Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR1993 Fréttir Hæstiréttur synjar föður um tímabundinn umgengnisrétt við bam sitt: Hagsmunir barns teknir fram yf ir hag foreldris - bamavemdaryfirvöld komu baminu í fóstur í samráði við föðurinn Hæstiréttur synjaði í gær fóður bams, sem kom því í umsjá fóstur- foreldra í samráði við barnavemdar- yfirvöld árið 1984, um tímabundna umgengni við bamið. Dómurinn staðfesti úrskurð Barnavemdarráðs íslands frá árinu 1991 um að viður- kenna ekki umgengnisrétt fóðurins við bamið. í málinu kom fram að vegna aðstæðna hefði orðið að velja á milli þess hvort ætti að vega þyngra: hagsmunir barns eða fóður. Starfsmenn bamavemdamefndar Reykjavíkur tóku umrætt barn og tvö eldri hálfsystkini þess úr vörslú móður þeirra vegna vanrækslu og annarra ástæðna á árinu 1983. Faðir- inn var þá við störf erlendis. Hann beitti sér fyrir því að bömunum yrðu fundin góð fósturheimili þar sem hann gat ekki annast þau sjálfur og kom til landsins síðar sama ár. Bömunum var síðan komið til nú- verandi fósturforeldra og gerði faðir- inn þaö að skilyrði að umgengnis- réttur hans yrði tryggður í nánara samkomulagi við starfsmenn bama- vemdamefndar og væntanlegra fóst- urforeldra. Faðirinn fluttist til ís- lands árið 1985 og hófust þá fljótlega deilur á milli hans og fósturforeldr- anna vegna umgengni. Skapar erfiðar aðstæður í lögum um vemd bama og ung- menna, sem tóku gildi 1. janúar 1993, er ákvæði um umgengni bams í fóstri við kynforeldra. Þar er kveðið á um að bamavemdamefnd geti úr- skurðaö aö umgengnisréttar foreldra njóti ekki viö ef sérstök atvik valda því aö mati nefndarinnar að um- gengnin sé andstæð hag og þörfum bamsins. í dómi Hæstiréttar segir m.a. að sýnt hafi veriö að umgengni föðurins við bam sitt hafl skapað mjög erfiðar aðstæður sem ekki reyndist unnt að færa til betra horfs þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir bamavemaryfirvalda. í dómnum er þess einnig getið að spenna og erfiðleikar hafi skapast og velja hafi þurft á milli þess hvort ætti að vega þyngra á metum, hags- munir bams eða föður. í niðurstöðu Hæstaréttar segir: „Þegar þetta er virt, og hafður er í huga tilgangur með vistun bams í vamanlegt fóstur, verður að telja að svo veigamikil rök hafi legið tfi úr- skurðar stefnda, bamavemdarráðs, sem var vandlega undirbúinn og studdur sérfræðilegurm álitsgerð- um, aö hann skuli vera óraskaður. Ber því að staðfesta hinn áfrýjaða dóm.“ Málskostnaður var látinn falla niður. -ÓTT Bíll lenti á hvolf við Krókháls Harður árekstur varð á mótum Hálsabrautar og Krókháls um miðjan dag í fyrradag. Tveir bílar lentu þar saman með þeim afleiðingum að annar þeirra valt. Flytja þurfti ökumann og farþega úr þeim bíl á slysadeild en meiðsli þeirra voru talin minni háttar. Báðir bílarnir voru fjarlægðir með kranabíl. DV-mynd Sveinn Skólabílstjóri í Skagaíirði talinn hafa sloppið vel eftir bílveltu: Rotaðist en komst sjálf ur úr bflnum - hef aldrei lent í neinu hliðstæðu í 28 ár segir hann við DV Stuttarfréttir LyfjagerðíUtháen íslenska hefisufélagið gekk í gær frá samningi við hefibrigðis- yfirvöld i Litháen um samstarf viö byggingu og rekstur ljdja- verksmiðju þar í landi. Stolinni Lufthansa-vél, með 94 farþega og 10 manna áhöfn, var flogið inn á íslenstflugumferðar- svæöi í gær eftir að henni hafði veriö beint tfi New York. Mikifi viðbúnaður var vegna þessa hjá Flugumferðarstjórn. Samhliðaviðræðw Samninganefnd ríkisins vfii aö viðræður við Kennarasamband íslands fari fram samhliða við- ræðum við aðra aðila vinnu- markaðarins. Aukin ábyrgð ráðherra Páll Pétursson alþingismaður vill lögfesta aukna ábyrgð ráð- herra þannig aö þeir teljist sekir verði þeir uppvisir aðþvíaögefa Alþingi vilkndi eða rangar upp- lýsingar í mikilvægum málum. Launahækkun með dómi Framleiðslunemar unnu í gær mál fyrir Félagsdómi. Laun þeirra hækka í Kjölfarið um allt að 40 prósent. Óveiyumikið hefur verið um skariatssótt meðal borgarbúa aö undanförnu. Á hinn bóginn er flensan í rénun, segir borgar- læknir í samtali við Tímann. Ferðamenn spara Erlendir ferðamenn á Íslandí eyddu ll,5millörðum í fyrra eða 900 milljóttum minna en 1991. í Morgunblaðinu í dag segir Magn- ús Oddsson, markaösstjóri Ferðamálaráös, að gengisþróun dollara skýri þetta að stórum hiuta. Krókaleyfi afnumin Tvfhöfðanefiidin hefixr nánast lokið vinnu við mótun fiskveiði- stefnunnar. Nefndarmenn eru sammála um aö afhema króka- leyfi smábáta og tvöföldun á afla línubáta. Gafiarar á mðtl háhýsum Um 4 þúsund imdirskriftir hafa safnast í Hafnarfiröi gegn bygg- ingu tveggja háhýsa í bænum. Bæjarstjóri hyggst taka fyrstu skóflustunguna í dag. -kaa „Ég var á mifii 70 og 80 km hraða. Ríllinn fór út fyrir veginn en ég náði samt að rétta hann af en hann sveifl- aðist áfram, bara allt í einu, og ég réð ekkert við hann. Ég vissi ekkert hvað var að gerast. Það er smáspölur þama niður. Sennilega rotaðist ég aðeins en komst svo út án hjálpar. Ég fór upp á veg, það var ekkert annað að gera en að drífa sig af stað. En ég var nú ansi lurkum laminn. Það kmn svo bíll þama nokkuð fljót- lega. Ég er búinn að keyra böm í 28 ár og hef aldrei lent í neinu svona. Þetta var þvi eitthvað sérstakt. En það var lán að ég var einn í bíln- nm,“ sagði Valdimar Gunnarsson, bílstjóri í Skagafirði, í samtali við DV. Valdimar var fluttur frá sjúkrahús- inu á Sauðárkróki með sjúkraflugvél á Borgarspítalann á mánudag eftir að hann lenti í slysi á þjóðvegi núm- er eitt við Silfrastaðafjall í Norður- árdal í Skagafirði fyrr um daginn. Valdimar var á 15 manna skólabfl, Ford Econoline árgerð 1988. Hann var einn í bfinum. Óttast var að hann hefði skaddast á mænu. Þegar DV ræddi við hann í gær sagði hann hins vegar að ljóst væri að hann heföi sloppið vel - með slæmt mar, tognun og skrámur. Hann er óbrotinn. „Ég var að fara að heiman að frá mér tfi að keyra bömin í skóla um níuleytið að morgni. Það sem gerðist sennfiega er að hjól fór undan bíln- um, það virðist hafa losnað lega, og ég missti vald á bílnum," sagði Valdi- mar. Aðspurður kvaðst hann ekki hafa fundið fyrir kulda þegar hjálp barst eftir að hafa konfist sjálfur upp á veg úr bflnum. „Ég fann ekkert fyrir kulda á leiðinni en á sjúkrahús- inu á Sauðárkróki fannst mér vera orðið kalt. Ég held að það hafi verið nokkuð stutt stund þangað tfi ég komst upp á veg frá bílnum,“ sagði Valdimar. Hann kvað aðstæður tfi aksturs ekki hafa verið slæmar, bundiö slit- lag og nokkuð autt en vegurinn viö slysstaðinn er heldur mjór. -ÓTT Hæstiréttur: mann- drápstilraun Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur i máli 24 ára Reykvíkings, Gunnlaugs Þórs Briem, og dæmdi hann í 5 ára fangelsi fyrir tílraun til manndráps. Hann var sakfelldur fyrir að hafa skotið annan mami i andlitið í Mávahhð 24 þann 12. maí síðastliðinn. Hann var jafn- framt dæmdur fyrir aö hafa hleypt af tveimur skotum úr byssu út um giugga að tveimur brunavörðum og læknifyrir utan húsið og stofnaö þannig lífi þeirra í hættu. Hæstiréttur taldi að á þeirri stundu sem Gumfiaugur Þór hleypti af skoti úr byssu í andlit manns í umræddu húsi hefði honum ekki getað dulist að lang- líklegast var að bani hlytist af. Maðurinn hlaut alvarleg sár en náöi bata þó svo hann hefði hlot- ið varanlega áverka. Hæstiréttur dæmdi sakborninginn til að greiða fórnarlambinu 300 þúsund krónur í miskabætur auk 30 þúsunda króna lögmannskostn- aðar. Hjörtur Torí'ason hæstaréttar- dómari skfiaöi sératkvæöi og taldi hann refsingu sakbornings- ins hæfilega 4 ára fangelsi. Aðrir sem dæmdu í málinu voru hæsta- réttardómaramir Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein, Ólöf Pétursdóttir dómstjóri og Stefán Már Stefánsson prófessor. Til frádráttar 5 ára fangelsisr- efsíngu Gunnlaugs Þórs kemur gæsluvaröahaldsvist hans sem staðið hefur yfir frá 14. maí 1992. -OTT innbrot hjá Olís Brotist var inn i Olís við Vagn- höföa um miönætti í gær. Vakt- maður hjá fyrirtækinu hringdi tfi lögreglu og tilkynnti að þjófa- vamarkerfið hefði farið í gang. Þegar lögregla kom á staðinn varþjófurinn ábakogburt. Hann hafði brotið rúðu og farið inn en óvíst er hvort einhverju var stol-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.