Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐ JUDAGUR 9. FEBRÚAR1993 5 dv___________________________________________________________________________________Fréttir Reglugerð utn lyfiakostnað breytt flmm sinnum í ráðherratíð Sighvats Björgvinssonar: Ruglað með kostnaðar- vitund almennings Greiðslur sjúklinga reglugerðarbreytingar Sighvats Björgvinssonar á 20 mánuðum í júlí 1991: Tilfærslur á lyfjaflokkum sem fólu í sér hækkanir á lyfjaverði. Sjúklingar greiða fyrir verð sem almanna- tryggingar greiddu að hluta áður. Lyfjakort gefin út eftir umsókn sjúklinga til lækna. V) I ágúst 1991: Tilfærslur á lyfjaflokkum sem lækka lyfjaverð fyrir ákveðna hópa sjúklinga. 1. janúar 1992: Tilfærslur á lyfjaflokkum sem lækka lyfjaverð fyrir til- tekna hópa sjúklinga. Þessi breyting og sú á undan áttu að milda áhrif reglugerðarbreytingarinnar frá því í júlí 1991 fyrir pá sjúklinga sem urðu verst úti. 15. janúar 1992: Veruleg hækkun á greiðslu sjúklinga fyrir læknisþjón- ustu og heilsugæslu. Greiðsluhámark, 12.000 kr. sett fyrir allt árið. Hámarkið fyrir lífeyrisþega 3.000 kr. íjúní1992: % Greiðsluhámark fyrir börn lækkað úr 12.000 krónum í 6.000 krónur. í ágúst 1992: Sjúklingar greiða hlutfall af verði lyfja í stað fasta- gjalds, 25 prósent, en þó ekki meira en 3.000 krónur 1 hverju sinni. Fastagjald var áður 500 (fyrir bestukaupa-1 lyf) og 850 krónur. Lífeyrisþegar greiða 10 prósent af verði lyfs, þó ekki meira en 700 krónur hverju sinni. í janúar 1993: Sjúklingar byrja aftur að greiða fastagjald en auk þess | hlutfall af lyfjaverði. Lyf, sem áður fengust ókeypis gegn framvísun lyfjakorts, kosta 500 krónur plús 12,5 | prósent af verðinu umfram það, þó hæst 1.500 krónur hverju sinni. Fyrir lyf sem almannatryggingar hafa greitt að hluta, algengustu lyfin, greiða sjúklingar nú 500 krónur plús 25 prósent af verðinu umfram það, þó hæst 3.000 krónur. Um 22.000 útgefin lyfjakort verða að mestu óþörf. I mars 1993: Hækkanir á gjaldi fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu lífeyrisþega. Hækkun á gjaldi fyrir röngtengreiningar og rannsóknir. Auk fastagjalds, sem sjúklingar greiða fyrir komu til sérfræðings, greiða þeir nú 40 prósent af kostnaði umfram fastagjaldið við komuna. ?.? 1993: Tilvísanakerfi til sérfræðinga, sem fellt var niður í mars 1984, tekið upp að nýju? Frá því Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, tók við embætti snemmsum- ars 1991 hefur veriö hringlað með reglugerðir sem lúta beint að al- menningi. í ráðherratíð Sighvats hef- ur reglum um greiðslu almanna- trygginga á lyfjakostnaði verið breytt fimm sinnum og reglum um greiðsl- ur fyrir læknisþjónustu og heilsu- gæslu þrisvar. Tilgangurinn með breytingunum hefur verið að ná fram sparnaði í lyfjakostnaði og í heilsugæslunni og „bæta kostnaöarvihmd almenn- ings“. En þegar almenningur hefur lagað sig að einni breytingu hefur önnur fylgt fljótlega í kjölfarið. Því er ekki undarlegt þó einhvetjh hafi, að sögn viðmælenda í heilbrigði- skerfinu, ekki getað áttað sig á hvað greiða hefur átt fyrir lyf eða læknis- heimsóknir, haft afar ruglaða kostn- aðarvihmd. Þessar reglugerðarbreytingar hafa aUar tekið gildi með mjög skömmum fyrirvara. Þær hafa haftí for með sér mikið álag á starfsfólk Trygginga- stofnunar sem hefur þurft að setja sig inn í nýjar reglur með stuhum fyrirvara, kenna öðrum í heilbrigði- skerflnu á þær og undirbúa kynning- ar- og fræðsluefni fyrir almenning. Vegna þess síðastnefnda hefur að sögn skapast nokkur kostnaður. Fjórir flokkar lyfja Lyf skiptast í grófum dráhum í 4 flokka eftir greiðsluskiptingu milli sjúkhngs og Tryggingastofnunar. Það eru lyf sem Tryggingastofnun greiðir að fuUu fyrir sjúkhng, lyf sem stofnunin greiðir að fullu gegn fram- vísun lyfjakorts, lyf sem stofnunin tekur ekki þáh í að greiða og loks lyf sem almenningur hefur greitt fasta- gjald fyrir eða hlutfaUsgreiðslu. Síð- astnefndu lyfin eru algengust. Lyfjakort Strax 1. júh 1991, þegar ráðherra- stólUnn var vart farinn aö venjast setiun Sighvats, leit ný reglugerð frá honum um greiðslu lyfjakostnaðar dagsins Ijós. Samkvæmt henni breyttist kostnaðarhlutdeUd sjúkl- ings og Tryggingastofnunar þar sem ýmis lyf fluhust á miUi flokka, urðu dýrari. Eftir breytinguna þurftu sjúklingar að greiða að fuUu fyrir sýklalyf, svefnlyf, róandi lyf, hægða- lyf og nef-, háls-, hósta- og kveflyf. Fram að breytingunni hafði Trygg- ingastofnun greih aö fuUu fyrir lyf gegn skjaldkirtilssjúkdómum, hjartasjúkdómum og astma en eftir breytinguna þurftu sjúkUngar að framvísa sérstöku lyfjakorti til aö fá kostnaðinn greiddan að fuUu, að öðr- um kosti urðu þeh að greiða fasta- gjaldið, 800 krónur (500 fyrir bestu- kaupalyf). Lyfjakort fengu aðeins þeir sem verið höfðu í lyfjameðferð í 6 mánuði eða lengur. TU að fá lyfjakort þurfti sjúklingur að fara tU læknis sem fyUti út um- sóknareyðublað og sendi Trygginga- stofnun. Reglugerðin hafði í för með sér mikið vinnuálag á Trygginga- stofnun þar sem sjúkUngar gátu þurft að bíða í aUt að þrjá mánuði eftir nýjum lyfjakortum. 6. ágúst 1991 kom breyting á reglu- gerð um lyfjakostnað þar sem ákveð- in lyf voru gerð ódýrari með til- færslu á milU lyfjaflokka. Svipuð breyting var gerð 1. janúar 1992. Þá var komin reynsla á reglugerðina frá júU 1991 og verið að mflda á einstaka hópa sjúklinga sem urðu verst úti eftir þá breytingu. Hlutfallsgreiðsla í stað fasta- gjalds 1. ágúst 1992 tók gUdi reglugerðar- breyting þar sem fastagjald fyrir al- gengustu lyfin féU niður og hlutfaUs- greiösla kom í staðinn. Fyrir breyt- ingu greiddu sjúkUngar 850 krónur fyrir hvern skammt en 500 krónur fyrir lyf af bestukaupaUsta. Sam- svarandi upphæðir fyrir lífeyrisþega voru 250 og 150 krónur. Eftir breyt- inguna hvarf bestukaupaUstinn. Greiðslur urðu þá 25 prósent af verði lyfs fyrir hverja afgreiðslu, þó ekki meira en 3000 krónur. Lífeyrisþegar greiddu 10 prósent verðsins, þó ekki meira en 700 krónur. Lyfjakort að mestu óþörf 18. janúar sl. kom enn ein reglu- gerðarbreytingin og vafðist þá þegar fyrir mörgu fóUti hvaö það ætti að greiða fyrir lyf. Þá tóku við hlutfaUs- greiðslur fyrir lyf umfram ákveðið fastagjald, en þó upp að ákveðnu hámarki. Breytingin felur í sér að lyf, sem sjúkratryggingar greiddu áður að fuUu gegn framvísun lyfja- korts, verða að hluta greidd af sjúkl- ingum. Greiöa sjúldingar nú fyrstu 500 krónumar af verði lyfsins, 12,5 prósent af verðinu umfram 500 krón- umar, þó aldrei meira en 1.500 krón- ur. Skiptir þá engu hvort sjúklingur sé með lyfjakort eða ekki. Lífeyris- þegar greiða fyrstu 150 krónumar af hveiju þessara lyfja og 5 prósent af verðinu umfram það, þó aldrei meira en 400 krónur. Með þessari breytingu urðu um 22 þúsund lyfja- kort, sem komu til sögunnar í ágúst 1991, að mestu óþörf. Síðustu breytingamar fólu einnig í sér að af algengustu lyfjum greiða sjúklingar fyrstu 500 krónurnar og 25 prósent af verðinu umfram þær, hámark 3.000 krónur, meðan lífeyris- þegar greiða fyrstu 150 krónumar og 10 prósent af kostnaðinum um- fram það, mest 800 krónur. Dýrara hjá lækninum Breytingar hafa einnig verið gerð- ar á reglugerð um hlutdeild sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna læknis- þjónustu og heilsugæslu. Með reglugerðarbreytingu, sem Fréttaljós Haukur L. Hauksson tók gildi 15. janúar 1992, var viðtal á læknisstofu á dagvinnutíma ekki lengur ókeypis heldur kostaði það 600 krónur og 200 krónur fyrir lífeyr- isþega. Sama viðtal utan dagvinnu- tíma hækkaði úr 500 í 1.000 krónur. Vitjun læknis á dagvinnutíma hækk- aði úr 400 í 1.000 krónur (350 fyrir lífeyrisþega í báðum tilfellum) og vitjun utan dagvinnutíma úr 1.000 í 1.500 krónur (500 fyrir lífeyrisþega). Greiðslur fyrir sérfræðilæknis- hjálp, komu á göngueild, slysadeild eða bráðamóhöku sjúkrahúss hækk- uðu úr 900 í 1.500 krónur (300 í 500 krónur fyrir lífeyrisþega). Greiðslur fyrir rannsóknir og röntgengrein- ingu hækkuðu úr 300 krónum í 600 og úr 100 í 200 fyrir lífeyrisþega. Hámarksgreiðslur einstakhngs fyrir læknis- og heilsugæsluþjónustu 1992 vom sem fyrr 12.000 krónur og 3.000 krónur fyrir lífeyrisþega. Sú breyting varð þó að sameiginlegt hámark allra barna yngri en 16 ára í sömu fjölskyldu skyldi vera 12.000 krónur á ári. Með reglugeröarbreytingu, sem tók gildi 1. júni 1992, lækkaði há- markið fyrir bömin úr 12.000 í 6.000 krónur. Tilvísanakerfi á ný? Með reglugerðarbreytingmmi, sem tekur gildi 1. mars næstkomandi, hafa aðallega orðið hækkanir á kostnaði lífeyrisþega. Böm og ungl- ingar undir 16 ára aldri munu greiða 200 krónur fyrir komu á heilsugæslu- stöð á dagvinnutíma og 400 krónur utan dagvmnutíma. Þá em breyting- ar vegna komu til sérfræðings á göngudeild, slysadeild eða bráðamót- töku sjúkrahúsa. Fólki ber að greiða 1.200 króna fastagjald auk 40 pró- senta af umframkostnaði. Lífeyris- þegar greiða hins vegar þriðjvmg af fullu almennu gjaldi. Þá þurfa lífeyrisþegar með fulla tekjutryggingu að greiða flórðung kostnaðar við tannlækningar og gervitennur, nokkuð sem var þeim að kostnaðarlausu áður. Auk þeirra breytinga, sem hér hafa verið nefndar, em uppi áætlanir um tilvísanakerfi þar sem sérfræðingar em annars vegar - í spamaðartil- gangi. Það er afturhvarf til kerfis sem var fellt úr gildi í mars 1983, mörgum sjúklingum til mikillar gleði. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.