Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1993.
15
Almannarétt
verður að virða
„Feröamálaráð gæti vissulega sinnt
öllum verkefnum sínum með sóma, ef
það fengi að hafa sinn lögboðna tekju-
stofn í friði, þ.e. 10% af árlegri vöru-
sölu Fríhafnarinnar 1 Keflavík..
formaður Ferðamálaráðs skemmdir og hindra frekara tjón,“ segir í greininni.
Ferðamennska getur verið
skeinuhætt viðkvænui náttúru ís-
lands, ef ekki er vel að gáð. Margir
fjölsóttir ferðamannastaðir liggja
undir skemmdum vegna ágangs.
Dimmuborgir og Dyrhólaey eru
ekki einsdæmi, þótt þeir staðir séu
nú í brennideph vegna hugmynda
um gjaldtöku til að mæta kostnaði
við verndun þeirra. Þar og miklu
víðar er þörf aðgerða til þess að
laga skemmdir og hindra frekara
tjón.
Ekki er hægt að áfellast heima-
menn á þessum stöðum, þótt þeir
íhugi leiðir til úrbóta, jafnvel gjald-
töku eða lokanir, þegar opinberir
aðilar sýna ekki nægilegan vilja
eða getu til þess að taka á málum.
En almannarétt til að njóta náttúru
landsins verður að virða.
Ekki skortir skyldur —
Lög um skipulag ferðamála leggja
þær skyldur á herðar Ferðamála-
ráði íslands að hafa „frumkvæði
aö fegrun umhverfis og góðri um-
gengni á viðkomu- og dvalarstöð-
um“ ferðafólks og „samstarf við
einkaaðila og opinbera aðila um
snyrtilega umgengni lands í byggð-
um sem óbyggðum". Ráðinu er
skylt að hafa samstarf við Náttúru-
verndarráð og aðra hlutaðeigandi
um „að umhverfi, náttúru- og
menningarverðmæti spillist ekki“
af völdum ferðamennsku.
Til þess að geta sinnt þessum
verkefnum af myndarskap veitti
ekki af öllum þeim 68 milljónum
króna, sem Ferðamálaráð hefur til
ráöstöfunar nú í ár, til ahra þeirra
verkefna, sem talin eru upp í 13 hð-
um í lögum um skipulag ferðamála.
Meðal þeirra eru landkynning og
markaðsmál, sem kosta mikið fé í
þeiiri gallhöröu samkeppni um
ferðamanninn, sem ríkir í heimin-
um.
— en fjárskortur hamlar
Ferðamálaráð gæti vissulega
sinnt öhum verkefnum sínum með
sóma, ef það fengi að hafa sinn lög-
boðna tekjustofn í friði, þ.e. 10%
af árlegri vörusölu Fríhafnarinnar
í Keflavík, sem er óbein skattlagn-
ing á ferðamenn.
Sá tekjustofn hefði skilað nær 180
núllj. kr. í ár, en meirihluti Alþing-
is skar hann niður við trog, svo sem
venjan hefur verið sl. 16 ár. Þannig
skilar sér seint hástemmd umræða
um möguleikana í ferðaþjónustu.
Víða tekið til hendi
Þrátt fyrir þrönga stöðu hefur
Ferðamálaráð aukið verulega
starfsemi á sviði umhverfismála
síðustu þrjú árin. Ráðið hefur nú
umhverfisfræðing í sinni þjónustu,
sem fer um landið, kannar ástand
ferðamannastaða, ræðir við heima-
menn og gerir tillögur um úrbæt-
ur. Styrkir eru veittir samkvæmt
umsóknum og ráð gefin við fram-
kvæmdir, sem oftast eru unnar af
sjálfboðahðum.
Víða hefur verið tekið til hendi
að undanfómu með góðum ár-
angri, umferð beint í ákveðna far-
vegi, lagðir göngustígar, byggðar
tröppur, merktar slóðir, settar upp
leiðbeiningar og komið upp snyrti-
aðstööu. Þetta þarf þó að gera
miklu víðar og betur, en það kostar
fé, og þar er dragbíturinn.
- en betur má
Helsta aðdráttarafhð í íslenskri
ferðaþjónustu er sérstæð náttúra
landsins, og því er verndun hennar
ekki síður hagsmunamál þessarar
atvinnugreinar en t.d. landeigenda
eða óháðra náttúruunnenda.
Vonandi vekur umræðan nú til
umhugsunar um þá lagalegu og'
siðferðilegu skyldu, sem hvílir á
okkur öllum að skila þessu landi
hehu í hendur afkomenda okkar.
Kristín Halldórsdóttir
Hækkun dollarans
Hækkun doharans staðfestir það
sem margir áttu von á, styrkingu
bandarísks efnahagslífs. Hagvöxt-
ur í Bandaríkjunum hefur heilla-
vænleg áhrif á alla heimsbyggðina.
Sterkasta hagkerfi heims sogar th
sín framleiðslu annarra ríkja og
efhr atvinnu og velmegun.
Ekki má heldur gleyma því að
Bandaríkin gáfu Evrópu, Japan og
fleiri þýðingarmikinn frið, þar sem
iðnaöur og verslun fékk að dafna
öhum th góða. Kalda stríðið krafð-
ist hins vegar gífurlegra herút-
gjalda og undir lokin setti það Sov-
étríkin á hausinn. Bandaríkin end-
uðu sem skuldugasta ríki veraldar.
Að vísu geta Bandarikin greitt
hluta af sínum skuldum með doh-
araprentun, en th langframa rýrir
þaö stöðu doharans sem alþjóða-
myntar og dregur þannig úr heims-
viðskiptum, ásamt því að valda al-
þjóðaverðbólgu, með þeim erfið-
leikum sem slíkt skapar.
Því skiptir það miklu máh að
Bandaríkin dragi úr hinum fræga
fjárlagahaha sínum á réttan hátt
og minnki erlenda skuldasöfnun.
Bandarískur hagvöxtur
og íslensk velferð
Aukinn hagvöxtur í Bandaríkj-
unum hefur gífurleg áhrif hér á
landi. Frystihúsavæðing landsins í
sjávarútvegi var gerð fyrir Banda-
ríkjamarkað og styrking doharans
þýðir að meira fer í freðfisk og
minna í fisksölur, sem hefur bein
KjaUaiiim
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
áhrif á atvinnustigið í landinu. Sú
uppsveifla fyrir heimsvelferð, sem
hinn bandaríski hagvöxtur hefur,
mun einnig kaha á aukna eftir-
spurn eftir málmum og orku og
eykur það líkurnar á löngu tíma-
bæru nýju álveri hér á landi, og er
nánast forsendan fyrir því að efna-
hagur okkar taki kipp upp á við og
útrými atvinnuleysinu.
Við dælum nú þúsundum gíga-
vattstunda af rafmagni í jörðina á
ári og óhagkvæmnin af þessu er
svo gífurleg að varla er hægt að
búast við svo öflugum sjávarútvegi
að hann einn geti unnið á móti
þessu. Sala á þessari orku á ein-
hverju viðunandi verði myndi
strax verka sem vítamínsprauta á
efnahag okkar og styrking dohar-
ans skapar vonir um að það muni
takast.
Kynnumst Bill
Clinton forseta
Óneitanlega vekur þankagangur
um doharann áhuga á tengslum
Bandaríkjanna og Islands. Við er-
um tengd þessu mesta stórveldi
veraldar mjög nánum böndum.
Stigum fyrstir indó-evrópskra
þjóða á ameríska grund fyrir þús-
und árum og erum með tvíhhða
vamarsamning við Bandaríkin
innan Atlantshafsbandalagsins.
Við eigum efnahagslegt og þannig
stjómmálalegt sjálfstæði okkar að
þakka ipjög svo ábatasömum viö-
skiptum við Bandaríkjamenn, auk
þess sem þeir studdu okkur í land-
helgismálinu gegn gömlu heims-
veldunum í Evrópu.
Enginn einn maður hefur örlög
veraldarinnar eins í hendi sér og
Clinton, þ.m.t. okkar eigin lands.
Þessi ungi forseti hefur nú þegar
glætt atvinnu í frystihúsunum okk-
ar, hann hefur hvalveiðar okkar á
valdi sínu og þannig mhljarða tekj-
ur fyrir okkur ásamt uppbyggingu
á Keflavíkurflugvehi, sem skiptir
okkur tugmihjöröum. Sjálf frí-
verslunin með fisk er í hans hendi
í GATT-viðræðunum og svo njót-
um við öll auðvitað heimsfriðarins
sem voldugasti stjómmálamaður
veraldarinnar ætlar fyrst og síðast
að verja.
Ráðamenn þjóðarinnar með hinn
glæshega þjóðhöfðingja okkar í
broddi fylkingar ættu því við fyrsta
tækifæri að gera sér sérstaka ferð
th Bandaríkjanna th að efla tengsl
mihi íslensku þjóðarinnar og for-
seta Bandaríkjanna.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Við eigum efnahagslegt og þannig
stjórnmálalegt sjálfstæði okkar að
þakka mjög svo ábatasömum viðskipt-
um við Bandaríkjamenn, auk þess sem
þeir studdu okkur í landhelgismálinu
gegn gömlu heimsveldunum í Evrópu.“
stöndumvið
Guðmundur
„Ég fel að
þaö sé að eðli-
íegt að
skylduaðhd
sé að ielögun-
umþviaðfólk
cr aö fá ýmis-
konar réttindi
Út á það. Þaö
erumarghátt- <nrm .„r
uð réttindi 'l0ns80n’ ,onnaður
sem fólk lð|u
ávinnur sér vegna þess, auk þess
sem það borgar þá um leiö í sam-
eiginlega sjóði sem skapa skhyröi
tíl að njóta þeirrar þjónustu og
þeirra hlunninda sem félögin
geta boðið fólki upp á. Svo er það
sú grundvaharregla að við erum
sterkari sameinuð í félögunum
heldur en ef við værum hvert í
sínu lagi að reyna að pota okkur
áfram eitt og eitt. Það er algerlega
númer eitt að styrkurinn felst i
því að vera saman því að samem-
aöir stöndum við og erum sterk-
ust þannig.
Fólk getur náttúrlega ekki feng-
ið nein rétöndi þjá félagi sera það
er ekki í. Ef fólk vih ekki vera í
félagi á það heldur ekki neina
kröfu á því að fá þá þjónustu sem
félagið veitir.
Sá sem stendur utan félags get-
ur ekki haft áhrif í sama mæh
og sá sem er aöili að þvi.“
Frelsi til að
„Ef menn
eiga að njóta
félagafrelsis
hljóta þeir
einmg að
þurfa aö njóta
þess frelsis að
veröa ekki
skyldaðir th
aðhdar að fé-
lögum sem
þeir ekki vilja
eiga aðild að. Með frelsi til þess
að mynda félög með öðrum er
verið að tryggja mönnum réttinn
til að vinna i félagi við skoðana-
bræður sina að hugðarefni sínu,
til dæmismeð því að láta sameig-
inlega í Ijós álit á þvi opinberiega
og afla þvi fylgis. í shku ffelsi
felst skoðana- og fjáningarfrelsi
manna saman. Það sem hver og
eimi þeirra má gera mega þeir
gerasaman.
. Rétturinn tft að standa utan fé-
lags Ihýtur að teljast óaðskiljan-
legur hluti þessa réttar. Ef menn
njóta hans ekki er í reynd unnt
að skylda þá til þátttöku i baráttu
til stuðnings skoöunum sem þeir
hafa ahs ekki sjáhir. Þetta væri
hliöstætt því að teija það sam-
rýmast tjáningarfrelsi aö geta
skyldað mann th þess að halda
einhverju fram opinberlega gegn
vilja sínum. Ef dæmi er tekið get-
ur maður myndað félag með
skoðanabræðrum slnum með þaö
að stefnumiði að fijáls markaður
eigi að ráða verölagningu land-
búnaðarafurða. Hvernig væri þá
hægt að skylda þennan sama
mann til aöildar að félagi som
berst gegn fijálsri verðlagningu á
landbúnaðarafurðum?
Það hlýtur að teljast þungbær-
ara að vera skyldaður tft að halda
einhverju fram gegn vhja sínum,
heldur en að vera meinað að tjá
skoðun sína. Á sama hátt er
þungbærara aö sæta skyldu til
aðildar aö félagi heldur en að
vera bannað að mynda félag með
öðrum.“
Jón Steinar
Gunnlaugsson lög-
maður.