þjóðir hafa verið helstu kaupendur þessara véla utan lýð- velda fyrrum Sovétríkjanna. Tvær Fokker-vélar hafa farist á þessu tímabili og með þeim 64 menn. Þá hafa einnig vakið athygli alvarleg slys með evrópsku Airbus 300 vélun- um. Tvær þeirra fórust á tímabilinu og með þeim 266 manns. Mannlegum mistökum var kennt um í bæði skipt- in en marga grunar að þotur af þess- ari gerð séu ekki öruggar. Reuter Undirbúningur fyrir göngu Einn fremsti fakírinn i Singapore hefur látið aðstoðarmenn sína hlaða á sig skrauti fyrir hefðbundna trúargöngu í borginni. Hindúar halda miklar hátiðir þessa dagana og er þrautaganga fakírsins hluti af helgisiðunum. Hann verður aö ganga tvo kílómetra meö þennan búnaö og veit ekki af því. Fakírinn er tamili frá Sri Lanka en í Singa- pore býr fólk af ótal þjóöernum og þar fyrirfinnast flest trúarbrögð heims. Slmamynd Reuter Starfsliði Hvíta hússins fækk- að um fjórðung Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun tflkynna um 25 prósent fækkun í starfsliði Hvíta hússins í dag. Með því ætlar hann að efna kosningalof- orð og um leið beina athygli manna frá vandræðalegri leit að nýjum dómsmálaráðherra. Dee Dee Myers, talsmaður Hvíta hússins, sagði að Clinton mundi til- kynna um verulega fækkun í starfs- liði og afnám ýmissa fríðinda emb- ættismanna til að sýna bandarísku þjóðinni að stjómvöld ætli að leggja sitt af mörkum til að draga úr fjár- lagahallanum. Clinton er að reyna að gefa tóninn fyrir sameiginlegan fund beggja deilda Bandaríkjaþings þann 17. fe- brúar þar sem búist er við að skýrt verði frá hækkun skatta og niður- skurði útgjalda til að eíla hagvöxtinn og draga úr fjárlagahalla. Enn gengur ekkert að finna nýjan dómsmálaráðherra eftir að síðasti kandídatinn dró sig til baka vegna þess að hún hafði ólöglega innflytj- endur í þjónustu sinni. í bandarísk- um fjölmiðlum er þessi vandræða- gangur sagður sýna reynsluleysi for- setans og manna hans. Baristaf hörku íausturhluta Bosníu Uppreisnarmenn Serba og sveitir hliðhollar ríkisstjóm Bosníu, sem lýtur forsæti íslamstrúarmanna, skiptust á skotum úr fallstykkjum og smærri vopnum í austurhluta lýð- veldisins í morgun. Útvarpið í Sarajevo sagði að sjö manns hefðu látið lífið og níu hefðu særst í bardögum nærri þorpinu Zepa, ekki langt frá ánni Drinu sem skilur Serbíu og Bosníu. Skautþrjá læknaoggafst svoupp Vopnaður maður, sem skaut og særði þrjá lækna á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær og tók fjölda manns í gíslingu, sleppti fongum sínum og gafst upp fyrir lögreglunni eftir fimm klukkustunda þref. Lögreglan sagði að maðurinn hefði verið óánægður sjúklingur. Hann var vopnaður öflugri byssu. Hann skaut á læknana af stuttu færi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.