Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1993, Page 12
12
FÖSTUDAGUR12. FEBRÚAR1993
Spumingin
Heldurðu að mestu vetrar-
hörkurnar séu að baki?
Ólöf Magnúsdóttir ræstitæknir: Ég
held þaö sé svona mánuður í að þeim
ljúki, held það eigi eftir að snjóa
meira.
Guðlaug Gisladóttir: Það á að
minnsta kosti eftir að snjóa meira.
Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur: Já, ég held það versta sé að baki.
Sjöfn Ásgeirsdóttir húsmóðir: Ég
vona að þær séu að baki.
Hákon Birgisson nemi: Ég vona að
það fari að hlýna.
Halldóra Ingólfsdóttir verkakona:
Það ætla ég aö vona.
Lesendur
H vað gera
kennarar?
starfi sem þar fer fram“, segir m.a. í bréfinu.
Óskar J. Sandholt, form. Kennara-
samb. Austurlands, og Sverrir Gests-
son, varaform. Kennarasamb. Aust-
urlands, skrifa:
Dagana 15.-19. febr. stendur yfir
opin vika í austfirskum grunnskól-
um. Þá gefst foreldrum og öörum
áhugamönnum um skólastarf kostur
á að fylgjast með kennurum og nem-
endum í starfi í kennslustundum.
Það er mikilvægara nú en oft áður
vegna þess að málefni grunnskólans
eru ofarlega á baugi um þessar
mundir. Fleiri ástæður eru og fyrir
því að nú skiptir máli að sem flestir
myndi sér eigin skoðun á grunnskól-
anum og því starfi sem þar fer fram.
Nú standa yfir samningar á milli
kennara og ríkisins. Það er ástæða
til að vekja athygli á því að verið er
að mótmæla aðgerðum ríkisstjómar-
innar en ekki ríkisstjórninni sjálfri.
Það gera þeir sem það vilja í kosning-
um á fjögurra ára fresti. Það er líka
rétt að benda á að forveri þessarar
ríkisstjórnar stóð sig ekki síður vel
í að skera kaupmátt almennings nið-
ur við trog. Erfitt er að sjá úr hvaða
átt almennir launþegar geta helst
vonast eftir stuðningi á borði. Stuðn-
ingur í orði kemur hins vegar úr öll-
um áttum. En það er önnur saga.
Nú virðist ljóst að kröfum kennara
hefur verið hafnað af samninganefnd
ríkisins. Fyrir ári síðan stóðu kenn-
arar eins og aðrir launþegar í þeim
sporum að vega og meta hvernig
bregðast skyldi við. Þá ákváðu laun-
þegar að taka á sig kaupmáttarskerð-
ingu í trausti þess að ekki yrði höggv-
ið tvisvar í sama knérunn. Það hefur
hins vegar verið gert og það er ekki
hægt að búast við að þvi verði tekið
með þögn og þolinmæði í þetta skipti.
En hvað er þá til ráða? Eina löglega
aðgerðin sem kennarar (og reyndar
fleiri launþegar) geta gripið til og
hefur einhvem slagkraft er hið óynd-
islega úrræði, verkfall.
Það er ósanngjörn aðgerð, þótt ekki
sé nema vegna þess að það bitnar á
þeim sem síst skyldi, þ.e. nemendum
og foreldrum. En kostirnir, sem
kennarar standa frammi fyrir, em í
aðalatriðum tveir og báðir slæmir.
Annars vegar að fara í verkfall, sem
er slæmt, og hinn kosturinn, sem er
verri, er sá að taka því enn einu sinni
þegjandi og hljóðalaust að lífskjör
séu skert langt umfram það sem
sanngjarnt getur talist. Það er ekki
auðvelt að segja til um það núna
hvor kosturinn verður fyrir valinu,
en heimsókn í skóla auðveldar von-
andi foreldrum að móta skoðun á því
hvort kröfur kennara séu sanngjam-
ar, en án samstöðu launþega og
skilnings almennings er lítil von til
þess að bjartari dagar séu framund-
an í baráttunni við framfærsluna.
Lipurð í bif reiðaþjónustu
Árni St. Árnason skrifar:
Föstudagsmorguninn 5. þ.m. bilaði
jeppabifreið mín sem ætlunin var að
ferðast á það sama kvöld frá Hafnar-
firði norður í land. Ég vildi vera á
vel útbúnum bíl þar sem spáð var
slæmu veðri þennan dag. Nú voru
góð ráð dýr því að fostudagur er einn
annríkasti dagur á verkstæðum og
bílaþjónustunni yfirleitt.
Ég fór þó með jeppann á verkstæði
Toyota-umboðsins með þá veiku von
að hægt væri að aðstoða mig. Þar tók
á móti mér einkar vingjarnlegur
eldri maður sem mun hafa verið
verkstjóri á staðnum. Hann skoðaði
jeppann og reyndi síðan að finna mér
stað á yfirfullri dagskrá verkstæðis-
ins. Það var að vísu ekki hægt, en
hann útvegaði mér tíma á öðrum stað
á nokkrum mínútum. - Ég færi Toy-
ota-mönnum þakkir fyrir lipurðina
og mun snúa mér til þeirra síðar er
á þarf að halda.
Stuttu síðar var ég staddur í Bíla-
búö Benna þar sem ég þurfti að
kaupa tjakk fyrir ferðalagið. í rælni
spurði ég hvort mikið annríki væri
á verkstæðinu hjá þeim enda eftir-
sótt af jeppaeigendum. Verkstjórinn
á því verkstæði tók á móti mér af
sömu alúð og lipurð og þeir hjá Toy-
ota, nema hvað þama var mér boðið
að ljúka viðgerð á stundinni. Toyota
og Bílabúð Benna tryggðu mér því
öruggan fararskjóta. Svona lipurð
mætti vera á fleiri stöðum í bílaþjón-
ustunni hérlendis.
Til að allir njóti f élagaf relsis
Beðið eftir farseðlum á vegum stéttarfélaganna.
alla ævi í lífeyrissjóð til að fá hungur-
Gunnar Ólafsson skrifar:
Manni getur orðið bumbult er mað-
ur les ummæli launþegaforingjanna
sem rembast eins og ijúpan við
staurinn að verja óréttlætið sem fylg-
ir skylduaðild aö stéttarfélögunum.
Þannig mátti lesa svar eins þeirra í
dálkinum „Með og móti“ í DV sl.
þriðjudag. Þar svaraði formaður
Iðju, félags verksmiðjufólks, og
reyndi aö rökstyðja þessa skylduað-
ild að stéttarfélögunum.
Aðalrökin voru þau að út á hana
fái fólk ýmiss konar réttindi, eins og
hann orðar það. Og endurtekur þetta
svo með því að segja „margháttuð
réttindi". Fólk sé um leið að borga í
sameiginlega sjóði sem skapi skilyrði
til að njóta þeirrar þjónustu og
hlunninda sem félögin bjóði fólki upp
á. - „Fólk getur náttúrlega ekki feng-
ið nein réttindi hjá félagi sem það er
ekki í. Ef fólk vill ekki vera í félagi
á það heldur ekki neina kröfu á því
að fá þá þjónustu sem félagið veit-
ir,“ segir formaður Iðju ennfremur.
Ef hann er hér að tala um hlunn-
indi í formi sumarbústaöaafnota eða
afsláttar af flugfarseðlum til útlanda
þá eru ekki nærri allir launþegar
sem notfæra sér þessi hlunnindi
stéttarfélaganna. Annarra „hlunn-
inda“ minnist ég nú ekki í svipinn. -
Réttindum eða þjónustu ættu stéttar-
félögin ekki að flagga um of. Hvort
tveggja er í lágmarki og fást mun
betri á frjálsum markaöi. Eða eru það
eftirsóknarverð réttindi að greiða
lus til baka að loknum starfsdegi?
Er sjóðfélagi deyr fær makinn enn
minna og deyi hann einnig hirðir líf-
eyrissjóðurinn innlegg hins látna fé-
lagsmanns. Eru þetta eftirsóknar-
verð réttindi eða þjónusta? Sannleik-
urinn er auðvitað sá að félagafrelsi
felst fyrst og fremst í sjálfdæmi um
félagsaðild.
Ólafur hringdi:
Maður sér í fréttum að hinir
árvissu samningafundir vhmu-
markaðarins eru að hefjast. Þetta
er alltof fjölmennt hð til að sitja
að spjalli dag eftir dag. Ég tók
eftir því að enn eru fulltrúar
Vinnumálanefndar samvinnufé-
laganna mættir til leiks. Fyrir
hverja eru þeir að semja? Er ekki
búið að segja öllum upp hjá SÍS?
Skólamáltíðir
Sigurdis skrifar:
Eg flokka skólamáltíðir í öllum
skólum einíaldlega undir menn-
ingarmál. Þetta fyrirkomulag
tíðkast um allan heim þar sem á
annað borð er viðhlítandi skóla-
kerfi. Þetta ætti ekki að vera stór-
mál í framkvæmd. Ég minnist til-
raunastarfsemi Mjólkursamsöl-
unnar á fyrírtaks skólanesti,
snyrtilega útbúnu i smekklegum
boxum. Hví má ekki taka það upp
aftur þar til skólamáltíðir eru
fyrir hendi í öllum skólum?
Afnámskylduað-
ildarrétflætismál
Guðrún, nemi í H.Í., skrifar:
í DV fyrir nokkru var athygli-
verður leiðari Ellerts B. Schram
ritstjóra. Hann gerði að umtals-
efni afnám skylduaðildar að fé-
lögum og sérstaklega þá umræðu
sem verið hefur i gangi í Háskóla
íslands um afnám skylduaðildar
að SHÍ. Ég hef fylgst með þeirri
umræðu og vil lýsa ánægju með
að einhverjir skuli hafa kjark til
að taka á þessu máli. Það er kom-
inn tími til að við háskólanemar
göngum fram fyrir skjöldu með
afnáml skylduaðildar. Ég myndi
persónulega ekki ganga úr SHÍ,
enda augljósir kostir þess að vera
með. Ég vil hins vegar geta nýtt
mér lögbundinn rétt til að ganga
úr félaginu líki mér ekki vistin.
Alttofhá
tekjumörk
I.G. skrifar:
Nýlega var hent inn dreifibréfi
til mín þar sem ég bý. í þessu
bréfi auglýsir Húsnæðisnefnd
Mosfellsbæjar eftir umsóknum
um félagslegar íbúðir. Mér þykja
tekjumörkin, sem tilgreind eru,
hins vegar vera nokkuð há eða
1.707.352 kr. eins og það er áætlað
af Hagstofu fyrir árið 1992, eða
um 140 þús. kr. mánaðartekjur.
Er þetta kannski hin rétta við-
miðun þegar laun verkamanna
eru höfð í huga? Mér er það mjög
til efs.
Sorgmæddir
Selfossbúar
Regina Thorarensen skrifar:
Selfossbuar eru sorgmæddir
eftir tap Selfossliðsins í Laugar-
dalshöllinni sl. laugardag. Vals-
menn voru frábærir í seinni leik.
Ég átti tal við Hörð Valdimarsson,
matreiðslumann á Hótel Selfossi.
Hörður segir: „Við áttum von á
fleiri hundruð manns á hótelið
hefðu okkar meim unnið og vor-
um búnir að kalla allt okkar fólk
út, einnig hljómsveitina. Kræs-
ingar af fullkomnustu gerð og þá
hefði orðið karnivalstemning á
Hótel Selfoss.“ Ég sagði hinum
unga og góða matreiðslumanni,
aö þetta tilheyrði lífshlaupi
íþróttahreyfingarinnar og gangi
lifsins. - Við eigum aö gleðjast
með Valsmönnum og ég óska
þeim allra heilla og einnig þess-
um duglegu mönnmn á Selfossi.
Leikurinn var drengilegur og fór
mjög vel frarn. Selfossliðið þarf
bara að vera úthaldsbetra en
raun ber vitni hvaö eftir annað.
Það þarf að æfa sig meira í út-
haldi. Ég bið svo að guðsblessun
fylgi báðuin liöunum i nútíð og
framtíð.